Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID Föstudagur 30. apríl 1965 et'tir jaiöskjalitauu. IHiniika má kostnað og auka öryggí mann- virkja með nákvæmum jarðskjálftareikningum Nýlegra er kominn heim frá námi ungur verkfræðingur, Júlíus Sólnes frá Akureyri, sem stundað hefur framhal’ds nám í burðarþolsfræði með tilliti til jarðskjálfta í Dan- mörku og síðar Japan, eftir að hann lauk prófi frá Kaup- mannahöfn, árið 1961. Morgun blaðið átti samtal við Júlíus og spurði einkum um dvöl hans í Japan og fræðigrein þá, sem hann hefur lagt stund á. — Hvernig atvikaðist það, a’ð þú fórst til Japan? starfsmanna, komu helztu sér fræðingar Japana á þessu sviði og nokkrir frá öðrum þjóðum og héldu fyrirlestra fyrir okkur. Japanir og Kaliforníumenn brautryðjendur. — Er jarðskjálftaverkfræði ekki ung fræðigrein? — Jú, það var ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina, að farið var- að gera kerfis- bundnar rannsóknir á þessu sviði. Eftir jarðskjálftana Júlíus Sólnes í Japan ásamt innfæddum kunningja sinum. — Að loknu prófi, hóf ég framlhaldsnám í burðarþols- fræði og sveiflufræði bygg- inga við Verkfræðiháskólann í Kaupmannahöfn. í samráði við skólann leitaði ég mögu- leika á því a'ð komast til Tokyo og stunda nám við hina nýju stofnun, Intemational Institute of Zeismology and Earthquake Engineerng, sem Japanir reka með stuðn- ingi Sameinuðu Þjóðanna. Stofnun þessi heldur ársnám- skeið fyrir verkfræðinga, jarð fræðinga og aðra vísindamenn frá ýmsum löndurn í jarð- skjálftafræ'ðum og mann- virkjagerð á jaxðskjálftasvæð um. — Mér tókst að fá farar- stýrk á vegum Danska vísinda sjóðsins, frá íslenzka vísinda- sjóðnum og NATO-styrk utan ríkisráðuneytisins. Fór ég til Japan haustið 1963. Við nám hjá stofnuninni þennan vetur voru 29 menn frá 19 löndum. Allmargir japanskir vísinda- menn eru fastráðnir við kennslu og rannsóknir hjá stofnuninni, sem er búin mjög vöndu’ðum og fullkomnum tækjum, t.d. 3 rafreiknum. Þá störfuðu þarna 2 vísindamenn frá UNESCO, jarðskjálfta- fræðingur frá Tékkóslóvakíu og verkfræðingur frá Nýja- Sjálandi. Auk þessara föstu miklu í San Franzisco 1906 og Tokyo 1923, varð mönnum ljós nauðsyn þess að gera ráð fyrir jai'ðskjálftahættu við byggingu mannvirkja. Eink- um vaknaði áhugi manna í þeirn löndum, þar sem jarð- skjálftar eru tíðastir og voru Japanir og Kaiiforníumenn brautryðjendur í þessum efn um. — Miklar framfarir hafa orðið á þekkingu manna á þoli mannvirkja í jarðskjálft- um og raunverulegum orsök- um skemmda. Jarðskjálfta- reikningar eru svo flóknir og umfangsmiklir, að það var ekki fyrr en rafreiknar komu til sögunnar/að hægt var áð framkvæma fullkomna út- reikninga á jarðskjálftasveifl um húsa og annara mann- virkja. Var fyrst hægt að taka tillit til ýmissa atriða, svo sem mismunandi gerðar húsa og breytileigrar jarðvegsundir- stöðu þeirra og staðsetningar. Hafa þessar rannsóknir jafn- framt verið studdar með mæl ingunum með áð hrista þau. Það er fyrst og fremst í Jap- an og Kaliforníu, sem slíkar rannsóknir fara fram og er óhemju miklu fé varið til þeirrar starfaemi. Reglugerffir ekki einhlítar. — í flestum löndum, þar sem jarðslkjiáiliftar þekkjast, eru til bygginigarregiur um það, hvernig mannvirki skuli varin gegn jarðskjálftum. Oft- ast eru þær reglur íullnægj- andi. Hafa margar stórar bygg ingar, sem reistar hafa verið á grundvelli nákvæmra jarð- skjálftareifcninga, staðið af sér meiriiháttar jar'ðskjálfta. Sem dæmi má nefna Latino Americand turninn í Mexico- borg, sem er 43 hæðir og stóð af sér jarðskjálftann mikla árið 1957, þegar stór hluti miðiborgar Mexioo hrundi. Höfðu verið gerðir mjög ná- kvæmir jarðskjálftareikning- ar við könnun (projectering) byggingarinnar, er hún var reist árið áður, og sýnt fram á að hægt væri að gera ráð fyrir mun minni jarðskjálfta- krafti en reglugerðir og venj- ur fyrirskipa, er tillit var tek- ið til hinnar sérstæðu gerðar og legu byggingarinnar. — Á sama hátt og komast miá að því með nákvæmum jar’ðskjálftareikningi að gera megi ráð fyri.r minni jarð- skjálftakröftum á einstakar byggingar en kveðið er á um í raglugerðum, mé benda á dæmi um hið gagnstæða. — í júní 1964 urðu miklir jarðskjálftair í borginni Niig- ata um 100 km norður af Tokyo. Efndi stofnunin til rannsóknarleiðangurs me’ð okkur og ýmsurn sérfræðing- um til að kanna hið mikla tjón, sem orðið hafði á borg- inni. Ýmis mannvirki, sem uppfylltu skilyrði reglugerða, eyðilögðust. Má þar um kenna sérstökum a’ðstæðurti, sem reglugerðir geta ekki iim. T. d. gerðist það, að 5 hæða stein steypt fjö.Hbýlishús, sem jarð- skjáliftareiknað hafði verið á venjulegan hátt samkvæmt reglugerð lagðist á hli’ðina, án þess að skemmast að öðru leyti. Húsið stóð á sándeyrum við árósa. í jarðskj á Iftu num urðu sandeyrarnar að kvik- syndi. — Nýleg brú hrundi einnig í Niigata. Jar’ðs'kjálftastyrkur hennar var í sjálfu sér nægur, en set brúarinnar var ekki tryggt gegn hinurn miklu jarð skjálftakröftum, sem öft verða miklu meiri en miðað er við í reglugerðum. Minnka má kostnaff og auka öryggi. • — Rannsóknir. og aukin þekking manna á áhrifum j'arðskjálfta á ými-s mannvirki geta bæði lækkað byggingar- kostnað ef um óþarfan styrk- Mexicoborg. ieika er áð ræða, samanber dæmið um turninn í Mexico, og aukið öryggi bygginga í öðrum tilfellum. — f samlbandi við byggingu sementsverksmiðju í Portú- gal, sem dansk fyrirtæki vann að í vetur, gat ég notfært mér reynsilu mína frá Niigata og bent á þörf þess að tryggja betur set hvolfþafcs, sem á byggingunni er, vegna hættu á því, að það rynni út af veggundirstöðunni, eins og brúin af stöplunum. Latino Americana turninn í Einfaldleiki og nægjusemi. — Hvernig líkaði þér dvöl- in í Tokyo? — Þáð er mjög athyglisvert að búa í Tokyo, en einnig afar erfitt. Öll alrnenn farartæki eru troðfull allan daginn og líklega er hvergi í heiminum eins erfitt að fá húsnæði, sem auk þess er slæmt á vestræn- an mælilkvarða. Lengst af leigði ég ibúð með skóiabróð- ur mínum frá Perú. Hún var í útlhverfi Tokyo. í kringum okkur bjuggu eingöngu jap- ansikar fjölskyldur og kom- umst við því í nána snertingu við líf almennings. — Talar almenningur nokk u'ð annað mál en japönsku? — Japönum veitist yfirleitt mjög erfitt allt tungumála- nám, en mikil viðleitni er me'ð al almennings að tala ensku - og er hiún allsstaðar kennd í skólum. Okkar skóli efndi til námskeiðs í japönsku þegar í byrjun. Sem beturfer er jap- anska ekki eins erfitt mál og maður kynni að hadda, þ.e.a.s. ef undan er skilið skrifletrið. — Er mikið byggt í Tokyo? — Já, ég hef hvergi sé'ð önnur eins býsn af bygging- arframikvæmdum nema þá í Reykjaví'k. Borgin er orðin undarlegt samibland af nýtízku steinsteyptum háhýsum og timburkofum. — Hvernig eru lífsvenjur Japana? — Þær einkennast fyrst og fremst af einfaldleika og nægjusemi. Fólk leggur enga áherzlu á það að safna saman iburðarmiklum húsgögnum í , dýrar íbúðir. Hins vegar má benda á það, að almenningur virðist búa við sæmileg kjör og eiginleg fátækt er mjög sjaldgæf. Þótt húsmunir séu yfirleitt fábrotnir, eiga næst- um allir helztu rafknúin heim ilistæki, sjónvarp er í hverj- um kiofa. — Hvernig féll þér fram- koma fól:ks? — Ágætlega. Eitt hið fyrsta sem ma’ður tekur eftir, er hve ungt fól'k er feimið, ófram- færið og oftast barnslegt. Ég get alls ekki skilið, hvernig Japanir gátu gengið berserks gang í heimstyrjöldinni. Or- sakir þesis hljóta að vera trú- arlegs eðlis. — Hvernig er alþýðu- menntun í Japan. — Skólakerfð er afar full- (bomið, enda skipulagt af Þjó‘ð verjum fyrir síðus-tu aldamót. Menntun er mjög almenn og engu minni en gengur og gcr- ist í Vestur Evrópu. Æðri menntun er líka komin á sajna stig og hér. — Er iðnaður Japana í mjög örum vexti? Framh. á bls. 19 Spjallað við Júlíus Sólnes um Jarðskjálftaverkfræði og Japan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.