Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ taugarðagur 2*. maf 1963 Enn um geim- skot Benedikts Ef af manni ber ég blak, brosir enginn kjaftur. En ef grannans bít ég bak, < í bolíann fæ ég aftur. f>essi vísa Sveins heitins Hann essonar frá Elivogum datt mér í hug ,er ég las greinarkorn Benedikts nokkurs Viggóssonar íMorgunblaðinu 14. maí s.l., sem hann nefnir „Geimskotið“. — Átelur hann mig allfrekt fyrir það, að ég skuli ekki hafa tekið undir meint vonbrigði útvarps- hlustenda almennt vegna þess, hve samnefnt verðlaunaleikrit eftir Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli hafi verið mis- heppnað. Þvi flaug mér Vísan í hug, að frá því að ég hóf að skrifa um útvarpsefni í Morgun blaðið, þá hefi ég hlotið stórum meiri átölur fyrir það, sem ég hefi sagt til hróss mönnum og málefnum, heldur en hitt sem mér hefur þótt ástæða til að fínna að málflutningi einstakra manna. T.d. eyddu ritstjórar „Tímarits Máls og menningar“ dýrmætu rúmi í riti sínu í fyrra sumar, til að finna að því, að ég hefði hrósað nokkrum útvarps- mönnum um of. — Það er því ekki fjarri lagi að álykta, að hrós um ákveðinn mann eða rit- smíð eða útvarpserindi, geti far ið meira í taugarnar á vissum mönnum, heldur en ummæli sem ganga í gangnstæða átt. Mér fínnst málið a.m.k. komið á það stig, að það væri berandi undir sálfræðing. Eins og raunar kemur fram í tilvitnunum Benedikts í greinar- korni hans eða bréfi, þá taldi ég nefndan leikþátt bráðskemmtileg an og þakkaði fyrir mig með þessum orðum: „Þökk sé Ólínu, geimferðakonu og Einari frá Her mundarfelli fyrir afrek sín“. Með því að þakka þannig fyr ir það, sem veitti mér ánægju- stund, telur Benedikt mig held ég nánast hafa slegið heimsmet í vitleysislegri gagnrýni, enda segir hann: „Þetta er sú furðu- legasta gagnrýni, sem ég hefi les ið um ðagana, og hefi ég lesið marga einkennilega „krítík" eft ir Svein . “ Tekur hann sið- an að atyrða mig sem kvik- myndagagnrýnanda, en þar finnst mér hann kominn svo langt frá verki Einars frá Her- mundarfelli, að ég nennr ekki að fylgja honum lengra eftir á þeirri braut. 20—30 mínútna gamanþáttur getur naumast orðið bókmennta legt stórvirki, og verður að leggja á hann annan mælikvarða en t.d. langa skáldsögu, ljóðabók eða alllangt leikrit í nokkrum þáttum. Vitanlega er gamanþátt ur Einars frá Hermundarfelli ekki stórt bókmenntalegt verk. Þar sem auglýst var eftir skemmtiþætti og honum sniðin svona þröng tímamörk, skipti auðvitað mestu máli, að hann veitti mönnum góða skemmtun, á meðan hann varði. Og góðlát legur gagnrýnisbroddur leynd- ist í verki Einars, þótt einnig honum hlyti að vera þröngur stakkur skorinn í svo stuttum þætti. Ég skal heldur ekkert um það segja, hvort útvarpið hefur dæmt bezta þættinum verðlaun- in. Svo þarf ekki að vera, ef margir skemmtilegir þættir hafa borizt, því að dómnefnd þarf ekki að vera óskeikul í þeim sök um og smekkur manna misjafn. — Meira að segja má vel vera, að Benedikt Viggósson hefði samið skemmtilegri þátt, ef hann hefði tekið þátt í sam- keppninni. Ég vil svo endurtaka það, að mér þótti þátturinn skemmtileg- ur, og mátti vel hlæja að honum, hvað ég gerði ósleitilega. Tíl að friða Benedikt Viggósson verð ég þó líklega að segja að end- lngu eins og gamla fólkið gerðl tíðum: „Guð fyrirgefi mér hlát- urmn“. Kannske Benedikt feng- ist þá til að slást í kompaní við almættið? Sveinn Kristinsson. Sundnám- skeið fyrir 8 ára börn FRÆÐSLUSKRIFSTOFA Reykja víkur gengst í júlímúnði fyrir sundnámskeiði fyrir átt ára börn, sem nutu sundkennslu í vetur. Munu námskeiðin fara fram í Sundhöll Reykjavíkur, Sundlaug um Reykjavíkur og í sundlaug Breiðagerðisskóla, og verður kennslan ókeypis. Aftur á móti verður ekki kennt í Sundlaug Vesturbæjar enda hafa öll átta ára börn þar átt kost á sundnám- skeiði í vetur. Börnin skulu koma til viðtals og skráningar í ofan- greinda sundstaði 28. maí, milli kl. 10—12. Námskeið sem þessi voru haldin í fyrravor og áttu miklum vinsældum að fagna. □--------------□ □----------------------------n Á STÓRMÓTINU í Zagreb urðu þeir jafnir og efstir Ivkov og Uhlman 13%, en í þriðja sæti varð heimsmeistarinn Petrosjan 12%. Nánari fréttir af m'tinu verða í næsta þætti. Hvítt: S. Gligoric Svart: B. Ivkov Nimzoindversk vörn I. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3, Bb4; 4. e3, 0-0; 5. Bd3, c5; 6. Rf3, d5; 7. 0-0, Rc6; 8. a3, Ba5. Flestir leika hér 8. — Bxc3, en Ba5 er einnig ágætur möguleiki fyrir svartan. Reshewsky hefur reynt að endurbæta Ba5 afbrigðið með 8. — dxc4; 9. Bxc4, Ba5; 10. Dd3, a6; 11. Hdl, b5; 12. Ba2, Bb7; 13. dxc5, Bxc3; 14. Dc2!, De7; 15. Dxc3, Hfd8; 16. Bd2. Najdorf- Reshewsky 4. einvígisskák ’53. Staðan er nú öllu betri hjá hvíti. 9. cxd5. Annar möguleiki er hér 9. Re2. 9. — exd5; 10. dxc5, Bxc3; II. bxc3, Bg4!. Þannig lék Av- erbaeh gegn Panno 19i54. 12. c4 Panno lék hér 12. Hbl. 12. — Re5 13. Bb2 Sjálfsagt er 13. Be2 ör- uggasti leikurinn, en vitaskuld vill Gligoric ná frumkvæðinu í skákinni. 13. — Rxf3f; 14. gxf3, Bh3; 15. Hel. Eins og skákin teflist, þá var e. t. v. bezt að gefa skiptamuninn strax og leika 15. Re5, eftir t. d. 15. — Bxfl; 16. Dxfl, He8; 17. f4 og hvítur hefur sterka stöðu fyrir skipta- muninn. 15. — Re4!; 16. f4 Hér gat hvítur leikið 16. Be5 til þess að spara g-línuna, t. d. 16. — Dg5t; 17. Bg3, Rxg3; 18. hxg3, dxc4; 19. Bxc4, Dxc5; 20. De2 með u.þ.b. jöfnu tafli. 16. — Dh4; 17. Df3? Hér átti hvítur að bægja hættunni frá með 17. Bxe4, dxe4; 18. f3, Had8; 19. Bd4, og svartur á ekki svo auðvelt með að ná verulegri sókn. 17. — Rd2; 18. De2? Eina leiðin til björgun- ar var 18. Dg3, t. d. 18. — Dxg3f; 19. fxg3, Rf3f (19. — dxc4; 20. Be2) 20. Kf3, Rxel; 21. Hxel og staðan er flókin. 18. — dxc4 19. Bc2, Had8; 20. f3, Dh5; 21. Khl, Rxf3; 22. Hgl, Bg4; 23. Hxg4. Hvítur á enga haldgóða vörn. 23. — Dxg4; 24. Bc3, Hfe8; 25. e4, Rxh2!; 26. Dg2, DÍ3; 27. Bb4, c3; 28. Dxf3, Rxf3; 29. Bxc3, Rd4; 30. Hgl, Rxc2; 31. Hxg7f, Kf8; 32. Hxh7, Rd4; 33. e5, Ke7; 34. Kg2, Rf5; 35. Bb4, Ke6; 36. Kf3, Hh8; 37 gefið. Louvere séð í gegnum klukkuskifu. 45 milljónir brosandi Frakka Barátta fyrir aukinni kurteisi við ferðamenn í Frakklandi FERÐAMÖNNUNUM, sem heimsækja Frakkland í sum- ar, verður komið skemmtilega á óvart. í stað ruddaskapar- ins og ókurteisinnar, sem margir útlendingar hafa mætt í Frakklandi, bíða þeirra nú stimamjúkir útlendingaeftir- litsmenn, brosandi tollverðir og glaðlegir lögreglumenn, sem vísa þeim veginn frá ný- máluðum landamærahliðum og blómaskrýddum flugvöll- um. Það var um miðjan maí, sem hófst í Frakklandi alls- herjar barátta fyrir því • efla vinsældir landsins ferðamannalands. Það stjórnin, sem á frumkvt að þessari herferð. Von»_. hún til að unnt verði að end- urvekja kurteisi og gestrisni, sem. eitt sinn stuðluðu að því að landið var nefnt „hið blíða Frakkland." Ástæðan til aðgerða stjórn- arinnar er sú, að straumur er lendra ferðamanna til lands- ins hefur aukizt fremur lítið undanfarn ár, ef miðað er y:<ð mörg nágrannalöndin. Hef ur stjórnin því ákveðið að verðlauna þá aðila, sem taka sérstaklega vel á móti ferða- mönnum og leggja sig fram um að vera þeim að skapi. Sl. ár, beindu frönsk yfirvöld þeim tilmælum til ferða- manna, að þeir skýrðu hiniu opinbera frá því, ef þeir hefðu orðið að greiða ósann- jyarnt gjald eða fengið slaema þjónustu, en nú biðja þau um upplýsingar um það, sem vel er gert. Verða þeim veitinga- húsum, gistihúsum og ein- staklingum, sem veita bezta þjónustu, veitt verðlaun. Þegar erlendir ferðamenn koma til Frakklands, eru þeim afhent landakort og bæklingar með upplýsingum um möguleika á ferðalögum, hvar sé bezt að skipta pen- ingum, hvað gengið sé, og þeim bent á að vara sig á gömlu fröhkunum, sem enn eru í umferð. Hverjum ferða- manni er einnig afhentur seð- ill þar sem hann er beðinn að skrifa nafn þess gistihúss og veitingahúss, sem honum hefur fallið bezt í geð. Með því að fylla út seðilinn og skila honum verður ferða- maðurinn þátttakandi í happ drætti og er vinningurinn frönsk bifreið. Hver ferða- maður fær einnig hefti með sex miðum, sem hann getur notað til að verðlauna það þjónustufólk, er kemur bezt fram við hann og sýnir hon- um mesta kurteisi. Fyrstu kynnin af landinu eru mikilvæg og yfirvöldin hafa hvatt lögreglumenn til að sýna mönnum, sem þang- að koma á eigin bifreiðum, u nburðarlyndi og sekta þá ki fyrir smávægileg um- ðabrot. Um helmingur allra, sem heimsækja Frak/kland, hafa viðkomu í París og því er lögð mikil áherzla á að her- ferðin beri árangur í borg- inni. Sagt er, að hraðinn þar sé orðinn svo mikill, að al- menn kurteisi sé úr sögunni. Bandaríkjarnaður, sem snæddi í veitingahúsi í París fyrir skömmu, sagði argur: „Þessi borg er verri en New York. Hér eru allir svo rudda legir.“ Bandarísk kona kvart- aði undan því í veitingahúsi í borginni, «ð steikin væri seig og bar hana saman við bandarískar steikur, sem hún sagði taka öllu fram. Hún þurrkaði stút kókakólaflösk- unnar með servíettu og fór yfir reikninginn eins og end- urskoðandi. Þjónni»p frá Bretagne, sem afgreiddi hana, hefði átt skilið fullt hefti af verðlaunamiðum fyrir þolin- mæði sína. Á eftir sagði hann: „Þér sáuð þessi viðskipti. Svona gestir verða hér á hverjum degi alveg fram á haust.“ Ferðamenn virðast gera ráð fyrir að komast að kostakjör- um í Frákklandi hvort sem um mat eða gistingu er að ræða, en vinnulaun eru há og atvinnuveitendur verða að greiða miltið í lífeyrissjóð fyr ir starfsfólk sitt. Kostnaður ferðamanna í Frakklandi er að vísu minni en í Sviss, en hins vegar mun meiri en á Spáni og Ítalíu. Þó hefur ferðamannastraumurinn til Frakklands aukizt um 7% ár- lega frá 1959, en þetta finnst stjórninni ekki nægilegt. — Áætlað er að ferðamenn hafi komið með sem svarar 30 milljörðum ísl. kr. í erlendum gjaldeyri inn í Frakkland sl. ár. En mikið af Frökkum fer nú til útlanda í stað þess að ferðast um land sitt og taka með sér gjaldeyri. Flestir fara til Spánar vegna hins lága verðlags þar. Að minnsta kosti 8 milljónir Frakka heim sóttu önnur lönd sl. ár, en af þeim 7 milljónum, sem til Frakklands komu voru flestir Þjóðverjar, Bretar og ,3anda- ríkjamenn, en miðað við fólks fjölda eru Belgar beztu við- skiptavinir Frakka á þessu sviði. De Gaulle, Frakklandsfor- seti, vill gjaldeyrisforða rík- isins sem mestan, og það á sinn þátt í herferðinni gegn ókurteisi og ruddaskap. Frakkar þurfa eklki að hafa áhyggjur af því, að nágrann- arnir veiti ferðamönnum betri aðbúnað. Hið forna franska hreinlætis- og pípulagninga- kerfi, sem rómað var um víða veröld, er nú þjóðsaga, ef frá eru talin nokkur mjög ódýr stúdentagistihús í París. Alls staðar annars staðar hefur þetta verið fært í nútíma horf, og gistihús, sem vilja endurbæta húsakynni sín, geta fengið sérlega hagkvæm lán. Lítið hefur verið byggt af nýjum gistihúsum í París, fyrst og fremst vegna þess hve lóðir eru dýrar og erfitt að fá leyfi til að byggja skýjakljúfa. T. d. er Hilton- gistihúsið í París smáræði hjá samskonar gistihúsum í Istam bul og London, en gömlu gistihúsunum hefur verið haldið við. Franska ferðamálaráðuneyt ið viðurkennir, að dýrt sé að ferðast um landið, og hefur gert sér ljóst, að bætist rudda skapur og nöldur þjónustu- fólks við hátt verðlag, hætti útlendingar að heimsækja landið. „Við vonum að barátta okk ar beri árangur,“ sagði einn starfsmanna ferðamálaráðu- neytisins. „Margt verður að breytast, en ef allt gengur vel, taka 45 milljónir bros- andi Frakka á móti ferðamönn unum í sumar.“ (Observer — öll réttindi áskilin)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.