Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 8
8
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 3. januar 1965
Vi5 höfum valið okkur veglegra og kostnaðar-
samara verkefni en nokkur annar
svo fámennur hópur
Áramótadvarp Bjarna Benediktssonar,
íorsætisrdðherra
ÁRIÐ 1964 hefur eins og öll
önmur borið í skauti sínu bæði
4>rg og gleði.
Martgir eiga um sárt að binda
vegna missis áistvina sinna.og alll
ir söknum við ía endingar okk-
ar mikilsmetnu forsetafrúar,
Dóru Þórhallsdóttur.
Og nú á síðasta degi ársins
andaðist Ólafur Thors. Þó að
hann hafi átt við langvaramdi
va.nheilsu að búa, bar andlát
hans að með skymdileguim hætti.
Ég er þess vegna ekki viðbúinn
því að veita honum í kvöld verð
ug eftirmæli. Við áttum langt
og ég leyfi mér að segja óvenju
náið samstarf. Ég á honum ó-
segjanlega mikið að þakka fyrir
ölil okkar kymmi. Erfitt er að
segja, hvað mér hafi fundizt
mgst til um í fari hans. E.t.v.
var það bjartsýni hans og sá
eiginleiki að ætla öðrum gott,
þangað til hann reyndi annað.
Ólafi kom aldrei til hugar að
láta hendur fallast, þótt móti
blési, hann var alilra manna
fyrstur að átta sig og úrræða
góður flestum fremur. Hann var
sjálfikjörinn foringi og menn
lutu leiðsögn hans með ljúfu
gleði. Mörgum fi.eirum en mér
mun finnast verða svipminna og
dlaufara á íslandi eftir að Ólafur
Thors er héðan horfinn. Öll send
ir þjóðin ættingjum alúðarkveðj
ur og biður hinum látna höfð-
ingja bleseunar.
Með tryggð til máls og manna
á mátt hirns góða og sanna
þú trúðir tramst og fast.
Hér er nú starfsins endi.
í æðri stjórnarhendi
er það, sem heitt í
hug þú barst.
Þessi orð Einars Benedikts-
sonar um föður sinn, tek ég mér
í munn um hinn látna vin.
Og út yfir þitt æfikvöild
skad andinn lifa á nýrri öld.
En árið hefur einnig verið
mörgum til hamingjuauka og í
heiid verður að telja það okkur
ísllendingum hagstætt atvinnu-
að segja með öllu í sumar fyrir
Norðurlandi og nú í vetur hér
fyrir Suð-vesturlandi.
Minnir það okkur enn á, hversu
valt er að eiga allt undir sjávar
afila, því að engin veiðitækni né
vinnslustöðvar stoða, éf fiskur
gengur ekki á miðin. Er og leit-
un á þjóðfélagi, sem eiga jafn-
mikið undir einni atvinnugrein
eins og við undir sjávarútvegi,
þar sem nær allwr okkar erlendi
gjaldeyrir er frá honum runn-
inn. En þjóðfélag okkar hefur
sérstöðu að fleiru en þessu.
í sumar kom ég með kunn-
ingja mínum í ertenda stór-
banka, sem nokkiur viðsikifti hef
ur haift við ísland. Ég heilsaði
þar upp á aðalbanlkastjórann,
gamlan og virðulegan mann.
Harrn tók mér vingjarnlega og
sagði banka sinn hafa átt farisæl
viðskifti við ísland og spurði
hafa lengi notið sjálfstæðis. Ég
minnist þess, að fyrir mörgum
árum var því hreyft í hópi utan
rílkisráðherra, þar sem ég var
' staddur, að Luxemborgarmenn
hefðu hug á að komast eitt kjör
I tímabil í öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna. Blzti og valdamesti
utanríkisráðherrann, sem þar
var og frá einu hinna hlutlaiusu
landa, brosti þegar hann heyrði
þessa ósk og sagði eitthvað á
þá leið, að ríki á borð við Lux-
embjrg væri naumast hægt að
taka alvarlega. Ég heyrði, hvað
sagt var og hugsaði mitt.
Luxemborgarmenn eru ekki
aðeins tvöfalt fjclmennari, én
við, heldur búa þeir í frjósam-
ara landi og auðugna af ýmsum
náttúrugæðum. Land þeirra er
hinsve'gar miklu minna en okk-
ar. Sízt er það þeim til óhag-
ræðis, því að enga erfiðleika
hafa þeir af strjálbýli né sam-
gönguerfiðleikum við nágranna
sína, þar sem segja má, að þeir
búi í þjóðbraut í miðri vestan-
hjá lítilli þjóð, þvi að hún verð-
ur að hafa flestar sömu almanna
stofnanir og hinar stærri. Kostn
aðurinn vex stórum, iþegar strjál
býli er slíkt og hjá okkur. Enn
vex kostnaðurinn við byggingu
skóla og sjúkrahúsa víðs vegar,
svo að ekki sé talað um sam-
göngur eða drejfingu lífs-
þæginda, eða réttara sagt lífs-
nauðsynja, eins og rafmagns og
síma.
Hið sama á einnig að veru-
legu leyti við um rekstur at-
vinnuvegar eins og landbúnaðar.
Vegna strjálbýlis og þar af leið-
andi samgönguerfiðleika hlýtur
rekstur hans að verða mun
kostnaðarsamari en í þeim lönd
um, þar sem þéttbýli er meira,
og.er þá ekki minnst á þann að-
stöðumun, sem hnattstaða, veður
far og landkostir búa honum.
Það, sem við köllum þéttbýli,
er strjálbýli, í annarra augum
og mundi annars staðar ekki
talið aflögufært. Eins er með
sjávarútveginn, sem hér er undir
staða þjóðfélagsins, en víða ann
arsstaðar er styrktur af örugg-
ari atvinnugreinum.
Svo mætti lengi telja, en ég
skal ekki halda þessari upptain-
vegna ekki í það fé, sem það
kostar að rétta sig úr kútnum og
vera eins og maður með mönn-
'um. En- við skulum þá einnig
fúslega gera okkur grein fyrir, að
þetta hefur krafizt og krefst mik-
illa fjármuna og þar með mikila
erfiðis og mikillar vinnu. Við
hefðum raunar ekki náð svio
langt sem raiun bar vitni, ef við
hefðum eins og aðrar sjálfstæðair
þjóðir þurft að verja of fjár til
varnar landi okkar. í bili höf-
um við leyst þa-nn vanda og skal
ég ekki um hann fjölyrða. En þó
að þeim bagga hafi verið af okk-
ur létt, þá er það alger misskiln-
ingur eins og stundum heyrist, að
það eitt nægi til þess, að menn
geti á fslandi vænst minni fram-
laga til almanna þarfa en annara
staðar. Ef sú byrði bættist ofan
á, yrðu álögurnar trúlega óbæri-
legar.
Vegna þess að við erum laus-
ir við hana þurfum við sízt að
inna meira af höndum til al-
manna þarfa en með nágranna-
þjóðum okkar tíðkast. Þess vegna
höfum við ekki ástæðu til um-
kvörtunar. Við höfum sjálfir val-
ið okkur veglegra og kostnaðar-
samara verkefni en nokkur ann-
ar svo fámennur hópur í veröld-
inni við jafn erfið skilyrði. Það
verkefni er að láta sjálfstætt full
valda menningarríki blómgast á
þessu fámenna, misviðrasama ey-
landi norður í höfum og haga
svo meðferð mála, að hér megi
allir komast til nokkurs þroska.
Að sjálfsögðu hafa fyrirætl-
anir okkar tekizt misvel og
margt stendur til bóta. En hví
skyldu menn vera með vol og
víl, þegar við höfum áorkað því,
sem enginn ókunnugur á íslandi.
mundi trúa, að svo fáir menn
fengju framkvæmt við svo erfið-
ar aðstæður?
í stað þess skulum við biðja
drottinn allsvaldandi að gefa
okkur styrk til að verða þjóð
okkar að því gagni sem hugur
okkar stendur til.
Megi hið nýja ár færa íslenzku
þjóðinni og gervöllu mannkyni
gæfu og gengi,
Gleðilegt ár.
Dr. Bjarni Benediktsson.
Orðuveifingar
FORSETI íslands hefir í dag
sæmt eftirgreinda riddarakrossi
hinnar íslenzku fálkaorðu:
ár.
f marz lauk veiðiheimildum
erlendra manna innan fiskveiði
lögsögu okkar eins og um hafði
verið samið ög voru þær ekki
eradumýjaðair, svo sem ýmsir
höfðu óttast. Þó tókst að bægja
frá þeirri hættu, sem miillilanda-
flugi oikkar var búin af vold-
ugum keppinaut.
Vinraufriður hefur að mestu
haldizt. Verðlag hefur verið mun
stöðugra en næsta ár á undan.
Framfærsluvísitala hæikkaði frá
1. maí 1963 til jafnlengdar 1964
um 32 stig en nú er búizt við,
að bún hækki eiraungis um 8 stig
frá 1. mai 1964 tiil 1. maí 1965.
Úr sögunni er sá ótti, sem ríkti
í margra huga um síðustu ára-
mót, að yfirvofandi væri gengis
falll íslenzku krónunnar. Hagur
landsiras út á við hefur styrkzt
og hafa ekki frá því að stríðs
inneignum lauk verið fyrir
hendi meiri gjaldeyrissjóðir en
nú. Þessi hagifalda þróun hefur
gert mögiulegt að lækka banka-
vexti nú frá áramótum svo að
þeir verða ekki hærri hér, en
í ýmsum nágrannalöndum okk-
ar.
Á árinu var víðast hvar næg
og sumstaðar meira en nóg at-
vinraa. Meiri aflli hefiur aldrei
fyrr borizt á land og verðlag
útifllutningsins fór yfirleitt hækk
andi. Þorskafli varð þó lélegur
á vtnjulegum vertíðum fyrir
norðan og sí.dveiði brást sv|o
hvernig okkur vegnaði. Aðstoðar
bankastjóri, sem um íslands við
skifti hafði fjallað, varð fyrir
svörum og byrjaði: „Það eru 187
þúsund manns .......„Nú, fjölg-
ar þeim um 187 þús. á ári“,
sagði öldungiurinn.
Ég segi þessa sögu ekki af því,
að hún sé einstæð, heldur af
hinu, að ótal margir hafia svip-
að að segja. Mörgum íslending-
um hefur vafizt tunga um tönn
við að reyna að skýra fólkisfæð-
ina hér og það, sem okkur finnist
sjálfsagt, en ýmsuim öðrum nær
óskiljanlegt, að þrátt fyrir smæð
ina erum við sjálfstæð þjóð og
höfum ekki minni hugmyndir
um ágæti okkar þjóðar og til-
verurétt hennar heldur en þeir,
sem roargfalt fjölmennari þjóð-
um tilheyra, hafa um sínar.
En því erfiðar sem okkur
gengur að skýra þetta fyrir öðr
um, þvi fremur ættum við að
átta okkur á því sjálfir, að okk-
ar íslenzka þjóðfélag, — okkar
íslenzka ríki 'hefiur algera sér-
stöðu. Án þesis að mikl-ast eða
minnkast okkar vegna sérstöð-
unnar, þá skulum við skilja, að
hún er fyrir hendi og hugleiða
í hverju hún er fcigin.
Af öllum þjóðuim, sem gerzt
hafia aðilar Sameinuðu þjóð-
anna, eru íslendingar fámenn-
astir. Næistir okkur eru Luxem-
borgarmenn. Þeir eru h.u.b.
tvisvar sinnum fjölmenraari og
verðri Evrópu. En ekki hafa þeir
a.m.k. til skamms tima talið sig
þess umkomna að hafa eigin
háskóla.
Ég þarf ekki að lýsa mismiuin-
inum á aðstöðu þeirra og okkar
Einungis lítill hluti lands okkar
er byggilegur, en stærð þess er
slík, að hér munu rúmast millij-
ónatugir manna, ef landið væri
ámóta þéttbýlt og ýms hin suð-
lægari lönd. En allt þetta stóra
land og byggðina dreifða víðs-
vegar um það höfuim við til yfir
sóknar. Sagan segir, að þegar
Friðrik konuragur VIII. leit yfir
Suðurlandsláglendið af Kamba-
brún hafi hann s-agt: ,
„Þetta er heilt konuragsríki“.
Eragum íslending mundi koma
tii hugar að láta þjóð sinni
nægja það konuragsríki. Nei, við
viljum byggja landið allt.
Okkur finnst slíkt eragiran stór
hugur, heldur hitt lítilmenraska
að láta oklkur nægja miraraa. En
svo er stundum að sjá sem sum-
ir gleymi hvað af þessu hlýtur
að leiða. Rekstur fámenns ríkis
hlýtur ætíð að kosta hlutfalils-
lega meira en fjölmenras. Þetta
sést strax og litíð er á utanríkis-
þjónustuna sem margfialt stærri
þjóðir oft kvarta uradan kostnaði
við, en mín reyrasla er að fátt
borgi sig beinlínis betur fyrir
okkur. Svipað er um hina æðstu
stjórn. Allt embættiskerfið hlýt-
ur að verða hlutfallslega dýrt
ingu áfram að sinni. Ég hef ekki
gert hana vegna þess, að ég telji
eftir einn eyri af því, sem fer
til þess að halda uppi (þjóðfélagi
okkar, heldur af hinu, að stund
um virðast jafnvel þeir, sem sízt
skyldi, gleyma því, hvað það
kostar að vera sjálfstæð þjóð í
strjálbýlu, norðlægu landi og
halda uppi fullvalda ríki.
Um suman þennan kostnað má
segja, að hann verðum við að
bera, þegar af því að við búum
í landinu, anraars væri það með
öllu óbyggilegt, og hann komi
sjálfstæði þjóðarinnar í rauninni
ekki við. Þetta má til sahns veg-
ar færa, þó er það svo, að af
því að ekki var lagt í neiran
kostnað til að gera landið byggi-
legt á meðan við lutum öðrum,
var að því komið, að þjóðira
flosraaði upp.
Alveg eins og landið verður
þjóðinni því viðráðanlegra sem
henni fjölgar meira, því arð-
bærra verður landið henni eftir
því, sem hún getur varið meira
fé til að bæta það. Mesta óráðsían
er í því fólgin að láta lengur
renna engum til gagns til sjávar
þær auðlindir, sem bíða þess að
færa okkur ljós og yl ásamt afli
þeirra hluta, sem gera skal.
Við íslendingar þekkjum það
af biturri reynslu, að það er dýrt
að vera fátækur en þó enn dýr-
ara að vera bæði fátækur og ó-
sjálfstæður. Við sjáum þess
Egil Vilhjálmssonar, forstjóra,
fyrir störf á sviði bifreiðaiðn-
aðar.
Ingvar Vilhjálmsson, útgerðar
mann, fyrir störf að sjávarút-
vegsmálum.
Jóhannes Gunnarsson, biskup,
fyrir störf sem kaþólskur biskup.
Jónas Jónsson, bónda, Hrauni,
Öxnadal, fyrir búnaðarstörf.
Sigríði Eiríksdóttur, hjúkrun-
arkonu, fyrir hjúkrunar- og
heilsuverndarstörf.
Sigurð B. Sigurðsson, ræðis-
mann, fyrir störf á sviði verzl-
unar- og viðskiptamála.
Sigurjón Sigurðsson, bónda
Raftholti, Rang., fyrir búnaðar-
og félagsmálastörf.
Sveinbjörn Oddsson, bókavörð,
Akranesi, fyrir störf í þágu
verkalýðshreyfingarinnar. t
Svein B. Valfells, iðnrekanda,
fyrir störf á sviði iðnaðar og
verzlunar.
Þórarin Sveirasson, kennana
Eiðum, fyrir æskulýðs- og íþrótta
störf.
Þórð Þorbjarnarson, dr. phiL
fyrir rannsóknarstörf í þágu
sjávarútvegsins.
Ennfremur hefir forseti fs-
lands 1 dag sæmt Kjartan Thors,
stjörnu stórriddara, fyrir störf I
þágu Vinnuveitendasambands ís
lands.
Reykjavík, 1. janúar 1965
Orðuritari,