Morgunblaðið - 14.03.1965, Page 17

Morgunblaðið - 14.03.1965, Page 17
Sunnudagur 14. marz 1961 W MORGUNBLAÐIÐ 17 Þessi mynd var tekin af Þjórsá við Búrfell fyrir nokkrum dögum RÉYKJÁVÍKURBRÉF I ^ ^Laugardagur 13 morz “* Cunnar Thorodd- sen gerist n sendilierra * I>að þykja að vonum mikil tíð- indi, að Gunnar Thoroddsen skuli hafa ákveðið að taka við sendi- herraembætti íslands í Dan- mörku. Að þessu sinni skal ekki íjölyrt um, hver eftirsjá er að Gunnari úr embætti fjármála- ráðherra. Afburða hæfileikar hans eru viðurkenndir af öllum og fáir íslenzkir stjórnmálamenn hafa aflað sér meiri vinsælda. Gunnar hefur nú í rúm 18 ár sam fleytt gegnt þeim tveim embætt- um, sem einna vandsömust eru hér á landi og meiri dagleg á- nauð fylgir en nokkrum öðrum. Val hans í sendiherrastarfið í Kaupmannahöfn sýnir, hversu ríka áherzlu íslendingar leggja á nána vináttu við okkar fyrri sam bandsþjóð, enda höfum við ekki meiri samskipti við neina aðra en Dani. Til Danmerkur eða um Danmörku liggur leið flestra Is- lendinga, sem fara úr landi. Því fer svo fjarri sem sumir héldu, að sambandsslitin yrðu til þess að rjúfa vináttubönd okkar við Dani, að þau hafa aldrei verið fastknýttari af okkar hálfu en nú. Ágætur erindreki N.oregs liverfur úr landi Johan Cappelen, sendiherra Noregs á íslandi, lét af störfum fyrir tæpum tveimur vikum og hélt heim til Noregs. Þau hjón, Johan og Elisabet frú hans, höfðu dvalið hér nokkuð á þriðja ár. Bæði eru þau óvenju glæsileg ásýndum og hjá þeim deilir ekki litur kosti. Þau reyndust frá/bær ir fulltrúar þjóðar sinnar. Áður en þau komu hingað höfðu þau síðast verið suður í Brazilíu, þar sem Johan Cappelen gegndi sendiherrastarfi hjá þeirri 20 milljón manna hitabeltisþjóð. Viðbrigðin að koma hingað hafa vafalaust verið mikil. En tíman um þurfti ekki að eyða til að leysa nein sérstök vandamál í sambúð Noregs og íslands. Þau hjón gátu ótrufluð gefið sig að því að styrkja hina rótgrónu vin áttu íslendinga og Norðmanna. Engri þjóð erum við líkari og hvergi eru ýms viðfangsefni svip aðri en einmitt í Noregi. Aldrei hefur staðið á Norðmönnum að veita okkur hverja þá fyrir- greiðslu eða leiðbeiningu um til högun mála, er við höfum óskað eftir. í þeim efnum áttum við vissulega góðan talsmann þar sem Johan Cappelen var og eig um enn, þyí að hann hefur nú tekið við mikilvægu starfi í heimalandi sínu. Þar á hann að veita forstöðu stofnun, er sér um aðstoð Noregs til þróunarland- anna, en í þá aðstoð setja Norð menn stolt sitt. Áhugi Johans Cappelen fyrir fslandsmálum sést bezt af því, að hann hefur tekið við skipun í stjórn Nor- ræna hússins í Reykjavík. Með þvi er tryggt, að tengsl hans við ísland slitna ekki í bráð, enda hefur hann lifandi áhuga á því að Norræna húsið og sú starf- semi, sem þar fer fram verði að raunhæfu gagni. Aldarfjórðun^s afmæli Ekki er ýkja algengt, að menn hafi hér á landi setið óslitið full an aldarfjórðung í meiriháttar trúnaðarstöðum í þágu alþjóðar. Þetta kemur af hvoru tveggja, að innlend stjórn með nútima stofn- unurn í alþjóðarþágu er tiltölu- lega ung og að menn veljast yfir leitt ekki til hinna æðsu trúnað- arstarfa fyrr en nokkuð rosknir að aldri. Þess vegría var það á sínum tíma einsdæmi, þegar Magnús heitinn Sigurðsson hafði gegnt bankastjórastörfum íLands bankanum í full 25 ár. Var hon- um þá, mjög að verðugu, haldið mikið samsæti að Hótel Borg, sem þeir, er þar voru, munu ætíð minnast. Þar flutti Eríkur á Hæli Magnúsi sitt listavelgerða kvæði, sem byrjar svo: „Við ríkmannlegan bæjarbrag og Borgarþef sér mjakar allt til Magnúsar, hve mjúklát skref! Ég veglyndari valdamann ei vitað hef, né svpiað þessu saklaust hjarta í silfurref. í Matteusi 10, 16 tjáð er það, sem teljast mega fræði hans, ef gáð er að; þið flettið upp i ritningunni ráð er það, og rýnið vel, því gamalskráð og máð er það“. Þetta samsæti er nú rifjað upp vegna þess að gárungar höfðu orð á því í veizlu Magnúsar, að þótt allir viðurkenndu yfirburði hans, væri samt vafasamt, að hann hefði náð þessu merkisaf- mæli, ef hann hefði þurft að sækja kosningu til starfsins á fárra ára fresti, því að óneitan- lega var nokkur öldugangur á vinsældum hans, eins og flestra annarra. Forseti Fiski- félagsins í 25 ár Utan örfárra starfa, sem menn veljast til eftir stjórnmálaskoðun um að mestu, er það alger und- antekning, að maður sé hérlendis valinn í meiriháttar stöðu með kosningu á fárra ára fresti. Svo er þó um forseta Fiskifélagsins eða fiskimálastjóra eins og hann nú er nefndur. En einmitt nú í vikunni hafði Davíð Ólafsson gegnt því starfi í aldarfjórðung. Til starfsins var hann í fyrstu kjörinn eftir harða kosningabar áttu á Fiskiþingi. Síðan hefur hann ætíð verið endurkjörinn og þykir nú fyrir löngu sjálfkjörinn til stöðunnar á meðan hann fæst til að gegna henni. Davíð nýtur óskoraðs trausts allra þeirra, er hann þekkja, og mest þeirra, sem þekkja hann bezt. Hann hefur ekki" einungis getið sér ágætan orðstír innánlands heldur og á ótal mörgum ráðstefnum erletid- is. Fáum eigum við meira að þakka en honum sigra okkar í landhelgismálinu. Þar sem ella hefur hann sótt mál sitt með hógværð og rökum á þann veg að skapa akkur samúð og virðingu. Davtð lætur aldrei mikið yfir sér, en á tillögur hans er ætíð hlustað með athygli, því að þær mótast af góðvild, vtðsýni og vits munum. Tímamót í íslenzk- norrænni sam- vinnu Gaman er að lesa dóma þeirra, sem bærastir eru, um fund nor- ræna ráðsins í Reykjavík nú í febrúar. Sá maður, sem að öðrum ólöstuðum, þekkir bezt til skipu lags ráðsins og þess starfs sem það útheimtir, segir m.a. í bréfi: „Á sinn veg held ég, að fund urinn hafi myndað tímamót í ís- lenzk-norrænni samvinnu. Ágæt ur hópur fulltrúa þeirra, sem skapa norrænt almenningsálit, gerði sér Ijóst, að Island er ekki einungis land, þar sem menn geta tekið sér frí að sumri til, heldur er í rtkum mæli vinnunnar land, þar sem framfarir eru e.t.v. á sinn veg hraðari en annars stað- ar á Norðurlöndum. Sú hugmynd að hafa venjulegan vinnufund í Reykjavík reyndist framkvæman leg og rétt sökum þess mikla framlags, sem öll islenzk stjórn- völd inntu af hendi, hvert með sínum hætti. Sérstaða íslands í norrænni samvinnu hefur með þessu móti minnkað og ísland fengið með eðlilegum hætti og á þann veg að allir mega sjá sinn eðlilega sess í hversdagslegri samvinnu“. Þá er ekki síður ánægjulegt að lesa hið maklega lof, sem í Nord isk Kontakt er borið á Geir Hall grtmsson borgarstjóra, fyrir hans glæsilegu framkomu og frábæru ræðu í hófi því, sem Reykjavík- urborg hélt fyrir þingfulltrúana. Iíversu margar eru Norðurlanda Sízt mundu íslendingar hafa á móti því, sem Færeyingurinn Dam hreyfði á fundi Norður- landaráðs, að Færeyingar fengju með einhverjum hætti aðild að Norðurlandaráði sem sjötta nor- ræna þjóðin. Vafalaust eru þó á því ýmsir lögformlegir annmark ar, því að Norðurlandaráð er sam band fullvalda ríkja og enn hafa Færeyingar sjálfir ekki óskað eftir því að gerast fullvalda þjóð. Það er þeirra mál en ekki okk- ar. Ef hægt er að finna lausn á þessum vanda, mun sem sagt ekki standa á okkur. En á það er að líta hvoft Norðurlandaþjóð- irnar séu einungis sex. Einar Ol- geirsson hefur bætt hinni sjöundu við, því að hann bendir rétti- lega á, að Grænlendingar eru sér staks þjóðernis og m.a.s. enn frá brugðnari öðrum Norðurlanda- þjóðum en nokkurn tíma Færey ingar. Og ekki tjáir að takmarka sig við þessar sjö þjóðir eða þjóða brot. íbúar Álandseyja hafa um margt sérstöðu ekki ósvipaða Fær eyingum. Og ekki má gleyma þeim, sem nú eru kallaðir Samar, en áður voru nefndir Lappar, og búa nyrzt í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Norðurlandaráð hef- ur einmitt látið sig málefni Sama sérstaklega varða. Víst gæti þáð orðið gagnlegt og ef til vill öðr- um til fyrirmyndar, ef tryggð yrði aðild allra þessara þjóða að Norðurlandaráði. Einn liöfuðstaður í stað þriggja Dr. Benjamín Eiríksson minnt- ist á það í spjalli sínu um dag- inn og veginn nú í vikunni, að áður fyrri hefði mátt segja að ís- land hefði átt þrjá höfuðstaði, þ.e. Þingvelli, Skálholt og Hóla. Þetta má til sanns vegar færa og einnig taka undir það með dr. Benjamin, að sjálfsagt er að gera veg þessara staða sem mestan, eftir því, sem við á i nútíma þjóð félagi. En misskilningur er, ef nokkur heldur, að þessir staðir geti á ný orðið einskonar höfuð- staðir íslands. Reykjavík hefur fyrir löngu unnið sér þann sess, sem héðan af verður ekki af henni tekinn. Einnig er rétt að muna, að það var Islandi sízt til gæfu að höfuðstaðirnir voru þrír. Areiðanlega hgfði betur far ið, ef landsmenn hefðu sameinazt um einn raunverulegan höfuð- stað og eflt hann til forystu, m.a. sem aðalverzlunarstað landsins, eins og Skúli fógeti gerði um Reykjavík á 18. öld. Skorturinn á slíkum höfuðstað var einn helzti veikleikinn við okkar forna þjóðveldi og átti ríkan þátt í að svo fór sem fór. Skúli Magn ússon sýndi í verki, að hann skildi þennan veikleika. Hið sama gerði Jón Sigurðsson nær þrem- ur aldarfjórðungum síðar. Eins og skrif Jóns í Nýjum félagsrit- um sýna, þá gerði hann sér ljóst, að efling Reykjavíkur hlaut að verða ein aðaluppistaða sjálfstæð is íslands, Ástæðulaust er að ef ast um góðan vilja þeirra, sem nú reyna að ónýta verk Jóns Sig urðssonar og flytja Alþingi til Þingvalla, en merkileg er blinda þeirra, ekki einungis á skilyrði fyrir hagkvæmum starfsháttum Alþingis heldur og á hin sögu- legu rök þess, að Alþingi á að halda í Reykjavík og hvergi ann- ars staðar. Hissa á því, að menn segi skoðnn sína Tíminn reynir að klóra sig út úr sínum furðulegum skrifum um það, að menn geti átt heima i Framsóknarflokknum án tillits til þess hvaða skoðanir þeir hafa, einungis ef þeir vilja sameinast í baráttu til að ná völdum- Eng- inn skyldi halda, að þessar skoð anir væru settar fram að ótat- huguðu máli. Þátttaka Framsókn armanna í samstarfi svokallaðra „frjálslyndra flokka" víðs vegar sannar, að þeim stendur vissu- lega á sama í hvorri Keflavíkinni þeir róa. í Ítalíu og Þýzkalandi eru hinir svokölluðu frjálslyndu flokkar, sem Framsókn segist vera í bræðralagi við, yzt til hægri. Þetta er þeim sízt til á- fellis, því að þeir fara alls ekki leynt með skoðanir sínar eins og Framsókn hér. í öðru orðinu þyk ist hún svo vera „vinstri flokk ur“ og hefur þess vegna sérstakt dálæti á Vinstri flokknum í Dan- mörku. Erik Eriksen, formaður hans er tvímælalaust á meðal allra fremstu stjórnmálamánna á Norðurlöndum, en hann fer ekki dult með að hann telur sig höfuðandstæðing sósíalista í Dan mörku jafnt sosialdemokrata sem kommúnista. Hér á landi biðlar Framsókn ákaft til þeirra, sem kalla sig vinstri menn og eru einkanlega róttækir sósíalistar og kommúnistar. Svo einkennilegur sem allur þessi hringsnúningur Tímans er, þá var þó ræða eins Framsóknarþingmanns á Alþingi nú í vikunni enn furðulegri. Meg inefni orða hans var að lýsa undr un sinn yfir, að andstæðingar hans í tilteknu máli skyldu láta uppi skoðanir sínar. Það fannst honum með öllu óeðlilegt að þeir gerðu. Slík hreinskilni um æslci leg yfirdrepsskaparins er óneit- anlega nýstárleg. Þessi talsmaður hreinskilninnar var Kristján Thorlacius. Ekki rénar lieiftin í Þjóðviljanum I Þjóðviljanum mátti hinn 10. rtiarz m.a. lesa þetta: „Það hefur löngum þótt við brenna að ýmsir íslenzkir em- bættismenn ættu erfitt með að temja sér það velsæmi í hátterni sem talið er fyrsta boðorð því- líkra sýslunarmanna í öðrum löndum. Hér er það altítt, að menn sem gegna trúnaðarstörf- um fyrir þjóð sína' láti þær skyld ur sitja á hakanum fyrir hvers- kins eiginhagsmunasnatti og mis- noti raunar oft þann trúnað sem þeim er sýndur til persónulegs ábata. Einnig er það regla að ýms ar stöður, sem rækja þarf af rétt sýni og óhlutdrægni, séu skip- aðar stjórnmálaleiðtogum sem hagnýta sér það vald sem þeim er léð leynt og Ijóst í þágu flokka sinna. Nægir að minna á þá að- ferð að láta forystumenn stjórn málaflokka gegna bankastjóra- störfum í lánastofnunum almenn ings“. Ekki er um að villast, hvert þessu skeyti er stefnt. Á vinstri stjórnarárunum útvegaði Alþýðu bandalagið sér eina bankastjóra- stöðu. í hana var valinn einn af forustumönnum flokksins, þáver andi þingmaður. Sá er nú að vísu horfinn af þingi, en ekki vegna þess að flokkurinn vildi ekki hafa hann, heldur af því að hann undi sér ekki lengur í hinum mislita þingmannahópi flokksins. Nú, fær hann þessa kveðju frá sínum fyrri félögum. Trúlega er hún ekki útilátin af minni ánægju, vegna þess að þar með er einnig nærri höggvið sjálfum formanni A Iþýðubandalagsins I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.