Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLADIÐ sunnuaagur 3. januar 1U65 Kristfán Jónsson, Vaðnesi ECveðja ÞAÐ var á Þorláksmessudag um hádegisbil, að mér barst and- iátsíregn vinar míns Kidda á Vaðnesi, en svo var hann ætíð neíndur á meðal vina og kunn- ingja. Mig setti hljóðan við þá íregn. Minningar löngu liðinna atburða liðu fyrir hugskotssjón- um, frá æsku og unglings árum, er streymdu með örhraða fram í huga minn Ég sá fyrir mér ungan pilt vörpulegan á velli, snaran í snúningum, er geislaði af lífs fjöri og gáskalindi æsku- mannsins, þetta var hann Kiddi á Vaðnesi, er ávallt var tilbúinn að rétta okkur yngri félögum sínum hjálparhönd á hverju sem gekk, reisa iþá við ef þeir hrös- uðu, hugga þá ef þeir grétu, þá var oftast skammt á milli gráts og hláturs, þannig var æskan þá, Jólafrésskemmtun Giímufélagsins Ármanns verður haldin í Sjálfstæð- ishúsinu fimmtudaginn 7. jan. kl. 3.45 s.d. Aðgöngumiðar eru seldir í bókabúðum Lárusar Blön dals, Vesturveri og Skólavörðustíg 2, Sportvöru- verzluninni Hellas og Verzluninni Vogaver og við innganginn. Glímufélagið Armann. ÓLAFUR THORS fyrrverandi forsætisráðherra, lézt að morgni 31. desember s.l. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. janúar, kl. 1,30 eftir há- degi. — Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað Ingibjörg Thors. MARGRÉT FINNSDÓTTIR Skagabraut 27, Akranesi, lézt í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 31 desember 1964. Aðstandendur. Föðurbróðir okkar JÓN HALLDÓRSSON fyrrverandi kaupmaður, andaðist að heimili sínu Suður-Vík 31. f. m. Matthildur Valfells, Ólöf Ólafsdóttir. Móðir okkar GRÓA JÓHANNESDÓTTIR iézt að Sólvangi í Hafnarfirði 30. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. janúar kl. 10,30 íyrir hádegi. Ingunn Jónsdóttir, Rikarður J. Jónsson, Snorri Jónsson. Móðir mín SÆMUNDA JÓHANNSDÓTTIR fyrrverandi ljósnióðir, Skálará, Blesugróf, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 4. jan. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Bióm afbeðin. Fyrir hönd vandamanna. Gyða Jóhannsdóttir. Útför AIíA STEFÁNSSONAR Vífilsgötu 21, verður gerð frá Fossvogskirkju kl. 10„30 f. h. miðviku- daginn 6. jan. 1965. Útvarpað verður frá athöfninni. Blóm eru vinsamlega afþökkuð. Samkvæmt ósk hins látna eru þeir, sem vildu minnast hans, beðnir að láta Hailgrímskirkju í Reykjavík eða líknarstofnanir njóta þess. Petra Aradóttir, Ragnheiður Aradóttir, Guðrún Aradóttir, Kristbjörg Aradóttir, Anna Aradóttir og aðrir vandamenn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SOFFÍU JÓN SDÓTTUR Skútustöðum. Aðstandendur. áður en sorgir þroskaáranna koma til greina, þar sem oft, er það til, sem ekkert fær grætt í mannlegu lífi. Ég minnist æskuheimilis Kidda, að Vaðnesi, er móðir hans Oddný Þorsteinsdóttir, sú mikla mann- kosta kona, bjó þar ekkja, með 4 sonum sínum ungum, þar stóðu allar dyr opnar á víða gátt okkur félögum þeirra bræðra, má segja á nóttu sem degi. Þeir voru ekki ófáir bitarnir og sop- arnir, sem sú góða og fórnfúsa kona gaf ungum sem gömlum á þeim árum. Oddný sáluga var mikil og góð móðir sonum sín- um. Hún var ein af þeim góðu konum, sem alltaf var sílíknandi þeim er voru hjálparþurfi í líf- inu. Blessuð sé minning hennar. Kristján Jónsson var fæddur í Reykjavík þann 27. október 1909, foreldrar hans voru þau mætu hjón Oddný Þorsteinsdótt- ir frá Grund í Svínadal, Húna- þingi, dáin 1934 og Jón Jónsson, kaupmaður frá Vaðnesi, dáinn 1918. Kristján sálugi lauk burtfara- prófi frá Verzlunarskóla íslands 1930 með góðri einkunn, þó urðu verzlunarstörf ekki lífsstarf Kidda, ekki af því, að hann hefði góða hæfileika á því sviði, hann var að mínum dómi fæddur verzl unarmaður. Heldur mun Kiddi hafa viljað nota starfsorku sína á sem fjölbreyttustu sniði, hon- um hæfði ekki svigrúm innan fjögra veggja. Um tveggja ára skeið var Kiddi við verzlunar- störf við ágætan orðstír. Á yngri árum var hann í siglingum eitthvað á síldveiðum og ýmis ön-nur störf. Bifreiðaakstur varð hans aðalstarf. Undanfarin síð- astliðin ár var Kiddi hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og þá við bifreiðaakstur á meðal vinnu félaga var Kiddi mjög vinsæll svo fátítt mun vera almennt séð. Þegar ég að leiðar lokum fer að hugleiða manninn Kidda, þá kem ég auga á snyrtimennið, hjálpfúsa manninn með barns hjartað við börnin við gamal- mennin við hina særðu utan við veginn. Allstaðar var Kiddi við- búinn með að sýna hjartagæzku með sína glöðu lund til að upp- örva og til að gleðja. Hann var ávallt sannur maður, sem kom til dyranna eins og hann var raunverulega klæddur, hvert 'eitt sinn. Jafnvel þó að ýmsum fyndist ekki ávallt hæfa búningur stað og stund. Kæri vinur þá er komið að kveðjustund, þú ert kvaddur í jólaljósinu við birtu hækkandi sólar. Þér er þakkað af þeim fjölmörgu sem þú studdir og styrktir með fórnfýsi og hjálp- semi hvar sem þú komst auga á þá þörf hjá meðbræðrum þín- um. Kiddi minn við allir vinir þín- ir biðjum þér Guðs blessunar og farar heilla til Sólarlandsins ei- lifa, þar sem við öll eigum að sameinast að eiðarlokum. Blessuð sé minning hans. Ólafur Guðmundsson. — Hvaða atburbir Framh. af bls. 9 Martin Luther King, sem ég tel stórmerkan og gleðilegan atburð. Ferðalög páfans og viðleitni til sameiningar krist innar kirkju er mikið fagn- aðarefni og af sömu rótum runnið og atburðir þeir, sem ég hef nefnt. Friður, friður er það bæn- arandvarp, sem stígur upp frá brjóstum milljónanna við þessi áramót, og minnst er með þökk þess, sem horfir í rétta átt. Jónas Jónasson, útvarpsþulur: ÞAÐ má vera skömm frá að segja, að í önnum hversdags- lífsins þegar maður er að reyna að annast sjálfan sig og sína fara stóratburðir fram hjá glugga manns án þess maður opni og finni þar með þyt atburða. Atburðir verka misjafnlega á menn en eitt mun víst, að gerð þeirra verð- ur þegar frá líður ákveðinn punktur í minningu þjóða og sögu. Hér á útnesi veraldar er mér minnisstæðast andlát for- setafrúar Dóru Þórhallsdóttur. Þar hvarf okkur merk kona og göfug, sem starfs sins vegna og stöðu setti sáran punkt í sögu þjóðar. Stefán Jónsson, fréttamaður: ÞAÐ eru bæði góðu fréttirn- ar og vondu fréttirnar, sem verða manni minnisstæðar. Góða innlenda fréttin, sem ég man bezt, var um fyrsta laxinn, sem gekk í lækjarós- inn hjá fiskaeldisstöðinni í Kollafirði. Ég var nefnilega alltaf hræddur um að trölla- trúin, sem ég hafði á fyrir- tækinu kynni að leiða til von- brigða. Á þeirri stundu átti ég mér tæpast aðra ósk en þá að nú væri kominn til mín Runólfur heitinn Pétursson, svo að ég gæti glaðst með þjóðhollri eilífðarveru yfir þessum laxi. Slæmu fréttina las ég í Vísi með stórri fyrirsögn á þá lund að menn yæru yfirleitt ánægð ir með skattana sína. Það var svo sem allt í lagi, að menn skyldu vera ánægðir með skattana, en þessi frétt fyilti mig samt einmanakennd og hryggð yfir því að ég skyldi vera svona óþjóðhollur og jarðbundinn, að finna ekki til neinnar ánægju. í erlendu fréttunum fannst mér verst að Repúblikanar í Bandarikjunum skyldu velja Barry Goldwater sem forseta- efni. Það fannst mér jafnast á við stríðsyfirlýsingu á hend- ur skynseminni. Góða fréttin var svo auðvitað stórsigur Johnsons í kosningunum, sem vakti aftur hjá mér vonina um það að lokasigur heimsk- unnar væri ekki alveg á næsta leiti. Hljómar frá Keflavík: PERSÓNULEGA er okkur minnisstæðastur sá atburður, er við heimsóttum hinn marg rómaða Cavern-Club i Liver- pool og komum þar fram. Það- an eigum við bjartar minn- ingar, sem oft rifjast upp. Einnig kynntumst við mörg- um ágætum listamönnum þar ytra, körlum og konum og áttum skemmtilegar stundir í þeirra hóp. Síðan hefur oft hvarflað að okkur, hve ágætt það væri, ef skemmtistaður a borð við Cavern væri hér, þar sem margar hljómsveitir koma fram á hverju kvöldi og unglingarnir safnast saman til þess að hlusta og skemmta sér án áfengis. Heimssögulega — ef nota mætti það orð — er okkur sá atburður nærtækastur, er Ringó Starr, bítiil númer 1, var lagður inn í sjúkrahús og teknir úr honum kirtlarnir. Hann var eitthvað svo ósegj- anlega dapur, vesalingurinn, þegar hann kom úr sjúkrahús- inu. Þess vegna óttast margir, að aðgerðin geti haft áhrif í þá átt að hann eigi erfitt með að syngja í nánustu framtíð, en það væri mikill skaði fyrir heimsmenninguna, ef slíkt kæmi á daginn. Paterson, New Jersey, > . desember — (NTB) — SEX vopnaðir ræningjar kom- nst undan í dag eftir að hafa framið rán á heimili prests eins í Paterson og neytt öku- mann og vörð í brynvörðum bankabíl að afhenda þeim bil- inn og peningana, sem þeir voru að flytja. Samtals nam ránsfengurinn 511 þúsund dollurum (um 26 millj. kr.) Juneau, Alaska, i . des. (AP). TÍU þúsund tonna flutninga- skip, „San Patrick“ frá Li-. beríu hefur strandað við Ulak eyju í Alaska. Um 30—40 manna áhöfn var á skipinu, og er óttazt að allir hafi far- izt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.