Morgunblaðið - 03.02.1965, Síða 2

Morgunblaðið - 03.02.1965, Síða 2
4 2 MORGU N BLAÐIÐ Miðvlkudagur 3. íébruar Í965 Jarlsmálið fyrir rétt í Höfn í dag? Einkaskeyti til Mlbl. Kaupmannahöfn, 2. febr. MIÐVIKUÐAGINN 3. febrúar Þ verða tekin fyrir í borgarrétti Kaupmannahafnar mál skipstjór ans á Jarfinum, 2. stýrimanns, 1. vélstjóra, 2, vélstjóra og eins há- seta, alls 5 manna, sem eru á- kærðir fyrir brot á tollalöggjöf- inin með því að selja og eiga fjölmargar flöskur af hollenzk- um genever, sem falinn var í skipinu. Þegar í dag hefur utanríkis- ráðuneytið fengið skýrslu frá ís- lenzka sendiráðinu um málið og í henni er tekið fram, að þrír ungir hásetar, Jóhann Örn Matt- híasson frá Siglufirði, Viðar Hall dórsson, Rauðalæk, Reykjavík, Og Sigur'ður Ketilsson, Pélka- götu. Reykjavík, eru á engan hátt grunaðir og hafa ekki flækzt í málið. * I þeim réttarrannsóknum, sem hafa farið, hefur upplýstst, að hásetarnir þrír hafa neitað að koma nálægt hinum leynilega farmi, þegar þeim hefur verið skipað það af yfirmönnum skips- ins. Skipstjórinn bað þá einu sinni um að flytja flöskur, sem leynt var í vatnstankinum, en þeir neituðu. Hásetarnir þrír sög'ðu frétta- ritara blaðsins, að þeir mótmæltu þeirri lýsingu, sem forstjóri út- gerðarinnar gaf af áhöfninni í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hann sagði að hún hefði gerzt sek um slagsmál og drykkju skap. Hvað þá varði hafi slíkt aldrei komi'ð til mála. Hins veg- ar sé það rétt, að þeir hafi ekki fengið greidda peninga frá 5. jan- úar og að skort hafi matvæli um borð frá því matsveinninn af- skráðist þann 21. janúar. Þeir segjast hafa fengið greiddar 4.000 íslenzkar krónur samtals frá því þeir lögðu af stað og ferðin hafi ■m tekið þrjá mánuði og gera þeir rá'ó fyrir að eiga 35—40 þúsund krónur inni. Þann 5. janúar fengu þeir greidda 300 franka í franskri höfn og óskuðu þeir sjálfir eftir að láta þessa. upp- hæð nægja, þar sem þeir hugð- ust geyma peninga sína til meiri innkaupa á Norðurlöndum. Og að þeir hafi ekki tekið út peninga sína sýni að þeir hafi ekki ætlað að fá peninga til að eyða í drykkjarföng. Sfðar hafi þeir svo ekki feng- ið laun sín og hafi orðið að leita til sendiráðsins um smáupphæðir meðal annars. Hinn 21. janúar var matsveinninn skráður af skip inu samkvæmt framburði mat- sveinsins og skipstjórans af því að hann gat ekki fengið peninga og fékk fréttir um að kona hans og börn heima hafi heldur ekki fengi'ð þá. Þegar kokkurinn fór voru að- eins fáeinar bolludósir og græn- meti um borð í Jarlinum sem voru aðeins í þrjár máitíðir fyrir áhöfnina. Þetta hafði verið snætt, þegar yfirmennirnir voru hand- teknir þrem dögum síðar. Hinir ungu hásetar hafa frá því orðið að borða í öðrum ís- lenzkum skipum. Fyrst um bor'ð í Rangá og svo Gullfossi. Þeir vilja gjarnan komast heim, en hafa ekki viljað rjúfa ráðningar- samning sinn. Þeir hafa þannig sjálfir, eftir hvatningu frá skip- ^ stjóranum á Rangá, skipulagt vaktir, þannig að einn þeirra er alltaf um borð í Jarlinum. Einn sólarhring var hvorki ljós né hiti um borð, því vélamenn- irnir höfðu allir verið handtekn- ir, en svo var 2. vélstjóra sleppt til að hann gæti séð um þessa hluti. Skipsvistafyrirtækíð Oscar Rolff hefur tjáð sig reiðu-búi'ó til að senda vistir um borð, en enginn matsveinn er til að mat reiða eða tilreiða matinn. Hú- setarnir segja að hið minnsta sem útgerðin geti gert sé að sjá um .mat fyrir áhöfnina. í kvöld er hásetunum þrem bo'ðið að borða í Gullfossi, sem siglir á miðvikudag. Og háset- arnir hafa ekki enn fengið pen- inga og geta að líkindum ekki farið heim með Gullfossi þótt þeim hafi vé'rið boðið það. Máls-j vari hásetanna á Gullfossi,. Pét- ur Thorarens-en hringdi í dag tií Sjómannafélagsins í Reykjavík til að reyna að fá básetana þrjá leysta frá skyldum sínum við Íítger'ð Jarlsins. Sjómannafélag- ið varð hins vegar að tilkynna, Framh. á bls. 27 Þórður Jónasson kom með 12—1300 tunnur af síld til Reykýavíkur i gærkvöldi. Krefjast 3,5 millj. kr. björgunarlauna vegna þess að skipstjóri Susönnu Reith hafi spillt fyrir bjórgunartiiraunum SÍÐASTLIÐINN sunnudag kvað Þórhallur Pálsson, fulltrúi borg- arfógeta, upp úrskurð um að kyrrsetja Emil Rodenberg, skip- stjóra þýzka skipsins Súsönnu Reith, sem strandaði við Raufar- höfn 11. des. sl. Hjörtur Torfa- son hdl. hafði þá fyrir hönd Björgunar h.f. krafizt þess, að Rodenberg mætti fyrir sjódómi í Reykjavik á mánudag, áður en hann færi af landi brott ,en Björgun h.f. hefur gert kröfur til björgunarlauna kr. 3,500,000,00 á Deferre í hættu? Kloíningur i sósialistaflokknum i Marseille Marseille, 2. febr. (NTB). % Sósíalistaflokkurinn í Mar- seille tilkynnti í gærkveldi, að reknir hafi verið úr flokknum Gunnar Davíðs- son skrifstofu- r st jóri Utvegs- bankans Á FUNDI bankaráðs Útvegs- banka íslands í gær var Gunnar Davíðsson, aðalgjaldkeri, ráðinn skrifstofustjóri bankans í stað Henriks Thorarensen, sem fengið hefir lausn frá starfi vegna veik- inda. Gunnar Davíðsson hefur starf- að í Útvegsbankanum samfellt í 23 ár og verið aðalgjaldkeri bank ans sl. 9 ár. fimm menn, sem gert höfðu sam- komulag við kommúnista um samvinnu við bæjar- og sveitar- stjórnarkosningarnar í næsta mánuði. Klofningur þessi í flokknum getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir borgarstjórann í Marseille, Gaston Deferre, — en hann hef- ur til þessa verið talinn helzti andstæðingur de Gaulle í forseta kosningunum í desember næst- komandi. Deferre sat sjálfur í forsæti á fundinum, þar sem ákveðið var að reka fimm-menningana úr flokknum. Deferre og fylgis- menn hans hafa gert kosninga- bandalag við hægri flokkana — íhaldsflokkinn, Miðflokkinn og óháða, og sökuðu mennirnir fimm þá um að vinna með aftur haldsöflum. Kusu þeir að komið yrði á „lýðræðissambandi“ sósíal ista og kommúnista, eins og gert hefur verið í París. Kosygin til Peking? Moskvu, 2. febrúar. —- (AP) HAFT er eftir einum starfs- manna sendiráðs Norður- Vietnam í Moskvu, að Alexei Kosygin muni koma við í Kína á leið sinni til Hanoi. Frá því var skýrt sl. sunnu- dag, að Kosygin hyggðist innan tíðar fara til Norður-Vietnam. Yrði hann í forsæti sendinefnd- ar hernaðarráðunauta og ann- arra sérfræðinga frá sovézka kommúnistaflokknum. þcim forsendum að skii»stjórinn hafi spillt fyrir björgun skipsins með því að veita þeim, sem að henni störfuðu, ekki fullnægj- andi aðstöðu um borð. Sjópróf hófust á mánudag kl. 2 e.h. Forseti dómsins var Kristján Jónsson, borgardómari. Fór fyrst fram rannsókn að beiðni Kol og salt h.f. en Susanna Reith hafði flutt salt á ýmsar hafnir hér á vegum þess fyrir- tækis. Snerist sú rannsókn um það, hvort skipið hefði nýlega flutt kopar, þar sem skemmd (gula) hafði komið í Ijós í salt- inu. Þá lögðu lögfræðinigar Björgun- ar h.f. og skipstjórans fram skýrslur sínar og skipstjórinn endurrit úr dagbók skipsins. Fóru síðan fram vitnaleiðslur. Komu fyrir réttinn Kristinn Guð brandsson, forstjóri Björgunar, sem stjórnað hafði björgunartil- raununura, og 3 aðrir fulltrúar þess fyrirtækis, auk Rodenbergs skipstjóra. Stóðu sjópróf fram yfir miðnætti, en að þeim lokn- um var kyrrsetningu Rodenbergs aflétt og mun hann hafa ætlað utan í morgun. Maður undir dráttarvél ÞAÐ slys varð um kl. 5 í gær, að rúmlega sjötugur verkamaður varð undir dráttarvél á mótum Frakkastígs og Skúlagötu. öku- maður dráttarvélarinnar varð slyssins var, er hann fann, að eitthvað varð fyrir vinstra aftur hjóli dráttarvélarinnar. Stanzaði hann þegar og sá þá, að maður var undir dráttarvélinni. Lög- regla og sjúkrabifreið komu innan skamms á staðinn. Var hinn slasaði fluttur á Slysavarð- stofuna og þaðan á Landakots- spítala. Blaðinu er ekki kunnugt um, hversu alvarleg meiðsli hans voru. Síld til Reykjavikur í GÆRKVELDI og í nótt var von á 6 bátum til Rvíkur með um 3500 tunnur af síld til vinnslu í Bæjarútgerðinni. Bátarnir eru Þórður Jónasson (með 12-1309 tunnur), Hafrún Í.S. Árni Magn- ússon, Arnar, Halldór Jónsson og Akraborg. Marteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar- innar, skýrði Morgunblaðinu svo frá í gær, áð síld þeSsi mundi bæði hraðfrýst, eitthvað flakað og saltað fyrir Ameríkumarkað og loks saltað fyrir Rúmeníu- markað. Á sunnudag komu 2 bát- ar með 1000 tunnur og: 2000 tunn ur bárust fyrir helgina. Var sú síld unnin á sama hátt. Marteinn. kvaðst vona að margir bátar mundu leggja upp síld hjá BÚR, ef verkfallið leysist. Hægt mun að frysta þar um 1500 til 1609 tunnur á dag, auk annars konar verkunar. Lýsli uppflnn- ingn sinni FLUGMÁLAFÉLAG Ísland3 heldur almennan fund í kvöld að Hótel Borg og hefst hann kl, 20:30. Á fundinum verður m.a, sýnd kvikmynd af geimflugstil- raunum Bandaríkjamanna. Þá mun Einar Einarsson, vélstjóri, koma á fundinn og sýna líkan og teikningar að hinni nýuppfundnu flugvél sinni, sem á að geta hafið sig til fluigs og lent lóðrétt, Mun Einar og lýsa uppfinningu sinni í smáatriðum á fundinum. Er það nýlunda að á fundi hjá Flugmálafélaginu séu ræddar nýjungar í flugtækni, sem að öllu leyti hafa orðið til hérlendis og mun marga vafalaust fýsa að heyra Einar lýsa uppfinningu sinni. — Öllum er heimill aðgang ur meðan húsrúm leyfir, og nýir félagar geta s'kráð sig í Flugmáta félagið. Tilraun með nýja gerð mjólkurumbúoa í UNDIRBÚNINGI er nú tilraun með nýja gcrð af mjólkurum- búðum. Það eru Pappírsvörur h.f. sem ætla að setja þessar nýju mjólkurumbúðir á markaðinn. Heilbrigðisnefnd féllst á það í haust að tilraun yrði gerð með notkun mjólkurumbúðanna í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Hér mun vera um að ræða al- veg nýja gerð mjólkurumbúða, sem hvergi hafa verið reyndar áður. Og eru vélar nú komnar til landsins til þess. En ætlunin er að setja fyrstu umbúðirnar af stað til reynslu á Akureyri bráð- lega. Pappírshyrnurnar, sem nú eru notaðar undir mjólk, hafa oft verið gagnrýndar, þó bót hafi verið að þeim í stað mjólkur- flasknanna. En nú á sem sagt að gera tilraun með alveg nýja gerð af umbúðum, sem munu uppf undnar af Gylfa Hinrikssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.