Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1965, Blaðsíða 1
28 siðmr S2. árgangur. 58. tbl. — Miðvikudagur 10. marz 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsins, Verður 7. flota USA beitt í S-Vietnam? Fyrir skömmu komu Habib Boursuiba, forscti Túnis og Hussein Jordimukonungur saman til fundar, og var þá meðfylgjandi mynd tekin. Yfirlýsing Moskvu-ráðstefnu 18 flokka: Samvinna í baráttu fyrir sameiginlegum markmiðum — er öruggasta leiðin til að jafna ágreiningsmálin Helsingfors, 9. marz, — NTB BIRT hefur verið yfirlýsing 18-flokka ráðstefnunnar í Moskvu, sem lauk sl. sunnu- dag. Er þar lögð áherzla á, að það, sem sameini hina ýmsu kommúnistaflokka heims sé miklu fleira og öflugra en það, sem aðskilji þá — og því beri þeim að sam einast um að efla eininguna innan hins kommúníska heims. Ennfremur, að samvinna i baráttunni fyrir sameiginleg um stefnumiðum sé örugg- asta leiðin til að jafna þau ágreiningsmál, er upp koma milli flokkanna. 1 yfirlýsingunni segir, að við- ræður á ráðstefnunni í Moskvu hafi farið fram í bróðiurlegum og vinsamlegium anda og hafi ein- kennzt af vilja til að berjast virkri baráttu fyrir einingu kommúnistahreyfingarinnar, svo að hún fái framfylgt sogulegu ihlutverki sínu. Flokkar þeir, sem sendu fulltrúa til ráðstefnunnar séu staðráðnir í að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að e<fla einingu hinnar alþjóð- legu kommúnistahreyfingar á grundvelli kenninga Marx og Leníns, baráttu hinnar alþjóð- legu verkalýðshreyfingar og þeirrar stetfnu, sem sett var fram í yfirlýsingum ráðstefnanna 1957 og 1960. >á er tekið fram í yfirlýsing- unni, að eins og nú hátti i heimi hór, sé grundvallanþróun heims- málanna útbreiðsla sósialismans, efling þjóðfrelsishreyfinga og aukin áhrif þeirra afla, er berjist fyrir frelsi. Hina vegar sé starf- semi heimsvaldasinna — einkum bandarískra heimsvaldasinna — fyrst og fremst í því fólgin að auka spennu í heiminum með þvi að ráðast á sósíalistísk ríki og önnur ríki, sem losað hafa sig við nýlendustjórnir og sagt skilið við fortíðina. Þ-á segir, að allir komimún- istaflokkar verði að standa sam- an í baráttunni gegn heimsvalda Framh. á bls. 15 Washington, Saigon, 9. marz. — (AP-NTB) — FREGNIR frá Washington herma, að til greina komi að sjöunda flota Bandaríkjanna verði beitt í átökunum í Viet- nam, í því skyni að stöðva herliðs- og hergagnaflutn- inga frá Norður-Vietnam til Viet Cong skæruliða í Suður- Vietnam. Engar ákvarðanir hafa ennþá verið teknar þar að lútandi, en hermálaráðið hefur hugmynd þessa til at- hugunar. I sjöunda flotanum' eru 125 herskip og 650 flugvélar. Með því að beita þessum styrk gegn liðsflutningum frá Norður-Viet- nam væri unnt að mynda eins konar varnarvegg n>eðfram ströndum Vietnam. Til þessa hef ur floti Suður-Vietnamhers haft á hendi strandgæzlu og beitt til þess 556 vopnuðum bátum og skipum — en þeim hefur ekki tekizt að sporna við því, að skæruliðum bærist í skjóii nátt- myrkurs liðsauki og vopn sjó- leiðis frá Norður-Vietnam og það í vaxandi mæli. í dag var haldið átfram flutn- ingum bandarískra landgöngu- liða til herstöðvarinnar Da Nang í Suður-Vietnam. Upplýsti Frede rick Karch, hershöfðingi, að þegar þessum liðsflutningum lyki, yrðu í og umhverfis stöð- ina 7000 landgönguliðar, þegar með væru taldar HAWK-flug- skeytasveitirnar, sem komu til landsins fyrir nokkru. Bandarísku landgönguliðarnir hafa þegar tekið við vörzlu her- stöðvarinnar og ennfremur tóku þeir í dag í sínar hendur hæð nokkra þar fyrir vestan. Frá Saigon herma fregnir, að sendiherrar Suður-Vietnam víðs vegar um heim hafi í dag átt fund með fulltrúurr stjórnar landsins. Að fundi loknum var tilkynnt, að þeir hefðu orðið sam mála um að hugsanleg lausn Vietnammálsins yrði uð byggjast á þrem meginatriðum: Frh. á bls. 27 Vissu Þjóð- verjar allt? Kaupmannahöln, 9. marz, (NTB): — • Dagblaðið „Iníormation*4 skýrir frá því i dag, að Þjóð- i verjar hafi haft í höndum all- ar þær upplýsingar um flug- her Dana, sem þeir þurftu á að halda, fyrir 9. apríl, þegar Þjóðverjar réðust inn í Dan- I mörku. Hafi þeir fengið þessar upplýsingar hjá háttsettum dönskum liðsforingjum. Sé þetta ástæðan til þess, að loft. varnir Dana komu ekki að neinu gagni morguninn S. apríl. Heimildarmaður blaðsins, sem ekki er nafngreindur, er sagður fyrrverandi herflug- maður, sem verið hafi vinur þýzka aðmirálsins Canaris. Hafi Canaris tíðum búið á heimili hans áður en inn- rásin var gerð. Samkvæmt um mælum hans hafði Canaris fengið allar upplýsingar um flugvelli og annað, er þeir vildu og þurftu að vita. Beygjum okkur ekki fyrir viðbrögðum Araba V-þyzkir þingmenn fá morðhótunarbréf Bonn 9. marz, NTB. ♦ Fjölmörgum v-þýzkum þingmönnum bárust í dag bréf, þar sem þeim var hótað morði, ef þeir greiddu atkvæði með þeirri tillögu, að fram- lengdur verði fresturinn til höfða mál gegn stríðs- glæpamönnum — en at- kvæðagreiðsla um það um deilda mál fer fram á Sam- bandsþinginu í Bonn á morgun. á Jafnframt barst fréttastofu Reuters í Bonn bréf, þar sem sagði, að þeir þingmenn, sem létu undan kröfum frá New York og Tel Aviv og greiddu atkvæði gegn því að fyrr- greindur frestur rynni út 8. maí n.k., hefðu þar með kveð- ið upp dauðadóma yfir sjálf- um sér. Um framkvæmd dómsins mundi sjá „storrn- sveitarforingi á varnarsvæði þrjú“. Yfir bréfinu var merki nazista, hakakrossinn. Meðal þeirra, sem bréf þetta fengu, var Eugen Gersten- maier, forseti þingsins, en hann sagði, að þingmenn tækju þessar hótanir ekki alvariega. Framhald á bls 27. — segir Ludvig Erhard, kanzlari V-Þýzkalands Bonn 9. marz, AP-NTB. | Ludwig Erhard, kanzlari V-Þýzkalands lýsti því yfir í dag, að V-Þjóðverjar myndu ekki beygja sig fyrir við- brögðum Arabaríkjanna við þeirri ákvörðun að taka upp stjórnmálasamband við ísra- el. Hafa Arabaríkin uppi há- værar hótanir um að slíta stjórnmálasamhandi við V- Þýzkaland og viðurkenna þess í stað a-þýzku stjórnina, vegna ákvörðunar Bonnstjórn arinnar. • Erhard hélt ræðu á fundi flokks kristilegra demokrata í dag og kvaðst mundu halda fast við fyrri ákvörðun sina um að taka upp stjórnmá'lasamband við ísrael. Hefur rikt mikill ágrein- ingur innan flokksins um, hvað gera skuli vegna heimsóknar Walters Ulbriehts, leiðtoga a-þýzkra kommúnista, til Kairo á dögunum. 9 Fulltrúar allra Arabarikjanna komu saman til fundar í Kairo í dag, að boði Nassers, forseta Egyptaiands. Sátu þeir á rök- stólum í ailan dag, en ekkert er vitað um niðurstöðu fundarins. Hvert ríkjanna fyrir sig hefur ihaft uppi hörð mótmæli gegn ákvörðun V-Þjóðverja. Hassan 11, konungur í Marokko hefur aflýst — eða a. m. k. frestáð — fyrirhugaðri opinberri heimsókn til V-Þýzkalands. Þingið í Kuwait hetfur hvatt til þess að tekið sé fyrir öll viðskipti við V-Þýzka- iand, stjórnmálasambandi rikj- anna sé slitið, en þess i stað verði a-þýzka stjórnin viðurkennd Utanríkisrá'ðherra Jórdan, Nussitoen, sagði í kvöld að Jord- anar myndu taka þá stefnu, sem ákveðin yrði á fundinum í Kairo. Utanríkisráðherra Líbanons Philip Tecla, tók undir mótmæli Arabaríkjanna — sagði stjórn- málasamband V-Þjóðverja og Israelsmanna högg í andlit allra Araba. Haft er fyrir satt, að Tecia muni ræða við sendiherra V-Þýzkalands í V-Þýzkalands í Beirut á morgun. Stjórn Súdans hefur einnig mótmælt ákvörðun Bonn stjórn arinnar og stjórn Saudi-Arabíu hefur kallað heim sendiherra sinn í Bonn til viðræðna um málið. Frá Jerúsalem herma fregnir, að Levi Eshkol, forsætisráðherra , Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.