Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. marz 1965 Gerð hins nýja Vesturlandsvegar aðkallandi fyrir Mosfellssveit Rætt við Matthías Sveinssan um ýmis máSefni sveitarinnar ÞEIR er lagt hafa leið sína um Mosfellssveit nýlega, nán- ar tiltekið um svæðið í kring- um Brúariand, hafa eflaust veitt því athygli að þar er um miklar byggingarframkvæmd ir að ræða. Við Lágafell má. framkvæmdarmálum hrepps- ins. Hann tjáði okkur að sam- kvæmt skipulagi á Hlíðatúni, en svo nefnist hverfi það er stendur við Lágafell, væri að- eins eftir að byggja þar tvö því loknu yrði lóðunum út- hlutað. Að því spurður hvað mörg íbúðarhús væru nú í smíðum í hreppnum, svaraði Matthías því til, að þau væru eitthvað í kringum 30 að tölu, og þar á meðal væri læknis- bústaður, er fjórir hreppar, Mosfells-, Kjalarness-, Kjós- ar- og Þingvallahreppur, stæðu saman um að byggja. Hingað til hefði læknirinn Þessi nýbyggðu hús eru fyrsti vísirinn að þorpinu, er koma skal á svæðinu í kringum Markholt. t.d. sjá fimm hú&asamstæður í smíðum og þegar nær dreg- ur að Hlégarði, félagsheimili þeirra Mosfellinga, rekur mað ur augun í þyrpingu af til- tölulega nýbyggðum húsum skammt fyrir neðan veginn. Þar sem okkur þótti fýsi- legt að forvitnast um þessar framkvæmdir, knúðum við dyra á skrifstofu sveitar- stjóra, sem er til húsa í fé- lagsheimilinu og hittum þar að máli sveitarstjórann, Matthías Sveinsson, og báð'- um hann að segja okkur frá því helzta er á döfinni væri í hús og yrðu þau í svipuðum stíl og hin fimm, er nú væru þar í smíðum. Aftur á móti kvað hann hreppinn hafa tryggt sér allt það land er kennt væri við nýbýlið Mark- holt og stæði skammt norð- vestan við Hlégarð. Væri þetta landsvæði um 30 hekt- arar að stærð og þar bjóst Matthías við að upp myndi rísa þorp í náinni framtíð, og væri þegar orðin geysileg eftirspurn um lóðir undir íbúðarhús á þeim stað. Nú væri meiningin að láta skipu- leggja þettta hverfi, en að haft aðstöðu í félagsheimilinu, en hún væri mjög ófullkomin og ýmsum anmörkum háð. Matthías gat einnig um byggingarframkvæmdir, sem þegar væri lokið við eða að mestu leyti, svo sem skóla- bygging og sundlaugabygging, er hann kvað Mosfellinga vera mjög stolta af ,en hún var vígð í júní í fyrra. Var hún opin alla daga sl. sumar, en í vetur ekki nema takmark aðan hluta vikunnar. Þá hefð’i einnig verið byggð stór og mikil verksmiðja á Ála- fossi. Matthías kvað áfram- haldandi byggingu skóla- mannvirkja vera fyrirhugaða, eins og t.d. byggingu íþrótta- húss og heimavistar. Hann sagði, að mikil þörf væri nú á að virkja kalda vatnið en mikill skortur væri nú á neyzluvatni í þéttbýl- asta hluta Mosfellssveitar, sem er svæðið í kringum Brúarland. Hingað til hefði engin vatnsveita verið á veg- um sveitarfélagsins, en vegna hins vaxandi íbúafjölda, væri þörfin fyrir því mjög mikil. Hefði þessi skortur á neyzlu- vatni m.a. orsakað það, að íbú ar þessa svæðis hefðu orðið að nota hitaveituvatnið bæði til upphitunar og neyzlu en svo það yrði drykkjarhæft, þyrfti að sjálfsögðu að kæla það nið- ur og gæti það þó vart talizt drykkjarhæft. Matthías kvað hreppinn hafa mikinn áhuga á að fá úr þessum málum bætt og hefði hann þegar gert nokkrar tilraunir í þá átt. Hefðu verið fengnir sérmennt aðir menn til að annast rann- sóknir á þessu sviði og voru eftir þeirra tilsögn hafnar bor unarframkvæmdir í leit að köldu vatni í Óskotslandi, sem er skammt frá Hafravatni, og þar boraðar þrjár holur en ekki varð vatns vart. Hreppur inn hefði ekki í huga að gef- ast upp við svo búið, en fengið Jón Jónsson, jarðfræðing, til að gera nánari leit að vatni þarna á þessu svæði og væri nú beðið eftir úrskprði hans. Annars kvað Matthías áðal- áhugamál Mosfellinga vera, að fá nýja Vesturlandsveginn er ráðgerður væri í skipulagi Stór-Reykjavíkur, sem fyrst byggðan úr varanlegu efni, því geysilegt álag væri nú á gamla veginum en um hann færi öll umferð vestur, norð- ur og austur á land. Það hefði t.d. sést, að í umhleypinga- samri tíð eins og verið hefur undanfarið, yrði vegurinn all- ur mjög laus í sér og þyrfti þá að takmarka þunga þeirra bifreiða, er ættu þar leið um. Yrðu Reykvíkingar einnig fyrir barðinu á þessari þunga takmörkun, því mikill malar- flutningur og margskonar ann Matthías Sveinsson ar hráefnaflutningur, er not- aður væri til byggingafram- kvæmda í Reykjavík, svo sem fyllingarefni, færi um Mos- fellssveitarveginn en flutning ar þessir myndu að sjálfsögðu teppast í votviðrasamri tíð. Þá yrðu margir staðið á Vest- ur-, Norður-. og Austurlandi fyrir barðinu á þessari þunga- takmörkun á veginum, en eins og kunnugt væri, færi nú mikill hluti þungaflutnings fram á landi og myndi vöru- flutningur á þessa staði drag- ast eitthvað, þegar þannig stæði á. Þess vegna ættu þeir þingmenn er hér ættu hluh að máli að reyna að flýta fyrir lausn þessara mála, en slíkt væri að sjálfsögðu háð sám- þykki Alþingis. Matthías drap að lokum á starfsemi félagsheimilisins en það væri rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Einu sinni til tvisv- ar í viku héldu átthagafélögin þar þorrablót sín, allt frá því í janúar og fram á vor. Ann- an hluta ársins væri húsið leigt út fyrir dansleiki flest allar helgar en einnig færi starfsemi ýmissa félaga innan hreppsins þar fram og mætti því segja að það væri í notk- un alla daga ársins. Þá hefði félagsheimilið fest kaup á full kominni sýningarvél og væru nú kvikmyndasýningar þar þrisvar í viku. i ! i í íbúar Mosfellssveitar eru að vonum mjög stolltir yfir nýja skólahúsinu og sundlauginni. Hinn veglegi læknisbústaAur, sem verið er að reysa í Mos- fellssveit. Frá Búnaðarþingi: Landbúnaðarsýning í Reykjavík '66 I GÆR afgreiddi Búnaðarþing þrjár ályktanir um að hefja und- irbúning að uppsetningu land- búnaðarsýningar í Reykjavík 1966, um fóðurvörur og flutning á fóðurvörum, og um betri vara- hlutaþjónustu vegna búvéla. Fyrstnefnda tillagan er svo- hljóðandi: Búnaðariþing samlþykkir að fela stjórn Búnaðarfélags ís- lands að hefja undirbúning að því að hægt verði að hafa land- búnaðarsýningu í Reykjavík sum arið 1966. Og fylgir eftirfarandi greinargerð: Nú er langt komið byggingu sýningarhallarinnar í Reykjavík, sem Búnáðarfélag ís- lands er aðili að, svo af þeim sökum ætti að vera öruggt að landbúnaðarsýning gæti farið fram samkvæmt framansögðu. Þá er ákveðið, að iðnsýning fari fram 1966 og eru allar aðstæður til þess húsrúms vegna, að þessi sýning verði þarna samtímis auk þess sem það er mjög hagkvæmt af ýmsum öðrum ástæðum. Um iþetta gerði allsherjarnefnd eftirfarandi ályktun: Allsherjarnefnd mælir með samlþykkt ályktynar á þskj. nr, 50 með svofelldri viðbót: Jafnframt beinir þingið því til stjórnar Bf. ísl. að hún leiti til annarra stofnana og félagasairu taka landbúnaðarins um samstarf og þátttöku í sýningunni og að hið fyrsta verði ráðin fram- kvæmdarstjóri og skipuð sýning- arnefnd til að annast undirbún- ing og skipulag sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.