Morgunblaðið - 17.01.1965, Qupperneq 14
14
(
MORGUNBIABIB
Sunnudagur 17. fanöar 1961
|Í0rí0iml>tói|í
Útgefandi:
F ramk væmdastj óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Kyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstrseti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
NORRÆN MENN-
INGAR VERÐLA UN
TVTóbelsverðlaunin, sem veitt
hafa verið í rúm 60 ár
fyrir afrek á sviði vísinda,
bókmennta og friðar og mann
úðar meðal þjóða hafa öðlazt
heimsfrægð og hafa átt ríkan
þátt í því að auka hróður nor-
rænna þjóða um heim allan.
Nóbelsstofnunin er að upp-
runa norræn en starfsemi
hennar er alþjóðleg.
Nú hefur verið efnt til
tveggja verðlaunaveitinga á
vegum Norðurlandaráðs. Ráð
ið hefur nokkur undanfarin
ár úthlutað norrænum bók-
menntaverðlaunum, sem ein-
ungis eru veitt norrænum
skáldum og rithöfundum fyr-
ir einstök skáldverk þeirra.
Nema þessi verðlaun 50 þús-
und dönskum krónum eða
rúmlega 300 þúsund íslenzk-
um krónum í hvert skipti.
Þessi norrænu bókmennta-
verðlaun hafa ekki aðeins
vakið athygli og orðið vinsæl
meðal rithöfundanna sem
þeirra njóta. Almenningur á
Norðurlöndum hefur fagnað
þessari viðleitni til þess að
örfa listamennina og vekja
jafnframt áhuga á verkum
þeirra. Hin norrænu bók-
menntaverðlaun munu í fram
tíðinni eiga sinn þátt í því að
kynna norræna höfunda á
Norðurlöndum og vekja at-
hygli á einstökum afreks-
mönnum á sviði norrænna
bókmennta út um heiminn.
En nú er verið að undirbúa
önnur norræn menningarverð
laun. Er hér um að ræða tón-
skáldaverðlaun sem úthluta
skal þriðja hvert ár á fundi
Norðurlandaráðs og verður
verðlaunaupphæðin 50 þús-
und danskar krónur eða rúm-
lega 300 þúsund íslenzkar
lcrónur eins og bókmennta-
verðlaunin. Er nú gert ráð
fyrir að þessum nýju tónlist-
arverðlaunum verði í fyrsta
skipti úthlutað á 13. fundi
Norðurlandaráðs, sem hald-
inn verður hér í Reykjavík
og hefst 13. febrúar n.k.
Á fundi menningarmála-
nefndar Norðurlandaráðs og
menntamálaráðherra Norður-
landa fyrir skömmu voru
samdar reglur um veitingu
þessara verðlauna. Er lagt til
að þau verði veitt fyrir tiltek-
ið tónverk eftir lifandi tón-
skáld. Er verðlaununum , út-
hlutað fyrir sinfónísk verk,
kammermúsikverk, leikhús-
tónverk eða önnur tónverk,
sem talin verða fullnægja
listrænum kröfum.
Dómnefndir skipaðar full-
trúum frá öllum Norðurlönd-
unum ákveða hverjum skuli
úthlutað bókmenntaverðlaun-
um og tónskáldaverðlaunum
Norðurlandaráðs. Verðlaunin
eru hinsvegar afhent á fundi
ráðsins.
Fyllsta ástæða er til þess að
fagna þessum norrænu menn-
ingarverðlaunum. — Þau
eru enn einn vottur þess
að hinar norrænu þjóðir
vilja sýna samstarfsvilja sinn
í verki. Er óhætt að fullyrða
að hvergi hefur norræn sam-
vinna notið sín eins vel og á
sviði menningarmála.
RIDDARAR
HLUTLEYSISINS
IVommúnistar hafa eins og
"*■*■ kunnugt er margsnúizt í
afstöðu sinni til hlutleysisins.
Þeir voru á móti hlutleysi ís-
lands þegar Stalín lýsti því
yfir fyrir upphaf síðustu
heimsstyrjaldar að hlutleysi
„sýndi hliðhylli við árásarað-
ilann.“ Kommúnistar hér í
landi voru hlutlausir gagn-
vart baráttu vestrænna þjóða
við nazismann eftir að Hitler
og Stalin höfðu gert hinn
fræga samning sinn, sem
hleypti síðari heimsstyrjöld-
inni af stað.
Þegar nazistar réðust hins
vegar á Sovétríkin sumarið
1941 hættu kommúnistar að
trúa á hlutleysið og sögðu að
það væri fjarstæða. Allar
þjóðir ættu að berjast með
Rússum og hjálpa þeim til að
sigra nazismann. Þegar ann-
arri heimsstyrjöldinni var
lokið og Rauði herinn hjálp-
aði minnihlutaflokkum komm
únista í mörgum löndum
Austur- og Mið-Evrópu til
þess að brjótast til valda,
stofnuðu vestrænar lýðræðis-
þjóðir Norður-Atlantshafs-
bandalagið til varnar frelsi
sínu og sjálfstæði og til þess
að standa vörð um heimsfrið-
inn. Þá drógu kommúnistar
upp hlutleysisflaggið að nýju!
Þá heimtuðu kommúnistar
hér á landi og annars staðar
að vestrænar lýðræðisþjóðir
væru varnarlausar og hlut-
lausar.
Þannig er þá ferill riddara
hlutleysisins. Athyglisvert er
það einnig að menn eins og
Nasser Egyptalandsforseti og
Sukarnó Indónesíuforseti
telja sig vera sanna fylgjend-
ur hlutleysis gagnvart al-
þjóðadeilumálum og mikla
áhugamenn um frið og sátt
meðal þjóða. En þessir tveir
herrar hafa uppi stöðugar
hótanir um hernaðarlegar
UTAN UR HEIMI
Cecil Price (til vinstri) og Lawrence Ralney.
Þeir hlæja að
Lögreglumennirnir tveir í Mississippi,
sem vitað er að hlutdeiid dttu í morð-
um verða vart dæmdir
MENNIRNIR tveir á
myndini hér að ofan eru
lögreglustjórinn (sheriff)
í Nashoba-sýslu í Missis-
sippi, Lawrence Rainey
og aðstoðarmaður hans,
Cecil Price. Báðir eru þeir
kampakátir að sjá, en háð-
ir eru þeir þó með gildum
rökum grunaðir um morð
og hlutdeild í morði. Þeir
eru hinsvegar frjálsir
ferða sinna og telja að
þeir verði aldrei dæmdir,
að því er Extrabladet seg-
ir. — Sá hluti lífssögu
þeirra, sem almennan
áhuga vekur, hófst sunnu-
daginn 21. júní í fyrra í
smábænum Philadelphia í
Mississippi, en þar eru
skrifstofur þeirra.
Kl. 15:30 síðdegis þennan
dag handtók Price — sam-
kvaemt opin'berum skýrsium
— þrjá unga menn, Michael
Schwerner, 24, Andrew Godd-
mans, 20, og James Chaney,
22. Ástæðan vegna handtöku
Chaney’s var „of hraður akst-
ur“, en hinum tveimur var
gefið að sök að vera „grun-
aðir“. Schwerner, hvítur
stúdent, var einn leiðtoga
hinnar miklu „sumaráróðurs-
herferðar“, en á vegum henn-
ar tóku 800 hvítir stúdentar
í kynþáttahatursríkirau Miss-
issippi þátt í tilraunum, sem
stefndu að því að fá negra til
að láta skrásetja kosninigarétt
sinn. Goodman, sem einnig
var hvítur, hafði daginn áður
komið frá „freLsisskólanum“ I
Ohio. Chaney var einn hinna
örfáu Mississippi-negra, sem
þorðu að taka þátt í jafnrétt-
isbaráttunni.
í>eir höfðu verið að virða
fyrir sér brunna negrakirkju,
er Price stöðvaði þá á leið til
þess staðar, sem Schwerned
bjó á.
Það sem á eftir fyigdi er
óljóst — en aðeins í smáatrið-
um.
,jtg fylgi á eftir“
Prioe fór með piltana til
fangelsisins í Philadelphia.
í>ar voru þeir látnir bíða í 6
klukkustundir, negrinn í sér-
klefa, hinir hvítu í klefa sam-
an. Á meðan talaði Price mörg
símtöi.
Að því er bandaríska ríkis-
lögreglan FBi segir, en 150
manns úr lögraglunni unnu að
rannsókn málsins, hringdi
Price til níu meðLima Ku Klux
Kian, en þessir niu menn sóru
þess eið á leynifundi að taka
„júðadjöfulinn" Schwerner af
lífi.
KL. 22:30 voru fangarnir
látnir lausir. t>eir settust í bíl
sinn og óku í átt tii bæjarins
Meridian.
— Ég ætla að fylgja þeim
kippkorn eftir veginum, sagði
Price.
Menn geta nú með vissu
sagt, að hann gerði það ræki-
lega.
Barðir og myrtir
Nokkrum mínútum 3Íðar
voru þremenningarnir stöðv-
aðir á nýjan leik. Tíu menn
umkringdu þá. Bílnum var
ekið út í mýrarfenin, sem um-
lykja Philadelphia, en í bæn-
um sváfu nú allir rótt, og þar
var borinn eldur að honum.
Schwerner, Goddman og
Chaney var lesinn „dómur“
Ku Klux KLan og síðan dregn-
ir inn í skóginn. Chaney veitti
viðnám, og var þá bundinn
við tré. Einn meðlimur morð-
sveitarinnar — (og var það
Priee aðstoðarlögregluforingi,
presturinn eða einn hinna
þrigigja skógarhöggsmanna?)
— barði hann þar með járn-
keðju svo annað herðablað
hans brotnaði, annar hand-
leggur tvíbrotnaði og stór
holdstykki rifnuðu úr likacna
hans.
f>rj ú ákammbyssuskot, cali-
ber 38 úr samskonar byssu og
lögreglan notar, styttu hon-
um síðan aldur. — Schwerner
og Goodman voru teknir af
lífi seinna, báðir skotnir í
hjartastað, og síðan voru þeir
allir þrír grafnir á fyrirfram-
ákveðnum stað: Við stíflugarð
við bóndabæ, sem var í eyði.
En einhver úr morðingja-
hópnuni sagði frá þessu, —
fyrir um 850,000 ísl. kr., að því
er sagt er. 4. ágúst óku PBI-
menn út að stíflunni og hófu
að grafa nákvæmlega á réttum
stað. Líkin þrjú, sem voru
orðin iUa útleikin, fundust.
Er hér var komið sögu hafði
mikið lið hermanna og lög-
reglu leitað þeirra í niargar
vikur.
Johnson forseti hafði Iofað
að allt yrði gert, sem á valdi
samibandsstjórnarinnar í Was-
hington væri, til að upplýsa
málið. í Mississippi hafði það
hinsvegar igerzt að ríkisstjór-
inn og mörg blaðanna þar«
höfðu komið þeirri skýringu
á framfaeri að þremenning-
arnir hefðu sjálfir kveikt í
bíl sínum, og falizt síðan
„í því skyni að ata hið góða
fólk í Mississippi auri“.
Allar aðgerðir og rannsókn-
ir FBI í málinu mættu harð-
vítugri mótspyrnu. En í nóv-
ember gafst einn hinna 21
manna, sem svarið höfðu að
Skýra aldrei frá málavöxtum,
upp eftir „stríð við samvisku
mína“. Maður þessi heitir
Horace Doyle Barnette, 25 ára
gamall maður, barnslegur t
útliti. Hann kvaðst hafa verið
viðstaddur aftökurnar, og
greindi frá því, sem nú vissu
raunar allir, að Rayney oig
Prioe hefðu verið meðal leið-
toga hópsins og að Price hefði
verið viðstaddur er skotin riðu
af.
Mennirnir voru aliir hand-
teknir, 2L talsins, en sleppt
nær samstundis aftur gegn
tryggingu. Daginn eftir, 5. des-
ember, voru Rainey lögreglu-
stjóri, og Price, aðstoðarmaður
hans, komnir til starfa aftur.
10. desember fóru fram
nýjar yfirheyrslur í málinu,
þar sem skyldi ákvarða hvort
fyrir hendi væri nægilega
rökstuddur grunur, svo sett
trygtging, sem nam um 170,000
ísl. kr. á mann, yrði Látin
haldast óbreytt og mál yrði
síðan höfðað.
Framh. á bls. 27
árásir á nágranna sína og víg-
búast af meira kappi en fiest-
ir aðrir.
Allt hlýtur þetta að gefa
hugsandi fólki vísbendingu
"m það hvað felist í raun og
veru bak við hlutleysisgrímu
komtnúnista og fylgifiska
þeirra.