Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 13. apríl 1965 MORGUNBLABIÐ 13 Úr páskamynd Xónabíóis, „McLintock.“ f aðalhlutverkum John Waine og Maureen O'Hara. að vera nægileg trygging fyr- ir góðri skemmtun. Gaman- myndin „Þrjár stú.lkur í París“ er tiltölulega ný af nál- inni og hefur hlotið góða dóma í dönskurh blöðum, en í Danmörku hefur hún lengi verið sýnd við góðar undir- tektir — og er ekki að efa, að svo verður einnig hér. • HAFNARBÍÓ: 40 pund af vandræðum. Heiti páskamyndar Hafnar- bíós, „40 pund af vandræð- um“, gefur til kynna, að hér sé létt og fjörug gamanmynd, enda er sú raunin. Þetta er bandarísk kvikmynd í litum og Panavision með Tony Curtis, Phil Silvers og Suz- apne Pleshette í aðalhlutverk unum, Þessi 40 pund, sem um ræðir, er raunar sex ára gömul stúlka, Penny Piper, en það er hún, sem veldur öllum vandræðunum. Faðir hennar hefur skilið hana eftir á hótel herbergi meðan hann skrepp- «r til San Fransisco til þess að verða sér úti um peninga, sem hann skuldar vegna þátt- löku i fjárhættuspili. Það fell ur í hlut eiganda spilavítisins, Steve (Tony Curtis), að sjá tim stúlkuna á meðan. Þegar Jaðirinn kemur ekki aftur á tilteknum tíma, brýtur hann með sér, hvort hann eigi að gera lögreglunni aðvart, en hverfur að því ráði, að ann- ast um stúlkuna sjálfur í þeirri von, að karl skjóti upp koiiinum innan tíðar, því að satt að segja fer vel á með honum og þeirri litlu. Um- byggja Steves fyrir litlu stúlkunni, verður til þess, að hann og Chris, sem hann hef- ur iengi litið hýru auga, taka að felia hugi saman. En einn góðan veðurdag fær Steve slæmar fréttir. Honum berst vitneskja um það, hvers vegna faðir litlu stúlkunnar hafi ekki komið aftur. Ástæðan var sú, að hann hafði lent í bOsiysi og beðið bana. . . . En sagan er ekki öll, þótt hér verði iátið staðar numið að rekja efnisþráðinn. • NÝJA BÍÓ: Síösumarsmót. Fyrir þá, sem hafa gaman að söngva- og gamanmynd- um, hlýtur leiðin að liggja í Nýja bíó, en þar verður páska kvikmyndin „Síðsumarsmót**, amerisk mynd í litum og Cinemascope frá 20th Centry Fox. í þessari mynd koma við sögu hinir víðkunnu dægur- lagasöngvarar Pat Bonne og Bobby Darin, en einnig leikur sænska stúlkan Ann-Margret stórt hlutverk. Tónlistina í myndinni hefur Richapd Rodgers, en söngleikir, sem hann hefur samið í kompaníi við Hammerstein eru alkunn- ir. Það er sem sagt sungið í þessari mynd — og margt spaugilegt kemur fyrir. Auð- vitað er hæfilegur skammtur af rómantík líka. Myndin fjallar um siðsumarsmót eða markaðshátíð í Texas, en þá er mikið um dýrið og ailir samtaka í að eiga ánægjuleg- ar stundir, en söguþráðurinn er of margslunginn til þess að unnt sé að gera honum skil í stuttu máli. • STJÖR.NUBÍÓ: Barabbas. Stjörnubíó sýnir stórmynd- ina Barabbas. Þetta er ítölsk- amerisk kvikmynd í litum og Cinemascope, gerð eftir sam- nefndri sögu Per Lagerkvist, en hún var lesin upp í útvarp- inu á sínum tíma. Kvikmynda handrit hefur Christopher Fry samið, en leikstjóri er Dina de Laurentiis. Myndin gerist á þeim tím- um, þegar Pontíus er lands- höfðingi Rómverja í Gyðinga- landi. Hann ætlar að láta lausan einn sakamann vegna páskahátíðarinnar, og hann býður lýðnum að velja um tvo, Jesús frá Nasaret og Barabbas, morðingja og of- beldismann. Og þá æpir múg- urinn: „Gef oss Barabbas!" Barabbas leitar samvista við fyrri félaga í drykkju- kránum til þess að fagna óvæntri náðun, en þegar hann hefur verið látinn laus, hverf- ur hann að fyrri iðju sinni, rænir og drepur Rómverja, en er svo handtekinn. Nú er hann dæmdur til þrælkunar i brennisteinsnámum á Italiu, og þar þrælar hann i 20 ár, hlekkjaður við annan saka- mann. Meðfangar hans hrynja niður, en hann fær þá trú, að ekkert geti unnið á honum, þar sem hann slapp við bana, þegar Kristur var krossfest- ur. . . . Þetta er stórbrotin og áhrifa rík kvikmynd með frábærum leikurum í aðalhlutverkum: Anthony Quinn leikur Barabb as og Silvana-Mangano leikur Rakel. • TÓNABÍÓ: (VlcLintock! Tónabíó sýnir ameriska gamanmynd frá United Art- ists, sem viða hefur verið sýnd og hvarvetna hlotið hina lofsamlegustu dóma. Þessi mynd er í litum og tekin í Panavision og enn má reikna henni til gildis, að í henni er íslenzkur texti, en margir kvikmyndahúsgestir eru þakk látir fyrjr það framtak. Kvik- myndin McLintock gerist í litlum bæ, en bærinn er heit- inn eftir ókrýndum konungi bæjarins: George Washington McLintock. Bærinn ber nafn hans, því að hann hefur grund vallað hann og á meiri hluta hans. Hann rekur þar banka- starfsemi, sögunarmyllur og ræður öllu í bænum, enda verða allir að sitja og standa, eins og hann vill. Eina mann- eskjan, sem hann hefur ekki ráðið yfir, er kona hans, hin fagra, rauðhærða Katherina. En hún hefur yfirgefið hann fyrir nokkrum árum, því að hún grunaði hann um að vera sér ótrúan. Lintock bónda stendur ekki á sama um þetta, og hann neitar með öllu að ræða við hana, þegar hún fer fram á skilnað. Ýmsir spaugi- legir atburðir fléttast inn í ævintýrið, en ekki væri rétt að segja hér, hverjir verða iyktir mála. Með aðaljjlutverk fara John Wayne, sem leikur McLintock og Maureen O’ Hara, sem leikur hina fögru en óstýriiátu eiginkonu hans. ^ Kvikmyndahúsin um páskana* Fréttir í stuttu Túnis, 12. apríl NTB. TÍMARITIÐ „Jeune Arique“ í Túnis segir svo frá, að Chou En-lai, forsætisráðherra Kin- \ ska AlþýCulj ðveldisins, hafi tjáð Ben Bella, forseta Alsír, að hann væri sannfærð- ur um að Bandaríkjamenn myndu, áður en langt um iioi, gera loftárásir á Kína. Væru Kínverjar viðbúnir slikri árás. London, 12. apríl NTB. 33 ÁRA Lundúnabúi, fjögurra barna faðir, játaði á sig í dag fyrir rétti í London, að hafa selt brezk hernaðarleyndar- í hendur starfsmanna sendr- ráðs íraks og Egyptalands, vegna þess að hann hafi verið í vonlausri fjárþröng. Maður þessi, Percy AJlen, hafði fengið fjárupphæð sem nam t:rpum fimm þúsund ís- Itnzkum krónu.n, fyrir ýmsra upplýsingar — og noiað pen- ingana til að grciða afborgun l- .-,kuld er hann varð að stofna til er kona hans var 10«,- á sjúkrahús, talin vera með krabbamein. - j_ Stokkhólmi, 12. april NTB. • SVÍAR drukk„ á síðasta ári áfenga drykki fyrir 2.179 milljónir sænskra króna — eða ur 250 miJJjón- um hærri fjárupphæð en nokkru sinni fyrr. Sala öls minnkaði um fimm milljónir s. kr. á árinu. Tokio, 12. apríl AP. PEK NG-ÚTVARPIÐ skýrði svo á í kvöld, að Peking- stjórnin kærði sig —tt um heimsókn Patrick Górdons Walkers, fyrrverandi utan- rikisráðh. Bretlands. Brezka stjórnin hef ,r ákveðið að s^nda Gordon Walker til Pe- king sem sérstakan sendimann Michaels Stewarts, utanríkis- ráðherra Bretlands. LAND- FJÖLHÆFASTA -ROVER farartækið á landi Því svara hinir fjölmörgu Land Rover eigendur! Land-Rover er afgreiddur með eftirtöldum búnaði: Aluminium hús, með hliðargluggum — Miðstöð og rúðublásari — Afturhurð með varahjólafestingu — Aftursæti — Tvær rúðuþurrkur — Stefnuljós — Læsing á hurðum — Innispegill — ÚtispegiII — Sól skermar — Gúmmí á petulum — Dráttar- krókur — Dráttaraugu að framan — Km-hraðamælir með vegmæli — Smurþrýsti- mælir — Vatnshitamælir — 650x16 hjólbarðai' — H. D. afturfjaðrir og sverari höggdeyfar aftan og framan. — Eftirlit einu sinni eftir 2500 kílómetra. i) Ef þér ætlið að kattpa lartdbú naðarbifreið, þá ættuð þér að —^ spyria Land-Rover eigendur um reynslu þeirra. Spyrjið einnig eigendur hliðstæðra bifreiða og gerið samanburð. Hvers vegna er Land Rover mest selda landbúnaðarbitreiðinl Benzín eða diesel 1 Leitid nánari upplýsinga um fjölhæfasta farartækib á landi Benzínvél gcl kx. 144.000,00 — Dieselvél kr. 162.400,00. Simi 2,1240 ÍHEiiBYimUNEN í HEKLA hf Laugavcgi. 170:172

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.