Morgunblaðið - 17.01.1965, Page 8

Morgunblaðið - 17.01.1965, Page 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Surmudagur 17. janúar 1965 WÓÐL.EIKHÚSIÐ frumsýndi á fimmtudagskvöldið sjánleikinn „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ eftir bandaríska höf- undinn Edward Albee, sem reyk- vískir leikhúsgestir kynntust fyrr á þessum vetri af einþóttungnum „Saga úr dýragarðinum“ í túlkun Leikfélags Reykjavíkur. Edward Albee virðist hafa sam ið „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ samkvæmt formúlunni „in vino veritas“, sem við íslend- ingar túlkum með orðtakinu „öl tr innri maður“. í>að er mikið drukkið í þessu langa leikriti, og drykkjan gegnir m. a. því hlut- verki að gera persónurnar opn- ari, naktari, hreinskilnari, misk- unnarlausari. Síðan leikritið var fyrst sýnt (á Broadway) í október 1962, hafa orðið miklar boilaleggingar um hvað það „þýddi“, hver væri raunverulegur „boðskapur“ þess. Hafa menn komið fram með hin- ar skemmtilegustu tilgátur í því sambandi — jafnvel skilið leik- ritið sem táknræna túlkun á aögu og hlutverki bandarisku þjóðarinnar! Hér skal ekki gerð ný tilraun til að ráða rúnir leiks- ins, enda hefur höfundurinn látið þeas getið, að honum sé ekki hug- leikið að koma á framfæri til- teknum boðskap, heldur vaki fyrst og fremst fyrir honum að akapa persónur sem verði raun- • j. Martha (Helga Valtýsdóttir) o« Georg* (ftábert AmfiniuMo) Þ;óðleikhúsið: Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Höfundur: Edward Albee Þýðandi: Jónas Kristjánsson Leikstjóri: Baldvin Halldórsson verulegar, gildar og áhrifasterk- ar á leiksviðinu. Hann dáir leik- skáld eins og Tsékov, Tennessee Williams og Beckett meira en skáld eins og Ibsen, Arthur Mill- er og Brecht. Ekki verður annað sagt en Aibee takist mætavel að gæða persónur sínar fullgildu lífi á leiksviðinu. Þær eru í senn sann- færandi, hrollvekjandi og ein- kennilega nátengdar áhorfand- anum. Með þessu verki virðist Albee fyrst og fremst stefna að því að draga upp magnaða mynd a/ lífi nokkurra einstaklinga sem hver með sínum hætti lifir á blekkingum og fyrir blekkingar af ótta við sársauka sannleikans. Af grimmdarlegri snilld etur hann þessum persónum saman, lætur þær opinbera hver annarri leyndustu hugsanir sínar og sál- flækjur, tæta sundur blekkinga- hjúpinn sem þær hafa sveipað um sig, þangað til þær standa uppi naktar og allslausar. Hann vekur margar spurningar, t. d. um hugsanlega framtíð hjónanna í leikslok, en gefur engin svör — ekki einu sinni um gagnsemi þess uppgjörs sem hann hefur sett á svið. Við fáum sem sé enga vitneskju um hvort það sé per- sónunum fjórum til góðs eða ills að ganga gegnum hinn náttlanga hreinsunareld — að því leyti m.a. er Albee gerólíkur höfundum eins og Ibsen, Arthur Miller eða Sartre. Þó víndrykkjan fari kannski í fínu taugarnar á ýmsum við- kvæmum sálum meðal áhorf- enda, er því ekki að leyna að hún veitir höfundinum mikið svigrúm og frjálsræði — hún skil ar leiknum yfir örðugustu hjall- ana, gerir Aibee kleiftr að ganga lengra í hispursleysi sínu og miskunnarlausri afhjúpun en hon um hefði verið fært með því að stilla upp fullkomlega „algáðum“ persónum. Hér er nefnilega fjall- að um fólk sem á að vera „venju legt“ og „heilbrigt“ í hversdags- legum skilningi — af þeim sök- um höfðar leikritið til áhorfenda með enn áhrifameiri hætti held- ur en leikrit um „afbrigðilegt“ fólk hefði gert. Hér skiptir engu máli hvort það er vísindalega sannreynt, að öl sé innri maður. Kannski er ekkert af því sem fram kemur í leiknum raunveru- legur sannleikur um þessar fjór- ar persónur, heldur einungis af- leiðing mikillar drykkju, eins konar „óráð“, en það verður á- horfandanum jafn mikill sann- leikur fyrir því, og þar er auð- vitað kjarni málsins: hvaða áhrif leikritið hefur handan við sviðs- ljósin. Albee leikur sér fimlega að andstæðunum blekking og sann- leikur eða veruleiki — svo fim- lega að áhorfandinn getur aldrei verið endanlega viss um hvað af því sem persónurnar segja sé satt og hvað blekking. Þessum áhrifum nær hann bæði með drykkjunni og þó fyrst og fremst með byggingu leiksins og þeim innri rökum sem stjórna fram- vindu hans. „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ er ekki raunsætt verk í venjulegum skilningi nema rétt á yfirborðinu og einkanlega framan af. Undir niðri og í vax- andi mæli eftir því sem lengra dregur hefur það eins konar rítúelt form, sem höfunditr undir strikar í 3. þætti með því að láta <5eorge þylja kirkjulegar helgi- formúlur meðan Martha engist í kvöl sinni eftir að síðustu blekk ingunni hefur verið svipt burt. Annað bragð höfundar til að gefa leikritinu meiri vídd og marg- slungnari merkingu felst í leikj- unum innan leiksins — þeir minna líka á trúarlegt rítúal, hafa verið margleiknir, eru „fastur liður“ í lífi eldri hjón- anna. Það sem er kannski merkileg- ast við þetta harða og hispurs- lausa leikrit er kímnin sem það býr yfir (hún kom ekki nærri öll til skila á frumsýningu Þjóð- leikhússins). Albee hefur þvílíkt vald yfir leikrænni samtalslist, að vekur undrun og aðdáun — og hann hefur fágætt lag á að stilla orðum, setningum og hug- myndum þannig saman, að þser orka á hláturtaugarnar — stund- um jafnvel án þes's að áhorfand- inn geri sér fulla grein fyrir, hvers vegna hann sé að hlæja. Þessi kímni er einatt nokkuð gróf, en hún sprettur m. a. af því hve höfundinum er tamt að draga fram hræsnina í daglegu lífi manna — sýna hina innan- tómu frasa í Ijósi þess sem fólk raunverulega hugsar og gerir. Þetta misræmi verður fyrst og fremst spaugilegt, þó það sé líka hörmulegt, þegar dýpra er skyggnzl. Sýning Þjóðleikhússins á þessu viðamikla verki Edwards Albees var vissulega merkur og gleði- legur viðburður, þó hún væri langt frá því að vera gallalaus. Hún var með köflum dálítið langdregin — og kom það mér á óvart, því leikritið er óvenju- lega spennandi aflestrar. Hygg ég að þetta stafi af túlkun leik- stjórans á verkinu og þá einkum á hlutverki Mörthu. Þegar ég las leikritið á frum- málinu virtist mér Martha tví- mælalaust vera sterkari aðilinn í stríði eldri hjónanna í fyrsta og öðrum þætti. Hún er skarp- greind kona og gneistandi orð- heppin, regluleg eiturtunga. Hún er hreyfiafl leiksins og undirrót þess sem gerist í hinu langa næt- ursamkvæmi. George stendur í skugga hennar þar til við lok annars þáttar, þegar hvörfin verða og hann tekur málin í sín- ar hendur. Það er stærð Mörthu og yfirþyrmandi návist sem skap ar spennuna framan af. Leikstjórinn, Baldvin Halldórs- son, hefur greinilega lagt annan skilning í leikritið og þá einkum hlutverk Mörthu, og skal ég ekki deila við hann um það atriði, en tel að með sinni túlkun dragi hann úr allri spennu leiksins og geri niðurlagið máttminna en efni standa til. í túlkun Helgu Valtýsdóttur verður Martha miklu „mýkri“ og gæfari persóna en ég hafði hugs- að mér hana. Örvar hennar verða ekki nærri eins eitraðar og text- inn gefur tilefni til. Hún fær sjaldan yfirhöndina í átökum Iþeirra hjóna. Ahorfandinn hefur ekki á tilfinningunni að hér sé komin dóttir rektorsins, mennt- uð, skörp, ráðrík, lífsleið — reglu legt skass. Það er án efa að ráði leikstjórans sem Helga túlkar þersónuna á miklu hlýrri, lág- stemmdari og átakaminni hátt. í þeirri túlkun verður hún venju- leg kona, full af lífsiþorsta og duttlungum, orðheppin að vísu og stundum hrottafengin, en fyrst og fremst kvenleg og tilfinninga- næm. Þetta kemur hvað skýrast fram undir lok annars þáttar, þegar hún er í þann veginn að hverfa úr stofunni með Nick. Þá brestur hún í grát og verður um- komulaus, en á samkvæmt fyrir- mælum höfundar að vera „gráti nær af reiði og óð yfir vanmætti sínum“. Fyrir vikið fer broddur- inn úr þessu mikilvæga atriði. En innan þeirra takmarka, sem persónunni eru sett með þessari túlkun, leikur Helga hlutverkið af innlifun og skapar heilsteypta mannlýsingu, en það er ekki sú Martha sem ég sá fyrir mér við lestur textans, og það sem mestu varðar: mér virðist leikstjórinn hafa raskað hlutföllum leiksins og veikt sýninguna með þessari túlkun. Róbert Arnfinnsson leikur George, söguprófessorinn sem er orðinn bældur af ævilöngum vonbrigðum og tveggja áratuga sambúð við ábúðarmikla dóttur rektorsins. Þetta er beygður mað- ur, en ekki brotinn, og hann á enn í fullu tré við konu sína þeg- ar til stóru kastanna kemur. Róbert sýndi öruggan og blæ- brigðaríkan leik, dró upp marg- slungna mynd af margbrotnum manni, og skilaði kaldranalegu skopi textans með ágætum. Af ástæðum, sem þegár eru nefndar, di-ottnaði hann yfir leiknum frá upphafi, ekki vegna þess að hann rangtúlkaði sitt hlutverk, heldur vegna þess að hann fékk ekki þann öfluga mótherja í Mörthu sem bæri hann ofurliði. Sigur Róberts í þessu hlutverki var eftirminnilegur. Með hlutverk yngri hjónanna fóru lítt reyndir leikarar og féllu að sjálfsögðu í skugga hinna eldri og reyndari, þó margt væri vel um frammistöðu þeirra beggja. Gísli Alfreðsson túlkaði hlutverk Nicks, nýja prófessorsins í líf- fræði, á nokkuð einhæfan hátt. Persónan er að vísu heldur ógeð- ug og hlutverkið vanþakklátt, en Gísli hefði mátt vera þjálli og eðlilegri í framkomu. Hann átti marga góða spretti, en yfir leik hans var einhver þvingun, sem gerði hann með köflum of stífan. Mér fannst vanta hið opinskáa sjálfsöryggi vöðvamannsins og námshestsins, sem trúir á mátt sinn og megin, þann glaðhlakka- lega tómleik sem vekur óbeit eldra mannsins. Á stöku stað var líka óeðlilegt fum á honum, t.d. þegar hann fer fram á gangina á eftir konu sinni. Anna Herskind lék ungu kon- una, Honey, og sló réttan tón, þó túlkun hennar hefði augljós við- vaningseinkenni. Blær þessarar ungu konu og öll framkoma var að mínu viti hárrétt túlkuð, 03 hún náði furðugóðum tökum á ölvunaratriðunum, þó hún ætti dálítið erfitt með að tolla í rull- unni. Ég sé ekki betur en hér sé komið efni í liðtæka leikkonuu Ég hef þegar minnzt á túlkuni leikstjórans, Baldvins Halldórs- sonar, sem ég er ekki sáttur við^ og skal ekki fjölyrða um hana frekar. Þess gætti víða á frum- sýningunni, að leikritið er ekki nægilega vel æft ennþá. Sumí staðar skorti nokkuð á um hnit- miðun i orðaskiptum, og hrynj- andi sýningarinnar í heild var helzti handahófskennd, óregluleg; og ekki lögð nægilega rík áherzla á það ritúela í verkinu. Fráleitt var að láta George lesa latnesku formúlurnar af bók í lok leiks- ins. Hann á auðvitað að fylgjast með stríði Mörthu óskiptur, og vitanlega kann hann þessar for- múlur utanbókar! Þorgrímur Einarsson gerðl smekkleg leiktjöld sem gáfu hí- býlum hjónanna réttan blæ, en Framhald á bls. 21 Nick (Gísli Alíreðssoa og G«ohk«.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.