Morgunblaðið - 10.03.1965, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.03.1965, Qupperneq 28
Drengur í lífs- háska í klettum SIGLUFIRÐI, 9. marz. — ísjakar lóna hér fyrir utan og hefur fólk gengið út að svokölluðu Gati, sem er holan þar sem Strákaveg- urinn á að fara í gegn, og horft á ísinn. Eftir siðdegiskaffið ætlaði 15-16 ára drengur hér úr bænum, Guðlaugur Hilmarsson, að fá sér göngu þarna út eftir í yndælis veðri og hlýju. Gekk hann út fyrir Gat og fór heldur langt, því hann labbaði sig fastan, var kominn í sjálfheldu í klettum áð- ur en hann gætti að sér, en snjór er í klettunum og hált. Guðlaugur hafði vit á að hreyfa sig ekki, í von um að geta gert vart við sig. Það varð líka. Bátur sem var nýbúinn að leggja rauð- maganetin, var á heimleið og fór þarna hjá. Heyrði sjómaðurinn, Magnús Guðjónsson, fyrrv. skip- stjóri, einhver hróp, þó vélin væri í gangi. Þegar hann gætti Eggert með 70 tonn i roðri AFI,I Reykjavikurbátanna í fyrrinótt var ekki mikill, fór upp í 25 lestir. Nótabátarnir hófðu reyting, 12 bátar fengu 15—45 lestir, utan einn, Þor- steinn, sem kom með 70 lestir. En skipstjóri á honum er afla- klóin Eggert Gíslason, fyrrum skipstjóri á Víði og SigurpálL Hann landaði aflanum í Þor- lákshöfn. að, sá hann mann uppi í klettun- um sem veifaði til hans. Hann hélt í fyrstu að hann væri slas- aður þarna og gaf honum merki um að hann hefði séð hann. Síðan setti Magnús á fulla ferð í höfn. Þegar þangað kom gerði hann lögreglunni aðvart, Klukkan var 8 og komið myrk- ur, þegar lögreglan kallaði út hjálparsveitina, sem hélt á stað- inn og áður en klukkutími var liðinn hafði hún náð piltinum með hjálp kaðla. Margir vaskir drengir eru í liðinu og snarráðir. Guðlaugur hefur líklega verið búinn að sitja fastur í klettunum í 2 tima, þegar hjálpin barst. Honum varð ekki meint af. — Stgr. M.s. Barði siglir fánum prýdd ur inn á höfnina í Neskaupstaó.Ljosm. Jóhann Zoega. Skyggnilýsingar í Fríkirkjunni í fyrsta skipti, sem þær eru leyfðar I kirkju á íslandi SÁLARRANNSÓKNAFÉLAG fslands efnir til miðilsfundar í Fríkirkjunni i Reykjavík fimmtudaginn 25. þ.m., og býður þar félögum sínum og gestum þeirra upp á skyggnilýsingar. Er það tvímælalaust í fyrsta skipti, sem skyggnilýsingar eru leyfð- ar í kirkju í íslandi. Miðill verð ur Hafsteinn Björnsson. — Það er mjög algengt víða erlendis að miðilsfundir og skyggnilýsingar séu haldnar í kirkjum, sérstaklega í Bretlandi, sagði Ottó A. Michelsen, ritari Sálarrannsóknafélagsins, þegar Mbl. sneri sér til hans í gær. Hann sagði að forráðamenn Frí- kirkjunnar hefuð brugðizt mjög vel við óskum Sálarrannsókna- félagsins um að fá inni í kirkju þeirra fyrir samkomuna. Var meira en sjálfsagt að leyfa afnot að kirkjunni, og sýnir það sér- stakt frjálslyndi forráðamann- anna, sagði Ottó Michelsen. Sálarrannsóknafélagið stóð fyrir skyggnilýsingafundi í Sig- túni í fyrra fyrir yfirfullu húsi. Nú verða gefnir út aðgöngumið- ar, og hafa félagsmenn forkaups rétt að þeim fyrir sig og gesti sína. Verður seinna auglýst hve- nær afhending hefst. Ottó Michelsen benti á að það væri skoðun spíritista að þeir geti rennt styrkum stoðum und- ir kristna trú. Þetta hefði m.a. komið skýrt fram þegar sr. Har- aldur Nielsson predikaði hér í höfuðborginni og kirkjusókn var svo mikil að gestirnir rúmuðust ekki í kirkjunni og hlýddu á predikunina utandyra. En Ottó lagði ríka áherzlu á að forðast bæri að blanda saman trúar- brögðum og spíritisma. Spírit- ismi væri vísindi ekki trú. Nýr bátur til Neskaupstaðar Neskaupstað 6. marz. f gær kom nýr bátur hingað til Neskaupstaðar. Var það m.s. Barði NK 120, eign Síldarvinnsl- unnar h.f. hér í bæ. Barði er 264 lestir brúttó, smfðaður í Austur- þýzkalandi. Átti að afhenda Barða í desembermánuði, en sem kunnugt er var siglt á bátinn, er hann var í reynzluför á Sax- elíi. Skemmdist hann þá mikið og hefir verið til viðgerðar síðan. Báturinn er búinn öllum nýj- ustu tækjum og fer hann á veið- ar nú eftir helgina. Skipstjóri verður Sigurjón Valdimarsson — Ásgeir. Viðræður í Washington báru verulegan árangur Fjórir íslendingar fóru sem kunnugt er til Washington fyrir 12 dögum, til viðræðna um stór- virkjun við Búrfell, aluminium- verksmiðju og sölu á rafmagni frá hugsanlegri virkjun Þjórsá. Þrír þeirra komu heim í gær- morgun, þeir Jóhannes Nordal, bankastjóri, Eiríkur Briem, raf- magnsveitustjóri og Hjörtur Torfason, lögfræðingur, en fjórði fulltrúinn, Steingrímur Her- mannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs, er enn ókominn. Mbl. leitaði frétta af viðræð- unum hjá Jóhannesi Nordal. Hann sagði að íslenzku fulltrú- arnir hefðu átt rækilegar við- ræður við fulltrúa Alþjóðabank- ans og Suissealuminium í Wasíh- ington. Þessar viðærður hefðu borið verulegan árangur og sjón- armið aðilanna skýrzt betur en áður. Mundu þeir mjög bráðlega gefa ríkisstjórninni skýrslu um málið eins og það horfir nú við. Meira gæti hann ekki sagt í bili. 44 hestar fluttir út 44 íslen/.kir hestar voru fluttir með flugvél út til Sviss aðfaranótt þriðjudags. Sigurð ur Hannesson & Co og Sam- band íslenzkra samvinnufé- laga stóðu að útflutningi hest- anna, sem voru keyptir hing- að og þangað að. I ! Frakkar skjóta hér 2 eldflaugum í sumar Um 50 manna flokkur kemur Vík, 7.3. ’65. — HINGAÐ komu í gær M. Renou franskur tækni- fræðingur og Sigurður Júlíusson starfsmaður við franska sendi- ráðið í Reykjavík. Þeir fara héð- an á morgun, en í dag hafa þeir rætt hér við ýmsa aðila og kann. að aðstæður í sambandi við vænt anieg eldflaugaskot Frakka á Is- landi í sumar. Þeir M. Renou og Sigurður voru fyrst og fremst að sjá út hentuga staði fyrir skot- I Fiskflutningar SH með Eimskip HF. Eimskipaféiag íslands og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna tilkynntu í gær, að samn ingar hefðu tekizt milli þess- ara tveggja félaga um að Hf. Eimskipafélag Islands taki að sér alla frystivöruflutninga fyrir Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna á tímabilinu frá 1. apríl 1965 til 1. apríl 1966. pallana í sumar, en endanleg staðsetning þeirra hefur ekki ver ið látin uppi ennþá. M. Lefevre undirbjó franska visindaleiðangurinn í fyrra eins og kunnugt er, en hann kemur ekki núna, hins vegar tekur M. Renou við starfi hans. Franskj leiðangurinn, sem mun skjóta eldflaugum af Suðurlandi í sumar, er væntanlegur til lands ins þann 24. júlí og mun verða hér fram yfir miðjan september. Leiðangursmenn verða þá 10 fleiri en í fyrra eða alls um 50 menn. 10—15 þessara manna verða þeir sömu og í fyrra, en hitt verða aðrir menn. Sjálfir vísindamennirnir verða þeir sömu og í fyrra. 1 sumar ráðgera Frakkarnir að skjóta á loft tveimur eldflaug- um af sömu gerð og áður, en eid- flaugatrjónurnar verða nú að nokkru leyti útbúnar öðrum vís. indatækjum en þá. Efni og tæki, sem nota á í sum ar, ca. 100 tonn, kemur að mestu leyti með skipi, en auk þess koma svo þrjár franskar fiug- véiar með öll 'hin viðkvæmari vís indatækj þeirra leiðangursmanna. Flugvélaflutningurinn fer um Keflavíkurflugvöll til tollskoð- unar, en fiugvélarnar verða síð- an affermdar á Skógasandi, ef veðurskiiyrði leyfa. — FréttaritarL Forsetiim við útför drottn- ingar ÁKVEÐIÐ hefur verið, að for- seti íslands verði viðstaddur út- för Louise Svíadrottningar, sent fram fer laugardaginn 13. þ.m. Reykjavík, 9. marz 1965. (Fréttatilkynning frá skrifstofu forseta íslands). Góður þorskafli við Labrador TOGARINN Narfi stundar nú veiðar við Labrador, ásamt ensk um og þýzkum frystiskipum. Afli hefur verið svo mikiil að Enn meðvit- undarlaus AKUREYRI, 9. marz. — Árni Bjarnason, 71 árs, sem varð fyrir bil aðfaranótt laugardags, hafði ekki enn komið til meðvitundar siðdegis í dag. — Sv. P. Kuldakastið stöðvoði póðurinn Þegar nýafstaðið kuldakast kom, fóru margir að hafa á- hyggjur af gróðrinum, höfðu séð litla sprota gægjast út í görðum sínum. Mbl. spurði Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra bæjarins, hvernig hon- um litist á þetta. Hafliði sagði að í hJýjunni hefði gróðurinn verið rétt að byrja að fara af stað, en þá kom kuldakastið sem betur fer og stöðvaði það. Nú væri aítur farið að hlýna og von- andi að hlýviðriskaflinn yrði ekki of langux til að koma ekki gróðrinum til svona snemma, þegar næstum sé víst að kóini aftur. ekki hefur hafzt undan að vinrn hann og liggja skipin venjuiegí hálfan sólarhring við að komí aflanum í frystingu. Fiskurinn, sem er þorskur, ei fremup smár og því sein unnari Undir venjulegum kringumstæð um getur Narfi unnið 20—24 tonr á sólarhring. Er togarinn búmr að vera 5 sólarhringa við Labra- dor. Veðráttan á þessurn slóðum he ur verið góð og því notasf vei a veiðunum. Minníngobók nm Svín- drottningu MINNINGABÓK um Louise Svíadrottningu liggur frammi í sænska sendiráðinu. Þeir, sem vilja votta Svíakonungi og sænsku þjóðinni samúð sína vegna fráfalls drottningarinnar, geta ritað nöfn sín í bókina frá kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. i da*. fimmtudag og föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.