Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 10. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Sameining hreppa Fram-Eyjafjaröar myndi efla sveitimar Rætt við Ketil Guðjónsson, bónda á Finnastöðum ANNAR fulltrúi Eyfirð- inga á Búnaðarþingi er Ketill Guðjónsson, bóndi á Finnastöðum. Henn hef- ir setið fjölda Búnaðar- þinga og verið kunnur fé- lagsmálamaður í sínu heimahéraði. Spjallið harst í upphafi að hinum miklu framkvæmdum í landbún- aði, sem átt hafa sér stað í Eyjafirði. Þetta hérað mun í dag vera eitt fremsta mjólkurfram- leiðsluhérað landsins og allur búskapur þar er með stökum myndarbrag. Þar er félags- heimili í hverjum hreppl og sum þeirra með eindæmum glæsileg. Ræktun í héraðinu er geysimikil og á stórum svæðum ná tún óslitið saman á jörðunum. Allur vélakost- ur mun líklega ekki í nokkru héraði landsins vera jafn al- mennur, mikill og góður, sem í Eyjafirði. Mun það ekki langt frá sanni, sem ferðalang ur einn, sem um sveitina fór fyrir skemmstu sagði: „Á hverjum bæ í Eyjafirði eru tveir og þrír traktorar, vöru- bíll, fólksbíll og jafnvel jeppi líka.“ Súgþurrkunartæki eru víð- ast hvar í hlöðum bænda og talsvert um votheysturna. — En það sem er brenn- andi hagsmunamál okkar Ey- firiðnga í dag, eru skólamál- in. Sé litið til einstakra hreppa vantar þá góða barna- skóla og er m'ér þar efst í huga minn heimahreppur, Hrafnagilshreppur. Þá vantar tilfinnanlega héraðsskóla fyr- ir allt Eyjafjarðarhérað. Skól arnir á Akureyri geta nú ekki lengur tekið við nemend um úr næstu sveitum bæjar- ins eins og áður var, segir Ketill. Og hann heldur áfram: — Við í Hrafnagilshreppi höfum að undanförnu leitað samstarfs við aðra hreppa í Eyjafirði um byggingu heima vistarbarnaskóla. Þetta sam- starf hefur ekki náðst enn setn komið er, því nágranna- hrepparnir telja sig enn sem komið er, sæmilega búna að skólahúsum. Nú síðast er einna líklegast samstarf við Svalbarðsstrandarhrepp en ekki er frá því gengið, sem fyrr segir, og við höfum ekki enn sótt formlega um bygg- ingu skólans. — Þrír hreppar utan Ak- ureyrar, Glæsibæjar-, Öxna- dæla- og Skriðuhreppar sam- einuðust um byggingu heima vistarbarnaskóla að Lauga- landi á Þelamörk. Það er myndarlegt skólahús, en heyrt hef ég, að það væri nú þegar að verða of lítið. Ekki er vafi á því, að stór sameig- inlegur barnaskóli hefur marga kosti fram yfir hina minni, einkum þá í sérhæf- ingu kennaraliðs. Hitt er svo annað mál, að mörgum í sveit um þykir handhægara að láta börn sin ganga í heiman- gönguskóla. í sveitunum er víðast hvar mikill vinnuafls- skortur og stærri krakkar geta nokkuð hjálpað til við búverk samfára skólanáminu. Þannig eru menn ekki alls staðar á eitt sáttir um bygg- ingu stærri heimavistarskóla, sem víðast hvar væri þá fjarri heimilum barnanna. — Ég tel sjálfsagt að skóla- byggingar séu reistar þar sem jarðhita nýtur við, bætir Ket- ill við. — Hrafnagilshreppur á marga hektara lands að Hrafnagili og þar er jafn- framt talsverður jarðhiti. Þeg ar byggt var þar hið stóra og myndarlega félagsheimili, var farið með skurðgröfu í uppsprettulind heita vatnsins og grafið þar dálítil gjóta eins og hægt var með skurðgröf- unni. Við það bæði óx vatns- magnið og hitastigið hækkaði um 10 gráður. Þetta vatn næg ir prýðilega fyrir hið gamla skólahús, sem stendur á Hrafnagili, svo og félagsheim ilið og íbúðirnar, sem þar eru. Við viljum gjarnan að skólasetur verði á Hrafnagili, enda er þar einkar fallegt og handhægt um byggingu skóla mannvirkja, sléttar flatir og hægt um byggingu allskyns útileikvanga. Það þarf bæði að bora meira eftir heitu avtni og kanna hve mikið magn er þarna fyrir hendi. Ennfrem- ur þarf að skipuleggja svæð- ið sem skólasetur. Talið berst nú að því, hve einkennilega hreppar Eyja- fjarðar eru aðskildir, einkum á sviði félagsmála og annars er að því lýtur. Þar með að hver hreppur á sitt myndar- lega félagsheimili, sem mörg- um hefur fundizt að gætu ver ið færri í ekki stærra héraði. — Það er merkilegt hve Eyjafjarðará hefur getað skil- ið sveitir fjarðarins að. Það verður þó ekki sagt, að geysi langt sé út á Vaðlabrýrnar eða fram á Möðruvallabrú eft ir að hringakstur er nú kom- inn um fjörðinn. En þetta hef ur mönnum þó þótt nógu langt til þess að minni sam- skipti hafa verið milli hreppa fjarðarins en ella. Það þyrfti að koma brú miðsveitis á ána. T.d. undan Munkaþverá eins og um alllangt árabil hef ur verið rætt um. Það er ekki vafi á því, að þá yrði meira um félagslíf í héraðinu. Svo er annað stórmál, sem vel kæmi til greina, og það er hreinlega að sameina alla þrjá hreppa Fram-Eyjafjarðar í einn. Það mundi í alla staði heppilegra, bæði til aukins félagslífs, minni umsvifa fyr- ir sveitarstjórn og minnka allan sameiginlegan kostnað, sem héraðið þarf í að leggja, segir Ketill. — Við höfum sameiginlegt ræktunarsamband í Saurbæj- ar- og Hrafnagilshreppum. Við höfum átt skurðgröfu allt frá 1946. Hún hefur unnið mikið og gott starf og er verk efni hennar nú að verða lítið. Einnig eigum við tvær jarð- ýtur og hafa þær nú orðið tæplega fullt verkefni við ræktun eina saman. Önnur má heita í samfelldu starfi við vegagerð. Þá á rætkunar- sambandið Fordson Major með tætara., En nú er svo Ketill Guðjonsson komið að margir einstakir bændur eiga sjálfir traktora og tætara. Það má af þessu sjá að okkur vantar ekki jarð vinnsluvélar. Segja má, að vélakostur og bílakostur í Eyjafirði sé allgóður. Það tók fljótt að bera á því að bænd- ur ættu sína eigin vörubíla. Flest voru þetta þá bílar nokkurra ára gamlir, en það má lengi nota vörubíl til heim ilisnotkunar einvörðungu, en mörg verk fyrir hann eru létt, svo sem heyflutningar og fóð- urflutningar. — Ég tel, segir Ketill enn- fremur, — að margt komi til þess, að búskapur er jafn góð ur og raun ber vitni í Eyja- _ firði. Héraðið er gott, veður- sælt, frjósamt, stór kaupstað- ur í nágrenninu, sem tekur við markaðsvörunum og ekki hvað sízt að öflugur sam vinnufélagsskapur kemur snemma til sögunnar í Eyja- firði. Mjólkursamlagið er stofnað 1928 og það þýddi þá þegar búskaparaukningu hjá nær hverjum bónda. Samlag það, sem nú er starfrækt, en það er hið annað í röðinni, var upphaflega byggt til að taka við 3 millj. lítra á ári og gert ráð fyrir nokkurri aukningu. En nú hefur mjólk ursamlagið verið margstækk- að og endurbætt eftir því sem kostur hefur verið, enda þarf það í dag að taka á móti ekki minna en 19 milljónum lítra á ári. Nú á þessu ári, verður að líkindum byrjað á bygg- ingu nýs mjólkursamlags að Lundi og verður það sjálf- sagt bæði dýr og glæsileg stofnun. Það er nú mjög ofar- lega á baugi í viðræðum bænda í Eyjafirði, að taká upp nýtt fyrirkomulag á mjólkurflutningum, þ.e.a.s. með tankbílum. Þetta er þó talsvert mikið fyrirtæki, því þá er fyrirhugað að tankur verði á hverjum bæ og mjólk gjarnan ekki sótt nema ann- an hvorn dag til hvers bónda. Talið er, eins og nú háttar verðlagi, muni það kosta um hundrað þúsund krónur á hvert býli að koma slíkum út- búnaði fyrir heimafyrir. Nú munu vera á sjötta hundrað mjólkurinnleggjendur í mjólk ursamlaginu á Akúreyri og er því þessi kostnaður a.m.k. 50 milljónir. Auk þess þarf svo að laga vegi heim á marga bæi til þess að þungaflutning- ur geti farið fram allan ársins hring á þeim trafalaust. — Allt er þetta enn á rann- sóknarstigi, en þetta er áreið- anlega mál framtiðarinnar, sem við vonum að hægt verði að hrinda í framkvæmd hið allra fyrsta, sagði Ketill Guð- jónsson að lokum. — vig. Vilja friða varplönd við Rvik og Hafnarfjörð Frá aðalfundi Fuglaverndunar- félagsins AÐALFLTNDUR Fuglaverndarfé- lagsins var haldinn i I. kennslu- atofu Háskólans laugardaginn 6. marz. Formaður félagsins. dr. phil. Þórður Þorbjarnarson, setti íundinn og nefndi fundarstjóra Pétur Gunnarsson tilraunastjóra, fundarritara Björn Þorsteinsson eagnfræðing. Áður en aðalfund- «r hófst, flutti dr. Finnur Guð- xnundsson, forstöðumaður Nátt- úrugripasafnsins, fyrirlestur um rjúpnarannsóknir og sýndi lit- skuggamyndir. Var fyrirlestur- inn hinn merkasti, skýrði dr. Finnur frá rannsóknum sínum á rjúpunni og háttum hennar í Hrísey, og duldist engum sem á hlustaði, að hér er um stór- merkilegar vísindalegar rann- sóknir að ræða, vafalaust einstæð- ar í sinni röð. Hann sýndi margar mjög fagrar myndir af rjúpunni í Hrísey. Að loknu erindi dr. Finns, var gengið til aðalfundar. Formaðurinn dr. Þórður Þor- bjarnarson flutti árssikýrsluna. Á árinu höfðu verið haldnir nokkrir fræðslufundir og sýndar kvikmyndir, ein skozk kvikmynd, Highland birds of Scotland og einnig kvikmynd Pethngills um íslenzka fugla, við mjög góða að- sókn. Aðalstarf félagsins á þessu síðasta ári var eftirlit með varp- stöðvum arna á landinu, og fékk félaigið Agnar Ingólfsson, nátt- úrufræðing til þess að fara um varpsvæðin og athuga og telja verpandi erni. Fór sú talning fram síðast í júlí og byrjun ágúst. Einnig hefur stjórn félagsins og meðlimir í félaginu haft samband við alla eða marga arnarbændur og hefur sú samvinna verið mjög ánægjuleg. Það virðist vera al- mennt vaxandi áhugi meðal manna að taka höndum saman um að forða erninum frá útrým- ingu. Á síðastliðnu sumri, urpu 7 arnarhjón á landinu og komust upp 11 ungar. Næsta sumar munu verða talið eða athugaðar varp- stöðvar við Isafjarðardjúp, en náttúrufræðingar telja að taln- ing á arnarhreiðrum þurfa að fara fram á 5 ■ ára fresti. Þessu næst ræddi formaður- inn um varðveizlu staða, sem auðugir eru af fuglalífi í né- grenni við þéttbýli, þá fyrst og fremst í Reykjavík. Bar for- maður fram tillögu sem sam- þykkt var þess efnis að athuga möguleika á að friða Suðurnes á Seltjarnarnesi frá umferð og Ástjörn við Hafnarfjörð. Var stjórninni falið að athuga þetta mál. Þá lagði formaður fram til- lögu um að Jón Jónsson bóndi í Purkey og Sveinn Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum, Reykhólasveit A. Barð., yrðu gerðir að heiðurs- meðlimum félagsins, þar eð báð- ir þessir menn hafa stuðlað ár- um saman að varðveizlu arna í sínu landi. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Stjórin vs»- endurkosin, en hana skipa: rður Þorbjarnarson form., Þorsteinsson, sagn- fræðingur, ritari og Svavar Páls- son, endurskoðandi, gjaldkerL — Utan úr heimi , Framh. af bls. 15 að Rússar hafi gert myndap- legar tilraunir til að verja sendiráðið á fimmtudag, hafi þó sýnt sig að þær voru ekki nægilegar og betur megi eí duga skal. Nýlega var undirritað sam- komulag milli stjórnanna í Moskvu og Washington um að koma á fót bandarískum ræðismannsskrifstofum í Sov- étríkjunum. Sú fyrirætlua hefur ekki komizt í fram- kvæmd enn og síðustu at- burðir verða þess valdandi, að því er segir í fréttum frá Washington, að Bandaríkja- menn muni hugsa sig tvisvar um, áður en þeir láta verða af þessu. Einnig er talið, að frestað verði frekari viðræð- um um að koma á beinum flugsamgöngum milli Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.