Morgunblaðið - 26.03.1965, Síða 19

Morgunblaðið - 26.03.1965, Síða 19
Föstudagur 26. marz 1965 MORGUNBLADID 19 Vaxbrúðan Vaxdockan. Svíþjóð 1962. 94 mín. Nýja bíó. Handrit: Lars Forssell. Xökurit: Eva Seeberg. Kvikmyndari: Áke Dalilquist. Tónlist: Ulrik Neumann. Framleiðandi: Lorens Marmstedt. Leik- stjóri: Arne Mattsson. Kvikmyndaáhorfendur hér hafa tíðum sýnt að þeir eru mjög óþolinmóðir og all þröng mótaðir í sínum kvikmynda- smekk. Flest sem er ekki eins og það sem þeir hafa séð árin áður dagar oft uppi við Kína- múr þess afturhalds og áhuga- leysis sem einkennir vora þjóð í menningarlegu tilliti, í mót- sögn við gleypugang okkar yf- ir öllu sem lýtur að efnahags- legum velfarnaði og tækni. Þetta kom nokkuð glöggt fram á þeirri sýningu Vaxbrúðunn- ar sem ég var viðstaddur. Fá- menni og neikvæð viðbrögð á þeirri sýningu er nokkurt rang læti gagnvart myndinni, sem er þó engan veginn fullnægj- andi verk, en er hrein listahá- tíð í samanburði við flest ann- að kvikmyndadót bæjarins — fyrirgefið borgarinnar. fslendingar eiga ef til vill nokkuð sökótt við Arne Matts- son, en hann var að gaufa hér suður í Grindavík fyrir ára- tug og varð úr því Salka Valka. En líklega er lang- rækni ekki ástæðan fyrir á- hugaskorti á Vaxbrúðunni, því sá áhuigaskortur er að nokkru leyti skiljanlegur. Arne Mattsson, sem í tvo ára- tugi hefur stundað kvik- myndagerð, er einn af þeim sem hafa reynt að ná sjálfstæð um kvikmyndastíl, en ekki tek izt svo heitið geti. Stíltilraun- ir hans reynast nokkuð þving- aðar og óekta, því þær eru hálfgerðir uppvaknin„ar. Kom það nokkuð vel fram í Kerru- sveininum (Körekarlen, Há- skólabíó), þar sem Mattsson vakti upp gamlan stíl þöglu myndanna þýzku — expres- sjónismann — en áragnurinn varð nokkuð stílsnotur mynd, en fremur áhrifasmá. Vaxbrúðan segir söigu ein- mana innhverfs ungmennis, einangraðs sandkorns í eyði- merkursandi stórborgarinnar, þar sem milljónir snerta oln- boga hvers annars án þess að þekkjast. Hann er næturvörð- ur og því einangrar vaka hans meðan aðrir sofa hann enn frekar frá mannlífinu, heldur en feimni hans og innhverfun. í einsemd sinni leitar hann á vit blekkingarinnar. Hann ímyndar sér að útstillingar- brúða ein sé lifandi stúlka og stelur henni. Hann laumar henni inn í leiguherbergi sitt og snýr ástarþörf sinni að henni otg brátt öðlast hún líf fyrir augum hans og lífið verð ur um stund bærilegt. Til þess að gleðja þessa veru gerist hann jafnvel þjófur, færir henni skartgripi og klæði. En smám saman nægir henni ekki þetta líf á háaloftinu. Hún vill komast út til annars fólks. Og brátt verður hún honum heimtufrek og þjáningarfull byrði. Atburðir þessir í her- bergi næturvarðarins vekjj eftirtekt nábúanna, sem undr- ast yfir hegðun hans. Og þegar hann hættir að sækja vinnu sína til að sinna sinni ímynd- uðu vinkonu og lokar sig inni, brjótast nábúarnir inn til hans og finna hann í rúminu — hjá gervibrúðu. Þegar kvennabós- inn, sem sífellt sængar hjá Lolitu hússins, leiðir hann kaldhæðnislega í allan sann- leika gagnvart brúðunni, verð ur það honum um megn. Hann „myrðir' hana með því að mölbrjóta hana og setur svo líkið í ferðatösku og varp- ar í djúpið. En þar með hefur hann ekki losað siig úr greipum hennar,- Þegar hann hverfur heim aftur, þá bíður hans síðasta skelfingin. Brúðan hef- ur náð þeim tökum á honum sem ekki verður sleppt. ímyndun og raunveruleiki fléttast saman í myndinni. Á víxl sézt brúðan og líkamning- ur hennar og er sú víxlun oft vel unnin. Gio Petré leikur nokkuð skemmtilega „lifandi" brúðuna. En fyrir utan Per Oscarsson er Tor Isedal athygl isverðastur í hlutverki hins kaldhæðna kvennabósa, and- stæða en þó um leið einmana hliðstæða næturvarðarins. Skemmtilegur er einnig strák- hnokkinn, sem lesið hefur heldur mikið af haZarblöðum og horft of mikið á sjónvarps- glæpi og sér lík á hverju strái. í kynningaratriði myndar- innar, þar sem un_g stúlka leik ur sér að bolta, má kenna á- hrif gamalla mynda, en sá blær hverfur fljótt og verður aðeins vart aftur nokkur augnablik. Myndir þær af grá- myglulegu umhverfi sem flétt- ast inn í, minna nokkuð á enskan realisma í kvikmynd- um Tony Richardsson o.fl. um gráan hversdagsleikann. En víða verður vart ofnotkunar á myndavélinni til að framkalla „effekta“ með skringisjónhorn um og yfirleitt er eins og um forskriftarvinnu sé að ræða hjá Mattsson, án nokkurs veru legs innblásturs. Þar af leið- andi grípur myndin mann ekki nógu föstum tökum, en er samt nokkuð eftirtektar- verð. Kemur þar til fyrst ag fremst afbrags leikur Per Oscarsson í aðalhlutverkinu. Leikur hans er ákaflega sterk- ur og innlifaður og hinn inn- hverfi piltur sem leitar endur- óms innilokaðra tilfinninga hjá gervimanneskju, er eftir- minnileg persóna. Spurningin er aðeins þessi: er hugmyndin um ást hans á vaxbrúðunni svo fjarstæð? Hversu margir eru þeir ekki sem úthella ást sinni og lífi yfir það sem í raun er tilfinningalaus gervi- manneskja? . Vaxbrúðan vaknar til lífsins í ímyndun næturvarðarins. Framh. af bls. Verkamannaflokknum eða íhaldsflokknum mun takast að laða til sín þessa kjósendur, sem hafa meiri áhuga á hæfni en hugmyndafræði. Samkeppni íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins um þessi atkvæði er einn snarasti þáttur brezkra stjórnmála í dag. Verkamannaflokknum er það ljóst að hann verður að ná fylgi úr röðum kjósenda frjáls lyndra, ef honum á að takast að auka meirihluta sinn. íhaldssflokknum er það ljóst að hann verði að ná aftur í at- kvæði, sem lentu til frjáls- lyndra í fyrra ef flokknum á að takast að ná völdum á ný. f miðju þessu mikla reip- togi sitja hinir níu þingmenn frjálslyndra, oig svo sýnist sem þeir verði að bera kápuna á báðum öxlum. Þeir verða að bíða eftir því að hinum verði á í messunni. Hlutverk þeirra er nánast hlutverk áhorfand- ans á knattspyrnuvelli, sem bendir á mistök leikmanna, en á enga aðild að leiknum. Frjálslyndir hafa stefnu í nokkrum málum, sem þeir telja algjörlega sína, T.d. hafa þeir haft miklu meiri og raun- verulegri áhuga á samvinnu við Evrópu en báðir hinir flokkarnir (enda þótt einn þingmanna flokksins hafi bar- izt gegn þessu í kosningun- um). Á þingi því, sem nú situr, hafa þingmenn Frjálslyndra kosið 18 sinnum með stjórn Verkamannaflokksins en 2r9 sinnum með íhaldsmönnum. Þetta kann að virðast þeim til lofs varðandi hlutleysisstefnu og að þeir kjósi um hvert mál á grundvelli inntaks þess, en þetta gefur kjósendum naum- ast heilsteypta mynd af flokkn um. Kannski gera frjálslyndir sér það ljóst — enda þótt þeir myndu aldrei viðurkenna það opinberlega — að framtíð þeirra byggist á því að hafa hlutina heldur lausa í reipun- um og óljósa. Ef frjálslyndir beittu raunverulega at- kvæðum sínum á þingi til þess að Verkamannaflokksstjórn sæti áfram, eða kysu með íhaldsmönnum og felldu stjórn ina, hefði flokkurinn þar með raunverulega eyðilagt aðstöðu sina sem einskonar högg- deyfir milli flokkanna. Svo lengi sem orðið frjáls- lyndur er einum þetta og öðr- um hitt getur flokkurinn búizt við að halda áfram að upp- skera atkvæði óánægðra flokksflokksmanna úr báðum röðum. En ef flokkurinn tek- ur eindretgna afstöðu með íhaldsmönnum, eða kanske heldur Verkamannaflokknum, yrði þetta ekki lengur svo. Það er þannig ekki að undra að frjálslyndir hafa verið beggja blands á þingi. Það er e.t.v. eina vonin til þess að viðhalda flokknum sem slík um. Að taka afstöðu gæti orð- ið til þess að flokkurinn þurrk aðist út. (Observer — öll réttindi áskilin). Ekki alvarlegur faraldur í Skap;afirði TALSVERÐUR inflúenzufarald- ur virðist nú ganga í Skagafirði og nærsveitum. Læknar í hérað- inu vilja þó ekki staðfesta að þarna sé um hættulegan farald- ur að ræða, en munu telja þetta stafa af sífelldum kuldum, er þarna ganga um þessar mundir. Uppsetning og tenging hinna nýju VEM-Standardmótora, er eins auðveld og hugsast getur, þar eð allir mælikvarðar eru í sambandi við alþjóðlegar reglur. Allar mótorteng- ingar á afkastasviðinu frá 0,12 til 100 kw eru samræmdar mælikvörðum, sem mælt er með af Alþjóða raftækninefnd- inni, en þær reglur gilda nú, í 34 lönd- um. Með því er vandkvæðum, í sambandi við mismunandi tegundir mótora, rutt úr vegi. Framvegis verða skipti á mótorum og viðhald þeirra eins auðveld og fram- ast má verða. Einnig eru orkuáætlanir auðveldaðar þar eð öll mál fyrir undir- stöður, festingar og orkuflutning eru samkvæmt alþjóðlegum reglum. Við veitum yður fúslega allar nauð- synlegar nánari upplýsingar um Stand- ardmótorana frá verksmiðjunum í Sachsenwerk, Thurm og Werningrode. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa, geta einnig snúið sér til Verzlunarfulltrúa Þýzka Alþýðulýðveldisins á íslandi, Laugavegi 18, pósthólf 582, Reykjavík. .Útflytjandi; Deutscher Innen- und Aussenhandel VEM - Elektromaschinenwerke 104 Berlin — Chausseestr. 111/112. der Deutschen Demokratischen Republik. Þýzka Alþýðulýðveldinu. GEVAPAN GEVAC0L0UR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.