Morgunblaðið - 30.04.1965, Side 30
30
MORGUNBLAÐID
Föstudagur 30. apríl 196!
ísl. piitarnir unnu sigra í
ullum greinum í gær
#■ "■ Vís
— en Kirsten Strange er ósigruð
1 GÆRKVÖLDI gerðu piltarnir okkar í sundinu heldur ræki-
lega upp við dönsku sundmennina tvo sem hér gista. Guðmundur
Gíslason ÍR og Hörður B. Finnsson ÍR sáu svo um að Danirnir
unnu ekkert sund þetta kvöld. Vann Guðmundur 100 m skriðsund
'og 400 m fjórsund og voru það hvorttveggja glæsileg afrek. —
Hörður vann með yfirburðum 100 m bringusund.
Hins vegar fer ungfrúin, Kirsten Strange, ósigruð frá íslandi
að þessu sinni. Hún vann enn í gær 3 greinar er hún tók þátt í og
allt með yfirburðum. Hrafnhildur veitti henni minni keppni en
ella bæði vegna lasleika og lítillar þjálfunar vegna vinnu utanbæjar.
Mótið í gærkvöldi var hið
skemmtilegasta, en hápunktur
þess var þó f jórsund karla 400
metrar. hetta var eiginlega
„þrívígi" milli Guðmundar,
I.ars Kraus og Davíðs Vai-
garðssonar. I>eir fylgdust allir
mjög að í tveim fyrstu 100
metrunum, flugsundinu og
baksundi. Þá kom bringu-
sundið og nú- náði Guðmund-
ur strax forystu en hún varð
þó ekki nema 1—2 metrar.
Framan af lokasprettinum,
skriðsundinu, tók hann for-
ystuna. En er 50 m voru eftifr
tók Daninn endasprett — sem
þó dugði ekki til og Guðmund
ur vann glæsilegan sigur i
þessari spennandi keppni sem
Davið blandaði sér einnig vel
í — þó allir eigi þeir betri
tima frá betri æfingadögum.
Sprettur Guðmundar í 100 m
skriðsundinu var einnig góður.
Hann var þar frá upphafi hinn
öryggi sigurvegari og átti vel út-
fært sund með góðum snúning-
um. Guðmundur var í sérflokki
— keppnin stóð milli Lars Kraus
og Daviðs um annað sætið og
Daninn hafði þar betur.
Óvæntur yfirburðasigur
Óvæntur var "og hinn mikli
yfirburðasigur Harðar Finnsson-
ar í 100 m bringusundi. Hann
„átti“ sundið frá upphafi og eng-
inn fékk ógnað honum. Árni varð
hins vegar sterkari Heitmann á
endasprettinum og- tryggði tvö-
faldan sigur. ,
Þannig skiluðu piltarnir þrem-
Enginn getur spáð um
leik IR og KR i kvöld
1 KVÖLD fer fram aukaúrslita-
leikurinn í íslandsmótinu í körfu
knattleik milli ÍR og KR. Eins
og frægt er tókst KR-ingum í
siðasta leik mótsins að brjóta
margra ára sigurgöngu ÍR-inga
og vinna þá. Við þann sigur KR
urðu liðin jöfn að stigum. Þau
unnu bæði alla aðra keppinauta
sína og fyrri leik félaganna
vann ÍR en KR þann seinni.
Og nú er það spurningin:
Hrifsa KR-ingar íslandsmeist-
aratitilinn af ÍR-ingum, sem
hafa haldið honum um nokkur
ór?
Spumingunni fæst ekki svar-
að fyrr en í kvöld, en mótið
hefst kl. 7,30 með leik milli KR
og Ármanns í 1. flokiki og er þar
teflt um úrslitin í þeim flokki.
Strax að þeim leik loknum
leika KR og ÍR.
ur sigrum. Glæsilega og orugga
sigra vann Kirsten Strange — en
oft áður og vonandi síðar á Hrafn
hildur eftir að veita henni harða
keppni
★ Úrslit
Sigurvegarar í einstökum grein
um:
200 m fjórsund kvenna: Strange
2.38.7. Hrafnhildur Guðmundsd.
2.58.0. Matht. Guðmundsd. Á
2.58.2.
100 m skriðsund karla: Guðm.
Gíslason 57.8. Lars Kraus Jen-
sen 59.7. Davíð Valgarðsson 59.9.
50 m flugsund kvenna: Strange
33.0. Hrafnhildur Guðm. 34.2
Matth. Guðm. 35.5.
100 m bringusud karla: Hörður
Finnsson ÍR 1.14.4. Árni
Kristjánsson SH 1.16.0. Heit-
mann 1.16.4.
100 m baksund kvenna: Strange
1.19.0. Hrafnh. Guðm. 1.22.6
Hrafnh. Kristjánsd. Á 1.23.9.
400 m fjórsund: Guðm. Gísla-
son ÍR 5.14.6. 2. Lars Kraus Jen-
sesn 5.15.5. 3. Davíð Valgarðsson
5.15.6.
3x50 þrísund kvenna: Ármann
A 1.51.2 Met (Það gamla 1.51.).
B-sv. Á 1.57.6. Ægir 1.58.6.
50 m skriðsund stúlkna Hrafnh.
Kristjánsd. 31.7.
Sex eintvígi — q? Kirsten Strange (nær) hefur unnið þau öll, en
Hrafnhildur hefur barizt vel. (Ljósm. Ól. K. M.)
50 m skriðsund sveina: Finnur
Guðmundsson ÍA 30.8.
100 m bringusund sveina Ól-
afur Einarsspn Æ 1.26.8. 2. Gunn-
ar Guðmundsson á sama tíma.
100 m bringusund stúlkna
Matthildur Guðmundsd. 1.27.7. 2
Eygló Hauksdóttir Á 1.29.1.
íslandsmótið í bad-
minfon hefst í kvöld
í KVÖLD kl. 7 hefst Islandsanót-
ið í badminton, en þetta mót
verður fjölmennasta mót sem
haldið hefur verið í þeirri grein.
Keppendur verða um eða yfir 60
talsins og eru frá 4 félögum.
Flestir þátttakenda eru frá TBR,
síðan KR og nú koma utanbæjar
menn aftur með. Koma 3 frá ísa-
firði og 5 frá Akranesi.
Mótið hefst sem fyrr segir kl.
7 í kvöld. Síðan verðux leikið kl.
2 á laugardag og fram undir
'kvöld og úrslitin verða á sunnu-
dag og hefjast kl. 2. Alit mótið
fer fram í KR-ihúsinu.
Keppt er í meistaraflokki
karla og kvenna, 1. 'fl. karla og
drengjaflokki. í meistaraflokki
karla og kvenna er keppt í ein-
liða og tviliðaleilk og tvenndar-
keppni, en í hinum flo'kikunum í
einliða og tvíliðaleik.
Mikil gróska er í badiminton-
íþróttinni og má því ætla að
þetta mót verði hið skemmti-
legasta og bjóði upp á harða og
jafna keppni sem gaman er á að
horfa. *
Ensko
knottspyrnan
Á þriðjudag og miðvikudag
| u fram sn'ðustu leikirnir I
v.isku deildarikeppninni og urðu
úrslit þessi:
1. deild:
Aston Villa — Manchester U 2—<1
Blaobum — N. Forest 1—1
Lokastaðan hjlá efstu og neðstu
liðunum vafð þessi:
1. deild:
Mandhester U. 42 26-9-7 89:38'61
Leeds 42 26-9-7 81:51 ©1
Ohelsea 42 24-8-10 89:54 56
Everton 42 17-15-10 69:60 49
Leidhester 42 11-13-18 ©8:85 38
Fulham 42 11-12-19 60:78 34
Wolverlhampt. 42 13-4-25 59:89 30
Birminigham 42 8-11-23 64:96 27
í II. deild sigraði Neweastle og
fiytzt liðið ásamt Nortlhamton
upp í 1. deild. Niður í III. deild
flytjast Swansea og Swindon, en
í þeirra stað koma Carlisle og
Bristol City úr III. deild.
KR-ingar eiga tvo stigalhæstu
menn mótsins, þá Einar Bollason
með 170 stig og Gunnar Gunn-
arsson með 134 stig. Einar hef-
ur einnig á þessu móti sýnt
bezta „hittni" í vítaköstum eða
57,67% í 52 vítaköstum. Næst
honum kemur hinn reyndi garp-
ur ÍR-inga Þorsteinn Hallgrims-
son með 55,3% „hittni“ í 47 víta-
köstum. Þorsteinn hefur fæstar
„villur" hlotið allra helztu leik-
roanna þessa ’móts eða aðeins 12.
í stigatölu standa • KR-ingar
einnig heldur betur hafa skorað
581 stig gegn 385 en ÍR-ingar
hafa skorað 588 ge^n 407.
En í öllum saman/burði er svo
mjótt á miilli liðanna og enginn
veit hvað skeður. Góð byrjuin
getur ráðið úrslitum — en sjón
er sögu rikarL
Sir Stanley kvaddi með heiðri
SIR STANLEY Matthews,
hinn fimmtugi meistari knatt-
spyrnunnar, „kvaddi" enska
latvinnuknattspyrnu í „við-
hafnarleik" á leikvangi Stoke
City á miðvikudagskvöld. Á-
horfendur sem voru 50 þús,
eða eins margir og frekast
leyfði, upplifðu knattepyrnú-
kvöld, sem þeir seint munu
gleyma. Var það ekki síst
vegna þess að hópur beztu
knattspyrnumanna Evrópu
síðasta áratuginn var kom-
inn til að sína listir. sínar og
með þvi hylla hinn mikla
garp, sem með undraverðum
listum í stöðu hægri útiherja
hefur dregi'ð þúsundir manna
til knattspyrnuval'lanna og
fengið fól'k til að gapa af undr
un í meira en þrjá áratugi.
Og svo fengu áihonfendur að
sjá 10 mörk í leiknum — sem
milljóinir manna fylgdust með
í sjónvarpi um alla Evrópu.
Alþjóðlega úrvals'liðið sigraði
með 6—4. Hafði það forystu
í hálfleik 4—2.
Sir Stanley sem var fyrir-
liði heimaliðsins var ákaft
hylltur af 50 þús manns og
21 leikmanni, dómara o. fl. í
leikslok. Undir taktföstu lófa-
klappi þúsundanna báru rúss-
neski markvör’ðurinn Jaslhin
og hinn heimsfrægi Puskas
„gamila manninn", Sir Stan-
ley á herðuni sér af leik-
vangi.
í leiknum stjórnaði Sir
Stanley liði sínu vel. Hann
sýndi enn sem fyrr óvenju-
lega og óútreiiknanlega hug-
kvæmni og plataði margan
garpinn — og semdingamar
voru afgreiddar með sömu ná
kvæmni og alltaf áður. Hann
kvaddi leikmennskuna með
heiðri — og niú gerðist hann
þjá'lifari og kemur fram í „sýn
ingarleikjum“ víða um heim.