Morgunblaðið - 26.03.1965, Síða 21

Morgunblaðið - 26.03.1965, Síða 21
Föstudagur 26. marz 1965 ftf ORGUNBLAÐIÐ 21 Bændur í uppskipu narvinnu Afmælisiit Mjólkursamsölunnar, Mjólkurbú Flóamanna 35 ára o. fL Hrunamannahreppur er enn sem fyrr hæstur með mjólkur- innlegg í Mjólkurbúið árið 1964, Sjötíu og fimm ára I dag: Þórður Kristjánsson, bóndi á Breiðabólstað hreppi 'hafa verið innlögð rúml. 1,7 millj. k|g. Af einstökum búum hér eru þessi hæzt með mjólkur- innlegg: Efri-Gegnishólar, með 84,604 kg. Félagsbúið, Vestur- Meðalholtum, 77,809. Syðri- Gegnishólar 77,630 og Arnarhóls- búið með 74,530 kg. Búnaðarfélag Gaulverjabæjar- hrepps Laugardaginn 20. febr. s.l. var aðalfundur Búnaðarfélags Gaul- verjabæjarhrepps haldinn í Félagsheimilinu. Fráfarandi for- maður gerði grein fyrir starfi stjórnarinnar og skýrði reikninga félagsins. Umræður urðu nokkr- ar um starf ráðunauta Búnaðar- sambands Suðurlands, hugsan- lega skemmtiferð bænda og ýmis- legt fleira. Fráfarandi formaður, Guðmundur Jónsson Syðra-Velli, baðst undan endurkjöri og var í hans stað kosinn Guðjón Sigurðs- son bóndi Gaulverjabæ. Aðrir í stjórn félagsins eru, Tómas Tóm- asson, oddviti á Fljótshólum og Guðmundur Guðmundsson, bóndi Vorsabæjarhjáleigu. Gunnar Sigurðsson. — Ritvélar Framhald af bls. 15 handleiðslu meistarans, Hannes- ar Arnórssonar. En Hannes er sérfræðingur I viðgerðum á Olivetti vélum, og hefur dvalið ytra hjá Olivetti, bæði á ítalíu og á Norðurlöndum. Fancelli kom hingað á vegum ítalska félagsins, og var nám- skeiðið haldið í samráði við Iðn- fræðsluráð og formann þess, Óskar Hallgrímsson. Kenndar voru viðgerðir og samsetningar allra stærða ritvélg, allt frá minnstu ferðaritvélum í raf- magnsritvélar, vélarnar teknar sundur stykki fyrir stykki og út- skýrt hvaða hlutverki hver hlut- ur gegndi. Taldi Fancelli að nám- skeiðið hafi tekizt mjög vel og að árangur hafi orðið eins og bezt vai á kosið. Áframhald er fyrirhugað á námskeiðinu, og liggur næst fyrir tilsögn í meðferð og viðgerðum samlagninga- og reiknivéla. FÖSTUDAGINN 26. þ. m. verðúr Þórður Kristjánsson, bóndi og hreppstjóri á Breiðabólstað á Fellsströnd, 75 ára. Hann er fæddur á Breiðabólstað, þar sem foreldrar hans, Kristján Þórðar- son og Sigurbjörg Jónsdóttir, bjuggu, og forfeður hans í beinan karllegg mann fram af manni í tvær aldir. Þórður stundaði nám í unglingaskóla í Hjarðarholti. Bjó hann í Knarrarhöfn árin 1913— 1921, er hann tók við búi á Breiðabólstað þar sem hann hef- ur búið síðan, nú um nokkurra ára skeið ásamt Halldóri, syni sínum. Þórður er kvæntur Steinunni Þorgilsdóttur frá Knarrarhöfn Friðrikssonar. Hefur þeim orðið sex barna auðið. Þau eru Ingi- björg Halldóra. Hún dó 17 ára, — Guðbjörg Helga, gift Ástvaldi Magnússyni frá Fremri-Brekku í Saurbæ, Friðjón, sýslumaður í Búðardal, kvæntur Kristínu Sig- urðardóttur, Sigurbjörg Jó- -hanna, gift Gisla B. Kristjáns- syni í Kópavogi, Sturla, bifreið- arstjóri í Búðardal, kvæntur Þrúði Kristjánsdóttur og Hall- dór Þorgils, bóndi á Breiðaból- stað, kvæntur Ólafíu Bjarney ólafsdóttur. Kynni okkar Þórðar hófust þegar í stað, er ég fluttist hingað vestur fyrir tæpum sjö árum, því að hann var formaður sóknar- nefndar og Halldór sonur hans organisti. Þau kynni hafa verið mér og minni fjölskyldu til ó- blandinnar ánægju og gleði og á það jafnt við Steinunni konu hans. Það hefur verið heilladag- ur þeirra beggja, þegar þau hétu hvort öðru ævilangar tryggðir. Allur blærimn yfir Breiðabólstað- arheimilinu ber þess órækan vott, að þar situr gleðin í önd- vegi og henni til beggja handa gestrisni og góðvild. Þótt Breiða- bólstaður sé á sveitarenda, þá hygg ég, að fá mál hafi verið ráðin í félagsmálum í búskapar- tíð þeirra Þórðar og Steinunnar, svo að Iþau hafi ekki lagt þar til mála. En á þessum heiðursdegi Þórð- Leiðrétting í GREIN þeirri, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, fimmtu- dag, um ferðalag þeirra Guð- mundar Jónasonar og Carls Eiríkssonar á Vatnajökli er það ranghermt að farartæki þeirra hafi verið af Landrover-gerð. — Ferðuðust þeir félagar á sovézk um landbúnaðarbifreiðum af gerðinni GAZ 69. Biðjumst við afsökunar á mistökum þessum. w Islands-þáttur í BBC í dag ^ Seljatungu, 16. marz. OFT er veðrið fyrsta umræðu- efni manna, ekki sízt ef vantar efni til að hefja tal sitt á. Um veðrið, hvað þá annað, eru menn sjaldnast sammála, og þessvegna er eimnig erfitt fyrir tfréttaritara að skýra nákvæm- lega frá, hvernig það hefir verið yfir langan tíma, ef að hann vill þræða veg hlutleysis í frásögn einnL I dag er hér norð-austan •trekkingur og eins og við segj- um stundum, veðurlegt útlit. Á eskudaginn var nokkurt frost og ellhvass og löngum hefir maður lieyrt að veðurreyndin yrði svip- tið í 18 daga þar á eftir. Máske *ð svo reynist einmitt núna. Viðfangsefni manna eru mis- jöfn þótt í sömu stétt starfi. Ég é við, að Iþað er ótrúlega misjafnt ihvað bændur láta sér verða drjúgt úr líðandi tíma fyrir utan venjulega skepnuhirðingu að vetrinum og því skyldum störf- tim. Óvíða hér um slóðir eru menn byrjaðir á svokölluðum vetrinum og því skyldum störf- menn séu þegar farnir að aka skarni á hóla þegar færi gefst. Flestir eru þó ekki fremri en það í framkvæmdum daglegra starfa en sinna umhirðu búpenings eíns. og þó getur einstöku sinnum Bændur í uppskipunarvinnu Sl. mánudagsnótt tók mikill hópur manna sig upp úr sveitum Suðurlands — bændur og bænda synir — og fór til uppskipunar- vinnu i Þorlákshöfn. Alls voru það 90 manns úr Árnes- og Rangárvallasýslum, er mættu með kurt og pí í Þorlákshöfn kl. 3.30 aðfaranótt mánudags og tóku til við uppskipun á fóður- vörum úr vöruflutningaskipinu Arnarfelli. Svo stóð á að efni í tfóðurblöndu var þrotið á staðn- um og nú var téð skip komið með fóðurvörur en verkfall yfir- manna á kaupskipaflotanum á næsta leiti. Hér var því um nokk uð að tefla að nefndar vörur mæðust í land áður en óláns- hrammur verkfallanna kyrrsetti þær í skipinu. Bændur og búalið brugðu því hart við og fylktu liði til þess að framkvæma þetta nauðsynja- verk, enda þótt að þeir hafi allir sem einn annað að gera við tíma sinn og látið sé vel af góðri greiðslu fyrir. Nú er það vitan- lega mjöig teygjanlegt hvort laun- in séu svo að kallast megi við- unandi og vafalaust yrði félagar verkalýðsfélaga ekki ánægðir nema að fá laun greidd frá því að lagt er af stað þar til komið væri aftur heim. En hvað um það. Hér tókst með góðri þáttöku að láta ófreskju verkfallanna líða hjá þeirri þörf, sem bændum er óneit- anlega á því að fá þessar vörur til búa sinna jafnt og þétt og þar með var tilganginum náð. Þorlákshöfn er nú vaxandi kauptún. Þar er nú svo sem vitað er, unnið að stækkun hafnarinn- ar og hefir suðurbryggjan þeg- ar verið lengd um 80 metra, auk þess sem hin nýja viðbót er breið- ari og frjálsari til athafna en eldri bryggjan. Þá verður síðar unnið að lengingu norður-vara bryggjunnar o»g alls á höfnin að rúma milli 40—50 fiskibáta. Að- alvinnuveitandinn á staðnum er H/f. Meitillinn, en eftir því sem kauptúnið vex setjast eðlilega fleirri aðiljar að þar með starf- semi sína og þjónustu. Afmælisrit Mjólkursamsölunnar í morgun barst bændum hér í sveit í hendur afmælisrit Mjólk- ursamsölunnar sem gefið er út í tilefni af þrjátíu ára starfi þess fyrirtækis, en Samsalan hafði með öðru móti minnzt afmælis- ins áður, svo sem venja er í slík- Um tilfellum. Eigi skal ég tilraun til þess að flytja hér rit- dóm um afmælisrit þetta, enda væri það að dæma áður en að ég hefði kynnt mér verkið til hlítar. Höfundur þess er séra Sigurður Einarsson sóknarprest- ur í Holti, þjóðkunnur að rit- snilld og ræðumennsku. Auk þess efa ég ekki að hann býr öðrum fremur yfir næigri háttvisi og frjálslyndi til þess að skrifa sögu þessa þýðingarmikla fyrirtækis svo að úr megi verða hlutlaus heimild með viðkunnanlegum blæ eftirsótts lestrarefnis. Rit sem þetta verða hinsvegar aldrei svo skráð né frá gengið, að ein- hverjum finnist þar ekki ein- hvers vant eða of sagt, og er ekki um það að fást. Þess þykir mér þó gaman að geta, að ég sé ekki lenigi þurfi að stúdera það til þess að sjá, að það afsannar ára- tuga gamlan áróður Framsóknar- manna, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á sínum tíma barizt gegn Mjólkurlögunum frá 1934. En því hefir ár og síð verið haldið að landsmönnum og alltof margir trúað þeim fávísa áróðri er um það hefir verið hafður af hendi Framsóknarmanna við öll mögu- leg og ómöguleig tækifæri. Auðvitað er hér að baki marg- slunginn saga, sem byggist á miklum vanda er í þá daga hlóðst að landbúnaðinum og sem Ólafur Thors þm. Gullbr. og Kjósar- sýslu var fyrstur manna árið 1933 til þess að reyna að bæta úr með frumvarps flutningi á Al- þinigi um mjólkurlög. Alla þessa sögu geta menn ná lesið í hinu glögga riti sr. Sigurðar í Holti, og hún sannar svo sem ég áður sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur á Alþingi gerði aldrei neina flokkssamþykkt um að berjast á móti lögunum frá 1934. Hitt má líka lesa í riti þessu, að ýmsir þinigmenn þáverandi stjórn- arandstöðu veittu málinu and- stöðu og freistuðu undir meðferð þess, að fá á því lagfæringar. Þrjátíu ár er ekki ýkja langur tími í þessu sambandi en þó breytist margt á styttri tíma. Það virðist þó ekki breytast, að stjórnarandstaða berjist nærri trylltri baráttu fyrir því að fá fram breytingar á stjórnarfrum- vörpum, og þó eru stjórnarfrum- vörp í dag öruggleiga ekki verr undirbúin en þau voru fyrir þrjátíu árum. Svona er mannlegt líf kaldhæðið og afskiptasamt um hag og huga hvers og eins á hverjum tíma. Menn líti sér nær, „því liggur í götunni steinn“. Mjólkurbú Flóamanna 35 ára Þessi stutta hugleiðing mín um þetta falleiga rit sr. Sigúrðar, eða þennan þátt þess, leiðir hug minn að því að brátt líður að aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna og það er jafnan nokkur viðburður hér austan Fjalls. Ekki síst meðan Egill Thorarensen var og hét. Við hann var bundið líf og starf, átök og hugmyndir, sem menn voru ekki alltaf sammála um en ræddu samt. „En maður kemur í manns stað“ og Mjólkurbú Flóamanna heldur áfram að starfa, og mót- taka mjólkur vex þar ár frá ári. Að vísu hægar nú en á fyrri ár- um, en þó vaxandi svo sem víðar á landi voru þar sem rrijólkur- stöðvar eru starfandi. M.B.F. er nú 35 ára gamalt og minntist þess afmælis með þeim myndar- lega hætti að gefa til væntan- leigrar byggingar Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi kr 50.000.00. Fyrir þetta eru þeir sem forustu eiga að hafa um framgang slíks líknarmáls, sem byggingu sjúkrahúss á Suðurlandi, Mjólk- urbúinu sannarlega þakklátir, og ég sem rita þessar hugleiðing- ar, leyfi mér að efast um að nefnd stofnun hefði með öðrum hætti betur minnt á þessi tímamót í ' starfi sínu. f DAG, kl. 13, að íslenzkum tíma, verður fluttur í skóladeild brezka útvarpsins tuttugu mínútna þátt ur um ísland. Dagskrána, sem flutt verður í leikformi, hefur brezkur maður, Alan Boucher, búið til flutnings. Þátturnin nefnist „Fishing and Farming in Iceland". Frá honum segir í vorbæklingi skóladeildar BBC, sem gefinn er út til þess að hlustendur geti betur glöggv að sig á því efni, sem fyrirhugað er að flytja. Á forsíðu bæklings ins er mynd af Surtsgosinu, auk bess sem kort af íslandi og fimm stórar Ijósmyndir eru í bækl- ingnum ásamt dálitlum texta. Alan Boucher er kvæntur ís- lenzkri konu og eru þau um þessar mundir búsett á íslandi, ásamt þrem börnum sínum. Hann hefur starfað hjá brezka útvarp inu í þrettán ár en vinnur nú á sjálfs sín vegum að gerð út- varpsþátta og barnabóka um ís- lenzkt efni. Hafa nokkrir þátta hans verið fluttir í brezka út- varpinu. Boucher dvaldist hér fyrir nokkrum árum og stundaði norrænunám við Háskóla íslands. ar vil ég þakka honum fyrir þau miklu störf, sem hann hefur innt af höndum í þágu kirkjulífsins á Fellsströnd. Þar hefur hann gegnt störfum forsöngvara, sókn- arnefndarformanns, fulltrúa á héraðsfundum og meðhjálpara. Þær eru ótaldar ferðirnar, sem Þórður hefur fylgt Hvammsprest um til kirkju að Staðarfelii og í tíð sr. Ásgeirs Ásgeirssonar einnig að Dagverðarnesi. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Menn eins og Þórður, heimili eins og Breiðabólstaðarheimilið, eru stólpar sinnar sveitar, á slík- um undirstöðum stendur heill og farsæld þjóðfélagsins. Ég vil ljúka þessum fáu orðum með því að óska þeim Þórði og Steinunni til hamningju á þess- um tímamótum á æviskeiði Þórð- ar. Megi þeim auðnast að lifa sam- an mörg og hamingjusöm ár á ævikvöldi þeirra í skjóli sonar og tengdadóttur. Þar hefur nú sjötti ættliðurinn tekið við óðal- inu. Ásgeir Ingibergsson, Hvammi. — Alþingi Framhald af bls. 8. þessi tillaga væri fram komin. Það væri út af fyrir sig eðlilegt, að það fólk, sem mest brennur á í þessu efni, eggi til framsókn- ar í málinu. Alveg eins væri nauðsynlegt, að það skilji, að það getur snúizt við í hendi okkar gersamlega, ef hér er rasað um ráð fram, og það væri mjög varhugavert að taka þetta mál upp eins og Þórarinn Þórarins- son hefði gert, en Þórarinn hefði ekki varað sig á því, að með því væri hann að reyna að slá rétt úr höndum íslenzku þjóðarinnar og búa til vopn í hendur þeirra, sem okkur væru andstæðastir í þessu máli. Ráðherrann tók það ennfrem- ur fram, að við, smæstir allra þjóða, komumst ekki áfram í þessu máli nema því aðeins, að við förum að alþjóðalögum. Það væri alger misskilningur, að tii þess að alþjóðalög þurfi að vera fyrir hendi, þurfi allsherjarsam- þykkt. Það er að lokum alþjóðadóm- stólsins að meta, hvort eitthvað sé alþjóðalög, sem gert er eða gert er ekki, og dómur alþjóða- dómstólsins í deilumáli Norð- manna og Breta sýndi, að það er síður en svo að hann virði að engu lífshagsmuni fólksins, sem býr á ströndinni, vegna þess að einmitt til þeirra er vitnað í þessum dómi, og þar með var sköpuð eða fram sett, sú megin- réttarregla, sem okkur verður haldbezt í þessum efnum. Ráðherrann kvaðst segja það hiklaust, að þeir sem halda að við, ofan í það sem talin yrðu viðurkennd alþjóðalög, gætum tekið upp baráttu gegn stórveld- um, þeir erp að leika sér að fjör- eggi, ekki aðeins lífshagsmunum islenzku þjóðarinnar, sem kom fram I landhelgismálinu, heldur fjöreggi frelsis íslenzku þjóðar- innar, möguleika þess að réttur okkar til þess að lifa sem.sjálf- stæð þjóð fái staðizt. Hvað ummæli Þórarins Þór- arinssonar snerti, þar sem hann spurði: Hvenær hefur íslenzka þjóðin gert samninga, án þess að þeim fylgdi uppsagnarákvæði, spurði ráðherrann Þórarin áð lokum, hann, sem hefði verið fulltrúi hjá Sameinuðu þjóðun- um, hvar væru uppsagnarákvæði þess sáttmála? Umræðum um þingsálytkun- tillöguna var síðan frestað og | hún tekin út af dagskrá. gera

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.