Morgunblaðið - 14.03.1965, Page 28

Morgunblaðið - 14.03.1965, Page 28
28 Sunnudagur 14. marz.1965 MORGUNBLADID Victoria Holt Höföingjasetrið ' — Guði sé lof! sagði Kim. Og ég þakkaði líka guði fyrir það. Því að ég hafði breytzt um nótt- ina. l>að var eins og einhver sól- argeisli hefði skinið inn í myrkr- ið, sem umlukti mig. Þetta var ekki endirinn hjá mér. Ég var ung, ég var falleg og ég var lif- andi Nokkrum mánuðum seinna dó Reuben Pengaster. Mellyora faerði mér fréttirnar. — Jæja, þá getur maður aftur sofið rólegur, sagði Kim. Ég get alveg sagt ykkur það núna, að ég hef lifað í stöðugum ótta um að hann slyppi út aftur og réðist að þér. Ég brosti til hans. Beizkjan var öll horfin úr huga mínum. Hann var maðurinn hennar Mellyoru og síðan þessa nótt, sem réð svo miklum úrslitum fyrir mér, var mér farið að þykja það vera ekki nema eðlilegt-og sjálfsagt. Kim var ekki mér ætlaður. Ég dáðist enn að honum, en tilfinn- ingar mínar til hans höfðu tekið breytingum. Ég var jafnvel farin að sjá, að hefði ég gifzt honum, hefði hjónaband okkar aldrei orðið eins hamingjusamt og þeirra Mellyoru var. Þau voru eins og sköpuð hvort fyrir ann- að. Amma hafði viljað, að ég gifti mig aftur. Kannski var einhvers staðar í heiminum einhver, sem gæti elskað mig og ég gæti elskað og sannað þannig ummæli ömmu, að hamingjan getur eins vel átt heima í leirkofa og á herrasetrL ■mKnan 40 «r En hann yrði að vera sterkur — sterkari en ég. Og snögglega datt mér í hug það, sem amma sagði: „Ég vona, að þú, fengir þennan unga prest. Þess hafði ég helzt af öllu óskað“. Og ég fór að hugsa um Davíð, sem hafði elskað mig svo lengi, og beðið eftir mér, og nú datt mér í hug, að þar væri að finna þennan styrkleika . . . styrkleika þolinmæðinnar og sjálfsfórnar- innar . . ■ mann, serri elskaði aðra meira en sjálfan sig. Davíð! Mér fannst ég sjá hann í allt öðru ljósi en áður. Þetta var víst í fyrsta sinn, sem ég sá hann eins og hann var raunveru- lega. Og svo var það Carlyon. Sam- bandið milli okkar var orðið breytt. Ég elskaði hann engu síð- ur en áður, en ég hafði lært hve mikils virði honum væri sitt eigið líf, engu síður en mér var mitt. Nú gat ég sagt honum, að hann gæti lifað sínu eigin lífi að vild. Og af því að ég segði honum það, tækist aftur vinátta og traust með okkur. Ég horfði út um gluggann í Ekkjuhúsinu og hugsaði um líf mitt og þá breytingu, sem var smámsaman að verða á mér. Ég var ekki framar innilokuð af múrsteinum, sem ég hafði lagt með eigin hendi. Þegar ég leit út, sá ég ein- hvern koma gangandi yfir gras- flötina að framdyrunum. Maður- inn stikaði áfram, brosandi. Hann vissi ekki, að ég sá hann. Það var öryggi í svip hans — og einnig gleði. Ég barði í rúðuna. — Davíð- kallaði ég. — Davíð! Hann stanzaði og horfði upp. Þá kom hann auga á mig og brosti. — Ég kem út, kallaði ég. Og þegar ég gekk út til hans, fannst mér amma horfa á okkur með ánægjubros á vör. (Sögulok). Verzlanir til sölu Matvöruverzlun á góðum stað með örugg viðskipti til sölu. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Gott leiguhúsnæði, Vefnaðar og snyrtivöruverzlun á góðum stað í út- hverfi borgarinnar. Góður lager og innréttingar. Rúmgott leiguhúsnæði. Upplýsingar ekki gefnar síma. MIÐBORG LAND^ - enw SD^ FJOLHÆFASTA ROVER farartækiA á landi Þeir, sem í dreifbýlinu búa, geta ekki skroppið milli staða í strætis- vagnL þess vegna verða þeir að eiga eða hafa til afnota farartækL sem þeir geta treyst á islenzkum vegum og í íslenzkri veðráttu. Farartækb sem getur fullnægt kröfum þeirra og þörfum. Allir þeir, sem þurfa traustan, aflmikinn og þægilegan bíL ættu að athuga, hvort það sé ekki Land/ Rover, se-m uppfyllir kröfur þeirra EIGNASALA — LÆKJARTORGI T ALSTÖÐV AR Erum umboðsmenn fyrir hinar þekktu og ódýru CARFONE VHF-FM talstöðvar. Fallegar, sterkar, endingargóðar. — Allt í éinu stykki. 2 rása................... kr. 18.000,00 3 rása.................... — 19.250,00 4 rása.................... — 20.500,00 Bifreiðastjórar, bifreiðastöðvar, sölumenn, útgerðar menn, verktakar! Kynnið yður kosti CARFONE. Leitið upplýsinga. T. Hannesson & Co Ltd. Brautarholti 20. — Sími 15935. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa t Morgunblað'inu en öðrum blöðum. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, simi 51247. KALLI KÚREKI Teiknari: J. MORA AKUREYRI WELL.TOU&H BOY, YOU gEáDY? V/HO'S YOUR NEKTOF KlM? Jæja piltur, ertu þá tilbúinn. Nú er þinn leikur.“ „Þetta var bara heppni. Látum hann leika þetta aftur.“ „Nei, ég er orðinn þreyttur á þess- um sýningum. Ég hef gefið þér tæki- „Nú bíðið örlítið“. „Ef þú ert ékki færi til að láta af þessari vitleysu og sannfærður, komdu þá og líttu á ef þú ert ennþá ákveðinn í að binda staðinn þar sem flaskan stóð.“ __ endi á hið gagnslausa h'f þitt þá ....“ Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur i dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allaii Eyjaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.