Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐID ! Laugardagur 22. maí 1965 Matthías minn! Of sjaldan ber fundum okk- ar saman, finnst mér. Líða stundum mörg ár á milli. Mikl ar annir þínar og kannski á- hugaleysi valda. Fer þó ekki mjötg illa á með okkur. Ég hef verið trúr lesandi og lengst af kaupandi Morgun- blaðsins í þrjá áratugi, þótt það hafi aldrei verið mitt blað og ég hafi valið því flest skammaryrði tungunnar. En ég er svo lýðræðislega sinnað- ur, að ég hef jafnan gefið mér tóm til að hlusta á andstæð- inga mína. >að mun sjálfsagt hafa komið fyrir oftar en ég geri mér ljóst, að ég hafi gert skoðanir þeirra að mínum. Og nú, þegar maður fer að gaml- ast, er ekki sízt að sækja íhaldssemina í þetta höfuðmál gagn afturhaldsins á í&landi. Afsakaðu orðalagið. -— En skemmtilegra hefði mér þá þótt að meðtaka slíká and- lega fæðu frá þeim mönnum, sem samkvæmt aldri ættu að vera farnir að kalka. Nei, svona má ég ekki halda áfram. Tilefni þessa bréfs er fréttin um siðareglur blaða- manna, sem mér skilst, að ný lega hafi verið samþykktar í félaigi þeirra. Ég kipptist við, þegar ég las þessi tíðindi, og fagnaði þeim af öllu hjarta. En eins og svo oft áður, varð ég fyrir vonbrigðum, þegar ég vænti mér góðs úr hörðustu átt. Það sem sagt er af þess- um reglum í útvarpi og blöð- um er ósköp loðið. — Og hvenær eiiga þær að koma til framkvæmda? Viltu segja mér og öðrum lesendum Morgunblaðsins nánar frá þessu, Matthías minn? Ef við fáum ekki frekari skýringar en þær, sem enn hafa séð dagsins ljós, væri verr farið en heima setið. Lesendur blaðanna, sem fram að þessu hafa vanizt blaða- mannasannleik fyrirsiðvæð- ingartímans — og heilvita fólk því fæstu þorað að trúa — gætu nú farið að treysta ykkur eins og nýju neti. Og þó það væri nú ekki nema í nokkra daga, gæti það verið slæmt. — í gamla daga þótt- ust menn geta trúað því, sem stóð á prenti, og hafa síðari kynslóðir lengi hlegið að þeirri fávizku. En úr því ég er farinn að skrifa og vænta svars, ætla ég að varpa fram nokkrum spurningum. 1. Finnst þér blaðamennska okkar nú vera íslending- um samboðin? 2. Tryggja hin einhliða flokksblaðaskrif — jafn missterk og og blöðin nú eru — eðlilega og skyn- samlega skoðanamynd- un? 3. Finnst þér eðlilegt, að dagskrá Ríkisútvarpsins sé stjórnað í hjáverkum af stjórnmálafulltrúum stærstu flokkanna, og það oftast af mönnum, sem vegna aðalstarfa sinna má ætla, að eigi mjög annríkt? Ég ætla ekki að hafa. spurn ingarnar fleiri að sinni, en vona, að þér þyki ómaksins vert að velta þeim fyrir þér og birtir þetta bréf og svörin í Morgunblaðinu. Kannski tæki ég þá aftur til máls, ef það yrði leyft. Vinsamlegast, Kópavogi 15. maí 1965. Jón úr Vör. Jón minn góður. Þakka bréfið. Ég samfagna þér með þá, að því er séð verður, öruggu vissu þína að þú sért hvorki kalkaður orð- inn né genginn í barndóm. Og þó — mundi nú ekki ein- hver segja að svo örugg vissa væri einmitt fyrsta merki þess að ekki væri allt með felldu. Þú kaupir að eigin sögn Morgunblaðið. Mér sýnist þú ættir að halda því áfram. Það verkar vel. Og ekki veitir af í þessari bolsrauðu óvissu nú- tímans. >ú segir að Morgunblaðið sé afturhaldsblað. Og þú seg- ist tala um það með feikna skömmum út um allar jarðir. Mikið virðist þú hafa lítil ítök í þessu blessaða landi okkar. Bezt gæti ég trúað að í hvert skipti sem þú skammar blaðið bætist því einn áskrifandi í viðbót. Vondsleg er hún, ver- öldin. Ég veit raunar ekki hvað þú átt við, þegar þú talar svo fjálglega um afiturhald. Mér er nær að halda að ástæða þessa óvænta innblásturs sé sú, að blaðið hefur ekki gengizt upp við því „frjálslyndi“ þínu og annarra, sem kommún- istar um heim allan hafa not- að eins og Trójuhest í baráttu þeirra við lýðræði og frjálsa hugsun, svo ég noti útvatnað dagblaðsmál. >ú gefur í skyn að ég sé kalkaður vegna þess að ég hef ungur að árum tek- ið þátt í því að verja land okk ar framandlegri „hugsjón" sem margir af þinni kynslóð trúðu á, en flestir sjá nú að er ekki annað en svik og prettir. Nei, alþjóðlegt ofbeldi. Það er auðvelt hlutskipti, nú þegar veröldin brennur í surtarloga heimskommúnismans, að vera „frjálslynt skáld“ og láta aðra berjast fyrir skilyrðislausum þegnrétti ljóðsins. Ég hef val- ið mér af einhverjum undar- legum ástæðum annað hlut- skipti án tillits til vinsælda eða óvinsælda. >ú talar um siðareglur Blaðamannafélags íslands. >að mál skaltu ræða við stjórn félagsins, ég er ekki lengur formaður þess. Þó held ég mér sé óhætt að upplýsa þig um að siðareglurnar séu komnar til framkvæmda. Ég veit ekki betur. >ú spyrð: Finnst þér blaðamennska okk- ar nú vera íslendingum sam- boðin? Ég geri ráð fyrir að hún sé upp og ofan. Vonandi á hún eftir að taka miklum fram- förum á næstu árurn. Annars ættirðu að spyrja vini þína á Frjálsri þjóð én ekki mig. Hverjir ættu að vita betur um mannhelgi og heiðarlega blaðaménnsku en þeir? Eða 'hefur þejm nokkurn tíma orð ið fótaskortur á þessum heil- aga sannleika þínum? Loks spyrðu um útvarpsráð. Um það vil ég einungis segja: ég tel’ það að vísu lýðræðis- legt fyrirkomulag að kosið sé til þess á Alþingi. En ég hef áður lýst yfir að ég sé á móti þessu allsráðandi valdi póli- tískra flokka á öllum sviðum íslenzks þjóðlífs. Flokkavald- ið er of sterkt hjá okkur. Stjórnmálamenn hér'sem ann ars staðar eru of frekir til valda og áhrifa. Ég get bætt því við af því ég veit það gleð ur þig að ég tel óráðlegt að láta pólitíska úthlutunarnefnd skenkja mönnum listamanna- laun. En hvað skal gera, Jón minn? Það er enginn vandi að vera ömgþveitismaður og benda á engar nýjar leiðir. Annars væri ekki úr vegi að spyrja hvort fráleitt sé að rithöfundar og listamenn vinni fyrir brauði sínu eins og annað fólk — án ríkis- styrkja? Verðlaun fyrir vel unnin störf eru góð og bless- uð, en að gera obbann af lis.ta fólki að eins konar sveitar- limum samrýmist ekki kröf- um okkar um reisn og mann- dóm. Það skildu forfeður okk ar. Ég veit ekki til að Egill eða Bjarni Thorarensen hafi verið bónbjargamenn, eða höfundar Njálu og Völuspár. Nei, við verðum að breyta kerfinu, svo menn geti veitt listamannakrónunum viðtöku með fullri reisn. Svar mitt er lengra orðið en ég ætlaði í upphafi. En ef þú ert ekki ánægður með það, í guðanna bænum skrifaðusamt ekki aftur. Daginn er tek- ið að lengja og það er gaman að vera til, og mér finnst leið- inlegt að Ienda í prentþjarki við þig, svo ágætan mann. Og nú þegar sólmánuður er í nánd væri skemmtilegra að tala við spóann og kríuna — eða gefa öndunum brauð. >ú ættir heldur að snúa þér til rússnesks rithöfundar að nafni Valeriy Tarsis. Hann er nýsloppinn út af geðveikra- hælL þangað var hann send- ur vegna þess honum varð á að skrifa skáldsögu. Tarsis get ur vafalaust sagt þér eitt og annað um afiturhaldið. Ég er ekki viss um að hann teldi frjálslyndi þitt til neinna heimssögulegra afreka. Hann býr í landi þar sem enigum nema skýjaglópum dettur í hug að vera „lýðræðislega sinnaður". Hér dettur, mér vitanlega, engum í hug að þú sért skýjaglópur fyrir þá sök. Svo gætirðu líka snúið þér til Krúsjeffs sem hefur lítið að gera um þessar mundir eða Hriflu-Jónasar. Báðir eru þeir Ókalkaðir eins og þú. Og aldur þeirra við þitt hæfi. >ú fyrirgefur, en mér finnst hvorki þitt bréf né mitt svar birtingarhæft — hvort tveggja heldur glorraleg framlög til dægurbaráttunnar, svo ég tali vestfirzkuna þína. En lago, sagði Sveik, sá góði dáti. Það geri ég einnig með kollega- kveðjum til þín. Matthías Johannessen. Sendiherra kvaddur ÞESSI mynd birtist í fyrradag í Kaupmannahafnarblaðinu Beri- ingske Tidene og var tekin í sendiráði Sovétríkjanna þar í borg af þeim Stefáni Jóíhanni Stefánssyni og rússneska sendi- herranum þar í borg Kliment Levytchkine. Stefán Jóhann sendiherra, var sá af sendiherr um erlendra ríkja í Kaupmanna höfn sem hafði lengstan starfs- feril að baki. Gegndi hann þar af leiðandi sérstakri virðingar- stöðu meðal erlendra sendiherra í Kaupmannahöfn. Hann var sameinlegur fulltrúi þeirra við ýmis tækifæri. Þegar Stefán Jóhann sendiherra kvaddi þessa kollega sína um daginn, komu þeir saman í sendiráði Rússa, en við virðingastarfi hans tók rúss- neski sendiherrann. Á myndinni er rússneski sendiherann að færa Stefáni Jóhann skilnaðargjöf frá diplomötunum, fagran silfur bakka. Firmakeppni á vegum Fáks Nýlt félagssvæði í Selási FIRMAKEPPNI hestamannafé- lagsins Fáks verður haldin á sikeiðvelli félagsins við Eiliða- ár n. k. sunnudag og hefst hún kl. 3 síðdegis. Þessi keppni er jafnframt stórkostleg góðhesta- sýning, þar sem 240 gæðingar koma fram. Keppni hefst með því, að öll- um hestunum er riðið inn á völl inn í einni fylkingu, þremur og þremur .hlið við hlið, en fremst ur fer Sigurður Ólafsson á Glettingi sínum með fiána félags ins. Glettingur er sonur hinnar alkunnu Glettu. Riðið verður tvo hringi á vellinum en síðan verður einn og einn gæðingur sendur fram um 100 metra vega lengd með 15 til 20 metra milli- bili. Verður þannig aldrei dauð ur punktur í sýningunni. Eiga þá hestarnir að sýna gæðings- hæfileika sína og hver knapi einnig að sýna sem bezt sam- skipti milli sín og hestsins. Eftir þetta mun allur hópurinn ríða tvo hringi í fylkingu umhverfis völlinn, en slík hópferð er mjög tilkomumikil, þar sem jafnmarg- ir gæðingar eru saman kómnir. Dómnefndin er skipuð félög um úr hestamannafélaginu Herði í Kjalarnesþingi og er formað- ur hennar Pétur Hjálmsson. Að gangur á firmakeppnina er ó- keypis og öllum heimill. Að venju verða seldar veitingar í félagsheimilinu. Þá munu Fáks- konur selja happdrættismiða fé- lagsins, en dregið verður annan hvtíasunnudag. Þetta er í 6. sinn, sem Fákur heldur slíka firmakeppni, og verða vinningar nú gæðingsefni og strandferð með einu af skip- um Eimskipafélags Íslands. Formaður firmakeppnisnefnd- ar Fáks, Reinhard Lárusson, for stjóri, afhenti í félagsheimili Fáks verðlaun frá því í keppn- inni í fyrra. >á hlaut 1. verð- laun Málning h.f, í Kópavogi, fyrir Frey, 11 vetra rauðskjótt- an hest úr Árnessýslu. Knapi var eigandi Freys, Kolbrún Kristjáns dóttir. Sportverzlun Búa Feter- sen hlaut 2. verðlaun fyrir Prett, 8 vetra rauðskjóttan hest úr Suður-Múlasýslu, sem Margrét Johnson sat. Desa h.f. hreppti 3. verðlaun fyrir 14 vetra brúnan hest úr Borgarfirði, Létti, sem Rosemary >orleifsdóttir sat. Formaður hestamannafélagsins Fáks, Þorlákur Ottesen, skýrði fréttamönnum frá því, að búið væri að byggja yfir 335 hesta við skeiðvöll félagsins við Elliða ár. Sótt hefði verið um leyfi til þess að byggja yfir 112 hesta til viðbótar, en borgaryfirvöldin hefðu ekki viljað fallast á það. Hins vegar hefði félaginu nú verið úthlutað svæði fyrir fram- tíðarstarfsemi sína vestan grjót- náms borgarinnar í Selási. Sagði Þorlákur þetta svæði vera 60— 70 ha., en yrði e.t.v. stærra, þar sem verið gæti, að Kópavogs- kaupstaður léti félagið fá viðbót- arsvæði, sem liggur að hinu væntanlega félagssvæði Fáks. Á ihinu nýja svæði verður byggð- ur stór skeiðvöllur, allt að 2000 metra langur. Byggt verður þarna nýtt félagsheimili og á næstu 10 árum er ráðgert að byggja yfir 1000 hesta. Einnig er áætlað að byggja heimili fyrir starfsfólk og sjúkrahús fyrir hesta. Þorlákur kvað 100 hesta bæt- ast árlega við í hestaeign Reyk- víkinga, og væri það lágt áætl- að. Sýndi það vel, hversu mikill uppgangur væri hér í höfuðstaðn um í hestamennskunni, elztu iþróttagrein landsmanna, sem þó nyti ekki neinna opinberra styrkja eins og annað íþróttalíf. New York, 14. maí — NTB • Sové^ki geimfarinn Alexel Leonov, — eini maðurinn sem hefur tekizt á hendur „göngu- ferð“ úti í himingeimnum* skýrði bandarískum sjónvarps áhorfendum frá því í gær- kvöldi — í viðtali við frétta- mann NBC-sjónvarpsins — a3 hann hefði átt fullt í fangi með að komast inn í geimfar- ið eftir að hann hafði verið úti. Sem kunnugt er var hann bundinn við geimfarið með taug, en engu að síður kvaðst hann hafia átt í erfiðleikum með að komast inn í geimfar- ið með myndavélaútbúnað sinn. Sem betur fór hefði það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.