Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 19
Sunnudagur 3. janúar 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Ró'eg áramót Framhal af bls. 20 um beggja megin fjarðarins. — Tendraðir voru ljósstafir í fjalls- hlíðinni ofan við bæinn og kveikt á stöfunum 1964 kl. 9 á gamlárs- kvöld, en slökkt á þeim um mið- nætti og kveikt á stöfunum 1965. Ekki er hér mikill snjór á mælikvarða okkar hér og allar götur bæjarins vel færar. — Stefán. Húsavík, 2. janúar. Hingað hafa engin blöð borizt síðan á aðfangadag. Útvarp hefir verið mjög lélegt og hafa menn þlýtt hér á áramótaávörp og fréttir með undirleik erlendrar útvarpsstöðvar, sem mjög truflar aliar sendingar. Mývetningar brutust með mjólk hingað aðfaranótt 31. des. og voru 12 klst. á leiðinni og tafði mest mikil veðurhæð og blinda ,en fannfergi er ekki mikið. Búist er við eðlilegum mjólkurflutningum héðan úr döl- unum. Hins vegar er ófært til Akureyrar. Gert er ráð fyrir að hingað verði tvær flugferðir í dag, en snjór er ekki mikill á flugvell- inum. Aðalgatan hér í bæ hefir þrátt fyrir snjókomuna verið fær. Þrír bátar eru héðan á síld- veiðum fyrir austan og sunnan og var áhöfn eins þeirra heima um jólin. Ekki var kveikt hér á ára- mótabrennum, því leiðindaveð- ur var á gamlárskvöld. Nú er veður hér bjart og gott. — Fréttaritari. Steinþór Eiríksson fréttaritari blaðsins á Egilsstöðum, sagði. í gær að allir vegir um sveitina væru nú lokaðir. Mikið frost væri og skólafólk, sem komið hefði frá Reyðarfirði, hefði orðið að ferðazt með snjóbíl. Vegna ófærðar varð að fella niður ára- mótabrennu í sveitinni og dans- leiki. Snjóbílar eru nú hafðir í förum með helztu nauðþurftir, en engir bílvegir höfðu verið ruddir, þegar blaðið hafði sam- band við Steinþór. Til tíðinda má telja, að snjóbíll, sem kom yfir Fagradalsheiði var 14—16 klst. á leiðinni. Neskaupstað, 2. jan. Hér er nú kominn mikill snjór. Vont veður var á gamlárskvöld og ekki tendraðar áramótabrenn- ur. Oddskarð er með öllu ófært en götur hér í bænum hafa verið ruddar. Á flugvellinum hér í Norðfirði er um 70 cm. jafnfallinn snjór og er verið að ryðja hann og gert ráð fyrir flugi í dag. Síldarbátarnir hafa verið að fara á miðin í dag, en þeir fóru einnig út milli jóla og nýárs. Einn aðkomubátur var hér um hátíðarnar. Kvenfélagið hefir safnað 66 þús. kr., sem það hefir afhent sjúkrahússtjórninni til kaupa á dúnsængum í sjúkrahúsið. Safn- aðist þetta bæði með basar og gjöfum frá einstökum fyrirtækj- um. i Hér má nú heita að alveg sé hætt að heyrast í útvarpi, er- lendu stöðvarnar yfirgnæfa al- veg íslenzka Ríkisútvarpið. — Ásgeir. Hornafirði, 2. janúar. Hér er nú loks kominn vetur, en snjólaust vár hér allt þar til hretið gerði nú í loks ársins. Mikill snjór er í Almannaskarði og ófært yfir í Lón. Verið er að ryðja vegi hér um sveitirnar, en ekki hefir náðst mjólk nema úr Nesjum, Mýrum og vestast frá Skálafelli, austasta bænum í Suðursveit. Er þó allur munur á umferð um þessar sveitir með tilkomu hinna nýju brúa á Hornafjarðarfljót og Steinavötn. Rafmagn komst nú skömmu fyrh' jólin á 20 bæi í Suðursveit og á Mýrum. Hins vegar rofnaði þessi lína nú í hretinu og er ekki búið að gera við bilunina enn. Hér hefir annars verið fagurt veður um hátíðamar og var mik- ið brennt og dansað um áramót- in. Allt var slysalaust og fór hið bezta fram. Leikfélagið hér ætlaði að hafa leiksýningu í Suð- ursveit sama kvöldið og óveðrið skall á en varð að fresta henni. Róðrar fara nú að hefjast héð- an. Munu 4—5 bátar byrja með línu, en tveir bátanna héðan halda áfram síldveiðum. Kirkjubæjarklaustri, 2. jan. í gær var hér stillt veður en kalt og 10 stiga frost. Samgöngur hafa verið erfiðar hér einkum til Víkur. Mjólkurbílarnir fóru hér síðast í gegnum Meðalland og komust það við illan leik, enda hefur ekkert verið gert til að opna frá Ásum suður að Mel- hól. í gær var Skaptáreldahraun- ið opnað og verður þá greið- fært til Víkur. Brýna náuðsyn ber til að halda opnum vegin- um til Víkur, m.a. af þeim sök- um að Kirkjubæjarklausturs’hér- að er læknislaust. Nýlátinn er hér Sveinn Svein- björnsson, maður á áttræðisaldri, sem áður var bóndi að Langholti. — Siggeir. Vik i Mýrdal, 2. jan. Áramótin fóru hér fram á kyrr látan hátt. Talsvert var um flug- elda að venju. Færð er nú sæmi- leg, enda hafa vegir verið rudd- ir jafnóðum og snjó hefur sett ihður, en talsvert hefur snjóað hér undanfarið. Jóla- og áramótamessur hafa allar farið fram hér. Þrátt fyrir það að færð hafi stundum verið erfið á vegum og voru þær sam- tals 12 og allar mjög vel sóttar. Á næstunni verður haldinn hér álfadans eins og venja hefur ver- ið upp úr áramótum. Sr. Páll Pálsson. Borgarnesi, 2. janúar. Hér hefur verið erfið vetrar- tíð frá því fyrir jól en ekki veru- legir samgönguerfiðleikar. Nú er hér bjart og stillt veður en talsvert frost. Á gamlárskvöld hélt verzlunarfólk á Hvolsvelli og á Hellu nýársfagnað á báðum stöðunum og fóru þeir mjög vel fram og voru vel sóttir. Þá var einnig nýársfagnaður í Njálsbúð meðal Vestur-Landeyinga. Buðu þeir Austur-Landeyingum til fagnaðarins, sem tókst mjög vel. Markús. Vestmannaeyjum, 2. jan. Hér voru róleg og þægileg ára- mótmót, án allra slysa og telj- andi árekstra. Leyfðar voru 19 brennur. í nótt sem leið fóru 3 bátar í fyrsta vertíðarróðurinn með línu, enda drógu út, eins og það er kallað hér. Vertíð verður hér með nokkuð öðru sniði en að undanförnu og veldur þar mestu að margir bát- ar eru héðan á síld. Þá munu margir þeirra sem áður hafa róið með línu fara á troll og enn aðrir hafa í hyggju að fara út með þorskanót. Fyrstu síldarbátarnir héldu austur á miðin í Skeiðarárdýpi í gær Otg fengu nokkurn afla í nótt t.d. er kunnugt um að Gull- faxi frá Neskaupstað fékk gott kast og varð var við nokkrar torf ur. Margir bátanna héldu austur í morgun, en þangað er 10-15 stunda sigling. Er því að vænta einhverra síldarfrétta eftir næstu nótt. — Fréttaritari Mykjunesi, Holtum 2. jan. Hér er snjólétt og vegir færir á stóru svæði sem á sumardegi. Frost er hins vegar mjög mikið og veldur því, að menn sitja helzt heima við. Annars var fé- laigslif og samkomur með eðli- legum hætti hér um jólin. Engar samkomur voru á gamlárskvöld en talsvert um brennur og mikið um flugelda. — Magnús. Seljatungu, Gaulverjabæjar- hreppi, 2. jan. Hér var stillt og bjart veður á gamlárskvöld og nýjársdag. I gær var hér einnig gott veður en meira frost en áður. Allar horfur eru á veðurbreytingu og að snúist hér til vestlægrar áttar. Færð er hér sæmileg á vegum, en við bæi eru víða stórir skaflar og getur mjólkurbíllinn því ekki farið sína venjulegu leið. Áramótin fóru hér fram á mjög friðsamlegan máta sem venjulega. Talsvert var um flug- leda og á stöku stað mátti sjá áramótabrennur. — Gunnar Selfossi, 2. jan. Samkvæmt upplýsingum Grét-' ars Símonarsonar, mjólkurbíl- stjóra á Selfossi, er nú ágæt færð og einnig góð færð um allar sveitir. Mjólkurflutningar hafa farið fram með eðlilegum hætti og er þess að vænta að engar tafir verði á þeim. Hér fór fram áramótadansleik- ur, sem var vel sóttur og fór mjög vel fram. Akureyri, 2. janúar. GeysimikiLl snjór er hér á Akureyri og eru allar götur ófærar. Reynt hefir verið að halda aðalgötunum færum svo sem leiðinni á sjúikrahúsið, en það hefir gengið misjafnjlega og em margar götur ófærar. Nær óinögulegt er fyrir bí'la að mæt- ast á götunuro. Víða eru bí.ar á kafi í fönn. Gamdárskvöld var hér mj'ög rólegt og atburðalítið. Stórhríð var fram um nón. Um kvöldið var kveik í 4 brennum og 16 sem fyrirhugaðar voru, en illa vildi loga í brennunum þar sem þær Voru gegnsósaðar af snjó og bleytu. Ófært er öllum venjuilegum bílurn um nágrennið. Þó mun hægt að komasit fram í Eyja- fjörð. Trukkar reyna að brjót- ast til Daévíkur og í dag voru trukkar á leið vestan yfir Öxna dalsheiði og fram Öxnadal. Ekki mun hafa komið hér jafnmikil fönn um nokkurra ára bil Sv. P. Þrjár áramótabrennur 555 Akranesi, 2. jan. Mjóllkurbí'll Mjólkurstöðvar_ innar hér, sem var í mjólkur- flutningum daginn fyrir gamlárs dag, fór út af veginum svo kyrfi lega, að hann tók á sig tvær veltur og stöðvaðist á hliðinni. Brúsarnir voru í einum hræri- graut og mjólkin streymdi í lækj um, en verst var að annar mað urinn af tveimur, sem stóðu aft- an á bílnum að gæta brúsanna, meiddist talsvert, einkum í and liti, og var fluttur á sjúkrahús. Þessu olli svellbunki, sem mynd azt hafði á veginum við brúsa- stæði, og snörp vindhviða. — Forsetinn Framhald af bls. 6 og einn mann: Jón Sigurðsson Vér höfum ástæðu til að vera ] þakklát þjóð og bjartsýn á fram- , tíðina. Jón Sigur'ðsson er fæddur og uppalinn á Rafnseyri við Arn- ( arfjörð. Bftir Lýðveldisstofnun- ina hófs undirbúningur um að láta staðinn njóta síns mikla sonar með nokkurum hætti. Fram ! kvæmdum er ekki lokið, þó nú I sjáist fyrir endann á þeim. Rafns eyri fer ekki í eyði. Þar búa nú ' ung og myndarleg kennarahjón 1 og undirbúa að nokkru leyti fram j kvæmdir ’ á þessu ári. Það var afráðið áð geyma fjárveitingu síðasta árs og reyna að ljúka byggingu eftir teikningu á næsta sumri. Nægilegt fé er nú til ráð- ! Jatðhræringor ( Grindavík i I k UM 9 leytið í gærmorgun I ’ varð vart jahðhræringa í| Grindavík og nágrenni. Fund ust smákippir öðru bvoru og uim 10 leytið kom snarpur kippur, svo hrikti í húsum. Vörur dönsuðu í búðarhill- um og hlutir hentust til á borð um. Um 'hádegi varð svo aftur vart jarðhræringa í Grinda- vík og kom þá allsnarpur kippur. Löglegt að nota hljómplötur Mb1. barst svbfelld tilkynning í gær. „Að gefnu tilefni vill sam band veitinga- og gistihúsaeig- enda vekja athygili hlutaðeig- er.da á þvi, að fullkomlega er heimilt og löglegt að nota hljóm plötur og segulbönd í veitinga- og danshúsum þótt hljóðfæra- leikarar sóu í verkfali i.“ Vanja frændi í Iðnó LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir Vanja frænda eftir Tsjekov í kvöld kl. 20:30, og er þetta 16. sýningin á þessu þekkta verki í vetur. Sú breyting hefur orðið á hlutverkaskipun að Gúð- rún Ásm'undsdóttir hefur tekið við hlutverki Elenu Andrejevna vegna veikinda Helgu Bachmann. í gærmorgun var háþrýsti svæði og stillt veður hér á landi og sömuleiðis um Græn land og Labra.l.r. Litið lægð ardrag yfir A-strönd Græn- lands olli hægri SV-átt og þykkviðri á Vestfjörðum. Þar var 3 stiga frost en annars 7-13 stiga frost um allt land. Lægð suður af Nýfundna- landi þokast hægt norður eft ir og gæti hlýnað af hennar völdum eftir helgina. N-áttin flæðir nú suður um Bretlands eyjar og Fraikkland. Var 6 stiga frost í Paris og 2 stiga frost í Loncjon. uorur Ivartoflumus — Kakóma't Kaffi — Kakó SILLI & VALDI stöfunar, og er það mest ágóð- inn af gullpening þeim, sem gef- inn var út á 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Fjárlögum mun ekki verða íþyngt öllu meir. Jón Sigurðsson borgar fyrir sig, eða allur sá fjöldi manna, sem vill eiga mynd svo ágætis manns, greypta í gu'l, tii skrauts eða gjafa. En nú spyrja menn: hvað á svo að gera við hina endurreistu Rafnseyri? Því er auðsvai;að. Það var. að vísu upphafleg'a gert ráð fyrir, að þar yrði hsimavist- arskóli fyrir sveitabörn báðum megin Arnarfjarðar. En í þeim sveitum hefir orðið mikil land-_ auðn á síðari árum. Nú er hæg- urinn hiá að breyta þeirri áætl- un í lítinn unglingaskólá á vetr- um, líkt og ýmsir ágætir prestar hafa rekið fyrr og síðar. Eins og öllum er kunnugt ér mikill hör- gull á slikri starfsemi, og héraðs skólar y’firfullir. Á sumrum rekur kennari eða prestur svo búskap við sitt hæfi, og sinnir gesta- komum. Þar fara nú um þúsund- ir manna á hverju sumri, og ekki viðthlítandi, að komið sé að köld- um kofum á slíkum sögustað Jóns Sigurðssonar Og Hrafns Sveinbjarnaraonar. Einnig mætti hafa þar sumarbúðir kirkju eða skáta. Rafnseyri er í engri hættu, og verður vel búið að þeim, sem tekur staðinn að sér, bæði um húsakynni og annað. Rafnseyri liggur miðsveitis á Vestfjörðum og tilvalinn funda- og samkomu staður, bílvegir í allar áttir og náttúrufegurð. Þar ilmar enn úr grasi, og Vestfirðir eiga þar sinn sögustað líkt og Sunnlendingar Skálholt og Norðlendingar Hóla. Ég hefi leyft mér að gera þetta að umtalsefni, því allt sem snert- ir Jón Sigur'ðsson er með nokkr- um hætti þjóðmál, eins og m.a. gullpeningsútgáfan sýnir. Undir lokin vil ég geta þess, að mér er kunnugt um, að í und irbúningi er sjóðstofnun til bygg- ingar kirkju á Rafnseyri, og mun nánar gerð grein fyrir því innan tíðar, Það á ekki að verða nein stórkirkja, heldur fögur og virðu leg kapella, samboðin staðnum. Á Rafnseyri stendur enn veggj- arbrot úr baðstofu, en þar undir var rúm Þórdísar húsfreyju. Mætti e.t.v. fella það inn í kirkju vegg og merkja nákvæmlega á gólfi fæðingarstað Jóns Sigurðs- sonar. Ef ríkið leggði fram eina krónu á móti hverri gjafakrónu, eins og gert var um endurreisn Bessastaðakirkju, þá væri því máli borgið. Viðgerð Bessastaða- kirkju er nú lokið áð öðru leyti en því, að eftir er a koma fyrir þungri, viðamikilli eikarhurð á sterkum járnum í akkerisstíl, enda var kirkjan helguð sjófara- dýrlingnum Nikulási í kaþólsk- um sið. Hurðin er gjöf frá Noregi og nú komin til landsins. Mér hefir nýlega borizt tíu þúsund króna gjöf til kirkjunnar frá konu, sem ekki vill láta nafns síns getið. Rikið er nú laust allra málaloka. Það er ómetanlegt að hafa slíka staðarkirkju, og minn- ir á þann vígða þátt, sem kristin kirkja hefir átt í allri sögu og menning þjóðarinnar. Sú velgengni er góð, sem vér nú njótum. En er hún einhlít til að gera menn hamingjusama? Er saddur maður ætíð sæll? Svo hef ur ekki alltaf reynzt. Það er eitt- hvað til sem heitir sál, og hungr- ar og þyrstir eftir því réttlæti, sem ekki er tóm laun eða trygg- ingalöggjöf. Vér viljum sjá eitt- hvað fram á veginn og jafnvel gegnum dauðans dvr, sem blasa við öllum. Á þessu nýja ári hugs um vér til framtiðarinnar. Ef vér höfum einhvern tilgang og starf, sjáum vér að vísu nokkuð fram á veginn, hvernig eigi að stíga hin næstu fótmál. En hugur mannlegrar sálar stendur dýpra, og stundum bregður fyrir skær- um geisla, ljósi, sem skín í myrkr unum, eins og frá Jólastjörnu, Páskum og Hvítasunnu. Þá birtu hefur kirkjan flutt mörgum á öllum öldum, og ekki sízt þeim sem eiga andstreymt. í rauninni er jólaguðspjallið leiðarstjarna allra stjórn- og trúmála: - friður og velþóknun. Gleðileat nvtt árl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.