Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLABIÐ Sunnudagur 3. janúar 1965 Notkun Keflavíkur- flugvallar stóreykst „Ef ég ekki vinn kosningarnar, Mynd þessi er úr hinni nýju bókhlöðu á Bessastöðum. Fyrsti ríkisráðsfundurinn þar Var haldinn á gamiársdag. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) Loftleiðum að komast með far- þega sína á milli. Flugvélar lentu og hófu sig til flugs allan tím- ann. Hinn nýi Suðurnesjavegur hefur nú sannað hæfni sína, þvl að hann stóð sig með ágætum í óveðrinu, sem var með því verra, er verður á ísandi. Skúli Hansen látinn SKÚLI Hansen, tannlæknir, varð bráðkvaddur á gamlársdag, staddur í bifreið sinni. Bana- mein hans var hjartabilun. Skúli Hansen var fæddur 13. nóv. 1918, og var því 46 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru Jörgen Hansen, skrifstofustjóri hjá Happdrætti Háskóla ís- lands, og kona hans, Inga Skula- dóttir. Þau eru bæði látin fyrir nokkrum árum. Skúli varð stú- dent í Reykjavík árið 1940. Hann stundaði tannlækninganám í Bandaríkjunum (Iowa) og út- skrifaðist tannlæknir 17. júní 1945. Síðan stundaði hann tann- lækningar í Reykjavík til dauða- dægurs. Seinustu tvö árin stund- aði hann kennslu í tannlækning- um við Háskóla íslands. Skúli var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni. Sigrid Sæters- máen, átti hann tvo syni, sem báðir stunda nám í Bandaríkj- unum, Kristin Inga, sem les nú til B.a.-prófs í stærðfræði, og Gunnar Milton, sem les til stú- dentsprófs. Síðari kona Skúla er Kristín Snæhólm Harisen. PÉTUR GUÐMUNDSSON, fiug- vailarstjóri á Keflavíkurflug- velli, skýrði Mbl. svo frá í gær, að flugtök og lendingar á vellin- um hefðu samtals orðið 50.116 á árinu 1964, en 32.572 á árinu 1963. Þar af voru flugtök og lendingar æfinga- og kennsluflugvéia 9.587 (3.258 árið 1963) Ofj farþegaflug- véla 3.096 (2.122 árið 1963). Þessi mikla aukning stafar að miklu leyti af því, að æfinga- og kennsluflugvélar hafa komið í æ ríkara mæli suður á völl og not- fært sér þar ýmiss konar tækja- búnað, svo sem blindlendingar- tæki. Hafa Loftleiðir, Flugfélag íslands og flugskólarnir notað Keflavíkurflugvöll meira í þessu skyni á síðasta ári en áður. Far- þegaflug jókst um 50%. Þar er fyrst og fremst um aukin um- svif Loftleiða að ræða auk er- lendra flugfélaga. Herflug jókst einnig stórum á árinu 1964. Er það ekki sízt að þakka góðu veð- urfari á árinu, sem átti auðvitað mikinn þátt í allri aukningunni. Segja má, að betur hafi gefið árið 1964 en 1963. Gísli í Skógar- gerði látinn GÍSLI HELGASON bóndi í Skóg argerði í Fellum andaðist hinn 31. des. sl. 83 ára að aldri. Gísii yar fæddur 9. febrúar 1881 að Seljateigi í Reyðarfirði. Foreldr- ar hans voru Helgi bóndi Ind- rfðason í Skógargerði og kona hans Ólö'f M. Helgadóttir. Gísli varð gagnfræðingur frá Möðruvaliaskóla 1902 og lærði jarðyrkjustöirf hjá Ræktunarfé- lagi Norðurlanids 1904. Gísli gerð ist bóndi í Skógarge'rði í Fellum og bjó þar allan sinn aldur. Hann gengdi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sina og sýslu, sat i hrepps- nefnd og sóknarnefnd, var for- maður búnaðarfélags, í stjórn skógræktarfélags, í yfirkjörstjórn og ótal öðrum nefndum. Gísli kvæntist 1908 Dagnýju Pálsdótt- ur. Eignúðust þau margt barna. Keflavikurflugvöllur var op- inn allan tímann í áhlaupinu mikla um jólin, svo og vegurinn þangað suður eftir, nema hvað tafir voru milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en þó tókst t.d. Gísli var maður skemmtilega ritfær og skrifaði margar grein- ar í blöð og tímarit, ennfremur söguþætti. Með Gísla í Skógar- gerði er genginn svipmikill mannkostamaður. eru brögð í tafli“ gagn,“ segir hinn hvíthærði og hvassyrti keppinautur forset- ans, „þegar einræði ríkir í landinu, og almenn réttindi borgaranna eru að engu höfð og prentfrelsi einskisvirt?“ Aðspurð hvað hún myndi helzt taka sér fyrir hendur í embætti forseta, ef hún næði kosningu, annað en að láta skoða allt starf fyrirrennara sína ofan í kjölinn, anzaði Fatima Jinnah því til að hún myndi einbeita sér að því að bæta hag almennings, hins fátæka, fávísa landslýðs. Um utanríkismál var hún fátöluð og samskipti Pakistan og Kína kvaðst hún skyldu hugsa þegar þar að kæmi. Lengi vel héldu menn, að Fatima Jinnah væri lítið ann- að en .skemmtileg tilbreytni við forsetakosningar, sem úr- slit voru annars vituð fyrir í. En nú er komið annað hljóð í strokkinn og margir farnir að taka Fatimu trúanlega, er hún segist hafa að baki sér meirihluta þjóðarinnar og líka meirihluta kjörmanna 80.000. ,,Ef ég ekki vinn þess- ar kosningar, þá eru brögð í tafli hjá Auyb Khanh“ segir Fatima. Ayub Khan Jens Otto Krag urlandaráði þegar magnþrungin rödd hans lét til sín heyra. Ræða hans var flutt af sannfæringu og ráðvendni. Þótt stundum hafi hann tekið hart til orða, gaf hrein skilið hugarþel hans orðunum sjaldan brodd, heldur hlýju og þunga. Ólafur Thors leit á það sem eitt af stjórnmálatakmörkum sínum, að sambandsslitin milli Ludwig Erhard Danmerkur og Islands ættu að finna sér samstæðu í nánu og traustu samstarfi allra Norður- landanna. Hugsun hans og gjörð ir hafa borið ávöxt. Við á Norður löndum verðum að líta á það sem sameiginlega ábyrgð okkar að þessi samvinna haldi áfram að þróast og nái þeim þrótti, sem Ólafur Thors sífellt stefndi að.“ Forsætisráðherra hefur borizt svofellt símskeyti frá kanzlara Sambandslýðveldisins Þýzka- lands: „Fregnin um andlát fyrirrenn- ara yðar, fyrrverandi forsætisráð herra Ólafs Thors, olli mér mik- illi sorg. Hann var jafnan boðinn og búinn að bæta enn betur hið vinsamlega samband Þýzkalands og íslands og Atlantshafsbanda- lagsins og verður hans sárt sakn að. Ludwig Erhard, kanzlari Sambandslýðveldisins Þýzkalands.“ segir Fatima Jinnah MORGUNBLAÐINU bafa borizt ummæli tveggja erlendra þjóðar leiðtoga varðandi lát Ólafs Thors fyrrum forsætisráSherra. Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Danmerkur lét svo um- mælt: „Við hér í Danmörku tókum fréttinni um lát Ólafs Thors’fyrr um forsætisráðherra, með djúpri sorg. ísland hefur hér misst einn sinn* mesta atkvæðamann og þjóðarpersónu. Nafn Ólafs Thors nýtur virðingar í Danmörku, og margir vina hans hér í landi munu fyllast söknuði við fráfall hans. Enginn gat honum betur fengið okkur til að hlusta í Norð kröfugöngur. Her lanlsins skipað að vera til taks og her- menn settir á vörð við alla 417 kjörstaðina, sem dreift er um báða landshlutana. Og hvers vegna? Jú, ástæð- an er ein nett og séleg kona, töluvert komin á efri ár, sem segir að Ayub hafi ekki stað- ið sig sem skyldi í forseta- embættinu þau ár sem hann hafi baft það með höndum og kveðst reiðubúin að taka sjálf við embættinu og sjá hvort sér gangi ekki betur. Sú er svo mælir hefur reyndar töluverðan bakhjarl í ætt sinni og æviferli. Hún er systir hins látna leiðtoga Pakistanna, landsföðurins Ali Jinnah og heitir Fatima. Fatima Jinnah er 71 árs gömul. Hún hætti öllum af- skiptum af opinberu lífi árið 1948, er bróðir hennar lézt, en hafði áður verið stoð hans og stytta í erilsömu lífi. Og slíkur er töframáttur minningarinnar um Ali Jinnah og svo skörulega flytur systir hans mál sitt, að Ayub Khan er orðinn uggandi um sinn hag. Og það er elcki að ófyrir synju. Fatima hefur nefnilega sagt að eitt hennar fyrsta verk eftir embættistökuna í marz verði að láta fram fara gagn- gera rannsókn á fjármálum fyrirrennara síns og stöðuveit ingum hans til náskyldra ætt- ingja. Fatima er ekkert upp- næm fyrir því, að ríkistjórn Auybs Khans hefur haldið friði og ró í landinu um ára- bil og Pakistan vegnar nú mun betur efnahagslega en áður. „Hvernig getur nokkuð slikt gert landi verulegt —l n ■■ — ■ . — -I FORSETAKOSNINGAR áttu ekki að fara fram í Pakistan fyrr en í marz. Núverandi for- seti, Ayub Khan, sem komst til valda árið 1958 með bylt- ingu án blóðsúthellinga, var Fatima Jinnah ekkert uggandi um sinn hag og taldi sér víst fylgi hinna 80.000 kjörmanna, sem sam- kvæmt kerfi því er hann sjálf ur setti á laggirnar, eiga að kjósa forseta. En Ayub hefur orðið að end urskoða afstöðu sína. Undan- farið hefur komið til uppþota í Pakistan. Stúdentar í Kara- chi fóru í mótmælagöngu gegn stjórninni fyrir hálfum mán- uði og einn þeirra var skot- inn til bana er lögreglan vildi hefta för þeirra. Skólum í vestur-Pakistan hefur verið lokað um óákveðinn tíma, stjórnmálafundir bannaðir og Krags og Erhards um Olaf Thors

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.