Morgunblaðið - 14.03.1965, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.03.1965, Qupperneq 23
Sunnudagur 14. marz 1965 MORGUNBLAÐID 23 Skynsamleg staða landbúnaðar er að ■ J. XM ii |i fTTnrmnfn5?rl‘l Æ MM m m- _ n m I S TÚNGARÐINNf ullnægja aiems þörfum landsmanna GUNNAR BJARNASON, kennari og ráðunautur á Hvanneyri, var á ferðinni hér í bænum nýlega. Við hittum hann að máli og röbbuðum við hann nokkra stund. Það fylgir Gunnari jafnan „frískt púst, þar sem mörg vanda- mál sjást frá nýjum hlið- um“ eins og prófessor dr. phil. Hjalmar Clausen sagði í bréfi til landbúnað- arráðherra fyrir tveimur árum, þar sem hann lýsir dvöl Gunnars við fram- haldsnám undir hand- leiðslu hans, er Gunnar var að kynna sér svína- og alifuglarækt í Dan- mörku. Við spurðum Gunnar að því hvaða „fríska piist“ hann vildi nú færa okkur og sagði hann það nýjast, að hann væri að koma ofan úr útvarpi, þar sem hann hefði verið þátttak- andi í útvarpsþætti Sig- urðar Magnússonar fulltrúa ásamt Gunnari Guðibjartssyni formanni Stéttarsambands baenda og Ax-tihúr Alexander Guðmundssyni. Fyrir þá þre- menningana hafði Sigurður Magnússon lagt spurniniguma; Hvaða leiðir viljið þér fara til að tryggja landibúnaðin- um skynsamlega stbðu í efnahagskerfi íslendinga árið 2000? Gunnar Bjamason sagðist hafa í meginmáli svarað spurningunni á þessa leið: Að mínu viti er það skyn- samleg staða landbúnaðar í efnáhagskerfi Islendinga, að láta hann fullnægja þörfum landsins fyrir mjólkurvörur kjötmeti, egg og gróðurlhúsa- framleiðslu. Atlar hinar Norðurlanda- þjóðirnar hafa lýst yfir „eig- in-þarfa“ landbúnaðarstefnu nerna Danir, en hjá þeim vex hlutdeild iðnaðar hröðum skrefum i gjaldeyrisöflun- inni. Svíar stefna að nokkrum innflutningi búsafurða til að láta samkeppni halda niðri vöruverði og knýja heirna- menn til stöðugra umbóta í fraimleiðsluháttum. tslendingar eru eina Norð- urlandaþjóðin, þar sem bæði félagsleg og pólibisk forusta bænda í tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins hefur lýst því yfir sem stefnu í landbúnaðarmálum, að auka sk’Uli landnám, nýyrkju rafvæðingu og byggingar í sveitum með lánveitingum og ríkisstyrkjum í því augna- miði að framleiða sauðfjár- afurðir til gjaldeyrisö<fiunar. Árleg nýyrkja er nú 5000 hektarar og stefnt er að stærri átökum með nýjum jarðræktarlögxxim. Vaxi rækt- að land árlega, sem þessu nemur, fram að aldamótum þá verður það orðið um 270 þúsund hektarar. Þarfir þjóð- arinnar krefjast þá aðeins um 120 þúsund hekbara og verð- ur að framleiða til útflutn- ings af 150 þúsxind hekturum, en það mundi verða um 42 þúsund tonn, ef reiknað er með að hver hektari fram- fleyti 14. ám og hver þeirra gefi 20 kíló af kjöti. Ég sé ekki, heldur Gunnar áfram, að bændur muni geta lækkað framleiðslukostnað neitt að ráði, því að fjár- bændur eru nú tekjulitlir og framleiðslukosbnaðurinn vex sé fé að ráði alið á ræktuðu landi. En nú fáum við óikeyp- , is fóður handa fjárstofninum í 5-6 mánúði og allt vaxtarfóð ur lambanna á sumrin. Menn ræða með bjartsýni um út- flutning á gæru og ull. En það má ekki gleymast að þetta eru aukaafurðir fjár- ræktarinnar og hverri gæru, sem vegur aðeins um þrjú kíló fylgja um 14 kíló af kjöti, sem þarf að verðbæta til helminga, en það þýðir að útflutningsverðið greiðir sem næst útlagðan kostnað við framleiðsluna, en íslenzkir skattþegnar greiða mestan hluta af kaupi bóndans. Með óibreyttu verðlagi yrðu út- flutningsuppbætur um alda- mót á kindakjöti um þúsund milljónir króna eða um kr. 3000 á mannsbarn í landinu, en nú eru uppbæturnar varla kr. 400 á íbúa. Því fólki fjölgar nú ört, bæði í borg og byggð, sem skilur bvað í þessari landbún aðarráðstefnu felst, hvað hún kostar sjóðina í dag og á næstu áratugum. Ljóst er að það verður að auka verulega opinber fram- lög, hækka niðurgreiðslur og útfluningsuppbætur, ef þessi stefna á að ná tilætluðum ár- angri. I>ví að allt útlit er nú íyrir að heilar sveitir fari í eyði, jafnvel í beztu landbú- naðarhéruðunum, vegna þess, að fólkið ber of lítið úr bít- um miðað við aðrar stéttir. Ég gerði um daginn abhugun Hreppar: Fjöldi lögbýla Eyðibýli frá 1950 Ógiftir bændur Ein gömul hjón eftir á jörðum Aldur bænda: Yfir 60 ára 30—60 ára undir 30 ára Nýbýli frá 1950 Einsetumenn Aðalvinna af öðru en búskap Bændur með prófi frá búnaðarskóla 12345673 Samt. 27 40 18 30 30 30 60 20 285 3410 15 695 43 56752481 37 1 6 7 13 7 25 15 25 12 22 11 11 40 18 68 145 14 17 5 27 1 8 18 6 45 SKÝRINGAR: 1. Frá 1950 hafa 43 býli farið í eyði í 8 hreppum, en 17 ný- býli verið reist. 2. Á 285 lögbýlum búa alls 227 bændur. Um 79% af lög- býlum eru setin, en um 21% í eyði. 3. Ógiftir bændur, fullorðnir bændur einir eftir með konu sína og einsetumenn eru alls um 24% eða fjórði hluti bænda. á átta góðsveitum með aðstoð nemenda minna á Hvanneyri, og þá kom í ljós, að 43 jarðir eða 15% þeirra höfðu far- ið í eyði síðan 1950. í>arna bjuggu 227 bændur, 30% af þeim eru yfir sextugt, en að- Gunnar Bjarnason. eins 6% undir þrítugu. 25% þessara bænda eru annað- hvort einsetumenn eða þeir búa ógiftir með ráðskonu eða um var að ræða fullorðin hjón, sem börn og skyldulið hefur yfirgefið. Tíundi hver bóndi hefur aðalatvinnu af öðru en búskap og aðeins tveir af hverjum tíu hafa numið búfræði í skóla. Þess- ar tölur tala sínu máli. Það má benda á leiðir og úrræði til að leysa þau vanda mál, sem nú steðja að land- búnaðinum og þjóðinni alllri vegna hans. í þessu sambandi vil ég að- eins nefna að það væri fróð- legt að gera athugun á því, hve margir bændur myndu vilja selja jarðir sínar og bú- stofn, ef boðið væri verð, sem miðaðist við hálfa milljón króna út í hönd fyrir meðalbú og meðal jörð. Þegar fyrir liggur hve margir svara má benda á leið til að leysa vandann með sömu eða minni álögum á þjóðina en nú er varið til útflutningsuppbóta. Miðað við „eigin-þarfa“ landbúnaðarstefnu nægir að rækta 800-900 hektara á ári til aldamóta í stað 5000 hekt- ara eins og nú er gert. Við munum ekki geta aukið neyzlu á kjöti, því að við er- um mestu próteinneytendur heims, þegar fiskmeti er með reiknað og höfum einnig heimsmet í, mjólkudrykkju. Miklum meirihluta þjóðarinn ar er orðið ljóst, að það þarf að breyta um stefnu í land- búnaðarmálum. Það 'má ekki dragast mikið lengur að gera aldamótaáætlun. Ég er ekki í vafa um, að þegar rannsókn um og undirbúningi er lokið, þá verður stefnan í stórum dráttum þessi: 1. Fóður búfjárins verður framleitt í 50-60 fóðurverk- smiðjum, sem hver nýtir 2000 hektara af landi. Jarðyrkja og búfjárrækt skiljast að. 2. Mjólk og lítið af smjöri verður framleitt úr 50 þús- und kúm, sem standa í hundr að fjósum. Nautakjöt verður framleitt af einblendingum af holdakynjum. 3. Afurðir af svínum og ali- fugli 11 verða framleidd á nokkrum stórbúum á jarð- hitasvæðum. 4. Loðskinn verða fram- leidd af minnkum og ohinc- hille. Mikilvægur iðnaður mun byggjast upp í landinu, sem hagnýtir þessi skiinn og gærur. Þessi iðnaður gerir kröfur til smekkvási og list- fengi, sem íslendingar eiga nóg af. 5. Sauðfjárrækt verður stunduð áfram af þróttmikl- um fjallabændum, en efna- menn munU einnig stunda ræktun og kynbætur sauðfjár sér til skemmtunar. 6. Islenzki reiðhesturinn verður ræktaðxir eins og nú, landsmönnum til unaðar og til frægðar meðal annarra þjóða. Landið býr yfir þremur grundvallarverðmætum: Orku, fiskimiðum og gróður- mold. Mönnum er ljóst að okkur ber að hraða nýtingu orkunnar, því innan fárra áratuga kann þessi orka að verða orðin úrelt. Þarna þarf þjóðin að einbeita kröftum og fjármagni. Fiskimiðin eru þau auðugustu í heimi og þau munu gefa okkur fæðu og hráefni til iðnaðar og gjaldeyrisöflunar í marga ára tugi ennþá. Landið er stórt miðað við stærð þjóðarinnar og áætlaðar 3-4 millj hekt- ara af ræktanlegu landi miuni geta fætt 10 milljóna þjóð á mjólk og kjöti. En landið er „óprédúktíft" miðað við önnur lönd Evrópu, því að þegar meðal uppskera í Danimörku er talin vera 4,570 fitueiningar af hektara þá gefur íslenzk jörð með svipuðu áburðarmagni og til- kostnaði aðeins 2.250 fituein- ingar af hektara. Þetta er gild ástæða til að við sættum okkur við að greiða hærra verð fyrir íslenzkar búsafurðir en innfluttar erlendar gætu kostað. En það er um leið hæpinn grundvöllur til að byggja á útflutningsfram- leiðslu í samkeppni við Dani og aðra, sem fá miklu meiri og fjölbreyttari uppskeru af landi sínu. Látum landið bíða og rækt- um það hægt og eftir þörf- um. Það fer ekki frá okkur, en við skulum friða það eft- ir föngum, græða það og bæta i byggð og á afréttum, svo að afkomendur akkar þakki okkur það síðar og meti okkur í sinni sögu, sem landsbótamenn. Þannig fórust Gun.nari Bjarnasyni orð í tilefni þessa útvarpsþáttar. Vissulega kem ur Gunnar þarna með „frískt púst“ eins og danski pró- fessorinn sagði, hvort sem það gengur eftir í einu og öllu, sem hann hugleiðir. Hitt er jafn ljóst, að þetta vekur okkur til umhugsunar um, hvórt ekki sé orðið tíma- bært að breyta landbúnaðar- stefnu okkar frá því setn hún er í dag. Sú breyting skeður vissulega ekki með neinni byltingu, heldur þróast hún hægt í þá átt, sem þörfin krefur á hverjum tima. Land búnaðinúm er nauðsynlegt, eins og öðrum atvinnugrein- um þjóðfélagsins, að skilja sinn vitjunartíma. Það vita allir, að stórkostlegar lífs- venjulbreytingar hafa farið fram hér á landi, sem í öðr- um löndum. Véltæknin hefur stórlega létt líkamlegu erfiði af þjóðinni. Með slíkum lífs- venj ubreytin.gum er ekkert eðlilegra en að neyzluþörf þjóðarinnar breytist. Þar sem nú landbúnaðurinn legg- ur okkur til stóran, eða stærstan hluta þess, sem við daglega neytum, þá er ekkert eðlilegra en að hann verði að breyta sínum framleiðslu- háttum eftir því sem neyzlu- þörfin breytist. Aðdróttanir um mútuþræla í stöðu pró- fessora breytir þar engu. I þessu sambandi er mjög fróð legt að athuga töflu, sem Gunnar Bjarnason hefur tek- ið saman um neyzlu nokk- urra landbúnaðarafurða árið 1934, 1950 og 1960 í nokkrum löndum. Þar má glöggt sjá hverjar lífsvenjubreytingar hafa orðið með þessum þjóð- um. Það er athyglisvert að í kjöt- og mjólkurneyzlu eru íslendingar árið 1960 lang- hæstir, þegar undan er skilin kjötneyzla í Bandaríkj unum. En við sláum öll met í mjólk- urneyzlu. Til fróðleiks fyrir þá, sem vildu kynna sér yfirlit yfir neyzlu nokkra landbúnaðar- afurða í ýmsum löndum, og athugun á búsetu í nokkrum góðsveitum árið 1985 látum við fylgja þessari grein tvö yfirlit, sem Gimnar Bjama- son hefur gert um þessi efni. Látum við þessu rabbi við Gunnar Bjarnason lokið að sinni. Hvort þetta verður 9Ú stefna, sem tekin verður upp í íslenzkum landbúnaði í ná- inni framtíð, skal ósagt látið. Hitt er staðreynd, að ekki má dragast stundinni lengur að grandskoða landbúnaðar- stefnu okkar í dag ofan I kjölinn og gerbreyta henni ef íslenzkur landbúnaður & ekki í nánni frawtíð að lenda út í algert öngþveiti. vig. N E Y Z L A nokkurra landbúnaðarafurða árin 1934, 1950 og 1960 í nokkr- um löndum. Á töflunni koma í ljós lífsvenjubreytingar þjóðanna. • Ársneyxla í kg á mann: Kjöt Mjólk Egg Mjölv. Sykur (smjör undansk.) 1. ísland 1934 51 216 120 4« 1950 80 249 105 35 1960 80 330 5? 2. Noregur 1934 38 188 119 30 1950 37 523 7 116 37 1960 37 300 8 79 39 3. Danmörk 1934 75 167 94 50 1950 56 170 7 98 38 1960 73 230 10 79 47 4. Bretland 1934 60 100 94 46 1950 46 160 12 101 35 1960 71 180 15 84 50 5. Bandaríkin 1934 62 221 93 43 1950 71 238 20 75 45 1960 95 210 20 66 41 6. Frakkland 1934 53 86 124 24 1950 54 92 9 117 22 1960 74 160 11 107 32 7. Svíþjóð 1934 49 250 95 43 1950 47 237 10 85 47 1960 49 230 10 71 41

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.