Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. maí 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. JAFNVÆGISMÁLIN Á NÝJU STIGI í rið 1952 var samþykkt þingsályktunartillaga á Alþingi um undirbúning heild aráætlunar í þeim tilgangi að skapa.og viðhalda jafnvægi í byggð landsins. Flutnings- menn' þessarar tillögu voru fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Sigurður - Bjarnason, Gísli Jónsson, Magnús Jónsson og Jón Sig- urðsson á Reynistað og þrír þingmenn Framsóknarflokks- ins, þeir Eiríkur Þorsteinsson, Halldór Ásgrímsson og Gísli Guðmundsson. Tillaga þessi var svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að hef ja nú þegar undirbúning að heildaráætl- un um- framkvæmdir í þeim landshlutum, sem við erfið- asta aðstöðu búa sökum erf- iðra samgangna og skorts á raforku og atvinnutækjum. Að slíkum undirbúningi loknum skal ríkisstjórnin leggja fyrir Alþingi tillögur sínar úm nauðsynlegar fram- kvænjdir. Skulu þær stefna að því að skapa og viðhalda jafnvægi í byggð landsins og tryggja sem mest framleiðslu- afköst þjóðarinnar. Fiskiféiag íslands, Búnað- arféfag íslands og Landssam- band iðnaðarmanna skulu vera.ríkisstjórninni til aðstoð- ar við starf þetta“. Síðan þessi tillaga var sam- þykkt, hefur mikið verið rætt og ritað um svokallað jafn- vægi í byggð landsins. Flestir hafa verið sammála um nauð- syn þéss, að tryggja þróun byggðarinnar í öílum lands- hlutum. Það hefur verið tal- ið eitt af frumskilyrðum þess, að þjóðin geti hagnýtt auð- lindir lands síns og skapað sér farsæla framtíð. Þær raddir hafa þó heyrzt, að æskilegt væri að byggðin færðist sem mest saman og að þjóðin hefði naumast efni á því að fram- kvæma nauðsynlegar um- bætur til þess að skapa sér lífsskilyrði og aðstöðu til framleiðslu og blómlegra byggða um land allt. Þess misskilnings hefur einnig orð- ið vart, að fyrir flutnings- mönnum fyrrnefndrar tillögu hafi vakað, að umfram allt beri að tryggja áframhald- andi byggð á öllum þeim stöð- um, þar sem byggð ból hafa verið á landi hér. En því fer víðs fjarri að nokkrum hafi dottið það í hug. Það sem fyrst og fremst var stefnt að með fyrrnefndri tillögu var að góð framleiðsluskilyrði yrðu hagnýtt í öllum lands- hlutum og aðstaða þjóðarinn- ar gerð sem jöfnust, í senn til þess að framleiða verðmæti í þjóðarbúið og njóta góðra og þroskavænlegra lífskjara. MIKIÐ HEFUR Á UNNIZT 11/J'argt hefur verið gert síðan þessi tillaga var sam- þykkt til þess að stuðla að eðlilegri þróun byggðarinnar í hinum ýmsu landshlutum. Yegir hafa verið lagðir, hafn- ir og brýr byggðar, raforku- ver byggð í öllum landshlut- um og raforku veitt til þús- unda sveitabýla. Jafnhliða hefur verið unnið að stórfram kvæmdum í skóla- og félags- málum strjálbýlisins, og veru legt fé veitt til uppbyggingar atvinnufyrirtækja í hinum ýmsu landshlutum. í fram- haldi af þessum ráðstöfunum setti Viðreisnarstjórnin lög- gjöf árið 1960 um atvinnubóta sjóð sem varið hefur 10—15 milljónum króna á ári hverju til alhliða atvinnulífsupp- byggingar um land allt. Það er því ekki of djúpt tekið í árinni, að verulegt á- tak hafi verið gert til þess að stuðla að hagnýtingu góðra framleiðsluskilyrða um land allt og eðlilegri þróun byggð- arinnar í hinum ýmsu lands- hlutum. Engu að síður hafa þessar ráðstafanir ekki verið nægilega markvissar eða framkvæmdar af þeirri yfir- sýn sem nauðsyn ber til. En nú hefur núverandi rík- isstjórn lýst því yfir að hún hyggist á næsta þingi beita sér fyrir stofnun fram- kvæmdasjóðs strjálbýlisins, sem hafi yfir miklu f jármagni að ráða, er varið verði til at- vinnulífsuppbyggingar og hvers konar ráðstafana í þágu strjálbýlisins. Er hér um að ræða mjög viturlega og gagn- lega ráðstöfun, sem mun í framtíðinni eiga ríkan þátt í að gera landið betra og byggi- legra, auka framleiðslu og arðsköpun í hinu íslenzka þjóðfélagi. Með stofnun framkvæmda- sjóðs strjálbýlisins komast jafnvægismálin á nýtt stig. Nú er verið að hrinda í fram- kvæmd þeirri tillögu, sem Sjálfstæðismenn höfðu for- göngu um og samþykkt var árið 1952, eins og getið var hér að framan. Onnur kjarnorku- tilraun Kínverja Standa þeir stórvelduntim á sporði innan 10 ára — ummæli ráðamanna vestra ÞAÐ dylst fáum lengur, hver stefna kínverskra kommúnista er, nú, er þeir hafa gert aðra tilraun með kjarnarkuvopn. Tiiraunaspreng’ingin, sem fram fór 14. maí, hefur vakið talsvert umtal, sprengingin, sem fram fór 14. maí, hefur vakið talsvert umtal, ekki að- eins um stefnu Pekingstjóm arinnar, heldur einnig um af- stöðu stórveldanna, og hugsan legar gagnráðstafanir, sem ýmsir hafa vakið máls á. Hér fer á eftir stutt yfirlit, sem birtist í sföasta hefti bandaríska tímaritsins „U.S. News & World Report“: Síðari kjarnorkutilraun Kín verja, 14- maí, heíur orðið um ræðuefni stjórnmálaleiðtoga og hernaðarsérfræðinga. 1. Kjarnorkufeervæðing Kín- verja gengur eftir áætlun, þrátt fyrir vangetu þeirra á efnahagssviðinu, og þær byrðar, sem hún hlýtur að leggja á þjóðina í því efni Varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, McNamara, hefur lýst því yfir, að gera m.egi ráð fyrir, að hervæðingin gangi það hratt fyrir sig, a’ð Kín- verjar verði í aðstöðu til að gera kjarnorkuárás á Banda ríkin innan 10 ára. 2. Tilraun in, sem nú var gerð, er ekki talinn hafa sérstaka hernað- arþýðingu — en enginn dreg ur í efa áhrif hennar á þjóðir heims, sérstaklega Asíuþjóð- irnar, og þátt Bandaríkjanna þar. McNamara skýrði frá því við þingnefnd, sama dag og sprengingin átti sér stað, hver áhrif gera mætti ráð fyrir, að hún hefði: „Stjórnir sjálf- stæðra Asíuríkia eru ótta- slegnar . . .“ Fer Pekingstjórnin sér hægar? Sú skoðun hefur komið fram, að Kínverjar muni nú fara sér hægar, er þeir eiga yfir kjarnorkuvopnum að ráða. Ástæðan: Ofbeidishneigð nú gæti valdið því, að kjarn- orkuvopn þeirra yrðu þurrk uð út, áður en tekizt hefur að fulikomna þau. Baudanski, hermálasérfræðingur skýrir málin þannig: Sovétríkjunum líkar ekki betur hervæðingar stefna Kína en okkur. Bæði Sol/étríkin óg Bandarjkin geta seinkað viðbúnaði Kín- verja um ófyrirsjáanlegan tíma með loftárásum, Bæði stórveldin vonast vafalaust til hvort um sig, að hitt grípi þannig í taumana. Blandi Kína sér opinberlega í styrj- öldina í V-Vietnam, þá hafá Bandaríkin fengið afsökun til gagnaðgerða á kínverskri grund, á sama hátt og í N-Vietnam. Komi til þess, er kjarnorkulhervæðingu Kín- verja lokið. Tilraunasprengingin. Hvað er vitað um síðari til raun Kínverja? Einn sérfræð ingur hefur lýsf því á eftir- farandi hátt: Sprengjan var álíka afl- mikil og bandaríska leyni- þjónustan gerði ráð fyrir, og sagði fyrir um, nokkrum vik- um áður en tilraunin var gerð. Allt bendir til, að hér hafi verið um plútóníumsprengju að ræða — fullkomnari sprengju, en þá, sem sprengd var í fyrra, þó ekki vatnsefnis sprengju. Sprengjan var nokkru stærri en sú, sem varpað var á Hiroshima 1945, en hún svaraði að afli til 20 000 tonna af TNT. Sprengjuflugvél varpaði sprengjunni til jarðar nærri landamærum Sovétríkjanna í vestuiihluta Kína, en þar var fyrsta tilraun Kínverja gerð í október í fyrra. Horfur nú. Úm framtíðarstefnumál Kín verja á sviði hernaðar, sagði McNamara eftirfarandi á þing nefndarfundinum: „Að Kínverjum skuli hafa tekizt að vinna eftir áætlun, þrátt fyrir fátækt þjóðarinn- ar, ber þess merki, hve ákveð ið þeir stefna að því að koma sér upp kjarnorkuther. Þótt árangurinn komi ekki strax í Ijós, þá er engin á- stæða til að ætla annað en Kínverjum takist að fram- leiða méðalstóra og langdræg ar eldflaugar, sem borið geta k j arnorkuihleðslu.H Bandaríkin lýstu strax eft- ir sprenginguna nú yfir stuðn ingi sínum við smáþjóðir, sem eru í náibýli við Kína Talsmað ur bandaríska utanríkisráðu- neytisins lagði áherzlu á yfir lýsingu Johnsons, forseta, 18. október Sl. Þá sagði forsetinn: „Þær þjóðir, sem ekki sækjast kjarnorkuher, geta verið þess fullvissar, að verði þeim ógn- að með kjarnorkuárásum, þá muni þær verða aðnjótandi okkar fyllsta stuðnings.“ Talsmaður ráðuneytisins sagði, að því mætti ekki gleyma, að Kínverjar hefðu engan þátt viljað eiga að samningunum um hann við tilraunum með kjarnorku orkuvopn, sem rúmlega þjóðir hefðu nú undirritað. Ef sfðasta tilraunáspreng- ing Kínverja er talin með, er heildartala tilraunasprenginga nú 496, og allar hafa þær ver- ið sprengdar á siðustu 20 ár- um- -xv/wwjw m&ív's 'í&vfó v. Þota af nýrri gerð, BAC 1-11 er væntanleg til tslands næstu daga á leið sinni til Bandarikj- anna, en þar er fyrsta flugvélin af sjö, sem flugfélagið Mohawk-Airlines, stærsta flugfélag Bandaríkjanna, er annast innanlandsflug. Þotan tekur 6» farþega. Hreyflarnir tveir eru að aft- an. Þessar þotur verða teknar í notkun í sumar i flugi milli 14 stærstu borga Bandaríkjanna- Þær eru framleiddar af British Aircraft Corporation, og ætlaðar til nota á styttri lciðum, en það eru þotur yfirleitt ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.