Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ
1
Sunnudagtir 3. janúar 1965
JMttgtmlrlafrvfr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 5.00 eintakið.
| Ólafur Thors |
SÚ harmafregn barst íslenzku þjóðinni á gaml-
ársdag, að Ólafur Thors fyrrv. forsætisráð-
herra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri látinn.
Með honum er til moldar hniginn stórbrotnasti og
svipmesti stjórnmálamaður samtíðarinnar á íslandi.
Þessi glæsilegi stjórnmálamaður skilur eftir sig djúp
spor í íslenzku þjóðlífi.
Það var hlutskipti hans að halda um stjórnvölinn
oftast þegar stærstu átökin voru gerð í framfara-
sókn þjóðarinnar. Forusta hans sem forsætisráð-
herra í fimm ríkisstjórnum mótaðist í senn af stór-
hug, raunsæi og heitum vilja til þess að vinna þjóð
sinni vel. Það var hin mikla gæfa Ólafs Thors, sem
stjórnmálamanns, að hann sá margar af helztu hug-
sjónum sínum rætazt, hag þjóðarinnar batna hröð-
um skrefum, og sjálft landið verða betra og byggi-
legra.
Enda þótt Ólafur Thors væri einn mesti og víg-
fimasti baráttumaður íslenzkra stjórnmála um 40
ára skeið, bakaði hann sér ekki varanlega óvild
höfuðandstæðinga sinna. Olli því drengskapur hans
og hreinlyndi. Þessi þróttmikli baráttumaður hafði
einstæða hæfileika til þess að laða menn með ólík-
ar skoðanir og sjónarmið til sátta og heilshugar
samstarfs. Hann var hjartahlýr maður, hjálpfús
með afbrigðum, og svo trygglyndur, að við var brugð-
ið af öllum, er af honum höfðu náin kynni.
★
Olafur Thors íorsætisráð'herra kemur á kjörstað í kosningunum sumarið 1963, ásamt frú
Ingibjörgu Thors konu sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur við fráfall Ólafs
Thors, sem var formaður hans í tæpa þrjá áratugi,
misst mikinn og farsælan foringja. íslenzka þjóðin
öll hefur misst stórbrotinn stjórnmálamann og leið-
toga, sem á mörgum örlagaríkum augnablikum
stýrði málefnum hennar af hyggindum og djúpum
skilningi á þörfum hennar í nútíð og framtíð.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra minntist
hins látna stjórnmálaskörungs í áramótaræðu sinni
á gamlárskvöld. Komst hann þar m. a. að orði á
þessa leið:
„Erfitt er að segja hvað mér hafi fundist mest til
um í fari hans. Ef til vill var það bjartsýni hans og
sá eiginleiki að ætla öðrum gott, þangað til hann
reyndi annað. Ólafi kom aldrei til hugar að láta
hendur fallast þótt móti blési, hann var allra manna
fyrstur að átta sig, og úrræðagóður flestum fremur.
Hann var sjálfkjörinn foringi, og menn lutu leið-
sögn hans með ljúfu geði.
Mörgum fleirum en mér mun finnast verða svip-
minna og daufara á íslandi eftir að Ólafur Thors er
héðan horfinn".
Forsætisráðherra lauk ávarpi sínu með því að vitna
í eftirfarandi ljóðlínur eftir Einar Benediktsson:
„Með tryggð til máls og manna
'* á mátt hins góða og sanna ,
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi
í æðri stjórnarhendi
er það, senrheitt í hug þú barst. (
Þessi orð Einars Benediktssonar um föður sinn,
tek ég mér nú í munn um minn látna vin.
Og út yfir þitt æfikvöld
skal andinn lifa á nýrri öld.“
Stórt skarð stendur opið við fráfall Ólafs
Thors. íslendingar þakka líf hans og starf, um leið
og þeir votta ástvinum hans og venzlamönnum ein-
læga samúð í sorg þeirra.
Ólafur Thors á heimiU
stnu sumarið 1963
Á Sjómannadaginn 1953. Ólafur Thors siglingamálaráðherra
með frú Gróu Pétursdóttur og Guðmundi Guðnasyni skip-
stjóra, sem heiðraður var í tilefni dagsins.