Morgunblaðið - 15.04.1965, Síða 8

Morgunblaðið - 15.04.1965, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. apríl 1965 8 SKAGASTRÖND, 14. apríl. — Vélbáturinn VÍSIR, HU 10, sem gerður er út frá Skagaströnd, hefur að undanförnu verið á Þorskanetaveiðum í Húnaflóa. Hefur hann aðallega haldið sig fram af Höfðakauptúni og und an Króksbjargi. Sjómennirnir hafa lítinn frið haft með net sín vegna hafísa undan strönd- inni. Hafa þeir verið á sífelldu flökti með netin, vegna þess hve mikil hreyfing hefur verið á ísnum inn og út flóann. S.l. fimftudag fór fréttamað- ur Mbl. á Skagaströnd með í róður á Vísi, en ísinn var þá mjög þéttur hér undan. Tók alllangan tíma að komast gegn um ísbreiðuna og út á auðan sjó. Þurfti víða að stjaka ís- jökum frá og yfirleitt að við- hafa mestu varúð og gætni. Þótt jakarnir sýnist stundum litlir um sig að ofan, geta þeir skagað langt út undir yfirborði sjávsur. Þacf að vera bjart veð- Þessi mynd var tekin seinni hluta dags á móti sól, úr fjörunni á Skagaströnd fyrir rúmlega viku. Pilturinn virðir fyrir sér haf- þökin. Jakarnir eru allir landfastir. (Ljósm. Mbl. Þórður Jorusson). f róðri innan um hafís á Húnaflóa afar óvenjulegt hér um slóðir á þessum tíma árs. Ein falleg lúða veiddist, og þótti sjálfsagt að gefa farþeganum hana. — Þ.J. ur, svo að glampi á jakana neð ansjávar. Á Vísi eru fjórir menn, þrír eigendur hans, þeir Sigurður Árnason, skipstjóri, Jón Stefáns son og Jósef Stefánsson, og svo Bernódus Ólafsson. Afli var lítill í þessari veiði- för .Vitjað var um þrjár tross- ur, og fngust 25—30 fiskar í hverri, en fiskurinn var mjög fallegur, fullur af loðnu, sem er ^ ák ^ *m Báturinn bak við ískamb Verið aó stjaka bátnum frá ísnum. Hér eru þeir (frá vinstri talið) Jón Stefánsson; Jósep Stefánsson og Bernódus Ólafsson að taka á móti fiskinum. Kvöldið áður stóð Bernódus á sviðinu á Skagaströnd, en hann. hefur lengi verið helzta driffjöður leiklistar á Skagaströnd. Leikið var að þessu sinni „Skipt um n»fn“ eftir Edgar Wallace og var Bernódus bæði aðalleikari og leikstjórL Grimseyingar uggandi um hrognkelsaveiðina FRÁ því ísinn kom hér fyrst hefur hann aldrei farið úr aug- sýn og síðustu viku hefur hvergi sézt út fyrir hann í neina átt, þó hefur hann alltaf verið gis- inn upp við eyna sjálfa og alltaf hreyfzt eftir sjávanföllum og straumi. Höfnin hefur lengst af verið íslaus. Nokkrum sinnum hefur verið skroppið á sjó til fiskjar, en ekki fengizt branda í soðið. Hrogn- kelsanet hafa verið lögð 3 eða 4 sinnum. Sum af þeim hefur nú ísinn hirt, en nokkrir rauðmagar hafa fengizt í þau, sem náðust aftur. Enginn selur hefur sézt og bjarndýr ekki einu sinni heyrzt góla, enda vitum við ekki, hvort þau gelta, góla eða baula. Flóabáturinn Drangur átti og ætlaði að koma hingað í gær, en komst ekki nær eyjunni en 5 eða 6 mílur og sneri þar við. Hann var bæði með hey, matvæli og annan varning, sem okkur fer nú senn að vanhaga um. Hér er mikill uggur í mönnum út af hrognkelsavertíðinni, sem ekki er sýnilegt annað um en að hún bregðist alveg. Menn hölðu hins vegar miklar vonir bundn- ar við hana vegna hins háa verða á grásleppuhrognum. Undanfar- in ár hafa sumir haft talsverðar tekjur af hrognkelsaveiði, þrátt fyrir miklu lægra verð á horgn- unum. M.S.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.