Morgunblaðið - 17.01.1965, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.01.1965, Qupperneq 24
24 MORCUNBLADIÐ Sunnudagur 17. Januar 1965 SVARTAR RAFPERLUR EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY Sylvana rakti sundur pappírs- mmuna fram á borðið. Síðan talaði hún við Ahmet á tyrk- nesku. Hann svaraði greiðlega og meðan þau töluðu athugaði Tracy handritið. Þetta var geysi- nákvæmt verk. Miles hlaut að hafa vandað sig á hverjum staf- krók á þessu gamla letri. í einu horninu var einhvers- konar skjaldarmerkisteikning, með einhverju í, sem minnti á fallandi lauf. Þessu hafði Tracy ekki tekið eftir áður og hún athugaði það nú vandlega. En áður en hún hafði komizt að nokkurri niðurstöðu um það, greip Sylvana ræmuna, vafði hana saman og stakk henni inn 1 pappahólk, sem skyldi notaður æm umbúðir. Ahmet hneigði sig fyrir henni og gekk burt, en enginn iðrunarsvipur var á hon- m — Það er víst ekki nema skilj- anlegt, að hann sé forvitinn um þetta, sagði Sylvana. — Ahmet Effendi kann að lesa gamalt tyrk neskt letur, sem yngri menn- irnir skilja ekki. Fazilet hvíslaði að Tracy: — Við segjum Hasan ekki neitt. Hann yrði áhyggjufullur vegna hans föður síns. Tracy hlustaði varla á Fazilet. Henni datt í hug skrautritunin eins og hún hafði áður séð hana. Án þessarar skjaldarmerkisteikn ingar í horninu. Hafði Miles bætt einhverju við eftir að hann af- henti ræmuna? Eða hafði Ahmet áekið upp á því að bæta ein- hverju við af sinni kunnáttu Hvorttveggja var ólíklegt. Sylv- *na virtist ekki hafa tekið eftir neinu. Eða ekki viljað taka eftir neinu. Tracy var óróleg. Þetta þurfti Miles að fá að vita. Hún afsak- aði sig og fór upp í vinnustof- una hans. Dyrnar voru lokaðar og hún stóð kyrr fyrir framan þær, meðan hjartslátturinn í henni var ofurlítið að jafna sig. Svo opnaði hún og gekk inn og lokaði á eftir sér. — Ég þarf að segja þér, nokk- uð, sagði hún. — Miles leit upp frá borðinu, en það var enginn feginleikur í augnaráðinu. Hún hafði ekki einu sinni fyrsta daginn þarna séð hann svo fjarlægan og kulda- legan. — Ég hef ekkert við þig að segja, sagði hann. — Ekki annað en það, að þú ættir að fcra heim tafarlaust. 23 Það var erfitt að fást við hann þegar hann var í þessum ham. —Ég fer ekki fet fyrr en ég hef fengið tækifæri til að tala við þig. Ég vil segja þér, hvers- vegna ég kom hingað. — Hversvegna þú komst, er mér sama um. Ég er ekkert hrif- inn af gabbi. Þú áttir að segja mér, hvar þú værir um leið og þú komst hingað. — Og hvað hefðir þú þá gert spurði Tracy: — Ég hefði sent þig heim áður en þú hefðir tekið ofan hattinn. — Það var þessvegna, að ég sagði ekki neitt. Ég vildi verða hér kyrr. Miles sneri sér aftur að blöð- unum fyrir framan sig og beið óskast til blaðburðar 1 eftirtalin hverfi Me&aBholi — Barónssfágur Greliísgötu 1-35 wsgpustfrfftfrtfe Sími 22-4-80 i—ÉMftm i im ii iiíFfTÍf'^'fiíít^ii r' þess, að hún færi. Hún flýtti sér að segja: — Ahmet tók skraut- letursræmuna þína og fór með hana inn til sín, án þess að nefna það við nokkurn mann. Ég sá hana áðan og ég er viss um, að hann hefur bætt við einhverjum störfum frá sjálfum sér. Sylvana er að senda hana til Ameriku í dag. Mér fannst þú ættir að vita um þetta. Hann stóð upp frá borðinu áður en hún hafði talað út. Hún elti hann niður. Sylvana og Fazi- let hættu öllum tökum, stein- hissa, þegar hann réðst að þeim. — Ég vildi gjarna líta á þessa skrautritun áður en þú sendir hana frá þér, sagði hann. Hún veifaði pappahólknum til hans. — Já, en þú sérð, Miles að ég er þegar búin að ganga frá henni — og er í þann veginn að innsigla hana. — Lofðu mér að sjá hana áður en þú gerir það. Hann rétti ú,t höndina. Sem snöggvast virtist svo sem Sylvana ætlaði ekki að hlýða. En svo sendi hún Miles vand- ræðabros og rétti honum hólk- inn. Hann dró út úr honum upp- vafða ræmuna úr þykkum pappír og athugaði hana vand- lega. Eftir andartak kinkaði hann -kolli. — Já, hér hefur einhverju verið bætt við. Halide! Náðu í hann Ahmet Effendi og segðu honum að koma hingað. Sylvana flýtti sér að mótmæla. — Það er þegar búið að skamma hann fyrir þetta, sem kom fyrir í nótt, og ég vil ekki ónáða hann frekar. — Mér þykir leitt að vera að skipta mér af þessu, sagði Miles rólega, — en þegar ég fram- kvæmi verk, vil ég ekki láta við- vaninga ganga í það á eftir. Það var rétt eins og þessi ró- lega biíða frúarinnar, þegar Miles' var annarsvegar, væri að fara út um þúfur. Hún leit í áttin að stiganum og sá, að Tracy stóð þar. — Það eruð þér, sem komið þessum vandræðum af stað! sagði hún hvasst. — Hvað sem þetta kann að vera, er það að minnsta kosti svo óverulegt, að það er ekki gerandi uppistand út af því! — Ungfrú Hubbard er að leggja af stað til London, undir eins og ég get komið henni af stað, sagði Miles. — Og þá veld- ur hún ekki framar vandræðum hér. Sylvana setti upp ánægjusvip. — Það var tími til kominn, að þú yrðir mér sammála, sagði hún. Þegar Ahmet kom inn, sýndi Miles honum ræmuna. — Hvað viltu með það að vera að fikta við mitt verk? spurði hann. Ahmet sór sig og sárt við lagði, að hann hefði ekkert séð, ekkert gert, engu bætt við. Loks yppti Miles öxlum og lét hann fara. — Hann ætlar sér ekki að segja neitt. En hvað sem því líður, þá hefur einhver bætt þarna letri við og ég er ekkert hrifinn af því. - Þegar^ Ahmet gekk burt, sá Tracy haturssvipinn á honum, er hann leit á Miles. En Miles virtist ekki bregða sér við það. — Gerir þetta nokkuð til? spurði Sylvana. — Ég er viss um, að kaupandinn minn í New York sér engan mun á þessu fyrir það. Ég get ekki hugsað mér, að þetta smágabb hafi neina þýðingu. — Það getur verið rétt hjá þér, sagði Miles. — Ef þáð • stendur á miklu, geturðu sent það svona. Sylvana sendi honum þakkar- bros, en ekki var samt nein hlýja í því. — Þakka þér fyrir. Það er áríðandi af því að ég vil ekki valda kaupandanum mínum vonbrigðum, en hann hefur pantað þetta og er með kaup- anda til reiðu. — Gott og vel, sagði Miles. — En framvegis kæri ég mig ekki um neinar svona viðbætur við það, sem ég hef gert. Það var eins og Sylvana ætlaði að fara að gefa eitthvert hvasst | svar, en hún tók sig á og tók við j ræmunni, þegjandi. Miles gekk fram hjá Tracy og upp. Hún þyrfti að ná í hann áður en hann lokaði sig inni aftur. — Þú ættir að hafa auga með Ahmet, sagði hún í ákafa. — Hann hatar þig. Ég væri ekki róleg ef einhver liti svona á mig. — Þakka yður fyrir, ungfrú Hubbard._ Miles var vandlega kurteis. Ég þyrfti að fara í tíma til Ahmet Effendi og láta hann kenna mér, hvernig á að hræða fólk með augunum. Þá gæti ég kannski fengið yður til að hypja yður heim. Hún fann hurðina skella aftur rétt við andlitið á sér. Hún stóð andartak og horfði á hana eins og bjáni. Síðan gekk hún til her- bergis síns og lagðist á rúmið og var nú hræddari en nokkru sinni síðan hún kom hingað. En hræðslan var ekki um sjálfa hana, heldur um manninn, sem fyrirleit hana. IX. Það sem eftir var dagsins hafði Sylvana heldur lítið gagn af Tracy. Tracy þurfti nú ekki lengur að hafa frúna góða með því að hjálpa henni til að ganga frá iðnaðarvörum þorpsbúanna til útflutnings. En hún ætlaði heldur ekki að fara heim alveg strax. Hún yrði hér kyrr þang- KALLI KUREKI * -K" Xr Teiknari: J. MORA f 1. Hérna eru skotin, ég hef þegar fyllt vatnsílöskuna. 2. „ Ég vona að ég drepi ekki hest inn, en ég ætla að reyna að fá með mér nokkra vopnaða menn ef ég hitti einhverja.“ 3. Á sama tíma í 50 kílómetra fjar- lægð. „Vatnið er nærri gengið til þurrðar og öxlin er alveg að gera út af við mig. Það er líklegast bezt að ég haldi kyrru fyrir hérna í sikugg- anura til sólarlags.“ að til hún yrði send burt meS valdi. En nú átti hún nokkuð eftir ógert strax í dag. Síðdegis tók hún Yasemin me8 sér til skemmtunar, og gekk 1 hallarrúst Sultan Valide. í þetta sinn var rústin manntóm og hún fann ekki á sér, að neinn leynd- ist þar. Hún sleppti kisunni, sem lagði strax upp í veiðiferð, en Tracy hóf sína leit. Annabel hafði sagt, að leyndarmálið lægi hjá Sultan Valide. Tracy rann- sakaði nú neðri hæðina, sal fyrir sal. Þarna voru þúsund krókar og skot, sem hefðu getað verið ákjós anlegir felustaðir. Og í fúnuðum gólfunum var fullt af holum. Að- eins marmarinn var gegnheill og þó sprunginn á köflum. Hún kom inn í aðalsalinn, rétt í sama vetfangi sem Yasemin hvarf inn í sömu holuna sem forð um þegar Murat hafði verið að ógna henni. Kannski var þetta felustaður, sem hún þekkti sér- lega vel Með vaxandi áhuga tók Tracy að leita fyrir sér í holunni. Kött- urinn stökk upp, móðgaður, en þar sem hann hafði legið, fann Tracy fyrir sér einhvern hræran- legan hlut. Þetta var líkast aflöngum kassa með hálu plasti utan um. Með vaxandi spenningi tók hún kassann upp og lagði hann á gólfið hjá sér. Henni fannst það vel viðeigandi, að köttur Anna- bel skyldi hafa orðið til þess að visa henni á hvað sem það nú var, sem hér var falið. Hún reif plastumbúðirnar af og fann þá, að trélokið á kass- anum hafði áður verið losað og lá því laust fyrir. í kassanum voru molar af _ einhverju efni, sem hún þekkti ekki. Þetta leit Út líkast. holóttu, rauðbrúnu deigi. Þegar hún kleip einn mol- ann varð hann að salla milli fingra hennar. Hún hnoðaði sam an dálítið stykki, svo sem þumal fingurs gildleika og vafði það inn í vasaklútinn sinn. Svo þef- aði hún af fingrunum á sér og fann velgjulegan þef. Ekki var Tracy viss um, hvaða þýðingu þessi kassi og innihald hans hafði. En einhver hafði fal- ið hann þarna. Kannski Ahmet? Hafði fiskibáturinn. sem kom 1 nótt, snúið frá lendingunni, til þess að lenda í staðinn við mar- maratröppurnar á hallarrústinni! Það var kominn tími til að hafa sig burt og það sem fljót- ast. Hún hafði fundið nokkuð, sem henni var ekki ætlað að finna. Ef til vill ekki leyndarmál Annabel heldur einhvers annars? Ef til vill eitthvað miklu hættu- legra en nokkuð þ'að, sem Anna- bel hafði verið viðriðin. Nokkur grunur var farinn að setjast að í huga hennar. Hún skalf er hún setti trélokið aftur og ýtti bögglinum niður í gatið á gólfinu. Hún vonaði, að engan grunaði, að hreyft hefði verið við honum. Litli molinn af gul- brúna efninu var í vasa hennar og hún velti því fyrir sér, hvort hún sjálf þefjaði öll af honum. Henni væri betra að hafa sig heim strax og losna við hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.