Morgunblaðið - 30.04.1965, Page 19

Morgunblaðið - 30.04.1965, Page 19
Föstadagur 30. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 ingaraðferðir IMú getur hver sem er hlaðið húsið sitt E I N S og að líkum lætur höfum við Islendingar mik- inn áhuga á öllu er'að bygg ingarnýjungum lítur, jafn mikið og byggt er hér á landi. Einkum munu menn hafa áhuga á hvernig hægt nám við háskólann í Liver- pool. Hann hefur því mjög mikinn áhuga á öllu er að búskap lýtur. Fyrir nokkru tók hann sér fyrir hendur að athuga hvernig hér mætti byggja á ódýrari hátt en gert er og þó einkum í sveitum lanisins, þar sem skortur er faglaerðra iðnaðarmanna. — John Sewell hafði samband við stórfyrirtækið Pointer Group í Norwich í Bretlandi, en það fyrirtæki hefur staðið myndi það raska nákvæmn- inni við hleðsluna. Til ein- angrunar og samtengingar steinanna er notað sérstakt plastefni, sem nefnist Betocel. Því er í sérstakri vél blandað saman við sement og sand, eftir viðeigandi forskrift og í vélinni þeytist efnið og verður örlítið frauðkennt. Það er auðvelt að saga og negla í plötur, sem steyptar eru úr þessu efni. Þessu ef ni er sprautað inn í vegghleðsluna, en ekki má daglega setja nema sem svarar f jögurra feta hseð af því í vegginn, því annars sígur það of mikið saman undan eigin þunga og missir einangrunargiidi sitt. Eftir daginn er það orðið nægilega þurrt til þess að á- fram megi halda með vegg- hleðsiuna. Þessi plastblanda er alger- John Sewell. muni að gera byggingar ódýrari, þó þannig, að þær fullnægi kröfum okkar og þörfum. Fyrir skömmu átti ég tal við John Sewell, skozkan mann, sem hér hefur dvalizt í 3 ár. Sewell hefur stundað búfræðinám og dýralækna- Hér sést hvernig byrjað er á vegghleðslu. fyrir byggingum víðsvegar um heiminn og lagt á það ríka áherzlu að gera byggingarn- ar á sem ódýrastan hátt. Nú er svo komið að John Sewell hyggst gangast fyrir tilraunabyggingu hér á landi, sem sérfræðingar frá Pointer Group munu stjórna. Mun not uð við bygginguna ný aðferð, en útveggir verða hlaðnir úr holsteini, sem steyptur er í sérstökum vélum og mótaðir með nýju sniði, sem þannig er að steinarnir í einni röð- inni falla í gróp steinanna' 1 þeirri næstu. Steinamir eru mjög nákvæmlega steyptir og er því ekki hægt að hlaða vegginn nema rétt, ef undir- staðan er rétt. Steinarnir eru ekki límdir saman á jöðrum eins og tíðkast hefur, enda uo x ItO x 20 x 20 onb 20 X 20 X 2i Einangrunarplata með Betocelefni er algerlega eldtraust, og hitaeinangrandi, eins og þessi mynd sýnir. Annar maðurinn heldur gasloga að plötunni að ofan, en hinn heldur hendinni beint undir loganum neðan á plötunni. lega eldföst og einangrar hljóð og hita, auk þess sem vatn gengur ekki í hana. Teiknistofa landbúnaðarins hefur kynnt sér aðferð þá, sem hér er um að .ræða og telur byggingar, sem reistar kunna að verða á þennan hátt úr fyrrgreindum efnum, full- komlega veðhæfar. aDS /1 at iTM Steinarnir eru af þremur gerðum, og vélin sem mótar þá og steypir afkastar 250-350 steinum á dag, en þeir eru 40x20x20 að stærð, nema hálifr endasteinar, sem eru helmingi styttri. Hér sjást steinarnir frá ýmsum hliðum. John Sewell hefur reiknað út hve mikil myndi verða véla leiga á hinum tveimur vélum, sem þarf við byggingu hvers húss, svo og verð plastefnis- ins, sem þarf í einangrunar- blönduna. Sé miðað við hús sem er 100—120 ferm. að stærð mun vélaleigan og plest ið kosta sem svarar 25 þús. króna. Reynist hús þau, er byggð verða úr fyrrgreindu efni og á fyrrgreindan hátt, fullnægja kröfum okkar íslendinga, er ekki að efa að þau verða ó- dýrari og einfaldari í bygg- ingu en algengast er með hús sem hér eru byggð í dag. Upp sláttartimbur sparast og ná- kvæmni í hleðslu á að vera trygg og því fljótlegra að hlaða veggina. Þótt John Sewell hafi at- hugað málið með sérstöku til- liti til bygginga í sveitum, er að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu að hús sem þessi verði byggð í kaupstöðum. Það munu eflaust margir hafa mjög mikinn áhuga á að vita hvernig þessari tilraun reiðir af, því vissulega er rík þörf á sparnaði við byggingu húsa. Vig. Skoti kynnir ódýrari bygg- — Japan Framhald af bls. 14. — Já, uppbygging iðnaðar- ins er geysileg. Áður fyrr líktu Japanir oft nákværu- lega eftir uppfinningum þjóðá í framleiðslu sinni, eins og alkunna er. Á síðari árum hef ur þetta mjög breytzt og eru Japanir n,ú í fremstu röð í þungaiðnaði eins og hinar miklu skipasmfðar þeirra sýna. Má þakka þessar öru framfarir því, að Japanir hafa séð sér hag í því að verja mikilu fé til rannsóknarstarf- semi, eirtkafyrirtæki ekki síð- ur en opinfoerir aðilar. — Ferðaðist þú mikið um í Japan? — Já, ég var svo heppinn að eiga þess kost að ferðast um næstum alla.r eyjarnar. Landslagi’ð er afar stórbrotið og sérkennilegt. Þá var einnig mjög gaman að skoða gömlu menningarfoorgirnar, svo sem Kyoto og Nara, sem eru skemmtilegt sambland af gömlum hofum og nýtízku byggingum. Taka þarf tillit til jarðskjálfta hættu hér. — Hvað hyggstu svo fyrir hér á íslándi? — Ég ætla að reyna að not- færa mér sérmenntun mína, sem ég tel vera full þörf fyrir þar sem við búum á jarð- skjálftasvæði og verðum að vera vi’ðbúnir meirilhóttar jarð skjálftum. Allir, sem hafa fylgzt með fréttum af hinum óhugnanlegu afleiðingum jarð skjálfta, bæði núna síðustu daiga og áður, geta gert sór grein fyrir nauðsyn þess að taka alvarlega tillit til jarð- skjálftahætt-u vfð mannvirkja gerð. Einkum má benda á mikilvægi sérstaklega bygg- inga svo sem sjúkrahúsa, sem mikið ríður á að geti starfað óhindrað eftir meiri háttar jadðskjálfta. i — Ætlar þú jafnframt að vinna almenn verkfræðistörf? — Já, ég hef nú stofnað verkfræðiskrifstofu í Skip- holti 70 ásamt fjórum öðrum ungum verkfræðingum. Mun- um við leitast við að veita sem fullkomnasta og fjöl- breyttásta verkfræðilega þjón ustu. Sem nýr Ford 1956 2ja dyra Ford Fairlane 1956 með Thunderbird vél og 3ja gíra Overdrive gírkassa er til sölu gegn staðgreiðslu strax. Nærri allt í bílnum hefur verið endurnýjað. Aukahlutir: góflskipting, snúingshraða mælif og vacuum mælir. Nánari upplýsingár í síma 13481 alla daga. Deildarstjóri ca. 35 ára óskast. Sérverzlun í Reykjavík. Nokkur vöruþekking í karlmannafatnaðarvörum æskileg. — Umsóknir með upplýsingum sendist afgr. Mbl. fyrir 5. maí, merkt: „D — 7248“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.