Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. janúar 1965 MORGUNBLADIÐ 3 Sr. Einkur J. Eiriksson: „Gui er með oss" Fyrsti borgarinn var stúlka T í U mínútum eftir að kirkjuklukkur höfðu hringt og landsmenn fagnað nýju ári, fögnuðu hjónin Kol- hrún Þorvaldsdóttir og Guðmundur Helgi Gísla- son, Laugateig 58, því að fyrsta barn þeirra fæddist í heiminn. Eftir því sem við höfum komizt næst, var þetta fyrsti borgarinn, sem lítur þessa heims ljós á hinu nýbyrjaða ári. Fæðingin átti sér stað á Fæðingarheimili Reykjavíkur- borgar við Eiríksgötu. Við lit- um þangað inn í gær til þess að óska frúnni til hamingju og fá að taka mynd af krógan- um. HIN árlega styrkvelting úr Rit- höfundasjóði ríkisútvarpsins fór fram í húsakynnum Þjóðminja- sainsins á gamlársdag. Formað- ur sjóðstjómar, dr. Kristján Eld- járn, þjóðminjavörður, skýrði Þegar við stóðum frammi fyrir ungviðinu, veltum við því fyrir okkur stundarkorn, hvort það væri af karl- eða kvenkyni, því að það var sannarlega ekki hlaupið að því að greina á milli. — Þetta er stúlka, sagði móðirin, og tók þá litlu upp úr körfunni og hagræddi hjá sér, því að Sveinn var þegar byrjaður að munda mynda- vélina. Sú litla baðaði út sín- um litlu höndum, sýnilega undrandi á öllu tilstandinu svona árla dags, þegar hún var enn tæplega vöknwð af værum svefni. Hún var feiki- lega rjóð í framan en vildi helzt ekki hafa augun opin, enda kom á daginn, að aðrir blaðamenn höfðu heimsótt hana fyrr um morguninn. frá þvi, að styrkinn fyrir árið 1964 hlytu Ijóðskáldin Hannes Pétursson og Þorsteinn Valdi- marsson. Fær hvor þeirra 25 þús und krónur. Þetta er í níunda skipti, sem Við spurðum Kolbrúnu, hvernig þeim hjónum hefði litizt á að eignast stúlku. — Það var nú reyndar mein ingin hjá bóndanum að fá strák, sagði Kolbrún. Æ’tli þeir vilji það ekki flestir? Eiginmaðurinn var því mið- ur ekki viðstaddur, þegar okk- ur bar að garði, en hann er sjómaður á síldarbát, sagði Kolbrún. — Og hefur væntanlega ver ið í landi, þegar barnið fædd- ist, spurðum við. — Já, hann var í landi, * sagði Kolbrún. Annars gekk þetta dálítið á undan áætlun, en samt alveg ljómandi vel, bætti hún svo við og brosti. Brosið speglaði í senn ham- ingju og stolt. styrkur er veittur úr sjóði þess- um. Ríkisútvarpið skipar tvo menn í sjóðstjórn, rithöfundafé- lögin einn hvort og menntamála- ráðherra skipar formann stjórnar innar. Alls hafa nú 17 rithöfundar fengið styrk úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins. Þeir eru auk Hannesar Péturssonar og Þor- steins Valdimarssonar: Snorri Hjartarson, Guðmundur Frímann, Loftur Guðmundsson, Jónas Árnason, Hannes Sigfússon, Guð mundur Ingi Kristjánsson, Ólaf- ur Jóhann Sigurðsson, Stefán Júlíusson, Jón úr Vör, Matthías Johannessen, Guðmundur Daníels son, Jón Óskar, Þorsteinn Jóns- son frá Hamri, Stefán Jónsson og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Sunnudagur eftir nýjár. Guðspjallið Matt. 2,13-15. Menn munu margir kannast við gamla helgisögu, sem sænska skáldkonan Selma Lageriöf hef- ur fært í búning hugmynda sinna og nefnix: „Flóttinn til Egypta- lands“. Þau Jósep og María eru að niðurlotum komin og láta fyrir- berast undir pálmatré einu. María hughreystir mann sinn og minnir hann á, að Guð muni vera íneð þeim. Hún kemur auga á ávexti pálm ans, en þeir eru of hátt uppi, að þeim verði náð. Barnið Jesús sér, hversu ástatt er, hugsar sig um og segir svo: „Pálmi, beyg þig niður“. Pálm- inn verður nauðugur, viljugur að hlýðnast skipun sonarins, og fá þau nú öll nægju sína af hinum ágætu döðlum pálmans, svo að þau geta haldið óhindruð áfram förinni. Einnig eru til helgisögur um undursamlega atburði í sam- bandi við komu Jóseps og Mariu með Jesú til Egyptalands. Telja menn að frásagnir þessar séu sprottnar af ýmsum ummælum Gamla Testamentisins, svo sem iþessum: „Sjá, Drottinn ekur á léttfæru skýi, og kemur til Egyptalands. Þá skjálfa goð Egyptalands fyrir honum, og hjörtu Egypta bráðna í brjóstum Iþeirra (Jes. 19,1)“. Helgisögur þessar eiga sér kjarna, sem er sannur, en ekki má taka þær bók staflega. Þær mega og ekki skyggja á þá staðreynd, að guð- spjall dagsins segir frá vesalings foreldrum, sem verða að leggja á sig flótta um hættulegar leiðir til þess að forða barninu sínu frá bráðum bana. Það er að visu ekki uppörv- andi að leiða hugann að þvi, að fyrsta guðspjall ársins eftir- ný- árið skuli fjalla um flótta sonar Guðs, og allt hans ráð skuli vera í hendi umkomulauss alþýðu- fólks, andspænis máttarvaldi heimsins og öryggisleysi náttúr- unnar í eyðimörkinni. En framhjá þessari staðreynd verður ekki komist. Athyglisvert er, að í frumtexta guðspjallsins er notað sama orð um ferðalag Jóseps og Maríu og stendur í Gamla Testamentinu um Móse: „En Móse flýði undan Faraó“. (Önnur Mósebók 2,lö). Ef íslendingabók Ara prests hins fróða hefði verið rituð á máli heilagrar ritningar. hefði þetta sama orð verið notað um för Papanna hingað til íslands, og jafnvel einnig um sjálfa komu Ingólfs Arnarsonar og annarra helztu landnámsmanna hingað. Orðið táknar að taka sig út úr heiminum, segja skilið við veröld ina, og fara í óbyggðan stað til þess að helga sig þar íhugun, en einnig er það notað um að leita undan kúgun og áþján, mótmæla þannig slíku, og segja sig úr lög- um við óréttinn. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í fæðingarbæ Ingólfs Arnarsonar í Noregi. Smábátar urðu að flytja fólkið í land, upp að berum klöppum. Mér varð hugsað til hafnargerðar nú und- an bæ Ingólfs á íslandi. Það sannaðist, að för Ingólfs Arnarsonar varð ekki undanhald og til ósigurs, iþótt flóttí væri undan ofríkinu. Útskagamaður- inn skyldi löndum ráða miili hins gjöfula flóa inn til hinna miklu Kunnur Skaft- fellingur látinn Vík í Mýrdail, 2. jan. LAUST fyrir miðnætti á gaiml árskvöld andaðist hér Jón Hall- dórsson í Suður-Vík, 81 árs að aldri. Jón var öcluim Vestur- Skaftfellingium að góðu kunnur veigna langra verzliunarstarfa í Vík og hin siíðari ár annaðist hann þar störf pósitsáns. Sr. Páld Pálsson. vatnsfalla og auðugu af orku. Ár flóttans varð sigurár í lífi landnámsmannsins og niðja hans í margþættum skilningi. Haraldur hárfagri gat sér aS vísu gott eftirmæli með þjóð sinni, enda var hann miklum gáfum gæddur og atgerfi. Heródes konungur á sér slíka sögu, að blóð barnanna í Betle- hem er eins og dropi í hafi blóðs og tára, er hann lét rísa og steyp ast yfir þjóð sína. En veröldin lét sér þó sæma að veita honum tignarheitið „hinn mikli“ og enginn dregur I efa, að rriiklum og glæsilegum hæfileikum hefur hann verið gæddur. Hann naut vissrar hylli hins almáttuga Rómavalds, og gott gat verið að hafa harrn með sér. Það er dirfska að jafna saman hinni heilögu fjölskyldii og vik- ingnum norræna og þjóð hans er síðar varð. En flóttafólk var iþetta allt, og átti sameiginlegt, að flótt inn virtist ætla að verða tilgangs lítill. Jesús frelsaðist undan blóðug- um brandi Heródesar, en kross- tré Pílatusar beið hans. Flótta- þjóðin undan ofríki Haraldar hár fagra, varð að krjúpa að fótskör Hákonar gamla Noregskonungs, og löng og ströng varð píslar- gangan. En mannleg þrenging Jesú Krists, þirtist sem undursam- legt viðnám og um leið guð- dómlegt. Að vissu leyti má segja hið sama um örlög þjóðar okkar. í dönsku blaði segir, að Iþað sé vænlegt kosningamál fyrir ís- lenzka stjómmálamenn, að hampa handritakröfunum. Hvílík fáfræði! Það mætti allur heimur inn vita, að þessi handrit okkar eru vitnisburður vun flótta okk- ar margþættan, en fyrst og fremst eru þau frelsisskrá okk- ar og hjartablóð, en ekki ryk- fallnir sýningargripir, né áróð- ursgögn í valdabaráttu. Flóttinn þarf ekki að vera kjarkleysisvottur á nýbyrjuðu ári. Spurningin er aðeins: Undan hverju er verið að flýja? Gæti flóttinn ekki verið í sannleika sigurför? Þau Jósep og María vonx ekki fyrst og fremst að flýja dauðann í hendi Heródesar. Dauðinn verð ur ekki umflúinn. Þau voru að forða barninu sinu úr ríki órétt- ar og ofbeldis. svo að þar varð aldrei nein málamiðlun, og lagt var út í eyðimörkina með fyrir- heit Guðs ein fyrir stafni, flótt- ans för að vísu, en undan valdi hins vonda. Og allri hiutdeiy í því, að það vald yrði svo sigr- að eilíflega og til varanlegrar blfessunar, en einnig fyrir mann- lega viðleitni ársins, sem nú er byrjað, baráttu þjóða og einstak linga til frelsis og sannrar menn- ingar. Söguna, sem liggur til grund- vallar ævintýri sænsku skáldkon unnar, má skilja sem sigur mál- staðar Jóseps yfir Heródesi og hans ríki. En gleymum því ekki, að baráttan er hörð til frelsis og farsældar. öxará fellur hér fyrir utan gluggann í klakaböndum á leið sinni til vatnsins og annarra fljóta út til hafsins. Á pappírinn falla bjartir geislar frá orku og ljóssins lindum árinnar. Margir bæir á íslandi bíða eftir ljóssins ríki og mörg mannshjörtu á nýju ári. Höldum í horfinu íslending- ar. Sækjum fram til lífs og ljóss, frelsis og þjóðagæfu. En gleymum ekki leiðarljós- inu sjálfu, er gefur flóttanum sigurinn. Sjá, engill Drottins hafði vitjað Jóseps í draumi og boðað honum fæðingu Jesú. Engillinn mælti m.a. við Jósep: „Og nafn hans munu menn kalla Immanúel, sem er útlagt: Guð er með oss“. Þau orð, sem og önnur hin dásamlegu fyrirheit, muhu hafa veitt þrek í þrautum baráttunn- ar. Bíessun Guðs fyrirheita hvíU yfir okkur á nýbyrjuðu ári. . Amen. Fra athofninni, sem fram fór á gamlársdag, þegar styrkir vo ru veittir úr Rithöfundasjóffi rík- isutvarpsins í husakynnum Þj óðminjasafnsins. Frá vinstri tal iff: Þorsteinn Valdimarsson, Gyifi Þ. Gislason, Kristján Eldjárn, Hannes Fétursson og Yilhjálmur Þ. Gíslason. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.i Tvö Ijóðskáld hlutu styrk úr rithöfunda- sjóði ríkisútvarpsins, Hannes Pétursson, Þorsteinn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.