Morgunblaðið - 14.03.1965, Síða 16

Morgunblaðið - 14.03.1965, Síða 16
10 MORCUNBLAÐIB Sunnudagur 14. marz 196!» fNtfgtntlpIfiMfr Útgefandi: Framkvæmdast j ór i: Ritstjórar: Ritst j órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SENDIHERRASTAÐAN Lngskáld í Hasselbyhöll FYRIR skömmu var nokkr- um uugum skáidum og rithöf- undum frá Norðurlöndum boðið að dveljast í vikutima í menningarmiðstöð höfuð- borga Norðurlandanna, Háss- elby-höll, sem er í útjaðri Stokkhólmsborgar. Var þar um að ræða skáld, er fengið höfðu gefnar út sinar fyrstu bækur á árinu 1964. Frá ís- landi var boðið Böðvari Guð- mundssyni, en bók hans „Aust an Elivoga“, kom, sem kunn- ugt er, út í fyrra. Ungskáldunum var boðið til þessarar dvalar til þess að stofna til gagnkvæmra kynna, svo og til þess, að þeir fengju tækifæri tii að kynnast því nýjasta í skáldskap Norður- lahdaþjóðanna og koma skoð- unum sínum og sjónarmiðum á framt'æri. Haldnir voru fyrir lestrar og ýmislegt annað gert til fróðleiks og skemmtunar. I útvarpi og sjónvarpi var kynnt, það sem fram fór í Hasselby höll. Myndin hér að ofan er af nokkrum þátttakendum, talið frá vinstri: „Erik Beckman frá Svíþjóð, Kjell Arne Strai frá Noregi, Robert Alftan frá Finnlandi, Britt Elers frá Sví- þjóð, Böðvar Guðmundsson frá íslandi og kona hans Hjördís. að sætir vissulega engri furðu þótt það þyki tíð- indum sæta að Gunnar Thor oddsen, fjármálaráðherra, hyggst innan skamms láta af ráðherraembætti og þing- mennsku til þess að gerast sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn. Hann hefur allt frá æskuárum verið einn af dugmestu og farsælustu leið- togum Sjálfstæðisflokksins og notið trausts og vinsælda langt út fyrir raðir flokks- manna sinna. Gunnar Thor- oddsen var í 13 ár borgar- stjóri í Reykjavík. En það er eitt erfiðasta og annasamasta embætti landsins. Hann hef- ur verið f jármálaráðherra í 6 ár og gegnt fjölmörgum öðr- um trúnaðarstörfum í þágu lands og þjóðar. Varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins hef- ur hánn verið síðan Bjarni Benediktsson tók við for- ménnsku flokksins af Ólafi Thors haustið 1961. í ölíum þessum fjölþættu störfum hefur Gunnar Thor- oddsen notið óvenjulegra vin sælda. Á hann hefur að sjálf- sögðu oft verið deilt af and- stæðingum hans. En það mun þó almennt viðurkennt, að stjórnmálabarátta hans hafi 511 mótazt af sérstæðri prúð- mennsku og málefnalegri af- stöðu hans til viðfangsefna og deilumála á hverjum tíma. Þegar Gunnar Thoroddsen lætur af ráðherraembætti og varaformennsku í Sjálfstæð- isflokknum munu vinir hans og samherjar sakna hans úr röðum baráttumanna Sjálf- stæðisflokksins. Þeir fagna því hins vegar að hann tekur við þýðingarmiklu starfi, þar sem hann mun verða landi sínu og þjóð til gagns og sóma. Sendiherrastaðan í Kaupmannahöfn er ein af þýðingarmestu stöðum hinn- ar ungu íslenzku utanríkis- þjónustu. íslendingum er það mikið áhugamál, að sambúð þeirra og öll skipti við fyrr- verandi sambandsþjóð sína séu sem bezt og nánust. Gunnar Thoroddsen er sér- staklega hæfur til þess að gegna þessu starfi með heilla vænlegum árangri. Hann hef- ur unnið þjóð sinni mikið gagn sem góðviljaður og víð- sýnn stjórnmálamaður allt frá því að hann var kosinn á þing tæplega 24 ára gamall. Hann er nú á bezta starfs- aldri, er hann hazlar sér völl á nýju starfssviði. Einnig þar munu hæfileikar hans nýtast íslenzku þjóðinni til margvís- legs gagns í framtíðinni. MENNINGAR- SJÓÐUR NORÐURLANDA að er söguleg staðreynd, sem allur heimurinn þekkir í dag, að stofnun Norð ur-Atlantshafsbandalagsins, varnarbandalags vestrænna lýðræðisþjóða árið 1949 stöðv aði framsókn hins alþjóðlega kommúnisma í Evrópu. At- lantshafsbandalagið varð sá varnarveggur, sem bylgja of- beldisins brotnaði á. Síðan kommúnistar urðu undir í átökunum um Evrópu hafa þeir færzt í aukana í Asíu. Þar voru varnirnar miklu veikari en í Evrópu. Hið svokallaða Suðaustur- Asíubandalag, sem Bandarík- in gengu í með nokkrum Asíu þjóðum hefur að vísu reynt að hamla gegn útþenslustefnu Rauða Kína. En þau samtök hafa ekki reynzt eins árang- ursrík og NATO í Evrópu. Hörðustu átökin við komm únismann í Asíu standa nú yfir í Suður-Vietnam, þar sem segja má að styrjöld hafi geisað um árabil. Hvers vegna er barizt í Suður-Vietnam? Árið 1954 var samið um frið í Vietnam. Kommúnistar fengu undirtökin í norðaust- urhluta landsins og lofuðu að að virða sjálfstæði Suður- Vietnam. Þetta samkomulag hafa kommúnistar í Norður- Vietnam svikið. Þeir hafa ekki aðeins blásið að glæð- um borgarastyrjaldar í land- inu, heldur hafa þeir sent skemmdarverkamenn og ógrynni vopna til Suður-Viet- nam. Það er vegna þessara svika og tilrauna Norður-Vietnam til þess að brjóta undir sig Suður-Vietnam, sem nú er barizt í landinu. Þetta er kjarni málsins. Bandaríkin veita Suður-Viet- nam mönnum lið til þess að stöðva framsókn kommún- ismans í Suðaustur-Asíu. Ef þeir hefðu ekki gert það, væru kommúnistar áreiðan- lega fyrir löngu búnir að brjóta undir sig Suður-Viet- nam. Og hver trúir því að þeir hefðu látið við það eitt sitja? Allt bendir til þess að kommúnistar hefðu þá gleipt hvert smáríkið á fætur öðru og allar varnir gegn þeim væru þá brotnar niður í Suð- austur-Asíu. Japanir hugðust í síðustu styrjöld leggja undir sig mik- inn hluta Asíu. Sú ráðagerð þeirra fór út um þúfur fyrst og fremst vegna þess, að þeir hófu styrjöld við Bandaríkin, sem einbeittu hernaðarmætti sínum að því að sigra þá. Jap- anir biðu hrikalegan ósigur. Sameinuðu þjóðirnar undir forustu Bandaríkjanna hrundu árás kommúnista á Suður-Kóreu, þrátt fyrir það að kínverskir kommúnistar sendu ógrynni liðs til þátt- töku í árásarstyrjöldinni. Nú hafa Bandaríkin enn einu sinni tekið að sér það erfiða hlutverk að verja Suð- austur-Asíu fyrir frekari á- sókn kommúnista. Engum dylst að Bandaríkin óska ekki að flækjast inn í nýja styrjöld í Asíu. Það eru ekki þeir, sem hafa hafið átökin í Suð- ur-Vietnam. Orsakir þeirra eru eingöngu samningsrof kommúnista. Gervallt mannkyn þráir frið. Hinn alþjóðlegi komm- únismi og útþenslustefna hans er í dag stærsta hættan, sem að heimsfriðnum steðjar. BARÁTTAN UM ASÍU L síðasta fundi Norðurlanda ^ ráðs, sem haldinn var hér í Reykjavík, var samþykkt áskorun til ríkisstjórna land- anna um að beita sér fyrir stofnun menningarsjóðs Norð urlanda. Jafnhliða ákváðu ríkisstjórnirnar að fram- kvæma þessa ályktun Norð- urlandaráðs. Mun hinn nýi menningarsjóður verja ár- lega þrem milljónum danskra króna eða 18 millj. íslenzkra króna til stuðnings við marg- vísleg menningarmál og menningarstofnanir á Norð- urlöndum. I STÖTTy IIALI DURBAN, S-AFRÍKU. — Gull- stangirnar 20, sem hurfu fyrir mánuði af farþegaskipinu „Cap- etown Castle“, er það var á leið frá Afríku til Southampton í Englandi fundust í gær um borð í skipinu er þáð lagði að bryggju í Durban. Hér var um að ræða 100.000 sterlingspunda virði í gulli. LONDON — Hertoglnn af Windsor var í gær skorinn upp á vinstra auga í þriðja sinn. Að- gerðin heppnaðist vel. AÞENU. — Utanríkisráðherra Kýpur, Spyros Kyrianou, kom til Aþenu í dag frá Nieosiu á leið til New York að sitja þar fund S.Þ. um Kýpurmálið í næstu viku. Ráðlherrann mun eiga við- ræður við grísku stjórnina áður en hann fer vestur, m.a. um það hvort framlengja skuli dvöl her- liðs S.Þ. á eynnL RiO DE JANIEIRO, — 200 stúd- entar í arkitekturdeild Brasilíu- háskóla gerðu óp að Humberto Castello Branco, fiorseta, er hann kom í skólann tiil að flytja þar fyrirlestur. Fimm stúdentanna voru fceknir höndum. LONDON. — Edward prins, fjórða og yngsta barn Elísabet- ar Bretadrottningar, varð eins áns í dag. Hér er um mjög merkilegfc mál að ræða, sem fyllsfca ástæða er til þess að fagna að er nú að komast í fram- kvæmd. Má óhikað telja stofnun menningarsjóðsins eitt merkasta málið, sem 13. þing Norðurlandaráðs fjall- aði um. HELSINGFORS. — Afstýrt var í dag verkfalli blaðamanna og lögð fram drög að nýjum samningum um kaup og kjör innan finnsku blaðamannastétfc- arinnar. Eiaiing er fyrir öllu Moskvu, 12. marz, NTB. FRAVDA, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, mæltist til þess í ritstjórnargrein i da,g, ai* kommúnistaflokkar heims hæitu að elda grátt silfur saman ->g kvað Sovétríkin vilja stuðla að betri sambúð við Kína. í greininni, sem fjallar aðaí- lega um fund kommúnistaflokk- anna í Moskvu í fyrri viku, segir að Sovétstjórnin hafi ekki haft uppi nein skammaskrif undan- farna mánuði og gefið í skyn, að því fordæmi mættu Kínverjar vel fylgja. Kínverjar hafa aftur á móti ráðizt á Sovétstjórnina næc daglega nú undanfarið og saka hina nýju leiðtoga Sovétríkjanna um að framfylgja stefnu Krús- jeffs. Rússar hafa látið árásir þessar lönd og leið og ekki virt þær svars. Um fund kommúnistaflokk- anna segir Pravda að hann hafi verið hinn gagnlegasta og munt tvímælalaust stuðla mjög að auk- inni samheldni kommúnfcsta- flokka heima. Þá itrekar blaðið hug Sovétstjórnarinnar á því að halda alþjóðlega ráðstefnu kommúnistaflokkanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.