Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 24
24 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 10. marz 1965 Victoria Holt Höfðingjasetrið Kim og Mellyora gerðu sitt bezta til að hugga mig. Davíð Killigrew, sem hafði skrifað mér eftir að lík Johnnys fannst, kom nú í heimsókn til mín og ég varð fegin að hitta hann og var eins góð og vingjarnleg við hann og ég gat. Af því að ég elskaði ann- an mann, gat ég ekki annað en vorkennt honum þessa þolin- móðu en árangurslausu ást á mér. Og ég fékk annars góða hugg- un um þessar mundir, því að nú var ég orðin sannfærð um, að Kim elskaði mig. En hélt, að hann væri bara að bíða þangað til ég hefði jafnað mig af þessu áfalli, sem ég hafði orðið fyrir þegar lík Johnnys fannst og amma dó, en þá mundi hann tala við mig. Haustið var komið og þokan kom utan af sjónum, daginn, sem ég fór í kofann hennar ömmu. Mig langaði ekkert að fara þang að. Ef ég hefði ekki verið búin að lofa henni að hirða þar kamb- inn og höfuðdúkinn, held. ég ekki, að ég hefði komið nærri honum. Svo margar endurminn- ingar geymdi hann. Kofinn var nokkuð utan við þorpið og því all-afskekktur. Kannski var það kyrrðin og þokan, kannski er- indi mitt, sem olli þessu, en allt í einu var ég gripin einhverri ógleði, einhverri meðvitund um, að ég væri þarna ekki ein á ferð, að einhver væri að horfa á mig úr lítilli fjarlægð.. . . í fjandsam- legum tilgangi. Ég fékk ákafan hjartslátt. Er nokkur þarna? kallaði ég. Ég hlustaði. I>að var dauða- þögn allt í kring um mig. Ég var hrædd — ekki við neitt illt,- heldur bara við eigin endurminn ingar. Ég flýtti mér inn í kofann og vegna hræðslunnar, sem áður hafði gripið mig, skaut ég slag- brandinum fyrir. Ég tók kamb- inn og höfuðdúkinn úr skápnum og stóð svo kyrr upp við hurðina og horfði á þessa leirveggi, sem ég þekkti svo vel. Tárin voru alveg að blinda mig. Ég hefði ekki átt að koma þarna svona fljótt. Ég ætlaði að reyna að koma vit inu fyrir mig. Eg hafði aldrei getað þolað viðkvæmni og nú var ég sjálf farin að vola. Var þetta stúlkan, sem hafði borizt úr kof- anum og inn á höfðingjasetrið. Var þetta stúlkan, sem hafði haft af Mellyoru manninn, sem hún elskaði. En ég var ekki að gráta ann- arra vegna. Heldur sjálfrar mín vegna. Eg fór inn í geymsluna og fann uppskriftina að hármeðalinu, sem amma vildi að ég fengi. Ég stakk henni í töskuna mína og sneri inn í stofuna, en um leið sá ég, að einhver var að reyna á lásinn . . varlega. Ég stóð kyrr, stirðnuð af hræðslu. Ef sá sem úti væri hefði ekkert illt í huga, hversvegna barði hann þá ekki að dyrum? Hversvegna að vera að læðast inn? 36 Ég beið. Ekkert gerðist frekar, en svo allt í einu bar skugga á gluggann. Sá, sem hafði verið að reyna við hurðina stóð þarna og var að horfa inn. Ég hreyfði mig ekki. Ég var dauðskelfd. Mér datt það ekki í hug að fara út að glugganum til að sjá, hver_ þetta væri, eða kalla á hann. Ég hnipraði mig bara í skugganum þangað til aft- ur varð bjart inni og ég vissi, að komumaður var farinn. Samt hreyfði ég mig ekki. Ég kreppti hendurnar um kambinn og höfuðdúkinn, rétt eins og þetta væru einhverjir verndar- gripir. Hver gat hafa elt mig hingað? spurði ég sjálfa mig. Hver gat viljað gera mér mein? Mellyora, fyrir að spilla lífi hennar? Eins og Mellyora færi að gera nokkrum mein? Johnny? Af því að hann hafði gifzt mér, án þess að nauðsyn bæri til? Hetty? Ég var hrædd við drauga! Bull og vitleysa! Ég opnaði dyrnar og gekk út. Enginn sást neinstað ar. Ég kallaði: — Er einhver þarna? Vill einhver tala við mig? Ekkert svar. Ég flýtti mér að læsa og gekk aftur út í runninn og ú.t á veginn. Ég var ekki örugg um mig fyrr en ég sá heim að Ekkju- húsinu. Þegar ég gekk yfir gras- blettinn, sá ég, að það var eldur í setustofunni og að Kim hafði komið í heimsókn. Mellyora og Carlyon voru hjá honum. Þau voru í fjörugum samræðum. Ég barði á gluggann og þau litu öll í áttina til mín, með ánægjusvip. Þegar ég var setzt hjá þeim, gat ég fullvissað sjálfa mig um, að þetta óhugnanlega atvik í kofanum hefði verið ímyndun ein. 9. kafli. Vikurnar eftir lát ömmu voru lengi að líða. Hjá mér var þetta rólegur tími. Enda þótt öll hugs- un min og draumar snerust nú um Kim, gerði ég mér að góðu að vera þolinmóð og bíða þang- að til mér fyndist, að rétta stund- in væri komin fyrir hann að tjá mér ást sína og biðja mig að verða konan sín. En á þessum tíma hændi hann Carlyon að sér og lét hann ganga út og inn í Klaustrinu. f raun- inni var þetta eins og við hefð- um aldrei flutt þaðan, svo mikið vorum við þar öll. Við vorum saman öllum stundum, Kim Mellyora og ég. En svo einn daginn kom til mín orðsending frá Kim: Kerensa mín góð! Ég þarf að tala dálítið við þig. Ég hef lengi ætlað mér að segja það, en eins og á stóð, datt mér í hug, að þú mundir ekki vera tilbúin að ákveða þig. Ef það er ofsnemmt, verðurðu að fyr- irgefa mér, og við getum gleymt því fyrst um sinn. Hvar getum við bezt talað sam an? Hér í Klaustrinu, eða vild irðu heldur, að ég kæmi yfir í Ekkjuhúsið? Þinn einlægur Kim. Ég lék á als oddi. Nú er það komið! sagði ég -við sjálfa mig. Stundin er komin. Og ég vissi með sjálfri mér, að enn hafði ekkert gerzt í lífi mínu jafn mikilvægt. Ég ákvað, að ég skyldi tala við hann í Klaustr- inu — á staðnum, sem var svo mjög tengdur forlögum mínum. Ég sendi honum boð, að ég skyldi koma í Klaustrið klukk- an þrjú um daginn. Svo fór ég inn í herbergið mitt og virti fyrir mér spegilmynd mína. Augun ljómuðu og það var ofurlítill roði í kinnunum, sem fór mér vel. Það var verst, að ég skyldi vera í sorgarbúningi, hugsaði ég. Það var leiðinlegt að láta biðja sín sorgarklæddrar. Ég ákvað að vera heldur í fjólu bláa kjólnum mínum. Hann gat verið hálfsorgarbúningur og eng inn mundi taka sérstaklega eftir því. Ég ætlaði að ganga yfir gras- flötina frá Ekkjuhúsinu til Klaustursins, framhjá Meyjunum Sex og gömlu námunni Það var satt, sem amma sagði: ég hafði lært lexíuna mína. Að vera ástfangin var sjálfur til- gangur tilverunnar. Og ég var ástfangin — en ekki af húsi í þetta sinn, heldur af manni. Ef Kim * beiddi mig að fara með sér til Ástralíu, mundi ég gera það — fúslega- En það var engin ástæða til að vera að hugsa um það. Lífið var að bjóða mér það fullkomn- asta, þar sem var bæði Kim og húsið. Loksins var kominn tími til að fara. Ég fór yfir flötina, þar sem Meyjarnar Sex stóðu, og stanzaði andartak inni í steina hringnum. En það var sú, sem vantaði — sú sjöunda — sem mér datt í hug; veslings nunnan, sem hafði verið múruð inni, í refsing- ar skyni fyrir syndir hennar. Ég mundi eftir deginum, fyrir öllum þessum mörgu árum, þegar ég fór inn í holið í múrn- um, þar sem bein nunnunnar höfðu fundizt, og Reuben Penga ster hafði fundið þau. Við höfð- um öll verið þarna saman söfn- uð þennan dag. Þetta hafði ver- ið rétt eins og upphafið að ein- hverjum sjónleik, þar sem allir leikararnir voru komnir inn á sviðið. Sumir leikararnir höfðu orðið fyrir sorg, en aðrir höfðu höndlað hamingjuna. Einn var veslings Johnny, sem hafði hlotið dauðann af manna- völdum, Justin, sem hafði farið í útlegð, Mellyora, sem örlögin höfðu leikið grátt, af því að hún hafði ekki verið nógu hraust til að berjast fyrir því, sem hún þráði . . . og svo Kerensa og Kim, sem áttu að láta söguna enda vel. Þegar ég kom í Klaustrið, var mér vísað inn í bókastofuna. Kim kom á móti mér, þegar ég kom inn og ég gat alveg séð, hvað hann var spenntur. — Ég hef velt þessu mikið fyr- ir mér, "fCerensa, og ef ég er' of fljótur á mér, eftir sorgina, sem þú hefur orðið fyrir, bið ég þig að fyrirgefa mér. — Það kemur ekki að sök, Kim, segðu bara það sem þú ætl- ar að segja. Hann hikaði ofurlítið enn, en hélt svo áfram: — Ég vissi mikið um þennan stað og sögu hans. Þú veizt, að ég var hér mikið á skólaárum mínum. Og mig lang- aði mikið til að eiga eignina. Ég tek þetta fram, af því að ég vil að þú vitir, að mér er vel kunn- ugt núverandi stand hennar. Svona eign fer fljótt að hraka, ef ekki er vel séð um hana. Og það hefur ekki verið gert nú lengi undanfarið. Hún krefst fjár og mikillar vinnu — og ég gæti lagt fram hvorttveggja. Ég hef fé til þess, en mestu varðar þó, að mér þykir vænt um eignina. Skilurðu mig, Kerensa? — Fullkomlega. Ég hef orðiS alls þessa vör. Klaustrið þarfn- ast manns — sterks manns — sem skilur það og þykir'vænt um það og er reiðubúin að eyða tíma í það. — Og sá maður er ég, sagði Kim. — Ég get bjargað Klaustr- inu, Kerensa. Ég vil kaupa það. Ég veit, að lögfræðingar þurfa að fjalla um þetta og ég veit ekki nákvæmlega, hvernig Just- in stendur að málinu, en ég vildi bara tala við þig fyrst, af því að þér þykir vænt um húsið og vildir sízt af öllu láta það drabb- ast niður. Ég vil fá þitt leyfi til að hefja samninga. Hvað finnst þér um þetta, Kerensa? Hvað mér fannst? Ég hafði komið tii að hlusta á bónorð, en svo þurfti ég að hlusta á við- skiptamál í staðinn! Ég svaraði dræmt: — Ég hafði verið að vona, að eignin gengin með tíð og tíma til Carlyons. Og hann erfir titilinn, ef Justin gift ist ekki og eignast son — og það er orðið heldur ólíklegt. Þetta kemur dálítið óvænt. Kim tók í höndina á mér og hjartað í mér hoppaði af nýrri von. Hann sagði: — Ég er bjáni og kann ekki að haga orðum mín um. Ég hefði átt að vekja máls á þessu öðruvísi — ekki buna því svona út' úr mér. . Ég er með alsskonar fyrirætlanir. Það er ekki hægt að segja frá þeim öll- um strax. C arðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð og víðar. Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi em Sími 22-4-80 Uthlíð Skúlagata KALLI KUREKI —X—■ Teiknari: J. MORA „Hami sá mig ekki þegar ég fór hér á bak við.“ — „Hvaðan ætlar hann að skjóta, úr næsta héraði eða hvað?“ „Hvað ætlarðu að hafa færið langt?“ „Svona 50 skref.“ — „Ég sný bakinu að skotmarkinu þangað til þú gefur merkið. lögreglustjóri. Ég er að vísu farinn að ryðga svolítið í skotlistinni. Strákurinn hefur aldrei séð snjaUar skyttur í essinu síntu“ , -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.