Morgunblaðið - 03.02.1965, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.02.1965, Qupperneq 14
14 MORGUNBLADI& Miðvikudagur 3. febrúat 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. REYNA AÐ ÞVÆLAST FYRIR fT" ommúnistar hafa tekið að® sér það hlutverk að reyna að þvælast fyrir þeim stór- virkjunum og stóriðjufram- kvæmdúm, sem íslendingar eru að hefja. Þeir eru eins og fyrri daginn andvígir öllu því, sem til framfara horfir, enda er það enn sem fyrr megin- stefnuskráratriði þeirra að spilla fyrir á öllum sviðum hins borgaralega þjóðfélags, því að þannig halda þeir að hægt sé að ryðja kommún- isma braut. Þetta vita raunar allir, og þessvegna eru það einmitt beztu meðmæli með sérhverju máli að kommúnist- ar snúist gegn því. Nú hafa kommúnistar hafið rógsherferð á hendur innlend- um og erlendum sérfræðing- um, sem rannsakað hafa virkj unaraðstæður við Búrfell, og ráðast hatramlega að stjórn- endum raforkumála hér á landi, sem þeir telja nánast afglapa. Fyrir þessari herferð stendur Magnús Kjartansson, ritstjóri kommúnistamálgagns ins, enda nýkominn úr náms- för í Kína, þar sem hann lagði sig fram um að kynnast bar- dagaaðferðum þess kommún- istaflokksins, sem harðsnún- astur er í heiminum. Hann segir að sérfræðing- arnir viti ekkert hvað þeir eru að gera, að þeir hafi lítið sem ekkert rannsakað ísskrið í Þjórsá og yfirleitt sé allur undirbúningur undir Þjórsár- virkjun lítill og lélegur. Á þann hátt á að reyna að villa um fyrir mönnum og stöðva stórframkvæmdirnar. Þessari rógsherferð svarar Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, óbeint í viðtali við Morgun- blaðið, sem birtist í gær. Rek- ur hann þar sögu hinna víð- tæku rannsókna, sem gerðar hafa verið í Þjórsá á þessu vandamáli og skýrir frá því hvernig það verði leyst. Raf- orkumálastjóri segir m.a.: „Að lokum var valin sú til- högun, sem nú er ráðgerð með mjög lágri stíflu og lokum í stíflunni allmiklu ofar í ánni en háa stíflan var fyrirhuguð. Verður þá ekki reynt að stöðva ísskrið í ánni, heldur því veitt framhjá inntaks- mannvirkjum niður eftir ánni, ög þannig er gengið frá stíflu- mannvirkjum að ísskrið ber- izt fram hjá án þess að stöðv- ast. Þessi framhjáveita eða skolun útheimtir visst vatns- magn, og er reiknað með því að draga verði stundum úr orkuvinnslu orkuversins þeg- ar ísskrið er sem mest, og er því í þessari virkjunaráætlun reiknað með allmiklum vara- stöðvum við Reykjavík, til þess að setja í gang þegar svona stendur á. í þessum varastöðvum er hugsað að nota gastúrbínur, sem nú eru mikið notaðar í varastöðvum erlendis. Smíði gastúrbínu- stöðva hefur farið geysilega fram síðustu tvo áratugina og stofnkostnaður slíkra vara- stöðva er mjög lágur, borið saman við aðrar gerðir af raf- stöðvum, Þær eru hinsvegar eldsneytisfrekar, og því dýrar í rekstri, og einungis fallnar til þess að vera vara- og topp- stöðvar, með mjög stuttum rekstrartíma, en henta vel til slíkrar notkunar, sumpart vegna hins lága stofnkostnað- ar og sumpart vegna þess hve auðvelt er að stýra þeim sjálf- virkt og hve fljótar þær eru í gang“. Raforkumálastjóri rekur það síðan, að með þessum hætti og samstillingu stöðva á Suð- urlandi, verði komizt hjá því að ísrek í Þjórsá valdi rekstr- artruflunum, sem almennir rafmagnsnotendur verði varir við, og jafnframt verði kom- izt hjá öllum vandræðum í sambandi við rekstur alúminí- umverksmiðju. Hann getur þess einnig að ísmyndun sé ekki meiri í Þjórsá en ýmsum ám öðrum. Þannig ætti rógi kommún- istamálgagnsins um vísinda- mennina að vera fullsvarað. ÍSLENZKAR SKIPASMÍÐAR T gær birti Morgunblaðið * svör 6 manna við spurning- unni: Geta íslendingar orðið sér nógir um fiskiskipasmíði? Blaðið taldi tímabært að hefja umræður um þetta efni, þar sem mikill áhugi er nú á því að stórauka skipasmíðar innanlands, ög margir aðilar vinna að því að koma upp fullkominni aðstöðu til stál- skipasmíða. Ljóst er hve mikilvægur þessi atvinnuvegur gæti orð- ið, þegar það er hugleitt að á sl. ári létu íslendingar smíða fyrir sig skip erlendis fyrir um 400 milljónir króna, sem er að vísu langhæsta upphæð- in til þessa, en á þremur síð- astliðnum árum hafa saman- lagt verið keypt skip til lands ins fyrir um 750 milljónir króna. Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, segir m.a. í l\ly stjórn ■ fran FRÁ ÞVÍ hefur veriff skýrt í Eréttum, awj forsætisráðherra Irans, Hassan Aít Mansour, lézt sl. þriðjudag. Hafði hann nokkrum döguð áður orðið fyrir skotárás ungs trúar- ofstækismanns. Nýr maður var samstundis skipaður í embættið — er það Amir Abbas Hoveida, 45 ára fjár- málasérfræðingur o»g fjár- málaráðherra í fyrrverandi stjórn landsins — og lagði hann ráðherralista sinn fyrir íranskeisara, 10 klst. eftir lát fyrirrennara stns. í stjórn Hoveida eru 22 ráð- herrar, flestir þeir sömu og áður voru. Exnu breytingarn- Amir Abbas Hoveida ar eru þær, að Hassan Pakre- van, hershöfðingi, tekur við ewibætti upplýsingamálaráð- herra af Nosratullah Moeini- an, sem verið hefur sjúkur frá því í desember — og Javad Mansour, bróðir hins látna, verður innanríkisráðherx-a. Fyrrgreindur Pakrevan er einnig yfirmaður öryggismála. Hoveida lýsti því yfir þegar í upphafi, að hann ag stjórn hans myndu fylgja fast eftir stefnu Mansours. Hann er tal- inn hlynntur Vesturveldunum — þó ekki jafn hlynntur þeim og fyrirrennari hans. Hoveida var um langt árabil starfandi í utanríkisþjónustunni en hefur að undanförnu verið einn af framkvæmdastjórum NationaX Iranian Oil Comp- any. Hassan Ali Mansour varð fyrir skotárásinni fyrir utan þinghúsið í Teheran, Árásar- maðurinn 21 árs stúdent, Mohammed Buharai að nafni og þeir, sem voru í vitorði með honum, segjast hafa framið verknaðinn af trúarástæðum. Mansour lá lengi í fimm sólarhringa milli heims og helju, áður en hann lézt. Höfðu þrír bandarís'kir og tveir brezkir sérfræðingar stundað hann — og var það von þeirra sl. mánudag, er gerð hafði verið á honum ný skurðaðgerð, að hann myndi lifa af. En á þriðjudagsmorg- un versnaði honum skyndi- lega. Ifassan Ali Mansour Mansour var yngsti for- sætisráðherrann í sögu írans, tók við 7 marz sl. af Assa- dolláh Alem. Hann stofnaði stjórnmálaflokkinn „New Iran Party“ árið 1963, og var mjög í mun að framfylgja fyrirættunum íranskeisara urn margháttaðar umbætur, þar á meðal skiptingu jarð- eiigna, þjóðnýtingu ýmissa einkafyrirtækja og aúkin rétt- indi kvenna. Fyrirætlanir þessar hafa hinsvegar mætt harðri andstöðu ýmissa trúar- leiðtoga Múhameðstrúar- manna. Butler oðloður London, 1. febrúar. (NTB) RICHARD A. BUTLER, fyrr- um utanríkisráðherra Bret- lands, hefur verið aðlaður og mun bera aðalstign sína ævi- langt, að því er tilkynnt var í London á sunnudag. Jafn- framt var skýrt frá því að Butler, sem er 62 ára, taki við embætti sem rektor Trinity College við Cam- bridge háskóla. Samkvæmt þessu virðist Butl- er, einn af fremstu stjórnmála- mönnum íhaldsflokksins, ætla að leggja stjórnmálin á hilluna fyr- ir fullt og allt. Eftir að hann er orðinn aðalsmaður, getur hann ekki lengur átt sæti I Neðri málstofu brezka þingsins, og verða þvi að fara fram auka- kosningar í kjördæmi hans, Saffron Walden, sem hann hefur verið þingmaður fyrir frá ár- inu 1929. Butler hefur gegnt margvis- legum embættum, og tvisvar ver- ið talinn einna líklegastur til að taka við embætti forsætisráð- herra. Það var 1959, þegar Ant- hony Eden lét af embættinu og Macmillan tók við, og 1963 þegar sir Alec Douglas-Home tók við af Macmillan. Auk þess hefur Butler gegnt embættum mennta málaráðherra, verkamálaráð- herra, fjármálaráðherra, innan- ríkisráðherra og utanríkisráð- herra. Eftir fall íhaldsflokksins við kosningarnar sl. haust hefur Butler farið með utanríkismál í „skuggaráðuneyti“ flokksins. — Ekki er vitað hver tekur við af honum, en talið sennilegt að sir Alec muni annast þau mál fyrst um sinn. svari sínu við spurningu Morgunblaðsins: „Ég efast ekki um að svo geti orðið, enda þó að til þess þurfi að ætla töluverðan tíma. Hitt er svo annað mál, hversu eftirsóknarvert það er að við keppum að því að byggja al- gjörlega sjálfir okkar fiski- skip. Ég gæti búist við því að hagkvæmt muni reynast að hafa jafnan eðlilega snertingu og viðskipti við umheiminn í þessum efnum. En þá mætti jafnframt stefna að því að ger ast samkeppnishæfir á hinum erlenda markaði og smíða fiskiskip fyrir aðrar þjóðir“. Síðan getur ráðherann þess að á sl. ári hafi verið unnið að því að tilhlutun iðnaðarmála- ráðuneytisins og sjávarútvegs málaráðuneytisins að safna gögnum um ráðagerðir á sviði skipabygginga og ríkis- stjórnin hafi gefið yfirlýsingu um að hún teldi þetta mál með veigamestu verkefnum. sem bæri að framkvæma á næstunni. Málið hefði nú ver- ið undirbúið og kæmi til af- greiðslu í sambandi við fram- kvæmdaáætlun ársins 1965, sem fyrir dyrum stendur. Yfirleitt telja þeir, sem spurðir eru, sjálfsagt að stór- auka skipasmíði innanlands, og fyrirgreiðsla ríkisvaldsins mun leiða til þess að þessi at- vinnuvegur verði mjög efldur á næstu árum. Heppilegast er auðvitað að uppbygging skipaflotans og endurnýjun sé sem jöfnust, enda verður rekstrarafkoma skipasmíðastöðva þá bezt. Ec ekki ólíklegt að við þurfum árlega að byggja skip fyrir um 200 milljónir króna, og það ætti að geta tekizt innan mjög margra ára, úr því að málin eru nú tekin föstum tökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.