Morgunblaðið - 15.04.1965, Page 12

Morgunblaðið - 15.04.1965, Page 12
MORCU NBLAÐID Fimmtudagur 15. apríl 1965 *-x*Kvikmyndahúsin um páskana*** Gamla bíó sýnir stórmyndina ..Og bræður munu berj- ast, . .“ í aðalhlutverkum: Glenn Ford og Ingrid Xhulin. Kvikmyndir um páskana . . 11 EINS og endranær verður gott úrval kvikmynda í kvikmyndahúsunum yfir páskana. — Morgunblaðið gerir hér að vanda nokkra grein fyrir því, sem kvik- myndahúsin hafa fram að færa. • AUSTURBÆ JARBÍÓ: Dagar víns og rósa. Austurbæjarbíó sýnir um páskana ameríska stórmynd, „Dagar víns og rósa“. Þetta er áhrifamikil kvikmynd, sem fjallar um hræðilegar af- leiðingar ofdrykkju. í mynd- inni segir frá Jóa Clay, aug- lýsingastjóra, sem hefur þann ávana að þjóra við vinnuna, en hann er ölkær meira en góðu hófi gegnir. Hann býður ungum stúlkum 1 gildi um borð í lystisnekkju, en við eitt slíkt tækifæri kemur hann mjög klaufalega fram við skynsama stúlku með sjálfstæðar skoðanir, þegar hann heldur að hún sé eitt „fiðrildanna“. Þetta er ritari húsbónda hans, Kirsten And- erson. Jói-vill bæta fyrir ráð sitt og býður stúlkunni út en eftir það hittast þau oft. Þau fella hugi saman, eignast litla telpu og fallegt heimili. En Jói er of ölkær og loks venur hann Kirsten á að drekka með sér. Þá hallar und an, því að hún kánn sér ekk- ert hóf. Jói missir hvert starf- ið af öðru. Þau reyna marg- sinnis að hætta að drekka, en. hrasa jafnharðan. Loks lenda þau í fátækrahverfi. Um síðir leita þau á náðir foreldra Kirstenar og fá vinnu hjá föður hennar, sem er garð yrkjumaður. En hamingjan er endasleppt, og Bakkus bregð- ur enn fyrir þeim fæti. Þau drekka frá sér allt vit og Jói veldur miklum skemmdum í gróðurhúsinu í leit að fólgn- um pelum. Jói lendir að lok- um á drykkjumannahæli, þar sem hann kynnist manni frá AA-samtökunum. Kirsten leit ar hins vegar í krárnar og drekkur, þar- til Jói finnur hana — en þá taka þau upp fyrri háttu og byrja að drekka saman. Vinir Jóa bjarga hon- um einu sinni enn, hann fer aftur á drykkjumannahæli, en þegar hann kemur heim, er Kirsten farin að heiman, lögzt út með rónum, þegar dóttir Jóa spyr, hvernær mamma komi aftur, segir Jói: „Hún er veik, og hún kemur aftur, þegar henni er batnað. Ég var líka veikur og mér batnaði, þú veizt það“. * . Með aðalhlutverk í kvik- myndinni fara Jack Lemmon og Lee Remick, en handritið er gert eftir samnefndri sögu J. P. Miller, „Days of vine and roses“, sem hvarvetna hefur hlotið hina lofsamleg- ustu dóma og þykir frábært bókmenntaverk. • BÆJARBÍÓ, Hafnarfirði: Fuglasalinn. Fuglasalinn nefnist páska- myndin í Bæjarbíói að þessu sinni. Þetta er þýzk óperettu- kvikmynd í litum með hinni þekktu dægurlagasöngkonu Conny Froboess í aðalhlut- verki, en auk hennar leika m. a. Peter Weck og Rudolf Vogel, sem íslenzkum kvik- myndahúsgestum er að góðu kunnur fyrir leik sinn í gam- anmyndum. Myndin er tekin í fallegu umhverfi, — við hall irnar Linderhof og Nymphen- burg og í hinum rómantíska bæ Alsfeld í Hessen. Þetta er líka rómantísk kvikmynd — og"„þrátt fyrir allan misskiln- ing, sigrar ástin að lokum“, eins og segir í efnisskránni. • GAMLA BÍÓ: Og bræður munu berjast . Þessi kvikmynd, sem er með íslenzkum texta, er frá Metro Goldwyn Mayer kvik- myndafélaginu, tekin í Cine- mascope og Metro litum. Efni myndarinnar er byggt á skáld sögu Vicente Blasco Ibanrz. Myridin hefst í Argentínu 1938, á þeim tíma þegar ófrið- arblika var á lofti í Evrópu og almenningur var kvíða- fullur um framtíðina. Þar í landi voru menn hins vegar áhyggjulausir^ og nutu lífsins í rikum mæli við söng og dans. í myndinni segir frá ættarhöfðingjanum Julio Madariaga, en hann á tvær dætur, sem giftar eru Þjóð- verja og fransmanni. Fjöl- skyldurnar koma saman á Madariga-ættaróðalinu til þess að fagna heimkomu Hein riks, elzta sonar eldri dóttur Madariga, en pilturinn var ný kominn heim frá námi í Þýzkalandi. Öllum er mjög brugðið, þegar í Ijós kemur, að Heinrik reynist vera ákveð inn fylgismaður hinna nýju valdhafa í Þýzkalandi, nazist- anna — og faðir hans og bræður reynast einnig aðdá- endur þeirra. Gamli maðurinn telur þetta ill tíðindi, sem munu hafa í för með sér dauða og tortímingu fyrir fjöl skylduna og allan heiminn. Verður gamla manninum svo mikið um þetta, að hann hníg- ur niður dauður. Leikurinn brest nú til Ev- rópu. Styrjöldin skellur á haustið 1939 og eru tengda- synir Madariga orðnir hátt- settir SS-foringjar.... Með aðalhlutverk í mynd- inni fara Glenn Ford, Charles Boyer og sænska leikkonan Ingrid Thulin. • HÁSKÓL ABÍÓ: Ævintýri Hoffmanns. Háskólabíó frumsýnir 2. í páskum Ævintýri Hoffmanns' brezka dans og söngvamynd byggð á hinni heimsfrægu óperu eftir Jacques Offen- bach. Myndin skiptist í for- leik og eftirleik, sem gerast í Núrnberg, söguna um Ólym píu, sem fer fram í París, sög- una Giuliettu, sem fer fram í Feneyjum og sögúna um Antóníu, sem gerist á grískri eyju. Offenbach var Gyðing- ur, fæddur í Köln 1819. Hann gerðist ungur einhver fremsti óperettusmiður Parísar og samdi margar frægar óperett- ur, t. d. Helena fagra, Orfeus í helju, Bláskeggur o. fl. Alla ævi deymdi hann um að semja alvarlega óperu, en hafði ekki ítma til þess, sökum fátæktar og anna. Skömmu eftir dauða sinn, 1880, hafði hann lokið við Ævintýri Hoffmanns, en honum entist ekki aldur til að sjá þessa miklu óepru sína á leiksviði. Óperan er byggð á skáld- skap þýzka skáldsins E.T.A. Hoffmanns (1776 — 1822). Hann hafði hlotið strangt og gleðisnautt uppeldi í æsku og því snemma hallazt að skáld- skap og furðulegum frásögn- um, til þess að gefa ímyndun- arafli sínu útrás. Hoffmann er enn talinn í fremstu röð þýzkra ljóðskálda, en öfgasög ur hans um yfirnáttúrlega við burði eru löngu fallnar í gleymsku nema það, sem varð veitt er af þeim í óperunni eftir Offenbach. í kvikmynd Háskólabíós leikur Konunglega fílhar- moníuhljómsveitin undir stjórn Sir Tomas Baacham. Þessi kvikmynd er gerð á stuttum tíma sumarið 1950 og með óvenjulegum hætti. Sir Thomas Beecham sem undir- búið hafði tónhandritið, hafði ekki nema fjórar vikur til stefnu vegna anna Konung- legu fílharmoníuhljómsveitar innar það sumar. Varð það að ráði að byrja á tónræmunni og fullgera hana, en leiks svo myndina og dans að því loknu. í myndinni koma fram menn af ýmsum þjóðernum, Ann Ayars og Robert Rounse- ville, bæði bandarísk, Robert Helpmann, Ástralíumaður, Mogens Vieth, Dani og fleiri. • KÓPAVOGSBÍÓ: Sverð sigurvegarans. Páskamyndin í Kópavogs- bíói, Sverð sigurvegarans, ‘er ný ítölsk amerísk sótrmynd í .litum og Cinemascope. Mynd- in gerist fyrr á öldum, þegar menn af gotneskum uppruna höfðu tekið sér bólfestu á Norður-Ítalíu og stofnað þar ríki, en þeir nefndust Gepidar. Þegar sagan hefst eiga þeir í vök að verjast fyrir herjum Lombarda — eða Langbarða, eins og þeir hafa verið nefnd- ir — sem komnir voru frá norðanverðri Evrópu. Gotar og Langbarðar eiga í orustu og bera hinir síðar- nefndu sigur úr býtum, en þar með fær konungur Langbarða, Alboino, aðsötðu til að brjóta allt ríki Gotanna undir sig. Konungur Gota rekur traust- asta herforingja sinn, Amalchi, úr þjónustu sinni, og sakar hann um að hafa brugð- izt sér .úrslitastund Hin eina sem trúir á sakleysi hans, er kóngsdóttirin Rósamunda. Nú búast menn við , að Albonio muni ganga milli bols og höfuðs á Gotum, en öllum til mikillar undrunar býður hann þeim grið og sættir. Hann sendir bróður sinn á fund Gotakonungs til að bjóða frið, en það skilyrði fylgir sættinni, að Albonio fái Rósa- mundu fyrir eiginkonu. Þrátt fyrir ást sína til Amalchi gift- ist Rósamunda konungi Lang- barða með því að hún sér, að örlög þjóðar hennar eru í veði. í brúðkaupsveizlunni er efnt til burtreiða, og fær ráð- gjafi konungs því til leiðar komið, að Amalchi er ráðinn af dögum. Langbarðar láta þegar til skarar skríða — og í mikilli orustu eru Gotar ger- sigraðir. En sagan er ekki öll, — hér er aðeins stiklað á stóru, en ýmis óvæntir atburð- ir eiga eftir að gerast, þegar hér er komið sögu. • LAUGARÁSBÍÓ: Alamo. Laugarásbíó sýnir stór- myndina Alamo með ágætum lekiurum í aðalhlutverkum: John Wayne, sem leikur David Crockett • foursta, Richard ®idmark, Laurence Harvey og Frankie Avalon. John Wayne hefur verið titlaður sem „fyrirmynd kvikmynda- hetjanna“ og hann hefur unn- ið sér geysivinsældir hvar- vetna fyrir óhagganlega ró og kröftugan leik. Hann hefur komið fram í hlutverkum i ýmsum stórmyndum, en Alamo mun þó verða talin helzta afrek hans, bæði fyrir stjórn og leik í einu aðalhlut verkinu sem hetjan David Crockett. John Wayne tefldi öllu fram við töku þessarar myndar. Hann æfði sjálfur og stjórnaði og sá um allt. Hann vann nótt með degi í þá 92 daga, sem myndatakan stóð yfir. Að- staðan var oft erfið, en hvorki ofsahitar né hellirigningar máttu hindra verkið. Þetta var engin hversdags- leg mynd. Allir, sem að henni unnu, töldu sér skylt að gera verðug- skil þessum örlaga- ríka atburði. •— Kvikmynda- handritið gerði James Grant. í 14 ár hafði hann unnið að því, enda fékk hann mikið loft fyrir það. Alfred Ybarra vann meira en árlangt að því að reisa og búa út fullkomna eftirmynd af Alamo-virkinu. Þegar það var komið upp, var komið fyrir við það trjám og runna- gróðri til þess að taka af þvi nýja svipinn. Og að lokinni myndatökunni var virkið lát- ið standa með ummerkjum, svo að ferðalangar gætu skoð- að það og hvarflað þar hug- anum til hinna hugdjörfu garpa, sem létu þar lífið fyrir land sitt og urðu síðan þjóð- sagnahetjur. Mynd þessi fjallar um eina af mörgum orustum, sem háð- ar voru í frelsisstríðinu, hma frægustu og blóðugu þeirra allra, orustuna* við Alamo. Hún var háð til þess að tefja fyrir her Mexikanana á með- an Houston hershöfðingi bjó sig undir höfuðorustu við óvin ina, þar sem gæti gengið milli bols og höfuðs á þeim. Þetta var fámenn sveit, 185 manns, sem sett var til að verja virki gegn ofurefli liðs og lítt búin að vopnum og varnartækjum. Þar voru komnir saman menn af öllum stigum og mörgum þjóðernum. En baráttuviíjinn var óbilandi. Þó að 35 væru á móti hverjum einum verjanda, þá hrundu þeir í tíu daga hverju áhlaupi og stráfelldu árásarmennina. Verjundnir urðu þjóðsagna- hetjur og ævintýraljómi leik- ur enn um nöfn eins og Davy Crockett og William Travis og mörg fleiri. • H AFNARFJ ARÐ ARBÍ Ó: Þrjár stúlkur í París. Danskar gamanmyndir hafa átt miklum vinsældum að fagna hér á landi, og nú sýnir Hafnarfjarðarbíó enn eina slíka, sem nefnst „Þrjár stúlk- ur í París“. Þessi mynd fjall- ar um þrjár fallegar, danskar stúlkur, sem halda til Parísar og rata þar í hin margvísleg- ustu ævintýri, sem flest eru hin broslegustu. Með hlutverk fára Chita Nörby, Dirch Passer og franski leikarinn Daniel Gelin, en það eitt, að Dirch Paessar er um borð, ætti Úr páskamynd Háskólabíós, Ævintýri Hoffmans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.