Morgunblaðið - 26.03.1965, Síða 15
1 FBstudagur 99. mVrs 1963
MORCUNBLAÐIÐ
15
Gjaldeyristekjur af erlendum
feröamönnum 82 millj. kr. ’64
lancíL tíííkast, og talið að fæ-li út-
lendinga frá ferðalögum á Is-
landi, til dæmici gjaildmæla í
ieiguibifreiðum. Hvaða auigum lít
ur ferðamálaráð þessi mól?
— Gjaldmælarnir eru afskap-
lega hvimleitt vandamál. A m*l
unum stendur miktu lægri upp-
hæð en siðan er inn.heimt af
farþegum. Flestir útlendingar
halda að bílstjórarnir séu að
stela af þeim. Við höfum sent
bréf tit bílstjórafélagsins Frama
og óskað eftir samvinnu þeirra
um að leyisa málið á viðunandi
hátt.
Samtal við Luðvig Hjólmtýsson,
iormann lerðamólaráðs
FERÐAMÁLARÁÐ var stofnað
með lögum 30. april, 1964, og.
kom það fyrst saman til fundar
1. júli sl. í því eiga sæti Lúðvig
Hjálmtýsson, sem er formaður
og framkvæmdastjóri þess, skip-
aður af ráðherra, Albert Guð-
mundsson, varaformaður, einnig
skipaður af ráðherra, auk full-
trúa frá 9 aðilum, Sigurlaugur
l»orkelsson frá Eimskipafélagi ís-
lands, Ágúst Hafberg frá Flug-
félagi sérleyfishafa, I.árus Otte-
sen frá Ferðafélagi íslands, Birg-
ir Þorgilsson frá Flugfélagi ís-
lands, Sigurður Magnússon frá
Loftleiðum, Þorleifur Þórðarson
frá Ferðaskrifstofu ríkisins, Pét-
ur Daníelsson frá Sambandi veit
inga- og gistihúsaeigenda, og
Geir H. Zoega frá Félagi ís-
lenzkra ferðaskrifstofa. Morgun-
þlaðið hafði fyrir skömmu sam-
tal við Lúðvig Hjálmtýsson og
spurði hann um starfsemi Ferða
málaráðs.
— Við höldum vikulega fundi,
sag'ói Lúðvig, og fyrir tveim
mánuðum fengum við loksins
fast aðsetur hér á Skólavörðu-
stíg 12. Hlutverk ráðsins er að
vera Alþingi og ríkisstjórn ráð-
gefándi um allt, sem lýtur að
ferðamálum á landinu og gera
tillögur til umibóta, t.d. um skip-
an gistiihúsmálanna og tillögur
um lánveitingar úr ferðamála-
sjóði, sem stofnaður var með
sömu lögum og ráðið. Heimi’d
er til að taka að láni allt að 20
mLllj kr. til að endurlána. Auk
þessa hefur sjóðurinn tekjur á
fjarlögum, 1,5 millj. kr. árið 1965.
— Eruð þið farnir áð lána úr
sjcðnum,?
— Nei, ekki ennþá, þar sem
við höfum ekki fengið til um-
ráða féð, sem heimildin er fyrir.
Hins vegar hefur Ingólfur Jóns-
®on ráðherra, gefið okkur fyrir-
heit um það, að fer’ðamálasjóður
muni fá 10 millj. kr. sem von-
andi yrði handibært fyrir mitt
yfirstandandi ár. Virðist svo sem
hægt verði að endurlána það á
síðari hluta ársins. Seinni 10
milljónirnar kveðst ráðherra
munu beita sér fyrir að fáist á
næsta ári,
— Eru umsóknir um lán úr
sjó'ónum teknar að berast?
— Já, þær byrjuðu að streyma
að, strax eftir að ferðamálaráð
eettist á rökstóla. Voru það um-
sóknir um lán bæði til endurbóta
og nýbygginga á gistihúsum.
82 millj. kr. gjaldeyristekjur
1964.
— Ferðamálin eru orðinn svo
ríkur þáttur í efnahags- og at-
vinnulífi flestra þjó'ða, að mikið
rfður á hvernig til tekst um skipu
lagningu þeirra og stjórn, hélt
Lúðvíg áfram.
— Hve miklar voru gjaldeyris
tekjur íslendinga af erlendum
ferðamönnum á síðastliðnu ári?
— Þær voru 82 milljónir króna
Árið 1963 voru þær 56 milljónir.
2)2,969 erlendir ferðamenn komu
til landsins, 1964, en 1963 komu
17,575. í þessum gjaldeyristekj-
um eru ekki tekin með í reikn-
inginn fargjöld flug- og skipa-
félaganna, né heldur tekjur af
viðskiptuim fríhafnanna. Ekki
er svo vafi á því, áð ferðamanna
straumurinn á eftir að vaxa
geysilega á næstu árum, og tekj-
ur þessar að auikast að sarma
•kapi.
— Hiöfum við nokkur hótei til
að taka við slíkri aukningu?
— Það skprtir mikið á að lands
byggðin sé undir það búin, þótt
ástandi'ð sé mjög að batna í
Reykjavík, einkum eftir að Loft-
leiðahótelið verður til'búið, vorið
1966.
— Hvaða ráðstafanir eru gerð
ar til að bæta úr hótelskortinum
úti á landi?
— Mikil og góð bót hefur
þegar verfð ráðin á þessu ástandi
fyrir tilstuðlan Ferðaskrifstofu
ríkisins, þar sem mörgum skól-
um úti um land er breytt í
sumarhótel í kennsluhléinu.
Margt af þessum skólum eru
ágæt húis og má því með tiltölu-
lega litlum tilkostnaði breyta
þeim í boðleg hótel.
— Anna hótelin í Reykjavík
eftirspurn?
— Mestan hluta ársins nægja
þau. En á surnrin væri neyðar-
ástand um hýsingu gesta, eif
stúdentag'arðarnir væru ekki
reknir sem hótel. Þá eru íslend-
ingar utan af landi, sem koma
í kaupstaðarferð, að byrja að
iáta sér detta í hug a'ð búa á
hóteli í stað þess að gista hjá ætt-
ingjum eða vinum. Ég gerði að
garnni mínu athugun á því, hve
margir íslendingar væru gest-
komandi í Reykjavík að jafn-
aði á nóttú, og komst að því, að
þeir væru ekki færri en 500 til
600. Eru það menn í viðskipta-
erindum, sjúklingar a'ð ná sér
eftir spítalavist, fólk í læknis-
rannsókn og fleiri erindagerðum.
Mörgum kann að koma það
spánskt fyrir sjónir, en þó er
það staðreynd, að ef við byggj-
um við jafnháþróaða hótelmenn-
ingu og nágrannaþjóðir okkar,
þá mundi hótelrými í Reykjavík
ekki nægja íslendingum einum.
Gera þarf svæði fyrir tjaldstæði
í Reykjavik.
— Hverjar hafa verið helztu
tiilögur ferðamálaráðs, síðan það
tók til starfa?
— Okkur er ekkert óviðkom-
andi, sem snertir á einhvern hátt
ferðamálin. Mörg mál eru rædd,
svo sem samgöngumál, verðlag
og ástand gistihúsa um land allt,
og mörgum tillögum hefur verið
hreyft. En margir þurfa að
hjálpast að, ef verulegar fram-
farir eiga að verða á þessu sviði
og höfum við ákveðið að halda
ferðamálaráðstefnu í vor. Þang-
að verður bóðið öllum þeim,
sem við álítum að málin varði.
— Við sendum borgarráði bréf
fyrir skömmu og lögðum til, að
komið verði upp svæði fyrir tjald
búðir í Reykjavík á stað, sem
vel liggur við ferðum strætis-
vagna og þar sem sett væru upp
salerni, aðstaða til þvotta og
snyrtingar auk söluskýlis með
gæzlumanni. Okkur finnst ekki
óeðlilegt, að Reykjavíkurborg
grefði fyrir ferðamönnum, þar
sem a.m.k. helmingur þesisara 82
milljóna renna í vasa borgarbúa.
— Einnig skrifuðum við borg-
arráði til að taka undir tillögu
sem fram kom í grein eftir Sig-
urð Magnússon i Morgunblað-
inu, þess efnis að staðsett verði
fyrirmyndar gróðurhús á góðurn
stáð í bænum, t.d. í Laugardal
eða á Klarobratúni. í gróðurhúsi
þessu ætti að vera safn alls þess
gróðurs, sem hægt er að rækba
við jarðhita.
— Hvað hefuir verið rætt um
verðlagið á íslandi?
— Vfð höfum, að mínu viit,
slegið öll met í verðhækkunum
á síðustu bveim árum, þótt að
vísu sé verðlag allsstaðar hækk
andi t.d. í Danmörku, þar sem
geysimikið er um erlenda ferða-
menn. Við megum vara okikur
að spenna bogann ekki of hátt.
Geir H. Zoega, sem tekur á móti
flestum útlendingum, er til lands
ins koma, sagði mér, að skipa-
félögin erlendu hefðu haft á
Lúðvik Hjátmtýsson
orði að láta farþegana af skemmti
ferðaskipunum ganga um á
landi, en koma um borð á mál-
tíðum, ef verðlagið hér héldi á-
fram að hækka svona ár frá ári.
Með hækkúðu verði misstum við
hreinlegg markaðinn
— Svo er önnur reginfirra í
verðlagi á íslandi og hún liggur
i því, að ekki er gerður nægi-
legur greinarmunur á verði vara
og þjónustu með tilliti til gæða.
Það nær til dæmis engri átt, að
sölusk'áli við þjó'ðveginn selji
kaft'i og vínadbrauð á næstum
því sama verði og beztu hótel-
Ln í Reykjavfk.
— Hvað er hægt að gera til
að koma á einihverskonar flokk-
un?
— Sá hængur hefur verið á,
að ekki er til á einurn stað skrá
yfir alla veitinga- og gististaði á
landinu og ásigkomulag þeirra.
Nú er hins vegar orðin til stofn-
un, Gisti- og veitingastáðaeftirlit
ríkisins, og forstöðumaður henn-
ar, Edward Frederiksen, hefur
að undanförnu ferðazt um land-
ið og kynnt sér staðina. Vinnur
Edward nú að því að gera ná-
kvæma skrá eða skýrslu um
rannsóknir sínar. Ég tel, að
þarna sé verið áð vinna ákaflega
merkilegt starf, sem gefi góða
mynd af ástandinu eins og það
raunverulega er. Þá fyrst er
hægt að taka tii við úrbætur.
Æskilegt er að ferðaskrifstof-
urna.r og fleiri aðilar hafi í hönd
um lista yfir hótel og veitinga-
hús, þar sem þa>u væru flokkuð
eftir gæðum og þeirri þjónustu,
sem þau veita.
— í blaðaskrifum hefur veri'ð
getið um ýmislegt, sem hér á
— Hvað er að segja um 25
króna aðgangseyrinn að veitinga
stöðunuro?
— Það mál var snemma rætf
hér í ráðinu. Það er samdóima
álit þeirra, sem bezt þekkja til,
að erfitt sé að koma útlendingum
I skilning urp það, að þeir þurfi
að kaupa sér aðgang að matlborði.
Hins vegar er það staðreynd, að
sjóðirnir, sem tekjur £á af þessu
gjaldi, mega í engu missa. Við
höfum skrifað menntamálaráðu-
neytinu bréf um málið og bíðum
nú svars um það, hvort ekiki séu
eimhverjar leiðir færar til að afla
þessa tekna annarsstaðar.
— En veitingmenn fiá nú einnig
15 krónur af gjaldinu. Er það
ekki?
— Jú, að vísu. 10 krónur eru
fatagjald, og það er einnig er
ábyrgðartrygging hússins gegn
tjóni eða tapi á fatnaði, sem oft
er rándýr. Þá eru 5 krónur í inn-
heimtulaun fyrir skattinn. Held
ég að veitingamenn séu ekki of-
sælir af því, þar sem hafa þarf
sérstakan mann við þá inn-
heimtu.
— Hvernig lízt þér svo á fram
tfð íslenzkra ferðamála?
— Mér lízt mjög vel á hana,
ef ekki verða stórkostlegar breyt
ingar til hins verra í efnahags-
málum þjóðarinnar. Skilningur
ráðamanna og almennings hefur
verið prýðilegur. En hér er núk-
ið verk að vinna á óplægðum
akri. Beztur árangur fæsf ekki
endilega með því að fara sér allt-
of geyst, því að lengí býr að
fyrstu gerð.
Mynd þessa tok oi. K. M. í gær hjá Olivetti umboðinu þegar þriggja vikna námskeið starfsmann-
anna var að ljúka. Lengst til vinstri er Harones Arnórsson, forstöðumaður verkstæðisins. Næstuir
honum er ítalinn Fancelli, og siðan nem.arnir þrir, Sveinn Jóhannesson, Óttar Baldvinsson og Þorst-
einn Guðnason.
Innflutningur rit-
véla undirbúinn
*
Itailskur sérfrædingur kennir
starfsmönnuni Olivettiumboðsins
UNDANFARIN ár hefur inn-
flutningur á ritvélum eingöngu
verið heimill frá Austur-Evrópu,
en niýlega var ákveðið að gefa
hann frjálsan frá 1. júli nk. Fá
nú innflytjendur skrifstofuvéla
frá Vestur-Evrópu og Ameríku
samikeppnisaðstöðu í fyrsta sinn
i mörjj ár.
Meðal þessara innflytjenda er
G. Helgason & Melsted hf., en
félag þetta hefur umboð fyrir ít-
alska fyrirtækið Olivetti, sem er
stærsti skrifstofuvélaframleið-
andi Evrópu. Er Olivetti umboð-
ið til húsa að Rauðarárstíg 1.
Mbl. sneri sér í gær til Ragn-
ars Borg, framkvæmdastjóra um-
boðsins, til að kanna hvaðá ráð-
stafnir hafi verið gerðar til að
undirbúa innflutning á Olivetti
ritvélum. Vildi þá svo vel til að
þar var að ljúka þriggja vikna
námskeiði í viðgerðum og við-
haldi ritvéla, en kennari var
sérfræðingur frá Ítalíu, Fancelli
að nafni. Nemendur voru þrír
starfsmenn umboðsins, þeir
Sveinn Jóhannesson, Óttar Bald-
vinsson og Þorsteinn Guðnason.
Hafa þeir allir starfað um nokk-
urt skeið hjá umboðinu undir
Framhald á bls. 21