Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.1965, Blaðsíða 21
Föstudagur 30. apríl 1965 MORCU N BLAÐIÐ 21 SAMBAND UNGRA SJALFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRAR: GUNNAR GUNNARSSÖN, JÓN E. RAGNARSSÖN OG RAGNAR KJARTANSSO#'?'•; t / Sambandsráðs- og fulltrúafundur S.U.S. Sambandsráðs- og fulltrúafund nr Sambands ungra Sjálfstæðis- manna var haldinn 22. apríl í félagsheimili Heimdallar í Val- höll við Suðurgötu. Fundinn sátu fulltrúar margra félaga ungra Sjálfstæðismanna og stjórn sam- bandsins. Fundinn sctti Árni Grétar Finnsson, formaður S.U.S. og bauð menn velkomna. Fund- arstjóra skipaði hann Birgi ísl. Gunnarsson, 1. varaformann S.U.S. og fundarritara Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóra sambandsins. Starf sambandsins. f skýrslu sinni um störf sam- bandsins á liðnu ári, gat formað- ur þess, að eitt aðalverkefni skrif i etofu S.U.S. hefði veri'ð að ann- ! est og undirlbúa Jiáðstefnur víðs- 1 vegar um landið, en á ráðstefn- nm þessum hefur verið fjallað um þau hagsmunamál, er varða viðkomandi byggðarlög og hafa ætíð verið fengnir hæfustu fyrir lesarar til áð reifa málin. Ráð- stefnurnar hafa verið mjög vel eóttar og menn á einu máli um gagnsemi þeirra. Ráð'Stefnur á vegum S.U.S. voru haldnar á Akureyri, Borgarnesi, Vestmanna eyjum, Hellu, Egilsstöðum, Seyð is'firði, Eskifirði, ísafirði, Bolung- arvík, Patrekgfirði, Blönduósi og Hafnarfirði, en að auki gengust félögin í Árnessýslu og Vest- mannaeyjum sjálf fyrir ráðstefn. um. Fulltrúar þeir, er sóttu Sambandsráös- og fulltrúafundinn. Fremri röð, talið frá vinstri: Gunnar Gunnarsscn, framkvæmdastjóri sambandsins, Ragnar Kjartansson, Reykjavík, Ámi Qrétar Finnsson, formaður S.U.S., Birgir ísl. Gunnarsson, 1. varaformaður, Sigfús Jolinsen, 2 varaformaður, Kalman Stefánsson, Kalmanstungu. Aftari röð, frá vinstri: Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli, Stef án Stefánsson, Akureyri, Matthías Sveinsson, Mosfellssveit, Sigurður Magnússon, Patreksfirði, Óli Þ. Guðbjartsson, Selfossi, Hall dór Blöndal, Akureyri, Hörður Einarsson, Reykjavík, Valur Valsson, Reykjavík, Þórir Einarsson, gjaldkeri S.U.S., Kári Valvesson, Árskógarströnd, Guðmundur Helgason, Skagafirði, Jón Erlendsson, Seyðisfirði, Sigurður Eyjálfsson, Keflavík og Jón E. Ragnars son, Reykjavík. Á myndina vantar Árna Johnsen, Vestmannaeyjum, Má Björgvinsson, Vestur-Skaftafellssýslu og Þór Gunnarsson, Hafnarfirði. (Ljósm. Pétur Thomsen). Aðalfundur Stefnis í Hafnarfirði Stofnun nýrra félaga Formaður gat þess, áð í tíð múverandi stjórnar hefðu verið Stofnuð tvö ný félög ungra Sjálf stæðismanna, í Vestur-Skafta- fellssýslu og Kjósarsýslu og í undirbúningi væri stofnun fleiri félaga. R.U.S.U.S. Samkvæmt hréfi formanns Sjálfstæðisflokksins, dr. Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra til S.U.S. sl. haust, var sett á 6tofn Rannsóknar- og upplýsinga stofnun imgra Sjálfstæðismanna, en á vegum stofnunarinnar eru Formaður S.U.S., Árni Grétar Finnsson, flytur skýrslu sina. teknir til umræðu og atfhugunar ýmsir mikilvægir þættir þjóð- málanna. Að undanförnu hefur t.d. verið unnið að rannsókn á fræðslukerfinu og í því sambandi efndi stofmunin til róðstefnu í Hafnarfirði fyrir stuttu síðan, þar sem fjallað var um ým.sa þætti æðri menntunar í landinu, vísindi og tækni. Útgáfumál. Eins og að undanförnu hefur samtoandið haldið úti málgagni sinu, Stefni, og kom blaðið út þrisvar sinnum á árinu 1964. í ritstjórn þess eru þeir Birgir ísl. Gunnarsson, Hörður Einarsson og Þór Wlhitehead. I>á hefur sambandið annazt eina síðu í Morgunblaðinu vikulega, þar sem auk greina birtast fregnir frá aðildarfélögunarm. Næsta þing S.U.S. á Akureyri. f lok skýrslu sinnar gat for- maður þess, að ákveðið hefði verið að 18. þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna yrði haldi'ð á Akureyri dagana 10. — 12. september næstkomandi. Hvatti hann fulltrúa til að fjöl- menna á þingið. Að lokinni ræðu Árna G. Finnssonar voru frjálsar umræð- ur og fluttu fulitrúar sýrslu um starfsemi félaga sinna og ræddu skipulagsmál. Til máls tóku, auk formanns, Börður Einarsson, Reykjavík, Halldór Blöndal, Akureyri, Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli, Matthías Sveinsson Mosfellssveit, Sigfús Johnsen, Vestmannaeyjum, Kalman Stef- ánsson, Kalmanstungu, Óli Þ. Guðbjartsson, Selfossi, Þór Gunn arsson, Hafnarfirði, Sigurður Magnússon, Patreksfirði, Sigurð- ur Eyjólfsson, Keflaví'k, Jón E. Ragnarsson, Reykjavík og Valur Valsson, Reykjavík. MJÖG fjölmennur aðalfundur „Stefnis“, félags ungra Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði var haldinn fimimtudaginn 11. febrúar s.l. Fonmaður félagsins, Jens Jónsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarstjóri var kosinn Birgir Björnsson og fundarritari Elín Petersen. Þá flutti forma’ður félagsins skýrzlu stjórnarinnar fyrir liðið starfsár, sem sýndi, að starfið hefur verið mjög mikið, og ein- kennst af þrótti, áræði og ár- vekni. Mesta átak stjórnarinnar á starfsárinu var, að gefið var út 80 síðna mjög myndarlegt rit, í tilefni af 35 ára afmœli félags- ins, sem var 1. desemiber s.l. Rit- stjórar þess voru þeir Þór Gunn- arsson og Ævar Haraldsson. Einnig hafði Stefnir fasta síðu í blaðinu Hamri og ritstýdði Ævar Haralds'son henni. Á s.l. vetri var tekin upp sú rýbreytni, að stofnaður var Dansklúb'bur á veg um Stefnis fyrir unglinga á aldr inum 15 — 18 ára. Undanfarin ár hefur verið mjög mikill skort- ur á skemmtunum og ýmissi tóm stundaiðju fyrir unglinga á þessum aldri, og reið Stefnir á vaðið í þessum efnum og stofn- aði þennan klúbb, og hefur hlot- ið mikið hrós fyrir, bæði frá for- eldrum og unglingum. Bingó var alltaf spilað ö'ðru hverju, og Stefnir tók virkan þátt í spila- kvöldum Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði. Stefnir hefur ávallt sótt ráð- stefnur þær, sem S.U.S. hefur haldið um landið, mjög vel, oig m.a. fór um 15 manna hópur Stefnisfélaga til ráðstefnu á Akureyri. Málfundir voru á ár- inu fjölmargir og rætt þar um mörg málefrii og ólík. Efnt var til kvi'kmyndasýr;ngar í Hafnar- fjarðarbáói, þar sem minnzt var Kennedys heitins fyrrv. forseta Bandaríkjanna. Einnig var oift efnt til kvikmyndakvölda í Sjálf stæðighúsinu. Stefniskaffi var ávallt haldið annan hvern sunnu það mjög vinsælt, — kom þar fólk saman og Tæddi landsins gagn og nauðsynjar. Að lokinni skýrslu formanns, las gjaldkeri Stefnis reikninga. Var afgreiðslu reikninga frestað til næstá almenna félagsfundar. Þá fluttu formenn nefnda skýrsl- ur sínar og voru þær allar ein- róma samþykktar. Þá var gengið til stjórnarkjörs. aag í bjaitstæoishusinu og var rramnaia a dis. 1« Stjórn Stefnis í Hafnarfirði. Fremri röð talin frá vinstri: Rúnar Guðjónsson, Sturla HaraId.sson, Þór Gunnarsson, formaður, Ævar Haraldsson, Reimar Sigurðsson, Aftari röð: Þórður Sigurðsson, Sig- urdór Hermundarson, Skúli Böðvarsson, Egill Sv. Egilsson og Sigurður Þörðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.