Morgunblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 17. januar 1965 Fúlk í>að gekk erfiðlega að fá mót- leikara hana Sarayu fyrrverandi keisarafrú, er hún átti að leika í sinni fyrstu kvikmynd. Karlleik- ararnir voru heldur lítið upp- næmir fyrir þessari umtöluðu konu og höfnuðu öllum samning- um viðstöðulaust. En svp fór að lokum, að Richard Harris þáði boðið og var þá ekkert því til fyrirstöðu að kvikmyndatakan gæti hafizt. Richard Harris varð frægur mjög eftir leik sinn í This Sporting Láfe, þar sem hann lék rugbyhetju af mikilli inn- lifun, og telja margir að hann hafi heldur betur tekið niður fyrir sig með því að samþykkja að leika á móti keisaraynjunni fyrrverandi. En Harris kunni lagið á Sorayu og vann bug á ölium hennar duttlungum, svo sem þeirri ákvörðun hennar að láta fyrstu mynd sína enda koss- lausa. Honum tókst að sannfæra hana ag að kossinum loknum hvíslaði Saroya angurvær: „Ég hafði aldrei ímyndað mér, að þetta gæti endað svona“. ÞAÐ fer æ meira vaxandi, að kvikmyndahúsgestir láti sér ekki nægja, að karlhetjan hafði aðeins U1 að bera snoppufríðleik, heldur verði hann líka að hafa mikla og fagra líkamsbyggintgu og ekki þykir það verra ef hetjan hefur ruddalegar tilhneigingar í þokka- bót. Einn þessara manna, er flog- ið hefur upp á stjörnuhimininn á þessum eiginleikum, er Sean nokkur Connery en hann hefur leikið James Bond eða njósnara 007, sem er einkennisnúmer hans, súna I þrem undanförnum kvik- myndum, er byggðar eru á sög- um Ian Fleming. Sean Connery er fæddur 1 Edinborg 1930 og hefur hann fenigizt við sitt af hverju um ævina. T.d. hefur hann verið vörubílstjóri, sjómaður, eftirlits- maður við baðstrandir, og hand- langari hjá múrara, 'misskilinn leikari og velmetinn leikari. Þegar framleiðendurnir Harry Saltzman og Albert Broccoli keyptu kvikmyndatökuréttinn af aögum Flemings, þá var helzta vandamál þeirra að fá hæfan ...............- Mxi ■ mann í hlutverk höfuðpaursins l Hann var þá 23 ára gamall og James Bond. t>eir völdu Connery | hafði nýlokið við teikninám við í fréttunum og þar með var framtíð hans tryggð bæði frá fjárhagslegu sjónarmiði og einnig að vissu leyti frá listrænu sjónarmiði. 14. hvern mánuð á hann að leika í nýrri Bondkvikmynd og þar fyr- ir utan má hann leika í einni kvikmynd á ári fyrir aðra. Eins oig gefur að skilja, er Connery hversdagsleikans all frábrugðinn þeim manni er hann leikur yfir- leitt í kvikmyndum og þessu til sönnunar má hafa yfir ummæli einnar leikkonu, er var mótleik- ari hans í seinustu mynd. „Hann er 100 prósent normall maður og það er ekkert sem kona er eins viðkvaem fyrir og einmitt þannig maður“. Betri meðmæli getur vart nokkur maður fengið. Mynd- in sýnir Connery ásamt konu sinni. Það eru liðin 42 ár síðan Walt Disney hóf feril sinn sem kvik- myndaframieiðandi í Hollywood. listaháskóla. Hann fékk lánað dálitið fé hjá ríkum frænda sín- um og fyrsta teiknimyndin sem hann framleiddi var Ósvaldur kanína. Hún kostaði hann um það bil 20 þús. krónur og skilaði um það 'bil 20 þús. króna gróða, svo hann kom sléttur út. Mikki mús fæddist svo árið 1928 og ennþá er það rödd Disneys er talar fyrir munn Mikka. Á síðasta ári skilaði Dumbo hinn fljúgandi 3,5 billjónum af sér í gróða, en það er tíu sinnum meira en hann gerði fyrir 10 ár- um. Um það bil helmingur þessarar upphæðar kemur frá kvikmyndum og annað eins frá Disneyland en það er einn vin- sælasti skemmtigarður Banda- ríkjanna. Það væri óðs manns æði að fara að nefna allar þær upp- hæðir, er aðrar „teiknifígúrur" og kvikmyndir hafa gefið Disney í aðra hönd en þetta litla dæmi með hann Dumbo sýnir, að það hefur heldur betur orðið breyt- ing á högum blaðadrengsins fyrr- verandi er seldi blöð á járn- brautarstöðvum í Chicago. Það fór heldur illa fyrir Laur- ence Harvey um daginn. Hann var að koma út á sviðinu í lei'k- ritinu Camelot eftir fyrsta þátt- inn, þegar hann verður fyrir því óhappi að detta og fótbrjóta sig. Camelot er söngleikur og fjallar um Arthur konung oig riddara hringborðsins sjálfan höfuðpaur- inn, Arthur konung. Er því hogg- ið þungt skarð í leiklistarlífið í Englandi, því Harvey er aðal „trekkirinn“ í Camelot. Nú hefur aukaleikari tekið við hlutverk- inu og er þess vart að vænta að hann nái sama árangri í því og Harvey. Þegar aukaleikarinn hafði leik- ið hlutverk Arthurs í fyrsta skipti, þá sendi Harvey honum skeyti. „Konungurinn er ör- kumla. Lengi lifi konungurinn." William Bendix látinn LÁTINN er í Hollywood leikar- inn William Bendix, 58 ára að aldri, úr lungabólgu og næring- arskorti af völdum magasjúk- dóms. Hann hafði verið skorinn upp við magasári 1955 og oft verið veikur síðan. William Bendix fæddist í New York, austan megin árirmar og hóf að leika í kvikmyndum árið 1941, í myndinni „Woman of the Year“. Síðan lék hann í mörgum myndum, sem þeim er sáu urðu minnisstæðar, svo sem „Two years before the mast“, „Senti- mental Journey“, „Connecticut Yankee in King Arthur’s Court“, „Girl in every Port“, „Battle Station", „Lifeboat" og „The Babe Ruth Story“. En frægastur varð William Bendix þó af hlutverki Rileys I kvikmyndinni „Life of Riley“, sem hann var svo vinsæll af að gerður var útvarpsþáttur um þennan sama Riley, sem Bendix lét í átta ár, frá 1944. Þegar sjónvarpið kom til sögunnar vildi Bendix í fyrstu ekki leika Riley á þeim vettvangi og gerði Jackie Gleason það því nokk- urn tíma en síðan varð Bendix talinn á að taka við og lék Riley í sjónvarpi í fimm ár. HVE MÖRG VIÐTÆKI? „Kæri Velvakandi. Ef til vill er það að bera l bakkafullan lækinn að skrifa þér um útvarpið — en hef mér það til afsökunar að ég ætla ekki að skammast yfir efni þess — heldur afnotagjaldinu, eða réttara sagt innheimtu þess. Það er opinbert leyndarmál, að fjöldi útvarpseigenda greiðir alls ekki sitt afnotagjald. Bene dikt Gröndal, alþingismaður og formaður útvarpsráðs, vitnar í síðasta sunnudagsspjalli sínu í Alþýðublaðinu í skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinn ar þar sem segir að 277 útvarps tæki séu hérlendis á hverja 1000 íbúa. Gröndal fær ekki orða bundizt og segir: „Þarna hljóta skýrslur að vera meira en lítið skakkar, því ég er sannfærður um að í landinu eru um 350 tæki á hverja 1000 íbúa“. Ég er sammála Gröndal um, að tækin séu að minnsta kosti 350 á hverja 1000 íbúa, en skýrslur sínar hlýtur OE að gera samkvæmt upplýsingum héðan að heiman og þær miðast auðvitað við þau tæki, sem borgað er af. SKOÐANAKÖNNUN En hvernig fara menn svo að því að losna við að greiða af- notagjald af útvarpi sínu? Það er mjög auðvelt. Hver maður má hafa eins mörg tæki á sínu nafni og hann vill og borgar aðeins af einu (nema hann hafi tæki í bílnum sínum þá verður hann að borga aukalega af því!) Þegar börnin svo giftast og flytja að heiman, kaupa þau tæki á nafn pabba og borga ekki neitt. Fyrir nokkrum dögum hitti ég kunningja minn, sem lét fara fram skoðanakönnun á vinnu- stað, hve margir ættu útvarps- tæki og hve margir borguðu af notagjald. Á öllum heimilunum var útvarp, en rúmlega Vt greiddi ekki gjald — og einn, sem hafði haft tæki í tíu ár spurði: „Hvað, þarf maður að borga af útvarpinu?" Útvarpinu veitir örugglega ekki af auknum tekjum. For- maður útvarpsráðs hlýtur að vita það manna bezt. Nú vil ég skora á hann að gera annað hvort, fá afnotagjald útvarpsins lagt á semnefskatt, sem yriji auðveldasta leiðin, eða gera rót tækar ráðstafanir til þess að ná gjöldunum hjá öllum útvarps- eigendum. UNDANRENNA Þá eru hér tilmæli frá hús- móður í Austurbænum. Hún ósk ar eindregið eftir því, að fram vegis verði hægt að fá undan- rennu keypta í heilflöskum en ekki aðeins hálfflöskum eins og nú er. Væntanlega sér Mjólkur samsalan sér fært að verða við þessari ósk húsmóðurinnar — og fleiri munu taka þar undir. Bosch þokulultir sívalar eða kantaðar, einnig luktargler í ökuljós. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Sími 11467

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.