Morgunblaðið - 14.03.1965, Side 20

Morgunblaðið - 14.03.1965, Side 20
20 MOHGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. marz 1965 Verkstjóri — Vélsmiðja Við leitum eftir verkstjóra fyrir vél- smiðju í nágrenni Reykjavíkur. Fyiirtækið er í örum vexti, og mun í náinni framtíð framkvæma víðtæk- ar aðgerðir til afkasta- aukningar. Viðkomandi þarf að vera vanur verk- stjórn, þar sem hann þarfa að hafa á hendi daglega stjórn 20—30 manna. Réttindi járnsmíðameistara eru nauð- synleg og einnig góð þekking á báta- vélum. Vélstjórarétiindi æskileg, en ekki skilyrði. ^ Góð laun fyrir rétta manninn. Frekari upplýsingar veittar í síma 2-10-60. Skriflegar umsóknir sendist til: INDU STRIKON SULENT A/S Skúlagötu 63, Reykjavík. Teknisk og merkantil rasjonalisering. Bygningsteknisk rádgivning. VX-6 Er CADMIUM lögur sem notaður er á rafgeyma jafnt í bíla, flugvélar og báta. CADMIUM heldur rafgeyminum alltaf hreinum og vamar því, að sölt eða súlfat myndist. í stórblaðinu FINANCIAL TIMES LONDON frá 26. sept. 1964 er vottorð sem staðfestir að VX-6 var helt á geymi sem var tveggja ára, en var þá (26. sept. ’64) orðinn þriggja ára. Vottorðið staðfestir að geymirinn hafi verið orðinn lélegur. Eigandinn vottar að geymir- inn hafi strax gefið nýjan kraft og sé ennþá í notkun með góðum árangri. Efnasamsetningin í CADMIUM, leysir upp blýsulfat í geyminum eða þessa hörðu húð sem setzt í holurnar í plötunum og á plöturnar. Athugið hvort ekki hefur myndazt græn eða hvítleit Ifcðja, einkum við sambönd in. Þetta er hættu- merki. Um leið og blýsulfat fer að myndast í geyminum harðnar það og fyllir götin í plötunum. Við hverja fyllta holu þrengist leið straumsins um plötuna. Geymirinn yerður minna virkur en áður og loks ónýtur. Skaðleg blýsúlfaltmyndun götin í plötunum f.vllast. Engin myndun skaðlegra salta, götin í plötunum haldast hrein. VX-6 fæst á öllum benzín-afgreiðslum um land allt og hjá eftirfarandi firmum í Reykjavík: P. Stefánsson h.f. Laugavegi 170 Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16 Ford umboðið Kr. Kristjánsson, Suðurlandsbraut Ræsir h.f. Skúlagötu 59 Egill Vilhjálmsson h.f. Hamar h.f. SÍS, bílabúðin, Ármúla 3. Verðandi h.f. o. m. fl. Umboðsmenn: Hjiilti Björnsson & Co. Sími 12720. — Reykjavík. Míræð í dag: Valdís Jónsdóttir f FÁUM sveitum landsins er fegurð og tj|gn stórbrotnari eða meiri en í uppsveitum Árnessýslu. í Ijósmáli þessa fagra víðáttumikla fjaliahrings gnæfir fjalladrottningin Hekla, með Þríhyrnjngana og jöklana yfir Mýrdalnum og Eyjafjöliun- am til suðurs, en Hestfjalli, Ing- ólfsfjalli, Kálfatindum og Eiriks- jökli til norðurs. Innan þessa hrings bylgist Hvítá fram, stund- um straumhörð og þung, stund- um lygn og blíð, en efst í henni og eigi langt frá er fegursti og ástsælasti foss landsins. Og hér jgefur einnig að iíta „Gróna akra og fögur tún,“ en á milli bera gufustrókar frá heitum upp- sprettum við himin. í faðmi þessara fjalla er Valdís Jónsdótt- ir fædd þ. 1. marz 1875, að Hrafns stöðum í Hrunamannahreppi, dóttir hjónanna þar, þeirra Jóns bónda Einarssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Dvelur Valdís beima í foreidrahúsum, þar til hún, 25 ára að aldri, giftist hinn 8. mai 1900 Jóni Jónssyni Ingimundar- sonar frá Skipholti í sömu sveit, og flytzt þá þangað. í*au hjónin Jón Ingimundarson og kona hans Þorbjörg Jónsdótt- ir höfðu búið í Skipholti allan sinn búskap, og gert garðinn frægan, enda var Skipholt koeta- jörð, það var ekki vandalaust ungri konu, að setjast i slíkt bú, og halda fullri reisn á fornu stór býli, en Vaidís gekk glöð og á- kveðin að því starfi. Öriögin tóku þó hér i taumana, svo að sá draumur hennar' fékk ekki að rætast, að mega eyða þar ævi sinni og gera garðinn enn fræg- ari. Þegar á næsta ári er jörðin og búið selt, og fjöiskyldan öll ákveður að fara til Vesturheims, og leita þar nýrrar gæfu og nýrra auðæva. Gömlu hjónin eiga þar eiztu dóttur sína, sem ásamt manni sínum brýtur þar nýtt land og vill með því tryggja sér og niðjunum sæmilega afkomu Og enn taka öriögin i taumana. Skömmu eftir að salan hefur far- ið fram, er hætt við Vesturheims- förina, svo að fjölskyldan er vegalaus, þegar vorar. Um þessar mundir hugði faðir minn einnig á Vesturheimsför, og vegna kunningsskapar var mælzt til þess, að fjölskyldurnar fylgd- ust að. Faðir minn hafði hinsveg- ar ekkert að selja. Skrldinganes- ið, sem hann bjó á, var í eign aimarra, oig hústofninn sára lítill. I stað þess að halda til Vestur- heims fylgdust fjöiskyidurnar að vestur til Arnarfjarðar, og sett- ust að sitt á hverjum bæ í Ketils Gerum vid kaldavatnskrana og W. C. kassa. Vatnsveita Reykjavíkur. Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis vcróskrá Kdbenhavn 0. 0 Farimagsgade 42 0LAFUR STEPHENSEN LÖGGILTUR SKJALAÞÝÐANDI ENSK BRÉFAVIÐSKIFTI HAFNARSTRÆTI 22 SÍMl 21285 dalahreppi. Faðir minn að Bakka en Skipholtsfjölskyldan að Feigs dal í Bakkadal, og lágu löndin saman. Það var mikið og frítt föru- neyti, sem fluttist á hið forna Kamerráðssetur Feigsdal þetta vor 3901. Gömlu Skipholtshjónin, höfðingjar í lund og virðuleg und ir hvítum hærum. Ungu hjónin Jón og Valdís, bæði glæsiletg með brennandi áhuga til framfara og umbóta, Ágúst, bróðir Jóns, dug- andi maður og drengur góður, systur þeirra Guðfinna og Jó- hanna, báðar í blóma iífsins, spriklandi af fjöri og kæti, og Mapgrét systir þeirra, hin ágæt- asta kona, ásamt manni sínum Ólafi Bjarnasyni prúðum og virðulegum. Mest sópaði þó af Vaidisi. Hún var hér sem drottn- ing með stóra hirð í kringum sig, enda sóttust margir eftir að vera á vist með þeim hjónum í kon- ungsgarði þeirra. Við krakkarnir áttum þar árum saman marga glaða stund. Þar voru öllum opn- ir saliT, þar bjó gleðin, gestrisnin, vináttan oig virðuleikinn, og þar var gott að vera, og ávallt var það umhyggja og persónuleiki Valdísar húsfreyju, sem setti svip inn á þá samfundi. Enginn skyldi óskir og hjörtu unglinganna sem hún. En gleðin ein heimsækir ekki konungsgarða fremur en aðra bú staði. Eina örlaiganótt stóð setrið í björtu báli. Um morgunín gaf þar að h'ta brunarústir einar, þar sem höiiin hafði staðið. Hún var orðin að ösku, gleðin greytt i dap urieik. Það voru mikil og sár um- skipti. Hafist var handa að byggja upp á nýjan leik. Traust og mikið steinhús var reist á rústum þess forna, með fyrstu steinhúsum i þeirri sveit. Bldur- inn skyidi ekki verða þvi að hráð, enda stendur það enn og vitnar um stórhug húsbændanna. Eftir eiiefu ára þrotlausa baráttu gengu hjónin frá húsi og jörð og fiúttu á mölina í Reykjavík. Það var hvorugu létt spor. En allir, sem þeim höfðu kynnst hörmuðu burtför þeirra. Og nú var að mæta nýjum þrautum, atvinnuskortur, veík- indi, fátækt og ailt sem henni fylgir, en aidrei var gefizt upp, Og nú situr Valdís níræð í sínu eigin húsi á Grettisgötu 55c, hugs ar sjálf um heimilið, les blöðin, hlustar á útvarp og fylgist vel með öilum dægurmálum, því að henni er ekkert mannlegt óvið- komandi. Ein og óstudd ferðast hún um borgina, og enginn, sem mætir henni gæti látið sér í hug detta, að hér færi níræð kona. Þegar ég fyrir skömmu hitti hana að máli, fórum við að spjalla um ýmsa þá viðburði, sem orðið hafa í lífi hennar á langri ævi, og mér var forvitni á að vita álit hennar á öllum þeim lífs- venjubreytingum, sem hún hefur verið vitni að og tekið þátt í. „Þeigar ég rabba við ungu kyn- slóðina," segir Valdís, „þá trúir hún engu því, sem ég segi henni um mína æsku, og þá baráttu, sem sú kynsióð átti í, og þau kjör sem hún bjó við. Hún heldur að þetta séu ævintýrasögur, teknar úr bókum og skilur ekki, að það er lífssaga forfeðranna. En ég er óumræðilega glöð yfir öllum hin- um öru qg stórkostlegu framför- um, og ég er svo bjartsýn, að ég FramreiðsEa Stúlka óskast til framreiðslustarfa í veit- ingastofuna TRÖÐ, Austurstræti 18. Uppýsingar (ekki í síma) í TRÖÐ í dag. TRÖÐ. trúi því að umbæturnar haldi stöðugt áfram til biessunar fyrir land og þjóð.“ Þegar ég spyr hana hvaða áiit hún hafi á æskunni sem ellin á svo oft erfitt með að skilja og samræmast, þá er hún mér al- gjörlega sammála um, að æskan í dag sé allt í senn stórbrotin, stór og föigur og stórgölluð. En það er landið okkar líka, og svo lengi, sem hún er í samræmi við landið, er ekkert að óttast. Kost- irnir er arfur, sem ekki máist svo auðveldlega út, gallarnir eru hins vegar tímanlegt fyrirbæri, sem ávallt má umbæta. Og þegar ég spyr hana, hvaða atvik það séu í lífi hennar, sem hún sízt vildi hafa lifað, verður hugurinn fjar- rænn. Eftir nokkrar stundar þögn svarar hún: „Ég veit ekki hvort ég vildi raunverulega vera án nokkurs þeirra. Hin ljúfustu atvikin færðu mér sælu og unað frióvguðu sál mína otg gerðu mig mildari og betri, bi-n erfiðustu atvikin voru ef til vill nauðsyn- legur skóli, sem ekki hefði verið svo hollt að vera án, otg það varð mér mikil hamingja, að þau fjar- læigðu mig aldrei frá skapara mínum. Og það er kannske þvi að þakka, að ég hefi náð þessum aldri. Liklega hefur það verið bezt, að ekkert af því væri ólif- að.“ Þegar ég spyr hana: „Hvar standa rætur þínar dýpst?“, svar- ar hún af bragði: „Þær standa á ýmsum stöðum og allar jafn djúpt hver á sinn máta, og allar nærast þær af minningunum. sem við þær eru bundnar. Ein stendur djúpt í mold æskustöðva minna. Þangað sæki ég á hverju sumri ilm úr fornum lautum. Önnur stendur djúpt hér í borg- inni, þar sem éig hefi lifað flest érin, og háð harðasta baráttu, en líka unnið stærsta sigra. Hér missti ég manninn minn þ. 12. desember 1955, eftir meira en hálfrar aldar dásamiegt hjóna- band og samlíf, og hér við hans hlið vil ég bein mín bera. Hin þriðja stendur vestur við Arnar- fjörð. Oft reikar hugur minn þangað, þótt fjarlægðin banni mér persónulega að koma þangað svo oft, sem ég annars vildi. Þar hvíla tentgdaforeldrar mínir í helgri mold ásamt börnum mín- um þremur, og þar moldaði ég einnig marga fagra drauma um framkvæmdir stórverka.“ Þegar ég að síðustu spyr: „Hvaða heilræði viltu gefa æsk- unni? Þú sem setið hefur langa ævi við lifandi vizkubrunn og bergt af honum mismunandi góm sæta svaladrykki, mættir vita meira um það en margur annar, hvað æskunni er hollast." „Æskunni get ég aðeins gefið eitt óbrigðult ráð“, segir Valdís, og það er: „Á guð þinn og landið skaltu trúa. Þá mun henni farn- ast vel.“ Alla hina löngu ævi hefur Val- dís verið stór í gleði sinni og fórnum, en stærst hefur hún jafn an verið í mótlæti og sorgum. Þá var reisn hennar mest, aflið stærst oig trú hennar sterkust. Og þá var og kærleikur hennar mest ur. Ég sendi henni í dag hugheilar' hamingjuóskir með þakklæti fyr- ir alla hennar vináttu í marga tugi ára, og bið þess, að Guð gefi henni friðsælt og fagurt ævi- kvöld. Mætti land vort eignast maraar slíkar konur. Gísli Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.