Morgunblaðið - 15.04.1965, Page 6

Morgunblaðið - 15.04.1965, Page 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 15. apríl 1965 0 60 ára 19. aprll: ÐeitedSkf Jakoisss®Ba íþróttakensnari tindinn ávallt að marki. Benedikt er hugsjónamaður. Þjálfun líkamans og andleg reisn eru stefnumið hans. Þrekþjálfun er kjörorð Benedikts í víðustum skilningi orðsins. En að baki starfsins og áranna er maðurinn sjálfur, Benedikt Jakobsson. Hugdjarfur en hóg- vær, viðkvæmur, skapheitur, ÞANN 19. apríl n.k. verður Bene- dikt Jakobsson sextugur. Sex tugir ára spanna drjúgan spöl ævinnar, en skammt í lífi þjóð- ar. Þeir, sem nú líta um öxl sextugir eiga samt um margt óvenjulega reynslu. Þeir hafa lifað svo örfleyga þróun þjóð- lífsins, að segja má, að með rætur í liðinni öld hafi þeir þurft að tileinka sér flest að nýju og samhæfa það daglegu lífi sínu. í straumiðu umbreytingartím- anna er fleyi einstaklings vand- ratað um flúðir og fossa þeirrar móðu, er mannlíf nefnist og þá eigi sízt í vorleysingum þess tímabils, er sextugir nú hafa lif- að. Sumir reyndu að andæfa, aðra rak á land, enn fleiri voru þeir, sem stýrðu með straumi af festu og hugkvæmni. Þeim stýri- mönnum á þjóðin mikið að þakka. Drjúgur þáttur í nýskipan þjóðlífsins hafa verið átök í íþróttum og almennri líkams- rækt. Þjóðin var vakin til vit- undar um þrótt sinn og þor til átaka við ný viðfangsefni. Á þeim vettvangi haslaði Benedikt Jakobsson sér völl. Vaxinn og mótaður úr jarðvegi íslenzkrar sveitamenningar braut hann sér ungur leið til mennta erlendis. Kom síðan heim og hóf ótrauð- ur starf við kennslu í fimleik- um og öðrum íþróttum. Hann hefur kennt við ýmsa skóla og nú um langt skeið verið íþrótta- l\lýr yfir- maður CIA Johnson City, Texas, • LYNDON B. Johr. an, Banda- r'kjaforseti, hefur skipað fyrr verandr aðmírál, William F. Rahorn, jr. yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar í stað John McCone, sem sagði því starfi lausu fyrir nokkru. Raborn lét af starfi fyrir banda ríska flotann fyri: hálfu öðru ári. Hafði hann þar síðast með höndu-i yfirumsjón með rann- sóknui.. flotans, átti m. a. mik- inn þátt í þróun og smíði Rolars- flugskeytisins. kennari Háskólans. Á vegum Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur hann um áratugi verið fastur þjálfari og ýms önnur fé- lög og landssamtök hafa notið krafta hans. Hann hefur verið ráðunautur og leiðtogi á flestum sviðum íþróttamála. Hann hefur kafað djúpt í fræði sín og miðl- að drjúgum af brunni staðgóðrar þekkingar af skýrleik bæði í ræðu og riti. Brautryðjandi hef- ur hann verið á margvíslegan hátt. Nemendur hans skipta þús- undum. Sumir hafa þeir náð í fremstu röð um afrek og frægð, aðrir skemur, en flestir nokkuð á leið til heilbrigði og þroska. Það er gleði og þakkarefni. Allt hefur starf Benedikts reynt á alúð, þolinmæði og þol. Langur og síðbúinn vinnudagur og laun sjaldan fullheimt að kvöldi. Svo er jafnan hlutskipti hugsjóna- mannsins. Leið hans liggur á brattann, hjalla af hjalla með 85 dra, 20 apríl Slgurður IViagnússon, hreppstjóri í Stykkishólmi HANN er fæddur á ísafirði en fluttist ungur á Skógarströndina þar sem hann lifði sín unglingsár og þroska. Þar kynntist hann sinni ágætu konu frú Ingibjörgu Daða- dóttur. Þau bjuggu lengst af á Kárastöðum í Helgafellssveit, en í Stykkishólmi hafa þau átt heima síðan 1927. Sigurður hreppstjóri hefir gegnt ótal trúnaðarstörfum fyrir sveitir sínar. Hreppsnefndarmað- ur bæði í Stykkishólmi og Helga- fellssveit, í skattanefnd og fleira mætti til nefna. Hann er einarður i skoðunum. Hefir jafnan staðið framarlega í fylkingum Sjálf- stæðismanna á Snæfellsnesi og ekki talið eftir sporin seni hann hefir unnið þeim flokki, enda veit hann að svo bezt er unnið að heill alþjóðar, að stefnumál og mið Sjálfstæðisflokksins séu efst á baugi með þjóðinni og merki stefnunnar hátt við hún. Allur yfirdrepsskapur er honum hvim- leiður og það eitt að standa sitt próf á vettvangi lífsins er honum mest í muna. Hann á líka alls- staðar vini þar sem hann gengur en óvildarmenn á hann hvergi. Ég hefi starfað með honum í mörgu og alltaf er það sama sag-' an. Aldrei sjálfshlífni heldur hitt að áorka sem mestu og gera gagn. Honum geta allir treyst. Mér er oft undrunarefni það þrek sem með Sigurði býr. Og NÚ SKRIFA menn ekki um annað en Loftleiðir, bréfritarar mínir gera það a.m.k. Og vegna þess hve langt hlé verð- ur á blaðaútgáfunni um pás'k- ana vona ég að þessi bréf verði úrelt eftir páska — þ.e.a.s., að verkfallið leysist áður en blöðin koma út aftur eftir háðtíðina. Þess vegna verð ég víst að birta eitthvað af þeim núna, ef þau eiga að birtast á annað borð. Og hér kemur bréf frá einum, sem nefnir sig Spurul: MÁ ÉG SPYRJA? Það eru víst margir, sem vilja taka undir orð Hákonar Bjarnasonar, skógræktarstjóra, um verkfall flugstjóranna á þot- um Loftleiða, í bréfi hans í dálkum Velvakanda á sunnu- daginn var. Hvað er það mikla erfiði, sem þessir menn hafa, umfram ýms önnur störf í þjóðfélaginu, sem réttlætir hinar háu kaupkröfur þeirra. Hve mikið hefir nám þeirra til undirbúnings starfs- ins kostað og af hverjum hefur sá námskostnaður verið greidd- ur? Það væri fróðlegt að fá þetta upplýst. Hve miklum tíma og fjármunum hafa þeir kostað til sjálfir? Hve mikill er náms- tími og tilkostnaður manna í ýmsum öðrum störfum þjóð- félagsins, sem fá minna kaup? Ættu slíkir menn ekki rétt á kaupi í hlutfalli við námstima sinn? Myndu þá ekki margir aðrir eiga tilkall til slíks kaups eða kannske hærra? Hvernig gengi þjóðarbúinu að standa undir slíku? Allt þetta þarf að draga fram í dagsins ljós. Mér hefur oft dottið í hug, hvort möng störf krefðust meira stöðugri árvekni og bæði líkams og tauga áreynslu, en að vera strætisvagnstjóri.. Hvað mikið kaup hafa strætisvagnastjórar? Hvað mikið á klukkustund? Kaupkrafa flugstjóra er að því manni skilst um 1200,— krónur á flugtíma. Væri ekki ráð að verðlauna góða strætisvagnastjóra með þvi að gefa þeim forgang að starfi Og kaupi, sem flugstjórum LOFTLEIÐA, að aflokinni fárra ára góðri þjónustu sem strætisvagnastjórar? Þeir gætu í lok slíkrar þjónustu, fengið aðstöðu til bóklegrar kennslu og annarar þjálfunar til flug- stjórnar. Hvað er kaup skipstjórans á Gullfoss? Hvað er vinnutími tími hans? Hve lengi hefir hann verið að vinna sig upp í þá stöðu með láigu kaupi? 30 ár? 40 ár? Er það satt að hann hafi haft fram að þessu rétt yfir 200,000.— á ári? Hvers ætti hann að krefjast, ef hann hugs- aði eins og flugstjórarnir? SAS hefir sjálsagt lengi óskað að flug LOFTLEIDA legðist í rúst, en þessu hafa þeir' ekki fengið framgengt. Hefir SAS ekki eignast þama fyrirtaks bandamenn? Kannske tekst flugstjórunum það, sem SAS hefir ekki tekizt! Hvað finnst íslenzku þjóðinni um slíka menn? Spurull. •k FLUGSTJÓRI SKRIFAR Smári Karlsson, flugstjóri, sendir nokkrar línur til Hákonar Bjarnasonar vegna skrifa hins síðarnefnda í blaðið á sunnu- daginn: Herra Velvakandi. Aðeins örstutt hugleiðing. Það væri vel gert, ef Hákon Bjarnason, skógræktarfrömuð- ur, tæki að sér að upplýsa dá- lítið þau fífl, sem spyrja hvers vegna pálmar vaxi ekki á ís- landi o.s.frv. Ennfremur: Það erú snillingar, sem framleiða hinar stóru farþegaflugvélar nú til dags. Og að sjálfsögðu verða þær að verða þanniig úr garði gerðar, að „meðal skussi" geti með þær farið, en aðeins eftir mikla — og það mjög mikla þjálfun í nær heilan áratug. Öðru máli gegnir með bílana. Þeir eru þannig úr garði gerðir, að nær hvaða skussi sem er get- ur farið með þá, einnig Hákon Bjamason. Reyndar skora ég á Hákon að hefja flugnám nú þegar og ef hann getur lært að fljúga og lokið þeim prófum og uppfyllt þau skilyrði, sem kraf- izt er, þegar flugstjóri á CL- 44 hjá Loftleiðum á í hlut, á skemmri tíma en 8 árum — þá skal ég éta þetta allt ofan í mig og segja, að allra mestu skuss- arnir geti líka lært að fljúga og orðið flugstjórar. Að endingu vildi ég segja? Við flugmenn finnum bara ekki þessi marg umtöluðu og mjúku brjóst, sem eiga að vera á Loft- leiðum. Þessu er öfugt varið. Það erum við flugmenn, sem höfum alið Loftleiðir við okkar barm. Með þökk fyrir birting- una. — Smári Karlsson. it ANDSNÚIN ÞÝZLANDS- VIÐSKIPTI Og loks kemur hér enn eitt fluigmálabréfið, sem betur fer er það ekki um verkfallið, enda komiim tími til að menn fari að skrifa um eitthvað annað. „Morgunblaðið birtir á þriðju- daginn samtal við aðalumboðs- mann Lufthans.a á íslandi, Ib Kam, sem búsettur er í Dan- mörku. Þar segir hann m.a.: „Lufthansa er ekkert andsnúið Loflleiðum, telur að það sé líka rúm fyrir þetta islenzika félag á flug'leiðinni milli Evrópu og Ameríku“. „Fagurt skal mæla — en“ — hvað er það nú, sem þeir ljúflyndur. Nákvæm var leið- sögn þín á íþróttavellinum, en bezt af öllu vinátta þín á leik- vangi lífsins. Það skal þakkað nú og þér og fjölskyldu þinni árnað heilla á leið til hærri og meiri áfanga. B. F. tek ég til þess í vetur eftir að sumarið í fyrra hafði lagzt á hann þungt með veikindi, þá stóð hann sig snilldarlega sem umboðsmað- ur skattstjóra hér. Skilaði öllum skýrslum á réttum tíma og með snilldarbragði, að því er sikatt- stjóri tjáði mér síðar, og var það honum ekki síður undrunarefni en mér, þegar litið er á árafjöld- ann, sem þessi heiðursmaður á að baki. Á þessum tímabótum getur Sig- urður litið yfir starfsama og merka æfi. Hann hefír lifað mikla umrótatíma og einnig tímana um og eftir aldamót, sem settu hvað skýrastan svip á þjóðlífið með þvi að þegnar þess yfirgáfu land- ið unnvörpum til að leita gæf- unnar annarsstaðar. En, Sigurð- ur hefir aldrei hopað. Það er svo fjarlægt honum. Við vinir hans hyllum hann 85 ára og óskum honum og fjölskyldu hans alla góðs á komandi tímum. Árni Helgason. hyggja? Loftleiðir hófu áætlunarferðir til Þýzkalands í júlímánuði árið 1953. Félagið laigði þær niður rúmum áratug síðar. — Hvers vegna? Skýring þess er sú að þýzk stjórnarvöld — eflaust vegna kröfu frá Lufthansa bönn- uðu Loftleiðum að auglýsa 1 Þýzkalandi hin lágu fargjöld á flugleiðinni yfir Norður-Atl- antshafið og þverbrutu með þvl þær reglur, sem almennt gilda um verzlunar- og auglýsinga- fre'lsi. Þessi prússneski yfir- gangur er einkurn óviðfelldið fyrirbæri, þegar það er haft i huga, að frá og með árinu 1960 til loka síðastliðins árs hefir verzlunarjöfnuðurinn milli ís- lands og Þýzkalands verið ís- lendingum svo óhagstæður, sem mest má verða, eða sem svarar 1112 milljónum ísilenzkra króna. Það má því með sanni segja, að Íslendingar séu ekki „and- snúir“ Þjóðverjum í samskipt- um við þá, en hvort fullyrða megi, að þýzk stjórnarvöldu séu ekkert „andsnúin“ íslend- ingum með því að hrekja hið ís- lenzka fyrirtæki út úr Þýzka- landi — það er áreiðanlega annað mál. Rétt er það, að Loft- leiðir munu nú £á einhver Þýzkalandsviðskipti við stöðvar félagsins í Evrópu utan Þýzka- lands, en vegna þess mun það félag naumast standa í nokkurri þakkarskuld við Lufthansa. Hitt væri mannlegt — og raunar það eina réttlætanlaga, að þýzk stjórnarvöld reyndu nú að bæta ráð sitt, afléttu auglýsinga- banninu og gæfu Loftleiðum tækifæri til að fá lítið eitt til íslenzkra aðila af þeim digru sjóðum, sem ábatasamleg við- skipti hafa að undanförnu fært þýzkum kaupsýslumönnum vegna íslandsverzlunarinnar, og væri vel, að í því sambandi sýndi Lúsfthansa það í reyndinni að það sé „ekkert andsnúið“ Loftleiðum. Spartacus". B O S C H spennustillar, í miklu úrvali. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.