Morgunblaðið - 14.03.1965, Page 3

Morgunblaðið - 14.03.1965, Page 3
Sunnudagur 14. marz 1965 MORGUNBLAÐBD 3 Vorboði frá Nizza ÞESSA mynd tók ljósmynd- ari blaðsins í gær er borgar- stjóranum í Reykjavík, Geir Hallgrímssyni, voru afhent blóm, sem þjóðhátíðamefndin í Nizza og ferðamálaráðið þar í borg senda Reykvíkingunu Þessi blómakveðja sunnan frá Miðjarðarhafi kom með flug- vél hingað í gærmorgun. Hér er um að ræða mimósu og nellikkur, en nú standa þessi blóm í fullum skrúða þar syðra. Þetta er vináttu- kveðja frá Nizzabúum til íbúa höfuðborgar íslands og á að minna á að nú er komið vor þar syðra. Ferðaskrifstofan Sunna hefir nokkrum sinnum efnt til franskra kynningarkvölda hér í Reykjavík í samvinnu við þessa aðila suður í Nizza og franska sendiráðið hér i börg. Þessi samvinna er þannig til komin, að Sunna hefir á hverju ári farið með íslenzka ferðamannahópa tii Nizza. Guðni Þórðarson forstjóri Sunnu færði Geir Hallgríms- syni borgarstjóra þessa blóma kveðju í gærmorgun, en ung frönsk stúlka, Christine Vessi- ere, dóttir franska verzlunar- fulltrúans við sendiráðið liér, afhenti borgarstjóra blóm- vöndinn. Vertíðin Nú eru daufir dagar í Eyjum. Það fæst varla bein úr sjó dag eftir dag. Alveg dautt hjá netabátunum, og þorsk- nótabátarnir hafa fengið að- eihs gott viðbragð einn dag — þá mest ýsu, sem veidd var mjög grunnt undir Eyja- fjallasandi. Sem dæmi um aflaleysið, má' geta þess, að af þeim liðlega 30 bátum, sem leggja upp í Eiskiðjuna og ísfélagið, voru einn daginn 11 bátar me'ð innan við tonn eft- ir daginn. Annars er ekki á- stæða til þess að berja sér um of, aflaleysistimabil sem þetta kemur alltaf á hverri vertíð — eimhverntíma —- vanalega nokkru eftir að bát- ar almennt hafa tekið netin, og þá venjulega í marz. Og til þess að mála þetta, ekki um of svart, er rétt að geta þess, að botnvörpubátarnir, sumir hverjir að minnsta kosti, hafa stundum fengið góða túra, og nokkrir þeirra hafa þegar fengíð góðan afla, miðð við árstíma og aðstæð- ur. Er mér helzt í huga bát- arnir Suðurey, Baldur og Freyja, sem öllum hefur geng ið mjög vel í „trollið.“ Hér eru svo þeir bátar er hafa orðið 200 tonn og yfir: (lina og net) Stígandi 320 tonn Sæbjörg 313 — Björg S.U. 233 — Jónas Jónasson 226 — Ver 226 — (lína, net og nót) P II. 223 — (lína og nót) íslei.fur 215 — Glófaxi 209 — (net) Leó 204 ___ Loðnan: Segja miá a'ð verulegt magn af loðnu sé komið hér á land. Ta|ka báðar verksmiðjurnar loðnuna til vinnslu, og hafa samanlagt loðnuna til vinnslu, og i^fa samanlagt tekið á móti.um 130 þús. tunnum. Gengur ágætlega að vinna hana, enda nokkur reynsla fyrir hendi frá þvd í fyrra, en þá fyrst sem nokkurt teljandi magn hingað til vinn-slu. — Ekki er gott að henda reiður á hvaða bátur er aflaíhæstur við þessar veiðar, þar sem „landað" er ýmist hér' eða í Faxaflóahöfnum, en að öll- um líkindum mun Ólafur Sig urðsson á Ófeig II vera afla- hæstur með um 14 þús. tunn- Þorskanótin: Ekki er því að leyna að nokikur uggur er í Vestmanna eyingum varðandi tilkomu þorskanótarinnar. Ekki svo að skilja að þetta sé ekki glæsi- legt veiðarfæri, skemmtilegt og geti gefið æfintýramikinn afla a.m.k. á stundum. En það sem hræðir er einkum að um ofveiði verði að ræða og miðin of setin. Er slíkt ekki að ástæðulausu. Vestmanna- eyingar hafa nokkuð setið að fiskimiðunum kringum Eyjar einir. En nú allt í einu eru komnir á Eyjamiðin 150—200 bátar hvaðanæva að landinu með þorsknót, og sem dag eftir dag, berja á miðunum kringum Eyjarnar, og það með slíkum krafti, að bátar með önnur veiðarfæri hrekj- ast í burtu af sínum hefð- bundnu miðum og menn prísa sinn sæla fyrir að sleppa frá óskemmdir. Menn spyrja að vonum, hvar endar þessi ga ura gangur allur? Verður nokkur þorskvæla eftir í sjónum, svo að ekki sé nú talað um ýsuna. Veiður nokkuð eftir handa Vestmannaeyingum? Það má segja að þétta séu spurningar dagsins. — Samkór Vestmannaeyja. Fyrir nokkru vék ég hér í pistlinum lítillega að tónlistar lifi í bænum. L'angar örlítið að koma að því frekar. Og minnast þá á Samkór Vest- mannaeyja. Þessi kór var stofnaður nóvember ’63 og þá upp úr blönduðum kór er starfað hafði á vegum Karla- kórs Vestmannaeyja um skeið. Nokkuð háði það starfsemi kórsins að erfitt var um söng- stjóra. En með hingaðkomu Martins Hunger hins þýzka tónlistarmanns er tók við stjórn kórsins hljóp líf í alla starfsemi hans. Er nú æft af kappi, og stefnt að því • að halda samsöng með vorinu, en á því eru erfiðlelkar, þar sem hluti kórmeðlima eru ávallt, meðan vertíð stendur yfir, bundnir við stönf að kvöldinu, og geta þar af leiðandi ekki sinnt æfingum sem skyldi. Eigi að síður er bjartsýni og sönggleði ríkjandi innan kórs ins, kom það berlega fram í samtali er ég átti við Gunnar Jónsson, póstmann, formann kórsins, um þessi mál núna á dögunum. Sagði Gunnar kór- félaga ákveðna í að sigrast á öllum erfiðleikum og byggja upp kór er þeir félagar væntu að yi’ði bæjarbúum til ánægju á komandi árum. — Vestm.eyjum, 10. marz 1965. BJÖRN GUÐMUNDSSON. Sr. Eiríkur J. ESráksson II. sunnudagur í föstu. Guðspjailið. Matt. 15, 21—28. „Vér köllum ferju á hnattahy'l, en írópið deyr milli blálofts veggja.“ Ferjumannasaga hefur enn ekki verið rituð. Þjóðsagan fjallar um þá, er kallað hafa ferju. Kall- aðarnes er eitt fegursta bæjar- heiti okkar. Það varðaði miklu, að kal'lið heyrðist þess, er bað um ferju og stóð í eyrinni handan ferjú- bæjarins. Um ferjukvöðina giltu sérstakar reglur, 'en oftast brást ferjubóndinn vel við og um fram skyldu, ef hann heyrði kallið eða sá til_ferðamanna. ísskrið gat verið í ánni, veður einatt óhagstæð, grynningar, þar sem vaða varð með frarn og jafn- vel farþega. En til þess kom stund um ekki. Skyggni var slæmt, stormur bar ferjukallið af leið, enda drjúgur spölur heim að bænum, allir þar gengnir til nóða. Dó þá hróp ferðamannsins mil'li blálofts veggja. Var hann langt leiddur og þoldi ekki útileigu, föt- in fátækleg og leiðin orðin löng um heiðar, hraun og sanda. Nú er komin þarna brú og við horfum niður í hringiðu árinnar og kemur í hugann baráttan þar. Sérstaklega beinum við sjónum okkar að bakkanum, þar sem kölluð var ferjan og að bænum, er liðsinni veitti. Óbrúuðum ám fækkar. Menn- ing nemur á brott örðugleika fyrri tíma. Skáldið nefnir sitt síðasta kvæði Hnattasund. raun réttri er áin möng enn til farartálma. Við látum oft sem ekkert sé, en blekkjum þar með sjálf okkur: „Vor yfirborðstíð hefur unnið það verk, að undirdjúp sum hafa grynnkað til muna," . (G. Fr.) Líf okkar mannanna er enn ein- att eins og strá, sem starir skjálf- andi á örlagaflauminn, óvinn- andi að komast yfir hann. Árnar fyrrum ollu einangrun sveita. Mörg elfurin fellur fram í dag og þrengir að okkur mönnunum. En köllúm við ferju? Guðspjallið segir frá konu, er gerir það. Áin þar er persónu- leg neyð hennar. Kanverska konan kallar með árangri. Jesús seigir: „Það er ekki fall- egt að taka brauðið frá börnun- um og kasta því fyrir hundana“. Hvert orð hefur ákveðna merk- ingu. Brauðið táknar hjálpræðis- boðskapinn. Börnin eru Gyðinga- þjóðin, en hið niðrandi orð hund- arnir eru samkvæmt málvenju samtíðarinnar um heiðingjana. Til þeirra telst móðirin í guð- spjallinu og dóttir hennar. Þær áttu ættir að rekja til hinna heiðnu frumbyggja landsins. Áin hér er erfið viðfangs: Margar aldir trúarsögulagrar þróunar höfðu grafið djúpan farveg um þvert landið og greint Kanverj- ana frá Guðs útvöldu þjóð. Skáldjöfurinn Victor Hugo var útlægur gerr úr landi sínu um nær tveggja áratuga skeið. Lengi Kosmos 60. kominn á loft Moskvu, 12. marz AP, NTB. í DAG var skotið á loft í Sovétríkjunum gervihnetti, binum 60. í röðinni af þeim er bera nafnið Kosmos. Hnöttur þessi hefur innanborðs vís- indatæki og útvarpsbúnað ýmisskonar og starfa öll tæk- in eins og til var ætlast dvaldist hann skammt undan strönd Frakklands, en átti enga.n kost ferju um mjótt sund, svo breitt gerði Napoleon III. það. Eitt hið fyrsta sem V. Hugo orti eftir útlegðardóminn var kvæðið Brúin. Efnið er: Það er orðið dimmt. Við fætur mér er endalaust djúp. Dauðaþögn. Langt, langt í fjarska gegnum ógagnsæjan myrkravegg skynja ég Guð, stjörnu hans mistri hulda. Eg hrópa: Sál mín, sál mín, til þess að komast yfir djúp þetta, án stranda og gegnum náttmyrkr in þarfnast þú himinbrúar, reistr ar á milljónum boga. Hver mundi 'byggja hana? Enginn, enginn. Hér hlýt eg að farast.. En þá birtist mér hvít skugga- mynd. Enni ungmeyjar, hendur barns, eins og liljan með hrein- leikann einan til varnar sér. Hún spennti greipar, ljóma laigði af: „Ef þú vilt, skal éig byggja brúna.* Eg hóf upp augu mín til hinnar óþekktu björtu veru: „Hver ert þú?“ „Eg er bænin.“ Victor Hugo kallaði ferju með verkum sínum, skáldsagnaflokkn- um „Vesalingunum" og öðrum andans verkum, er hrópa á rétt- læti og miskunn. Og ferjubónd- inn mikli heyrði ákall hans. Þótt ekki sé beint orsakasamband reis krossinn handan við blóð- fljótið við Solferínó, Rauði kross- inn, hið mikla tákn miskunnsem- innar oig sýndi mátt hennar, að mörgum var bjargað yfir elfina, er baráttari um völd og ríki velti fram. Ekki getum við kallað ferju viðlíka og V. Hugo. Konan í guð- spjalli dagsins hefur varla verið nein andans drottning. En hún sér hyldýpið gína við sér, hún hefur upp rödd sína. 0| sjá, björt vera birtist henni: „Ákalla þú, bið þú. Eg skal bygigja fyrir þig brúna — ekki yfir ána, þær verða aldrei allar brúaðar, en til ferjumannsins, er bjarga mun þér og dóttur þinni, að batinn, hjálpræðið falli ykkur í skaut.“ Nemum boðskap guðspjallsins í dag um gildi ákallsins: „Hún kallar —--------“. Er það nægir ekki: „En hún kom, laut honum og mælti-----------“. Enn kallar hún: „En hún sagði —--------“. Jesús segir hér á undan í kapí- tulánum: „Lýður - þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er lanigt í burt frá mér.“ Trú Gyðinga var um of orðin án ákallsins. Hún var um of verð- leikar. Jesús segir við kanversku konuna: „Mikil er trú þín, kona. Verði þér sem þú vilt.“ Menn segja, að kristindómur- inn boði vanmátt mannsins. Hann boðar gildi ákallsins. Mannlegur vilji má sín mikils í trúarlífinu. Sé og mannlegri hlutdeild sleppt úr samfélaginu við Guð, verður lítt skiljanlegt, að sumir skuli varðveita Guðs orð, en aðrir ekki. Ekki mundi það samræm- ast kærleika hans til allra manna, að sumum gæfi hann að trúa, en öðrum ekki. Guðspjallið kennir, að einn megingrundvöllur trúarinnar sé ákall mannsins og skapi verð- leika gagnvart Guði, guðsbarna- réttinn. Ferjuskipin gömlu voru oft ótraust. Með þeim brúuðu menn hyldýpin. Úrslitum olli einatt, að frá ferjumanninum geislaði traust og öryggi og vann bug á áföllum. Ferjukal'lið bar árang- ur. „Og dóttir hennar varð heil- brigð í frá þeirri stundú*. „Hafknörrinn glæsti og r\ fjörunnar flak. fljóta bæði. Trú þú og vak." Megi ákall trúariranar verða brúin til hjálpræðisins. Amen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.