Morgunblaðið - 03.02.1965, Page 3

Morgunblaðið - 03.02.1965, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 1 Miðvikudagur 3. febrúar 1965 I — HEYRÐU, «ru ekki til miðar hérna? Hann hallaði sér fram á diskinn, smávaxinn ungling- ur með bítlagreiðslu. Sú, seiji var innanbúðar, var að sinna viðskiptavini, sem var að kaupa nýju plötuna hans Svavars Geste. Hún leit upp og sagði: — Jú, það eru nok.kur sæti laus. ® — Ég ætlaði a’ð fá tvo miða á föstudaginn, sagði sé stutti og veifaði þremur hundrað- krónuseðlum. Er ekki til fram arlega? — >að eru engir hljómleik- ar á föstudaginn, sagði af- greisðlustúlkan og brosti. Sá stutti var ekki af baki dott- inn: — Jæja, á fimmtudaginn þá. Helzt á 1. bekk. simann. Allan daginn var þröng á þingi í búðinni. Björg selur miðana rneðan Valgerður -svarar í (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Miðarnir renna út... Hann var heldur bjartsýnn, því að afgreiðslustúlkan upp- lýsti, að ekki væru til miðar framar en á 20. bekk. — Ja, hvur röndóttur! Hann klóráði sér í kollin- um og velti vöngum góða stund. — Jæja, tvo á 20. betkk klukkan ellefu. Hann fékk miðana sína, og gekk svo út í rigninguna hress í bragði. Það er ekki á hverjum degi, að smiáfólkinu gefst tækifæri að sjá og heyfa snillinga á borð við „The Swinging Blue Jeans“. Það varð líka uppi fótur og fit, þegar sú tiðinda- saga komst á kreik og barst út um alla borgina, að þeir væru áð koma til Reykjaví'k- ur. „Liverpool bítlarnir", eins og þeir eru kallaðir, ætla að halda sex hljómleika í Aust- urbæjarbíói í næstu viku á- samt Keflavíkurbítlunum HLJÓMUM og smábítlahijóm- sveit, sem heitir TEMPÓ. Sala aðgöngumiða hófst í gær, og má með sanni segja, að þeir hafa runnið út eins og heit- ar lummur. — í>að hefur aldrei verið svona mikið að gera hjá okk- ur, sagði Valgerður, afgreiðslu stúlka í hljóðfæraverzlun Sig- ríðar Helgadóttur í Vestur- veri, þegar við litum þangað inn rétt fyrir lokun í gær. Síminn hefur bókstaflega ekki þagnað, og það hefur verið stanzlaus ös í búðinni, síðan við byrjuðum að selja í morg un. Það má heita, að uppseit sé á tvo fyrstu hljómleikana — og á hina fjóra er uppselt aftur á 20. bekk, en húsið tekur um 800 manns í sæti. — Og í þeim svifum birtist ungur maður, sem sagðist ætla að sækja pantanir. — Sex miða, sagði hann. Ég hringdi í morgun. Vinkona hans spurði: — Hverjir ætla eiginlega að fara? — Það er hellingur, sagði ungi maðurinn og dró fram budduna. Svo fékk hann mið- ana sína, en við spurðum: — Ertu alveg bítilóður? — Alveg snar, sagði hann. — Ætlarðu kannski oftar en einu sinni, spurðum við. — Tvisvar — að minnsta kosti, sagði hann. — Það verða aldeilis út- gjöld, sögðum við. — Ekki fyrir að sjá Swing- ing Blue Jeans, maður, sagði hann og gaf vinkonu sinni merki um, að þeim vœri ekki til setunnar boðið. Næst gekk að afgrei'ðslu- borðinu smávaxin ungfrú. — Heyrðu, sagði hún við afgreiðslustúlkuna, eru til miðar á miðvikudaginn. — Já, sagði afgreiðslustúlk an. Á 20. bekk. — Ég ætla að fá tvo miða á mfðvikudaginn klukkan sjö. Meðan Björg, afgreiðslu- stúlkan, náði í miðana, spurð- um við þá stuttu: — Fékkstu aur hjá pabba? — Já, sagði hún, dálítið feiminn. — Ætlarðu þá að bjóða hon um með þér? — Ætli hann vilji nokkúð koma, sagði hún. — Ætlarðu þá að bjóða kærastanum, spurðum við og hún svaraði að bragði: — Já, auðvitað! Eftir andartaksiþögn leit hún upp og sagði: — Nei, annars — ég ætla ekkert að bjóða neinum kær- asta. Ég ætal bara með vin- konu minni. Svo á ég heldur ekki neinn kærasta, sagði hún og með það var hún horfin með miðana sína í vasanum. STAKSTEINAR Virtist utanveltu BIRGIR ísleifur Gunnarsson rit- ar nýlega víðsjá í tímaritið Stefni, sem gefi'ð er út af Sam- bandi ungra Sjálfstæðismanna. Ræðir hann þar m.a. úrslit kosn- inga þeirra, sem fram fóru í ýms- um löndum á sl. hausti. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið um kosningarnar í Banda- ríkjunum og höfuðpersónur þeirra: „Víst var það að allmikill mun- ur virtist á stefnu þeirra John- sons og Goldwaters, en það verð- ' ur að segjast, að Goldwater virt- ist aldrei ná verulegum tökum á kosningabaráttunni. Hann virtist utanveltu, sagði eitt í dag og annað á morgun og fór oft timi og orka í það að leiðrétta og túlka ýmis ummæli, er hann lét eftir sér hafa. Einhverju kann það að valda, að áhrifamestu blöðin sner ust gegn honum og blaðamenn voru honum oft fjandsamlegir, og hafa ef til vill rangsnúið ummæli hans stundum. En þrátt fyrir það kom Goldwater mjög klaufalega fram i kosningabaráttunni og ekki bætti varaforsetaefni hans, Miller, um fyrir honum. Hann virkaði ógæfulega þegar frá upphafi. Enda þótt Goldvrater hafi verið talinn gáfaður, heiðar- ^egur maður, þá tókst honum og aðstoðarmönnum hans ekki að skapa honum almenningshylli. Almenningur snerist á móti hon- um af meiri þunga en venja er til um forsetaefni í Bandaríkjun- um. Lyndon B. Johnson var hins- vegar í allgóðri aðstöðu þegar frá upphafi.” Verðbólga í ndgrannalöndunum Alþýðublaðið birtir í gær for- ustugrein, þar sem það ræðir um vaxandi verðbólgu í Danmörku, og áform dönsku Jafnaðarmanna- stjórnarinnar um að leggja á nýjan skatt, svokallaðan verð- aukaskatt. En fjármálaráðherrann danska vantar 1500 til 2000 millj- ónir danskra króna til þess að tryggja afkomu ríkissjóðs: Einstœtt sœnskt ar guðfrœðirit á NÝLEGA var birt I sænska Mað- inu Dagens Nyheter viðtal við sænskan prest og fræðimann, Arthur Malmgren að nafni, þar Bem hann skýrir frá því, að hann Viafi sumarið 1953 verið á ferð í Reykjavík og fundið í skrá um elztu bækur í Landsbókasafninu, prentaðri aftan við Ritauka safns ins 1939, fjögur sænsk guðræki- leg rit frá 16. öld, bundin í eitt, og hafi þar verið komin verk, sem han hafi leitað árum saman. í viðtalinu er einnig sagt frá því, að Landsbökasafnið hafi léð umrætt bindi til Lundar. í til- 76. ald- íslandi efni af þessu sneri Morlgunblað- ið sér til dr. Finnboga Guðmunds sonar, landsbókavarðar, og innti hann frétta af þessu máli. Hann kvað það rétt, að Landsbókasafn- ið hefði í desember sl. sam- kvæmt beiðni sent Háskólabóka- safninu í Lundi bindi þetta og væri nú unnið að rannsókn þeirra verka sem hér um ræðir en þau eru: Sálmabók, S-ÁTTIN er nú alls ráðandi hér á landi með súld eða rign ingu, þar sem vindur stendur á landið. Horfur eru á svipað veðurlag verður næstu daga. Catechismus, ein lítil bænabók, Guðspjallabók og Pistlar. Verk þessi voru prentuð í Stokkhólmi 1502, og útgefandi var Amund Laurentzson. Þykir Svíum að vonum mikill fengur í þesum verkum, því að þau hafa eflcki varðveitzt annars staðar, svo að kunnugt sé. Þeir hafa því sótt um leyfi til að ljósprenta rit þessi, og hefur það verið veitt. Munu útgefendur láta Landsbóka safninu í té 20 ljósprentuð ein- tök. Um feril bindisins, áður en það komst í eigu Landsbókasafnsins, er það kunnugt, að Jón Guð- mundsson, ritstjóri Þjóðólfs, gaf séra Þorvaldi Bjarnarsyni það sumarið 1873. Á austurströnd Bandaríkj- anna var frost i gær og svalt og bjart í nágrannalöndunum fyrir austan haf. „Enn er rætt um nýjan skatt á auglýsingar og skattar á hlutafé- lög verða hækkaðir. Póstur og sími hækkar, og sama gera sum tryggingagjöld. Þá er ekki talið ólíklegt að „bráðabirgðaskattar“ síðan í haust, á áfengi og tóbakl verði framlengdir, og til greina kemur einnig benzínhækkun“, segir Alþýðublaðið er það ræðir um dönsk efnahagsmál. Síðan kemst blaðið að orði á þessa leið: Hvað veldur? „Hvað veldur því að Danir þurfa að undirbúa slíkar ráðstaf- anir í veltiári, enda þótt vísitalan hafi þegar hækkað verulega í vetur? Hvað kemur Jafnaðar- mönnum, sem sitja í minnihluta- stjórn, til þess að leita samkomu- lags við hina flokkana um slíkar aðgerðir? Svarið er einfalt: Verðbólga. Islendingar eiga við sama vanda að stríða, og hér á landi hefur verið meiri eða minni verðbólga í 25 ár. En undanfarin misseri hefur verið vaxandi verðbólga í öllum nágrannalöndum okkar, að vísu ekki alveg eins ör og hér á landi, en þó hættulega mikil. Þessi verðbólga hefur haft mikil áhrif á hækkandi verðlag hér á landi, en hún hefur einnig hækk- að verð á útflutningsafurðum okkar, og þannig veitt íslenzku efnahagslífi nokkurn styrk til að þola sveiflur undangengina miss- era.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.