Morgunblaðið - 17.01.1965, Qupperneq 5
5
Sunnudagur 17. janúar 1965
MORGU N BLAÐIÐ
Snjóker lingaf jöl sky Ida
Ofan gefur snjó á snjó, og krökkunum finnst aldrei nóg. Þessir krakkar þarna notuðu tækifærið og
jerðu heila fjölskyldu af snjókörlum fyrir framan Bólstaðahlíð 62. Sveinn Þormóðsson skrapp þang-
að til að smella af fjölskyldunni mynd. Krakkarnirvoru hinir ánægðustu með listaverkið, nema með
hattinn á húsbóndanum, sem alltaf var að fjúka af.
Þau kunnu engin nöfn á húsfreyju og húsbónda, en krakkamir þeirra heita Trilla og Tápur. Sjálf
heita þau og er talið frá vinstri: Brynja 10 ára, Sigurður Valur 6 ára, Guðrún 10 ára og Björk 10 ára.
Brynja og Björk eru tvíburar, og Guðrún á heima við hliðina á þeim, en Sigurður Valur fyrir ofan
þær. Hann er annars kallaður Siggi kaldi, og sagðist hafa lagt til einn heljarmikinn snjóbolta í lista-
verkin.
Akrancsferðir með sérleýfisbílum Þ.
Þ. Þ. Afgreiðsla hjá B.S.R. Frá Reykja
vík alla virka dag« kl. 6. Frá Akra-
nesi kl. 8, nema á Laugardögum ferðir
frá Akranesi kl. 8 frá Reykjavík kl.
22. Á sunnudögum frá Akranesi kl. 3.
Frá Reykjavík kl. 9.
Akraborg: Sunnudagur: Frá R. kl.
fi, 13 og 16:30. Frá A. kl. 10:15, 14:15
og 18. Mánudagur: Frá R. kl. 7.45,
11:45 og 18. Frá A. kl. 9, 13 og 19:30.
Þriðjudagur Rré R. kl. 7:45 og 14. Frá
B. kl. 20 Frá A. kl. 9 og 21:45
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. —
Katla er værutanl-eg til Siglutfjarðar
frá Kristiansand. Askja lestar á Norð-
url a nd shöf n um.
Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug:
Skýfaxi kemur frá Kaupmannahötfn
og Glasgow kl. 16:05 í dag. Skýfaxi fer
til Glasgow og Kaupmannahatfnar kl.
08:00 á morgun. Vélin er væntanleg
til Rvíkur kl. 16:05 á þriðjudaginn.
Innanlandsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar og Vestmanna-
eyja. Á morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar, Vesrtmannaeyja, Horna
fjarðar, ísafjarðar og Egilsstaða.
Hafskip h.f. Laxá er á leið til
Raufarhafnar. Rangá lestar á Aust-
fjarðarhöfnum. Selá fór frá Rautfar-
tiöfn 15. þm. til Huill og Hamborgar.
Sigrid S fór frá Eskifirði 12. þm. til
Dublin og Sharpness. Macie S fór frá
Riga 7. þm. tiil Húsavíikur.
í RETTIR
K.F.U.M. og K, í Hafnarfirði. Al-
menn samkoma sunnudagskvöld fcl.
6:30. Baldvin Steindórsson talar.
Æskulýðsfélag Bústaðasóknar. Fund
ur í Réttarholtsskóla mánudagskvöld
kl. 8:30. Stjórnin.
Breiðfirðingafélagið heldur félags-
vist og dans í Breiðfirðingabúð mið-
vikudaginn 20. jan. kl. 8:30. Allir vel-
komnii Stjómin
Kvenfélag Neskirkju heldur spila-
kvöld þriðjudaginn 19. janúar kl. 8 í
Félagsheimilinu. Félagskonur fjöl-
mennið og takið með ykkur gesti.
Btjómin.
Bræðrafélag Dómkirkjunnar heldur
ffeemmti- og útbreiðslutfund í Tjarnar
fc)úð upp (Oddféllowhúsinu) sunnu-
daginn 17. janúar kl. 8.30 Séra Gísli
Brynjólfsson flytur erindi. Mynda-
»ýning, kórsöngur og fleira. Stjórnin.
Kvenfélag Ásprestakall held-
nr spilakvöld fyrir félagskonur
og gesti þeirra þriðjudaginn 19.
janúar kl. 8.30 í safnaðarheimil-
Inu Sólheimum 13. Spiluð verð-
nr félagsvist og verðlaun veitt.
Kaffidrykkja. Konur fjölmenn-
ið og bjóðið eiginmönnunum með
ykkur. Stjórnin.
STÚDENTAR!
Aðalfundur Stúdentakórsins
verður haldinn i Háskólanum
mánudaginn 18. jan. njt. og
hefst kl. 21. Skorað er á félaga
að mæta vel og stundvíslega.
Kvenréttindafélag íslands heldur
fund þriðjudaginn ÍS. janúar kl. 8:30
á Hverfisgötu 21 Funidarefni: i'rú
Alma Þórarinsson iæknir flytur er-
indi um krabbamein 1 legi með kviik-
niynd. Féáagsmál. Stjórnin.
Hœgra hornið
Heimurinn í dag hagar sér líkt
og loftfimleikamaðurinn, sem
sýnir listir sínar, — án öryggis-
nets.
Smdvarningur
Japanir stækka.
Japönsk skólaiböm eru stærri,
sterkari, þyngri og heilibrigðari
en börn á þeirra aldri voru fyrir
styrjöldina. Sanakvæmt rannsókn
sem gerð hefur verið á fimm
milljónum skólabarna, " er það
staðhæft að þetta muni stafa af
því áð Japanir hafi nú tekið upp
„vestræna“ mataræðið. Eftir
stríðið hefur kjöt, brauð og
mjólk mikið komið í sfcað hrís-
grjóna, fisks og baunasúpu í dag-
legri fæðu fólksins.
AFMÆLIS-
ÞANKAR
Hjörleifur Jónsson, bóndi á Gils-
bakka í Skagafirði.
í fyrradag til sólarlags var ég verkamaður
og vann þá fyrir speziu og nærri hálfum dal.
Svo hvíldist ég með velþóknun. f gær var ég svo glaður J
því glöggt ég heyrði saklausra barna minna hjal. ’
f dag er ég konungur með vinahóp að verði,
sem vaktar mína göngu, já, næstum fótmál hvert,
með lof fyrir það allt, sem ég aldrei raunar gerði,
en ýmsum gagnlegt og næsta mikilsvert.
Á morgun verð ég kannske að mestu leyti gleymdur,
en minningarnar tíni ég í reynslu minnar sjóð.
Og má svo fara, að þar verði margur hlutur geymdur,
sem minni á hrunda vörðu á ferðamannsins slóð.
Svo bý ég mig á ströndinni og bíð þar eftir fari
og byr, sem greiði förina yfir hafið þvert.
Ég ber fram eina spurningu — býst ekki við svari —
báturinn mun koma og flytja mig — en hvert? —
Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka.
Bifreiðaeigendur
Réttingar, blettun og alsprautun.
Bifreiðaverkstæðið
Dugguvogi 7 — Símar 10154 og 30900.
Sumarbústaðarland
með eða án byggingar við vatn í nágrenni Reykja-
víkur óskast til kaups eða leigu. TUboð sendist
Morgunblaðinu fyrir nk. þriðj udagskvöld merkt:
„Sumarland — 6598“.
uorur
Karftöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó — Ommilettur.
Aðalkjör, Grensársvegi
Tannlæknastofa
Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að við munum
reka áfram um óákveðinn tíma Tannlæknastofu
Skúla Hansen, Óðinsgötu 4.
Guðrún Tryggvadóttir, Haukur Þorsteinsson,
tannlæknir. tannlæknir.
Skrifstofustarf
Stórt iðnfyrirtkki vill ráða nú þegar skrifstofu-
mann. Þeir sem vildu sinna þessu, eru beðnir að
leggja nöfn sín á afgreisðlu blaðsins, fýrir
20. janúar, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, merkt: „Skrifstofustarf“.
B!freiðaviðgerðamaður
Óskum eftir að ráða mann vanan bifreiðaviðgerð-
um. — Getum útvegað húsnæði.
Bifreilastöð Steindórs
Sími 11588.
Húsnæði
Til leigu skrifstofuhúsnæði á jarðhæð í Miðbænum.
Þeir sem vildu kynna sér þetta nánar sendi nafn
ásamt nánari upplýsingum til afgr. Mbl. fyrir n.k.
þriðjudagskvöld merkt: „Miðbær — 6541“.
Ásvallagötu 69
Símar 21515 og 21516
Kvöidsími: 33687.
Ibúðir í Háaleitisbverfi
Höfum verið beðnir að selja óvenju glæsilega íbúð-
arhæð í húsi við Háaleitisbraut, Arkitekt Sigvaldi
Thordarson. Á hæðnni eru 4 svefnherbergi, tvö bað-
herbergi, þvottahús, eldhús, stofur og ,skáli með
arin og stórum glugga. Svalir meðfram allri suður-
hlið íbúðarinnar. Bifreiðageymsla á jarðhæð.
Einnig er til sölu í sama húsi, tveggja herbergja
þægileg og skemmtileg íbúð.
íbúðirnar afhendast tilbúnar undir tréverk og
málningu. Sameign fullgerð.
SKOÐIÐ UM HELGINA.
i