Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 2
? MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10 iriárz' 1965 Reykj avíku rlögregla n kom upp um smygl í Lagarfossi EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, fann lögregian í Reykjavík nokkurt magn af smygli í tveim- ur fólksbílum seint í fyrrakvöld. Varð Jsað með þeim hætti, að lögreglumönnum þótti biíunum of geyst ekið og stöðvuðu þeir þá af þeim sökum. Sáu þeir þá tölu- vert magn af smyglvarningi í bíl- unum báðum. Þar sem bílarnir höfðu verið að koma frá m.s. Hínve v2Bir Lagarfossi, gerði tollgæzlan ítar-| lega leit í skipinu með þeim ár- angri, að taisvert magn af smygl- varningi fannst þar. í bílum þeim, sem lögreglan stöðvaði í fyrrakvöld, fundust 5 kassar af bjór, 7 flöskur af áfengi, nokkrir stórir og fyrirferðamiklir gólfvasar. Eigandi þess varnings reynaist vera skipverji a Lagar- fossi. Var því hafin leit í skipinu í fyrrinótt og fundust þá 65 flöskur af áfengi og 10 þúsund vindlingar. Ekki fannst það þó hjá eiganda þess varnings, sem í bílnum var. Leitinni í Lagarfossi var haldið áfram í gær, org er málið enn í rannsókn. LoðfeScSur hf. stofnað norður á Sauðárkróki sprsngja 1 Tókíó, 9. marz, NTB • Fregnir frá Panmunjom í Kóreu herma, að Kínverjar muni sprengja kjarnorkusprengju ein- hverntíma á tímabilinu 10—20. marz. Fylgir fregninni, að til- raunin verði gerð í lofti, að þessu sinni. Fyrsta kjarnorkutilraun Kínverja var gerð niðri við jörð. SAUÐÁRKRÓKI, 9. marz. — H. 8. marz sl. var stofnað á Sauð- árkróki hlutafélag um loðdýra- rækt. Nafn félagsins er Loðfeld- ur hf. Að stofnun þessari stóð fjölmennur hópur áhugamanna um þessi mál. Tilgangur félags- ins er að hefja loðdýrarækt í allstórum stíl, þegar tilskilin leyfi eru fengin og stefnt er að því að hefja undirbúningsfram- kvæmdir á þessu ári. I stjórn félagsins voru kjörnir Adolf Björnsson, rafveitustjóri, formaður, og aðrir í stjórn: Stef- án Guðmundsson, framkvæmda- stjóri, Steinn Steinsson, dýra- læknir, Egill Bjarnason, ráðu- nautur, og Stefán Ólafur Stefáns son, póstmeistari. — jón. Danspörin sem tóku þátt i Norðurlandakeppninni í Kaupmanna- höfn. Verziunarfíl fær 6,6% launahækkun auk 3,05*70 samkvæmt vísitöluákvæðum VBRZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavikur hélt almennan fé- lagsfund í Hótel Sögu s.l. mánu- dagskvöld. Var þar staðfest sam- komulag sem samninganefnd félagsins hafði gert við vinnu- veitendur þann 1. marz s.l. Samkvæmt samkomulaginu hækka allir dagvinnutaxtar fé- lagsins um 6,6% frá 1. des 1964. Er það samsvarandi hækkun og opinberir starfsmenn fengu með samningi við fjármálaráðherra þann 28. jan. s.l. sem byggðist á júnisamkomulaginu. Auk þess hækkar allt kaup um 3,05% frá 1. marz sJ. samkv. vísitöluákvæðum. Eftirvinnuálag verður 50% í stað 60% en nætur- og helgidaga- taxtar verða óbreyttir. Lágmark orlofs hækkar úr 18 dögum í 21 og eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki fær starfs- maður 3 daga að auki og eftir 15 ára starf hjá sama fyrirtæki 6 Fúátmæli gegn mnlbiki á Kellavikurvegi VINNUVEITENDAFÉLAG Suð- urnesja hélt fund þann 6. marz sl. Meðal annars voru þar teknar til umræðu framkomnar hug- myndir um að hætta við að steypa Keflavíkurveginn og taka upp malbikun. I því tilefni var samþykkt eft irfarandi tillaga: „Aimennur fundur í Vinnuveit endafélagi Suðurnesja, haldinn 6. marz 1965 mótmælir því að sá htuti vegarins frá Hafnarfirði til Keflavíkur sem er enn ófullgerð ur, verði malbikaður. Hinsvegar telur félagið rétt, ef ekki er fáan legt nægjanlegt fé til að steypa veginn á þessu ári, verði vegur- inn steyptur í áföngum á næstu 2 til 3 árum“. Tillaga þessi var einróma sam- þykkt og verður send til réttra aðila um áformaða breytingu á gerð vegarins. / daga að auki. Þá staðfesti fundurinn sam- komulag um heimild til frávika frá ákvæðum kjarasamnings fé- lagsins um afgreiðslutíma verzl- ana. Samkomulagið gerir ráð fyrir að matvöruverzlanir hafi opið til kl. 21 mánudag til föstudags til skiptist, eina viku í senn hver verzlun. Það fólk sem vinnur á kvöldin mætir ekki til vinnu fyrr en kl. 13,00, þannig að vinnutíminn lengist ekki. Auk þess fær hver afgreiðslumaður, sem unnið hef- ur eina viku á kvöldin frá mánud. til föstudags, einn fridag sem bætist við sumarfríið. Þær verzlanir, sem taka þátt í skiptiverzlun" hafi ekki önnur frávik frá ákvæðum kjarasamn- ings féla.gsins um afgreiðslutíma verzlana, en þetta samkomulag heimilar. Samkomulag þetta gildir til 1. des. 1965 og skal á gildistímanum unnið að endurskoðun afgreiðslu- tíma verzlana í Reykjavík, m.a. með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fæst á gildistímanum. Skilyrði samningsaðila fyrir því að samkomulag þetta komi til framkvæmda, er, að borgar- stjórn Reykjavikurborgar aftur' kalli þau leyfi, sem veitt hafa verið samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða við samþykkt um afigreiðslutíma verzlana í Reykja- vík o.fl., sem heimila ákveðnum verzlunum að hafa opið til kl. 22 öll kvöld vikunnar. Entfiit móttaka í sendiráðinti Eftirfarandi tilkynning barst Mbl. frá sendiráði Dana í gær: Vegna fráfalls hennar hátingar Louise drottningar Svíþjóðar, hefur verið fyrirskipuð hirðsong í Danmörku. Þess vegna verður engin móttaka hjá ambassador Danmerkur og frú Bjarne Paulson á afmælisdegi hans hátignar Frederiks IX Danakonungs þann 11. maiz. _ Eiölbreytt barnaskemmtun Hringsins á snnnudag NÆSTKOMANDI laugardag, þann 13. marz, efnir Kvenfélágið Hringurinn til hinnar áriegu barnaskemmtunar í Háskólabíó til ágóða fyrir barnaspítalasjóð- inn. Skemmtun þessi er liður í hinni árlegu fjáröflun félagsins. Það skal tekið fram að skemmt- unin verður aðeins þetta eina sinn. Mjög hefur verið vandað til skemmtiatriða, og hafa lista- menn þeir og áðrir, sem leitað hefur verið til, tekið beiðní fé- lagskvenna um aðstoð með ein- stökúm velvilja. Kann félagið þeim öllum miklar þakkir. Nú er það von óg ósk félags- kvenna að sem flestir styrki barnaspítalasjóðinn, með því að sækja þessa skemmtun Hringsins, ásamt börnum sínum, því hér Hestomaður slasast d flkureyri AKUREYRI, 9. amrz. — Maður féll af hestbaki á laugardaginn hér fyrir innan bæinn og slasað- ist nokkuð. Nokkrir hestamenn héðan af Akureyri voru þar að viðra hesta sína, þeirra á meðal Víglundur Arnljótsson, Lækjar- götu 6. Er þeir voru Staddir skammt sunnan við býlið Litla- Garð, fældist hestur Viglundar skyndilega og tók rokið þvert yfir veginn og suður með honum að austan. Víglundur datt fljótlegá af baki, en mun hafa haft handlegg inn í lykkju á taumnum, sem hann losnaði ekki úr fyrr en hesturinn hafði dregið hann með sér og á eftir sér hér um bil 50 m vegalengd. Hlaut Víglundur við þetta nokkur meiðsli, m.a. brotnuðu báðar pipur í fram- handlegg. Auk þess skrámaðist hann mikið og marðist, sérstak- lega á höfði. Var hann fluttur í sjúkrahús, þar sem hann liggur enn. — Sv. P. Vínleit AKUREYRI, 9. marz — Lög- reglan gerði húsleit að víni nú um helgina á einkaheimili einu hér í bæ, þar sem sterkur grun- ur lék á því að þar vaeri stunduð leynivinsala. Leitin mun ein- hvern árangur hafa borið og er málið í rannsókn hjá bæjarfóg- etaembaettinu — Sv. F. VÍÐÁTTUMIKIL lægð yfir hafinu suðvestur af íslandi þokast hægt norður eftir og veldur SA-átt með 5—7 stiga hita sunnan lands, en hægri S-átt og 2 stiga hita fyrir norðan. Á hafinu beint suður af íslandi er rakin S-átt með 10 stiga hita. Veðrið Tcl. 22 I gærkvöldi: Suðvesturland til Vestfjarða og miðin: SA-kaldi, stinnings- kaldi á miðunum, þokuloft og dálítil rigning. Norðurland til Austfjarða og miðin: S-gola, bjartviðri og þítt, Austurland og miðin: Sa-kaldi eða stinn- ingskaldi, þokuloft og dálítil rigning. Veðurhorfur á fimmtudag: A eða SA-átt og þíðviðri, dá- lítil rigning eða súld sunnan- lands oig bjartviðri norðan- lands. verður eins og áður boðið upp á mörg fjölbreytt og vönduð Skemmtiatriði, ér jafnt ungir sem gamlir munu geta notið. Stjórnandi og kynnir á þeSsari barnaskemmtun Hringsins verð- ur Steindór Hjörleifssoh leikari, en hann er að góðu kunnur úri barnatímum útvarpsms. Af öðr- um skemmtiatriðum má nefna'i danshljómsveit Svavars Gests, Omar Ragnarsson,- danssýning,: m.a. unglingar þeir, er tóku þátt í danskeppni Norðurlanda í Kaupmannahöfn á dögunum, en þeir eru sem kunnugt er úr dans-i j skóla Hermanns Ragnars Stefáns- sonar. Ennfremur Savannatríóið. nýr gamanvísnasöngvari Albert Rútsson, Helga Valtýrsdóttir lea sögu og að ógleymdum Tónum. Magnús Pétursson mun annast undirleik fyrir dansinum og öðr- um skemmtiatriðum. Þessi fjöibreytta barnaskemmt- un Hrinigsins verður, sem fyrr segir i Háskólabíó á laugrardag- inn kemur kl. 15, og verða að- göngumiðar á kr. 50,00 seldir 1 Háskólabíó, Grensáskjöri, Heima- kjöri og Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Vesturveri, á fimmtu- daig, föstudag og laugardag. Aðaifundur Félags sjón- varpsáhuga- maima í KVÖLD verður haldinn aðal fundur Félags sjónvarpsáhuga- manna. Verður fundurinn hald- inn í Sigtúni og hefst kl. 8:30 síðdegis. Dagskrá vei'ðar samkvæmt félagslögum. Á> fundinum mun menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, mæta og svara fyrir- spurnum um gang sjónvarpsmála hér á landi. Auk félagsmanna er áhuga- mönnum um sjónvarpsmál, sem gerast vilja félagar og stuðla þar með að eflingu íslenzks sjón- varps, heimilt að sitja fundinn, Greiðsla árgjalda og inntöku- gjalda fer fram í fundarbyrjun svo og afihending félagsskírteina. (Fréttatilkynning frá Félagi) Sj ón varpsáhugamanna ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.