Morgunblaðið - 10.03.1965, Síða 8

Morgunblaðið - 10.03.1965, Síða 8
8 MORGU NBLAÐIÐ Miðvflcudagur 10. marz 1965 aEæHQi Enn harðar umræður um læknaskipunarfrumvarp ITMRÆÐUR um frumvarp til nýrra læknaskipunarlaga var enn til 1. umræðu í gær í Neðri deild og varð umræðunni ekki lokið, enda þótt þetta hafi verið þriðji dagurinn, sem rætt er um frumvarpið, áður en það fer til nefndar. Almennt virðist það skoðun þingmanna, að í frum- rarpinu séu ýmsar úrbætur, en sumir þeirra telja samt einhver vandkvæði á því. Þá er það á- berandi, að málefni, sem ekki snerta frumvarpið beinlínis, svo sem læknadeild Háskólans, hafa sett svip á umræðurnar og svo var einnig í gær. NEÐRI DEILD LÆKNASKIPUNARLÖG Matthías Bjarnason (S) talaði fyrstur og sagðist vilja taka það fram að þeir, sem úr dreifbýlinu væru, hlytu að fagna frumvarp- inu, með því að það yrði áreið- anlega til þess að bæta úr lækna- skorti þar. Varðandi ummæli Kristjáns Thorlacíusar í umræð- unum um frumvarpið sl. fimmtu dag, þar sem hann krafðist auk- inna kjarabóta handa opinberum starfsmönnum úti á landsbyggð- inni, sagði Matthías, að þau hlunnindi, sem læknum væru ætluð með frumvarpinu, ætti ekki að veita opinberum starfs- mönnum í dreifbýlinu, því að sérstaða lækna væri slík, sökum þess að starf þeirra væri svo erfitt og ábyrgðarmikið, að þeir að því leyti væru yfir aðrar stéttir hafnir. Hvað Flateyrarlæknishérað snerti, taldi Matthías Bjarnason, að bezt væri, að því yrði þjónað frá Reykhólahéraði, með því að það hérað væri nær en Stykkis- hólmur og væri fámennt. — Þá taldi hann, að ekki yrði unnt að fá lækni í Djúpavíkurhérað þrátt fyrir hlunnindi frumvarpsins og bezt yrði að farið með því að skapa lækninum 1 Hólmavík slíka aðstöðu, að hann gæti einn- ig látið íbúum Djúpavíkur sem bezta þjónustu í té. Suðureyri hefði að hans áliti fullkomna sérstöðu og ekki kæmi til greina að leggja það hérað niður, á meðan samgöng- um væri eins háttað og nú. — Hann tók það fram að lokum að f heild fagnaði hann frumvarp- inu. Einar Olgeirsson (Alþbl.) vék að ummælum Gylfa Þ. Gísla- sonar, mennta- málaráðherra, frá því í gær. Sagði Einar, að embættismenn væru svo vel verndaðir hér samkv. hegn- ingarlöggjöf- inni, að ef sagður væri sann- leikurinn um þá, yrðu menn fyr- ir sektum og öðrum viðurlögum. Ræðustóll Alþingis væri eini staðurinn, þar sem menn gætu sagt sannleikann um þá án við- urlaga, og því hefði hann tekið til orða eins og hann gerði sl. fimmtudag. Hann tók það fram, að um- mæli hans um læknadeild Há- skóla íslands frá því sl. fimmtu- dag maétti ekki skilja sem árás á einstaka prófessora, en hann teldi samt ástandið í læknadeild- inni þannig, að hann vildi, að heilbrigðismálaráðherra kallaði fyrir sig nokkra prófossora og stúdenta til þess að fræðast um deildina. Þá varð ræðumanni tíðrætt um það, 'sem hann nefndi takmark- anir á námi læknastúdenta. — Sagði hann, að auk opinberra takmarkana þá kæmi til aðrar takmarkanir svo sem of háar einkunnir og taldi hann, að þær hefðu vérið hækkaðar úr hófi. Þá ræddi hann einnig um tíma- takmarkanir í námi læknastúd- enta og sagði, að þær þýddu, að hinum efnaminni stúdentum væri gert erfiðara fyrir um nám, með því að þeir þyrftu mjög margir að vinna fyrir sér um leið. Einar Olgeirsson tók það fram ennfremur, að hann myndi leggja það til, að læknum annars staðar úr heiminum yrðu leyft að leggja hér stund á læknis- störf, ef ekki yrðu gerðar breyt- ingar á starfsemi læknadeildar Háskólans og það án þess að þeir þyrftu að ganga undir próf hér eða spyrja læknadeild Há- skólans nokkurs í þeim efnum. Kvaðst hann þó ekki vera með neinar dylgjur, þegar hann segði þetta. Einnig minntist hann á, að hér væru of fáar konur lækn- ar og starf lækna væri hér gert að „business", eins og ræðumað- ur orðaði það. Þá talaði hann um, að innleiða bæri námslaun í læknadeildinni. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra kvaðst vera síður en svo á móti því, að starfsemi Há skólans væri rædd og gagn- rýnd. Það væri aðeins sú stað- hæfing Einars Olgeirssonar, sem hann vildi mótmæla, að stefnt væri að því að takmarka fjölda stúdenta við læknadeild Háskólans og tor velda þeim nám þar. Þessi stað- hæfing væri algjörlega röng. Á- stæðan íyrir læknaskortinum væri allt önnur og ætti ekki rót sína að rekja til Háskólans og hefði hann gert grein fyrir því í umræðunum i gær. Einhver helzta árstæðan væri, hve marg- ir læknar væru erlendis. Þá tók ráðherrann það fram, að hann gæti ekki látið ómót- mælt, að nám væri torveldað fyr ir iæknastúdentum hér. Lækna- námið hér á landi væri hvorki erfiðar eða prófkröfur frábrugðn ar því, sem gerist í öðrum lönd- um, t.d. Norðurlöndum, en læknadeildin væri mjög sniðin eftir háskólum þar. Ráðherrann sagði ennfremur, að þess hefði aldrei gætt í lækna stétt hér, að læknar mættu ekki verða of margir, en Einar Ol- geirsson hafði látið í ljós þá skoðun, að ýmsir stefndu að því hér. Þvert á móti hefði sá vilji verið til staðar, bæði hjá lækna- deild Háskólans og lækna, að fjölgun lækna yrði sem allra mest. Ráðherrann tók það einnig fram, að stuðningur til stúdenta hér á landi hefði stóraukizt og það væri einungis orðaleikur, hvort menn vildu kalla stuðning við þá námslaun eða eitthvað annað. Nú stæði yfir endurskoðun á öllu námslánakerfinu til ís- lenzkra stúdenta og kvaðst hann vona, að unnt yrði að leggja fram nýtt frumvarp um það efni fyrir Alþingi næsta haust. Kristján Thorlacíus (F) sagði m.a., að ummæli nokkurra þing- manna áður í umræðunum væri ástæðan fyrir því, að hann tæki til máls, þar sem þeir hefðu sagt, að ekki ætti að veita öðrum opin berum starfsmönnum sambæri- leg hlunnindi við lækna. Þetta segði hann ekki vegna þess, að hann hefði ekki vitað um skoð- anir þeirra fyrir fram, heldur vegna þess, að hann væri hissa á því, að þeir hefðu látið í ljós þessi sjónarmið vegna kjósenda sinna í héraði. Hannibal Valdimarsson (Albl.) gerði stutta athugasemd, þar sem hann sagði m.a., að við yrðum að bæta kjör lækna á við það, sem gerðist í öðrum löndum og kvað hann raunar frumvarpið vera byrjunina í þá átt. Gísli Guðmundsson (F) sagði, að frumvarpið væri samið af fær um mönnum, enda kæmi fram góð viðleitni í frumvarpinu. Hins vegar kvað hann það hafa verið vænlegra, að einhver maður frá þeim héruðum, sem við lækna- skort ættu að etja, hefði verið með í nefndinni. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra minntist á ummæli Ein- ars Olgeirssonar um námslaun og sagði m.a., að ekki skfpti máli, hverju nafni námsstyrkir væru kallaðir. Hitt væri stað reynd, að með námsstyrkjum, með námslánum, með ókeypis kennslu við há- skólann væri hér greitt betur fyrir námsmönn um en í flestum öðrum löndum. Hlutlaus rannsókn myndi ótví- rætt leiða það í ljós. Hann kvaðst telja það langt frá því vera nokk urt böl fyrir námsmenn og þar með stúdenta, þó að þeir að sumri til þurfi að vinna fyrir sér. Það væri þvert á móti mjög mikil- vægur þáttur í uppeldi islenzkra menntamanna, að þeir, sem á landi hafa lokið námi, hafa yfir leitt unnið að sumri til innan um venjulega verkamenn eða bænd ur og þetta á mikinn þátt í far- sælli framþróun okkar þjóðfé- lags. Hann mundi telja það mik inn galla á okkar menntun, ef þessi þáttur hyrfi úr henni og það sízt vera til góðs, heldur bein línis til afturfarar. Þá kvaðst ráðherrann telja það ekki fjarri, að með því að leggja stund á almenna vinnu, með þeini styrkjum og lánum, sem veitt væru og annarri fyrir- greiðslu, sem ekki væri ofraun aðstandendum stúdenta, þá væri það yfirleitt svo, að þeir gætu komizt vandkvæðalaust af. Þess vegna væri hann ekki sammála Einari Olgeirssyni um, að slíkt námslaunakerfi, sem hann tal- aði um, væri mest aðkallandi. Forsætisráðherra kvaðst enn fremur vilja vekja athygli á því, að Einar hefði gert ráð fyrir, að þeir, sem slíkra námslauna nytu, skuldbyndu sig beinlínis til þess að vinna hjá ríkinu, og væri þá ekki sýnt, hvort allir myndu þá una þeirri skuldbindingu, þegar tii lengdar létL Forsætisráðherra vék m.a. að aðfinningu Gísla Guðmundssonar um, að skort hefði á næga þekk- ingu á aðstæðum þeirra, sem við erfiðust skilyrði búa um læknis- þjónustu, í nefnd þeirri, sem frumvarpið samdi. Sagði ráðherr ann, að hún fengi ekki staðizt, þar sem einn nefndarmanna, Hjálmar Vilhjálmsson ráðuneyt isstjóri í félagsmálaráðúneytmu gegndi áratugum saman sýslu- mannsembætti í Norður-Mú,la- sýslu, en hún væri eitt þeirra hér aða, sem sérstaklega hefðu verið gerð að umræðuefnL Þess hefði einmitt verið gætt við nefndarskipunina, að tillit væri tekið til og fyrir væri í nefndinni þekking á aðstæðum þeirra, sem erfiðastar aðstæður hafa í þessum efnum. Forsætisráðherra minntist síð an á áskorun frá hjúkrunarkon- um, sem Kristján Thorlacíus hafði rætt um, varðandi bygg- ingu hjúkrunarkvennaskóla. — Sagði hann, að það væri óhagg anlegt, að áður en undirskrifta- söfnun fyrir áskorunina var haf- in, var búið að gera ráðstafanir til þess, að þessi skólabygging yrði hafin og henni haldið áfram með öllum mögulegum hraða, þangað til henni lyki. Á það mætti einnig minna, að til fárra skóla hefði verið varið á seinni árum meira fé en einmitt til hjúkrunarkvennaskólans á Landsspítalalóðinni, enda væri þar fyrir hendi mjög* stór og vegleg bygging. Ástæðan til þess, að hún hefði hins vegar komið að minni notum heldur en ella, væri sú, að forstöðufólk stofnunarinn ar taldi ráðlegra og varði til þess off jár, að þarna væri um algeran heimavistarskóla að ræða, þann ig að meginhluti húsrýmisins fer undir heimavist en ekki sjálfar skólastofurnar, sagði ráðherrann þora að fullyrða, að ef með þenn an skóla hefði verið farið á svip- aðan hátt og aðra skóla í Reykja vík, fyrst og fremst hugsað um skólastofur og aðrar slíkar að- stæður, hefði Hjúkrunarkvenna- skólinn fyllilega nægt þann dag í dag. Það er sú ákvörðun for- ustumanna stofnunarinnar að hafa þetta heimavistarskóla, sem hefur gert að verkum, að skólinn varð of lítill fyrr en flesta grunaði og menn áttuðu sig á, og þarf enn að verja of- fjár í þessu skyni. Ráðherrann sagðist enga þekkingu hafa til þess að dæma um réttmæti þess, að allir hjúkrunarnema eigi að vera í heimavist í sínum skóla. Hins vegar vissi hann að það væri einstætt skilyrði um skóla hérlendis í Reykjavík, að sá hátt ur væri á. Þórarinn Þórarinsson (F) kvaðst vilja taka undir það meS Einari Olgeirssyni, að það þyrfti að endurskoða námsfyrirkomu- lag og prófskilyrði við lækna- deild Háskólans. Kvaðst hann vita þess dæmi, að hinir ágæt- ustu námsmenn hefðu fallið við nám, oft að því er virtist vegna smámuna og hefði þetta aukizt mjög á síðustu árum, eftir að læknanámið var þyngt. Þá kvaðst hann vilja taka undir þær skoð- anir, sem fram hefðu komið um, að auka bæri námsstyrki til þesj ara manna. Einar Olgeirsson talaði að lok- um og sagði, að með námslaun- um ætti hann við, að stúdentar fengju þau laun, á meðan þeir væru við nám, að þeir gætu lifað af þeim. Þá kvaðst hann vilja taka undir ummæli forsætisráð- herra, að það væri heppilegt að menn störfuðu að almennri vinnu, á meðan að námi stæðn Hins vegar kvaðst hann álíta, a3 það næði ekki einungis til stúd enta og annarra námsmanna, heldur væri það einnig heppilegt fyrir þá, sem lokið hefðu embætt isprófi. Umræðum um læknaskipunar- frumvarpið var síðan frestað og voru þá fjórir á mælendaskrá. Miðhús í Gufudalshreppi. Frumvarp um sölu framan- greindrar jarðar var afgreitt til Efri deildar. EFRI DEILD. Almannatryggingar Aðeins eitt mál var rætt 1 Efri deiid í gær, en það var frumvarp um breytingu á lóg- um um almannatryggingar og var það nú til 3. umræðu og síðaa afgreitt til Neðri deildar. Loðna barsi til Akraness AKRANESI, 9. marz. — Loðna barst hingað í gær. Þrír lönduðu samtals 1535 tunnum, Höfrungur III var hæstur með 1200 tunnur, kastaði undir Jökli, Óskar Hall- dórsson hafði 325 tunnur og Har- aldur 110 tunnur. Heildarafii þorskanetjabát- anna var hér í gær 180 tonn, síð- asti báturinn lenti kl. 3.30 í nótL Aflahæstir voru Ver og Höfrung ur I með 26 tonn hvor. Sigrún hafði 20 og Svanur 18 tonn. Það var áberandi miklu minna hjá þeim bátum, sem vitjuðu um næturgamalt. Félag sjónvarpsáhugamanna Aðalfundur félags sjónvarpsáhugamanna verður haldinn í Sig- túni miðvikudaginn 10. marz kl. 8:30 síðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum mætir menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason, og svarar fyrirspurnum. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjónvarp, sem gerast vildu félagar eru hvattir til að mæta. Árgjald, kr. 50,00 greiðist við innganginn. STJÓRNIN. Árshútíð Sjálfsbjörg félag fatlaðra heldur árshátíð í Múla- kaffi laugardaginn 13. marz nk. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 7 e.h. - Margt verður til gamans gert geði þungu að kasta. - Aðgöngumiða þarf að vitja fyrir kl. 4 e.h. föstudag- inn 12. marz. Aðgöngumiðapantanir í símum 16538 og 16106. SKEMMTINEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.