Morgunblaðið - 03.02.1965, Síða 10

Morgunblaðið - 03.02.1965, Síða 10
10 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 3. febrúar 1965 Úr Mývatnssveit Björk, Mývatnssveit, 20. jan.: SBGJA má að hér hafi vetur konungur tekið öll völd í sínar hendur, Síðan um jól hafa stöð- ugir norðlægir vindar blásið. Oft kefir verið hvasst, og stundum allmikil snjókoma. Gamla árið kvaddi hér með stórhríð. Heita má að allur fánaður sé í húsi, enda lítið verið hægt að beita vegna veðurvonzku, svo er líka hart um til jarðar, þó ekki sé alveg jarðbönn. Ekki er hægt að segja að snjór sé neitt óskaplega mikill hér, að vísu hefir skafið í skafla, og er er því færð afleit á vegum. Hér er líka vegurinn víðast þannig úr garði igerður, að ekkert er á hann að treysta ef verulega snjóa gerir. Innsveitir hér hefir þó verið hægt að brjótast til þessa á bílum með drifi á öllum hjól- um. Mjólkurflutningar til Húsa- víkur hafa gengið mjög erfiðlega síðan um áramót. Nú er orðin rúm vika síðan síðasta mjólkur- ferð var farin, tók sú ferð fjóra sólarhringa. Jarðýta fór fyrir bílnum nokkurn hluta leiðarinn- ar. Ég hef lítið orðið þess var í fréttum útvarpsins að undan förnu, að getið væri um þá erfið- leika er mjólkurbifreiðastjórar eiga nú við að stríða, þótt dag lega sé sagt frá ástandi vega á Suður- og Vesturlandi og norð ur í Eyjafjörð og jafnvel þótt ástand þessara vega sé gott. Nú hefir ekki orðið póstferð hér í sveitinni í viku, má því segja að flestar leiðir séu hér lökaðar sem stendur á landi, nema þá snjóbílum. Á morgun er væntanlegur snjóbíll frá Húsavík. í gær kom Tryggvi Helgason frá Akureyri 2 ferðir, og sótti farþega á flugvöllinn hjá Reykjahlíð. Er vissulega mikils virði að geta þánnig komizt ferða sinna, þá er aðrar leiðir lokast. SNJÓBÍLL Nú er búið að festa kaup á snjóbíl hér, en sá galli er á, að bíllinn er án hreyfiorku. Vonandi rætist úr því áður en um langt líður. í>að hefur lengi verið áhuga- mál Kvenfélags Mývatnssveitar, að beita sér fyrir útvetgun á farartæki er grípa mætti til þá er snjóar loka öðrum leiðum, og alveg sérstaklega til sjúkraflutn- inga í slíkum tiifellum. Að vísu imá segja að hér sé verkefni fyrir slysavarnafélagsdeildina Stefán, sem stofnuð var hér í sveitinni fyrir nokkrum árum. Hvað sem því líður, á síðast- liðnum vetri unnu kvenfélags- konur ötullega að öflun fjár í svókallaðan „snjóbílssjóð". Lögðu þær fram mikla vinnu í því sambandi, m.a. með kaffi- sölu, ennfremur höfðu þær með höndum sölu jólakorta. Þá var gamanleikurinn „Allra meina bót“ sýndur á vegum félagsins. Rann allur ágóði í „snjóbílssjóð”. Ber að sjálfsögðu að þakka hinn lofsverða áhuga og framlag kvenfélagsins fyrir þessu máli. Verður að vona, að hið væntan- lega farartæki megi vera happa- sælt og geti þjónað því hlutverki sem því er ætlað. NÝTT ALTARI í BEYKJAHLÍÐARKIRKJU í>að sem af er vetrar hefir félaigslíf verið hér í daufara lagi, má tíðarfarinu þar um kenna nú um sinn. Um jólin var þó messað í báð- um kirkjum. í Reykjahlíðar- kirkju var vígt nýtt altari, smíð- að af Þóri Stefánssyni á Öndólfs- stöðum. >ar var ennfremur veitt viðtöku gjöf frá Þorbjörgu Áma- dóttur, Reykjavík. Voru það passíusálmarnir í vandaðri út- gáfu, til minningar um föður hennar, Séra Áma Jónsson pró- fast á Skútustöðum. Jafnframt sem sóknarpresturinn veitti þess- ari gjöf viðtöku, þakkaði hann hlýhug og vinarþel gefandans til kirkjunnar. ÚTVARPSTRUFLANIR Á milli jóla og nýjárs var ekki hægt sökum veðurvonz'ku, að koma á hinum árlega jólafundi Ungmennafélaigsins, né heldur jólatrésskemmtun fyrir börn. Höfðu menn því frekar rólegt hver heima hjá sér um jól og áramót. Undu sér við lestur blaða og góðra bóka. Þá var hlustað á útvarp, en mjög spillti truflanir frá erlendum stöðvum, sem hafa verið með allra mesta móti í vetur. Á gamlárskvöld var alveg hræðilegt að hlusta, og má raunar með sanni segja að menn hafi þá lítils notið. Er það því ergilegra að það kvöld var sér- staklega vandað til dagskrár. Á meðan stóð yfir útvarp frá aftan- söng og hinir fögru sálmar, sem '>oru spilaðir og sungnir, o; presturinn flutti sína ræðu, glumdu danslög í hinni erlendu stöð af hvílíkum krafti, að al- gjörlega yfirgnæfði. Varð slík afskræming á þessari helgistund að ómögulegt var að hlusta. SKEMMTISAMKOMA Þann 9. janúar hélt ung- mennafélagið skemmtisamkomu í Skjólbrekku. Formaður félags- ins Jón Illugason setti samkom- una og stjórnaði henni. Þráinn Þórisson skólastjóri flutti ræðu. Þorgrímur (stærri) Björgvinsson flutti frumsamið gamanefni í bundnu máli, Guð- mundur Gunnlaugsson frá Skóg- um í Reykjahverfi söng einsöng, með undileik séra Árna Friðriks- sonar. Aðalsteinn Karlsson frá Húsavík sýndi töfrabrögð ag aðr- ar galdrakúnstir. Gerður var góður rómur að öllum þessum skemmtiatriðum. Að síðustu va- dansað. Þorgrímur stærri hafð stuttan formála fyrir sínu máli, gat um heimsókn Philips prins í Mývatnssveit sl. sumar. Taldi hann það einn merkasta atburð ársins 1964 fyrir þetta byggðar- lag. Hér hefði verið gerður vand- aður flugvöllur í tilefni heim- sóknarinnar. Að vísu hefði nú þannig atvikast að prinsinn gat aldrei lent þar, þó han-n hæfi sig þar á loft. Þá hefði verið upp- fært eitt hið fullkomnasta veizlu- borð er um getur í sögunni. En af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum var prinsinn aldrei leiddur að hinu veizluprýdda borði. Að síðustu kvaðst Stærri hara látið sér detta í hug að gerast einskonar leiðbeinandi hans ha- göfgi hér í sveitinni, kynna fram á menn og hina frægustu og feg- urstu staði .auðvitað í bundnu máli. Til þess kom þó aldrei, geta menn að sjálfsögðu rennt í grun ástæðuna. Ég tel og raunar fleiri, að Þorgrímur stærri sé mjög vaxandi á Braga braut. Það sem hann flutti á þessari samkomu, er óefað með því bezta, er hann hefur látið til sín heyra á þeim vettvangi. Hann er bráð- fundvís á hið skoplega, þó hvengi klúr eins og sumum hættir stundum til, allt er græskulaust gaman. Barnaskemmtun var haldin hér 10. jan. Veður var frekar óhagstætt, þó var fjöl- menni, eða, á annað hundrað börn á öllum aldri, sum jaínvel á fyrsta ári. Gengið var í kring- um fagurlega skreytt jólatré, mikið var sungið og dansað. Séra Örn Friðriksson aðstoðaði börnin við söniginn með undirleik. Jóla- sveinninn Kertasníkir kom í heimsókn, sérstaklega myndar- legur jólasveinn. Skemmti hann börnunum með sögum og söng. Þá afhenti hann hverju barni um- slag með árituðu nafni þess. Mun innihaldið hafa verið vel þegið. Var þessi samkoma öll vel heppnuð og ánægjuleg. MANNSLÁT í desembermánuði létust hér í sveitinni tvær háaldraðar konur, Soffía Jónsdóttir á Skútustöðum andaðist 4. des. Hún var fædd að Klömbrum í Aðaldal 5. nóv. 1881. Giftist Kristjáni Helgasyni „Möguleikar söngvara hér sömu og árið 1930 — ráða þarf söngfólk til Þjóðleikhússlns «6 segir Einar Kristjdnsson, óperusöngvari HAUSTIÐ 1962 fluttist Einar Kristjánsson, óperusöngvari, aftur lieim til íslands eftir um þriggja áratuga útivist við ýmsar óperur Evrópu. — Einar hefur síðan verið eini fastráðni kennarinn við Óperuskólann. Morgunblaðið sneri sér fyrir nokkrum dög- um tíl Einars og spurði um álit hans á sönglífi á íslandi og leiðir til eflingar því. — Því er nú svo varið, sagði Einar, að ekki eru meiri mögu leikar fyrir söngvara á ís- landi nú í dag en árið 1930. Þess vegna hætti ég að syngja, er ég fluttist heim. Ég tel alveg vonlaust, að nokkurt líf fær- ist í söngstarfsemi hér og ungt fólk leggi út á þá braut að læra söng að nokkru ráði, fyrr en nokkrir söngvarar verði fastráðnir við Þjóðleik- húsið. Um leið og það yrði gert, væri þó kominn einhver minnsti grundvöllur fyrir fs- lendinga að gera söng að lífs- starfi sínu. Að vísu hafa nokkrir íslendingar starfað við erlendar óperur og komizt prýðilega áfram þar, en bæði er það, að margir kæra sig ekkert um að búa annars stað ar en á íslandi, og svo er áhættusamt fyrir ungt fólk að læra í mörg ár og verða þá að reyna að fá vinnu í öðr- um löndum en sínu eigin. Víðast hvar gengur landinn fyrir, og útlendingar verða að vera talsvert betri eða vekja meiri athygli til að vera tekn- ir fram yfir innfædda söng- krafta. — Það er ekki minnsti vafi á því, hélt Einar áfram, að með ráðningu fastra söngvara í Hagranesi og síðar bónda á Skútustöðum, sem enn lifir í hárri elli. Sólveig Sigurðardóttir á Hellu- vaði andaðist 8. des., en hér var hún fædd 30. marz 1871, giftists Sigurgeiri bónda Jónssyni Hin- við Þjóðleikhúsið, mundi glæðast mjög áhugi fólks, sem hefur sönghæfileika. Nú er svo komið hér á landi, að leik- arar og hljóðfæraleikarar eru fastráðnir á ýmsum stöðum og afkoma þeirra því tryggð, en söngvarar, sem voru á sama báti fyrir 30 árum, hafa helzt úr lestinni. Það er alltof lítið fyrir söngvara að koma fram tvisvar á ári. Meðan ég starfaði sem söngvari í Þýzka landi, var ég vanur að koma fram um 120 sinnum á ári. Þegar ég var við Hamborg- ■ aróperuna, hafði ég samning um að syngja þar áttatíu sinn- um á ári, en söng yfirleitt oftar og fékk þá umfram- greiðslu. Á milli söng ég á konsertum og við óperur ann- ars staðar í ÞýzkalandL — Á stríðsárunum var geysilegur söngáhugi í Ham- borg. Fólk, sem margt átti ekki einu sinni yfirhafnir, faldi sig í rústunum fyrir fram an óperuna, áður en ljósbann- ið hófst á kvöldin, og beið þar til morguns, oft í hörku- gaddi, til þess að ná í miða. — Telur þú, að Þjóðleikhús- ið gæti einnig haft hag af því að ráða söngvara til starfa? — Tvímælalaust. Það hefur sýnt sig, að óperur hafa hlotið mjög góða aðsókn hér á landi. Þær hafa verið sýndar síðla vors og oft verið hætt við þær í júní, þótt enn væri hús- fyllir hverju sinni. Svo var að minnsta kosti er Stefán söng hér í Rigoletto og ég í Kátu ekkjunni. Eftir 24 sýningar á La Traviata fyrir fullu húsi, hættum við, vegna þess að komið rikssonar, Sigurgeir er látinn fyrir nokkrum árum. Báðar þessar heiðurskonur voru jarðsettar frá Skútustaða- kirkju 17. des. að viðstöddu fjölmenni. var fram á sumar. Ekki ættu að vera nein vandkvæði á því að hafa sýningar á einni eða fleiri óperum af og til all- an veturinn, ef söngvarar væru fastráðnir við leikhús- ið, enda færi vel á því við „repertoir leikhús" eins og það. — Hvernig líkar þér við Óperuskölann? — Nafnið er nú kannski full hátíðlegt. Þetta átti að vísu vera óperuskóli, en það er ekki hægt að byrja ofan frá. Ekki er mögulegt að kenna hreyfingar um leið og söng, fyrr en komin er einhver rödd, sem eitthvað er hægt að vinna með. Fyrst .verður að læra á hljóðfærið og síðan að spila á það. Allt ber að sama brunni: Hvar á fólkið að syngja? í kór? Það nægir ekki, því að raddirnar þroskast ekki nema í eldinum og kórarnir starfa ekki nógu mikið. Þeir þyrftu að vera fastir og flytja a.m.k. Jóhannesar- og Matt- heusarpassíurnar eftir Bach árlega með sama fólkinu. — í sumarfríinu mínu árið 1956 kom ég til íslands, dvald- ist hér 35 daga og söng 42 sinnum. Þó átti ég einn hvíld- ardag í yndislegu veðri og lá þá úti í Vífilsstaðahrauni og góndi upp í loftið. Þá fann ég mjög til þess, hve lítið ég hafði séð af íslandi og tók þá ákvörðun að eyða næsta sum- arleyfi til að bæta úr þessari vanþekkingu minni, í stað þess að syngja allt fríið eins og venjulega. Næstu tvö sum- ur var ég svo við landmæling- ar og aftur eftir að ég fluttist heim. Hef ég haft mikla un- un af nánari kynnum við land ið mitt AFMÆLI Þann 17. des. sl. áttu 75 ára af- mæli systkinin Jón Gauti Péturs- son oddviti á Gautlöndum og Hólmfríður Pétursdóttir hús- freyja á Arnarvatni. Þó nokkuð Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.