Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.1965, Blaðsíða 18
& \ ú x x a u u jiðin MORGUNBLAÐIÐ ■’.Wí Jíi^e i;j lií^efci'íiw/tt^l Fiimntuélagur 15. aprfl 1965 «V| 18 Etinao anker Nýbúnir að fá anker í Chevrelet árgerðir 1955 til 1960 (styttri gerð) kr. 570,70. Ennfremur í ýmsar gerðir enskra bíla. Verð kr. 457,35. Heimsþekkt gæðavara. Einkaumboð: Sendum í póstkröfu. SfiIIÉv. OiesiEI Vesturgötu 2 (Tryggvagötu megin). Sími 20940. Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig og auðsýndu mér hlýhug og vináttu á sjötugs- afmæli minu. Sigurður Þórðarson. Innilegt þak-klæti til allra, sem heiðruðu mig á níræð isafmæli mínu 9. apríl sl. — Guð blessi ykkur öll. , Einar Benediktsson, frá Ekru, Stöðvarfirði. Faðir minn, JAKOB GUÐMUNDSSON andaðist aðfaranótt 14. apríl að Elliheimilinu Grund. Jarðarförin ákveðin síðar. Ragnar Jakobsson. Sonur minn, SIGUBJÓN SVEINBJARNARSON Ysta-Skála, Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Asólfsskálakirkju, laugardag-. inn 17. apríl kl. 2 e.h. Sveinbjörn Jónsson. Innilegar þakkir fyrir alla þá vinsemd og samúð sem okkur var sýnd við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, dóttur og systur, ÖNNU E. GUDMUNDSDÓTTUR Hjörtur Sigurðsson, Guðrún Sveinsdóttir, og systkini. Aiúðarþakk-ir til allra nær og fjær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, PÉTURS FRIÐGEIRS JÓNSSONAR frá Isafirði. Guð veri með ykkur ölium. Guðmunda J. Pétursdóttir, Jón B. Pétursson, Jónina M. Pétursdóttir, Kristján K. Pétursson, Hrólfur Pétursson. Innilegar þakkir fyrir alla þá vináttu og samúð, sem okkur var sýnd við fráfall eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, ÞORVALDAR ELLERTS ÁSMUNDSSONAR útgerðarmanns, Akranesi. Aðalbjörg Bjamadóttir, börn og tengdasynir. Útför systur minnar, RAGNHILDAR FINNSDÓTTUR Borðeyri, fer fram frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði þriðjudag- inn 20. apríl kl. 2 e.h. Ingibjörg Finnsdóttir. Þriðjudaginn 20. þ.m. kl. 10:30 fer fram frá Foss- vogskirkju, jarðarför móður minnar, SIGFRÍD BJARNEYJAR THORLACIUS Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd foreldra og systkina hinnar látnu. Þórarinn Sveinn Thorlacíus. Söngstjórinn, Jón Stefánsson, og Haukur Guðlaugsson, organleikari frá Akranesi. Páskavaka kirkjukórs Langholtssafnaöar KIRiKJUKÓR Langholtssafn- aðar efnir til pásikavöku í Safnaðarheimili Langholts- sóknar kl. 8,30 á föstudaginn langa. Af því tilefni komura við að máli við organleikara og söng- stjóra kórsins, Jón Stefánsson. — Hvenær var fyrsta páska- vaka-n haldin á vegum kirkju- kórsins. — Hún var haldin árið 1955 í Laugameskirkju, og var fyrsti stjórnandi hennar Helgi Þorláksson, skólastjóri, sem lengst af hefur verið söng- stjóri kórsins. En þetta er í fyrsta skipti, sem hún er hald- m í okkar eigin húsnæði, og er það von okkar, að svo verði á hverju ári framvegis. — Hver er aðaltilgangur kórsins með þessari póska- vöku? — Hann er að taika þátt í og efla kirkjulegt starf innan safnaðarins, og leggja sitt að mörkum til að áhugi fólksins beinist meira að kirkjunni og kirkjulegu starfi, heldur en hann hefur gert hingað til. — Er það eimgöngu kórinn sem kemur fram á þessu kvöldi? — Nei, þama kama fram m.a. biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjöm Einarsson, og flytur erindi, þá mun Einar Sturluson syngja einsöng, og séra Hjaltí. Guðmundsson verður forsöngvari í nokkrum iögnrm, sem kórinn syngur. Meðal annarra laga sem kórinn syngur eru „Slá nú hjartans 'hörpustrengi úr Kantötu no. -147 eftir Bach, „Ave verum eftir Mozart, og svo nokkur sálmalög, bæði í útsetnirngu Bach og Róberts Abrahams Ottoeonar, og spiiar Haukur Guðiaugsson, organleikari frá Akranesi imdir í sumum þeirra. Sófenarprestar taka virkan þátt í páskavökunni. Mun séra Sigurður Haukur Guð- jónsson kynna dagskráratriði kvöldsins, en samkomunni lýkur með helgistund, er séra Árelíus Nielsson annast. — Hvað er margt fólk í kórnum núna? — Það eru 22 manns, og þar á meðal ungt íólk, allt frá 16 ára aldri. — Hvenær byrjuðu þið að æfa fyrir páskavökiuina? — Við byrjuðuon að æfa í feyrjun febrúar, og höfum æft 1-2 kvöld í viku fyrir utan 1 æfingu í hverri viku, sem er raddæfing. Einar Sturluson hefur radd.þjálfað kórinn nú í vetur, þannitg að stundium hafa verið 3 æfingar í viku, og er það nokkuð erfitt, því fyrir utan þessar æfingar syngur kórinn við allar messur í sókn- inni og kemur fram á mörgum skemmtikvöldum, sem haldin eru í Safnaðarheimilinu. Allar fermingarnar, sem núna standa yfix, útheimta mikla vinnu kóirsins. — Er unga fólkið í kómum ábugasamt? — Já, það mundi ég segja, en það vantar ailtaf meira af ungu fólki í kirkjukóra, en það er eins og það haldi að það sé svo leiðinlegt. Bn það ætti bara að prófa það, þá mundi það setgja annað. Við þökkum Jóni kærlega fýTir spjallið. Rétt er að geta þess, að hinn ungi stjórnandi er aðeins 18 ára gamall, og mun liklega vera yngsti söong- stjóri landsins. Það verður gaman að sjá hvernig honum og kómum tekst að flytja þau kórverk og lög, á föstudaginn lantga. Að lokum bað hann Mbl. fyrir þessa orðsendingu til safnaðarfólks: Það er einlæg ósk söng- stjóra og kórsins, og allra sem þarna eiga hlut að máli, að sóknarböm Langholtssóknar látí ekki sitt eftir liggja til eflingar kirkjulegu ' starfi í sókn sinni, og fjöimenni á þessa páskavöku og geri allt sem þeir geta til þess að gera hana sem eftirminnilegasta. Að lokum má geta þess, að aðgangur að páskavökunni er ókeypis og öllum heimill. Kirkjukór Langholtssókuar á æfingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.