Morgunblaðið - 15.04.1965, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.04.1965, Qupperneq 19
FimmtudagUr 15. ajríl 1965 MORGU N BLAÐIÐ 19 ‘P BARNASKÓLARNIR í Hafnarfirði efndu nýlega til hinnar árlegu skóla- skemmtunar, en allur á- góði af skemmtuninni renn ur í ferðasjóð fullnaðar- prófsbarna. Skemmtunin var hin fjölbreyttasta að vanda, en til hennar var vel vandað. Meðal annars var flutt leikritið „Eld vil ég fá“, eftir Ragnheiði Jónsdóttur, og í leikslok var skáldkonan heiðruð, er Þorgeir Ibsen, skólastjóri, ávarpaði hana nokkrum orðum. Hinir ungu leikendur færðu Ragnheiði Jónsdóttur blóm. Þorgeir Ibsen, skólastjóri, sem ávarp- aði Ragnheiði, lengst til hægri. Ragnheiður Jónsdóttir, rithöftandur, heiðruð í Hafnarfirði hafa leikrit hennar oftast verið sýnd hann vann skóla sínum, en hann var skólastjóri í aldar- fjórðung í Hafnarfirði. Bæði voru þau hyllt með langvinnu lófataki, og Ragn- heiður kom fram á sviðið og veitti viðtöku fögrum blóm- vendi frá hinum ungu leik- endum. Hún ávarpaði gesti og þakkaði þann heiður, sem henni hafði verið sýndur. Síð- an sagði hún: — Þessi stund rifjar upp skemmtilegar stundir, sem ég hef átt með börnunum hér 1 skólanum. Ævintýraleikina mína samdi ég fyrir skólann, því að það vantaði eitthvað, sem börnin gætu sýnt. Þetta varð síðan að vana hjá mér. Barnaskólinn í Hafnarfirði var með fyrstu skólum, sem hóf þessa starfsemi. Fyrst í stað þótti þetta einkennilegt og til þess fallið að draga úr náminu, en þetta breyttist, þegar fram liðu stundir. Þótt starfið væri erfitt oft og tíð- um og aðstæður erfiðar, var það að sama skapi ánægjulegt. Ég hef haft mikla ánægju af að sjá leikritin mín sýnd hér í Hafnarfirði, og ég þakka öll- um leikendum og þeim, sem hlut hafa átt að máli nú. Þetta rifjar upp fyrir mér á- nægjulega samvinnu við kenn ara, sem horfnir eru sumir hverjir. Þá ávarpaði Þorgeir Ibsen, skólastjóri, Huldu Runólfsdótt ur kennara. — Hún á okkar þakklæti og virðingu skilið, sagði hann, er hún lætur nú af störfum. í langan tíma hefur hún svið- sett leikrit og séð um skemmt- anir á vegum skólans. Hulda þakkaði auásýndan heiður og sagði, að fleiri ættu hlutdeild í honum: samstarfsfólkið og sérstaklega Ragnheiður Jóns- dóttir, sem lagt hefði til leik- ritin. Að leikslokum var leikendum í „Eld vil ég fá“ vel fagnað. Hann gat þess, að Ragn- heiður hefði hafið' starf sitt sem leikritahöfundur með því að semja leikrit fyrir nem- endur barnaskólans til flutn- ings á skólaskemmtuninni. — ■j Ragnheiður hefur ritað 30 I bækur, þar af 15 fyrir börn og | unglinga og er víðlesinn höf- undur heima og erlendis. Á skemmtunum skólans hafa leikrit eftir Ragnheiði oftast verið sýnd. Þorgexr þakkaði Ragnheiði störf í þágu skól- ans og árnaði henni heilla, en hún átti sjötugsafmæli dag- inn áður. Þorgeir ávarpaði 'einnig Guðjón Guðjónsson, fyrrum skólastjóra, og þakkaði hon- um gagnmerkt starf, sem Eftirvæntingln var mikil, þegar leiksýningin fór fram — og stundum einum of mikil fyrir yngstu áhorfendurna eins og glöggt má sjá. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) REYNIÐ þESSAR FRÁBÆRU JURTA- BOLLUR 17S gr Jurta-smjörlíki 1/2 I mjólk 175 gr hveiti (sigtað) 1/4 tsk salt 2 tsk sykur 4-5 egg (eftirstærð) Hitið mjólkina og Jurta-smjörlíkið að suðu- marki, setjið hveitið, sykurinn og saltið í og hrærið mjög vel. Deigið kælt, látið í skál og eggin látin í, eitt og eitt, hrært vel á milli. Setjið deigið með skeið á vel smurða plötuna. Bakist í 45 mín. við góðan hita (375° F eða 190° C). Varizt að opna ofninn fýrstu 35 mín. Sem fyllingu í bollurnar má nota t.d. rjóma og 'sultu, rækju jafning eða salat og ís. Allur bakstur betri með Jurta • Þér þufið að • reyna Jurta-smjörlíki • , til að sannfærast • um gæði þess. #* í JURTA-smjörlík! eru notuð þessi hráefni: Fljótandi baðmullarfræsolía, hert jarðhnetuolfa, hert kókosfeiti, kókosfeiti, soyabauna-lecithin, jurta-bindiefnl, jurtalitur, undanrennuduft, salt, vatn, kartöflumjöl, sítrónusýra, bragðefni og A- og D3-vítamín. í hverju grammi JURTA- smjörlíkis eru 30 einlngar af A- og 3 einingar af D,-vítamíni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.