Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.05.1965, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ 27 Laugardagur 22. maí 1965 I»essi mynd birtist í Mbl. 6. jan. 1960 af „Ruben-poka“. Höskuldur Goði Karlsson sundlaugarstjóri sýnir notkun hins nýja tækis, sera bjargaði lífi drengsins á dögunum. INIýtt tæki til lífgunar, bjargaði drengnum Frá fél. framreiðslumanna NÝJA blásturstækið, sem notað var til þess að bjarga lífi litla drengsins í Sundlaug Vesturbæj ar fyrir nokkrum dögum, var komið þangað aðeins tveimur dögum áður en þessi atburður gerðist, að því er Baldur Jóns- son, formaður Slysavarnardeild- arinnar Ingólfs í Reykjavík tjáði blaðinu í gær. Baldur sagði, að Brian Holt sendiráðsritari hefði bent félaginu á þessi tæki, og hefði verið ráðizt í að kaupa nokkur tæki til reynslu og þeim komið fyrir á öllum sundstöð- unum í Reykjavík. Tæki þetta kostar hátt á þriðja þúsund kr. Það er mjög einfalt í notkun og geta allir farið með það, sem lært hafa ,,munn-við-munn að- ferðina. Ef innöndun verður of kröftug, gefur tækið frá sér greinilegt blísturshljóð, svo að ekki er um að ræða neinar hætt ur varðandi notkun þess. í stuttu viðtali við blaðið um þetta í gær sagði Baldur Jónsson: „Við í Slysavarnarfélaginu vitum það, að starfsmenn við sundstaðina í Reykjavík vilja allt gera til þess að forða slysum og þess vegna er okkur sönn ánægja að því að láta þeim í té tæki sem þessi“. Önnur blásturstæki komu til landsins fyrir rúmum fimm ár- um, svonefndir „Ruben-pokar“. Þá verandi framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, dr. Gunn- laugur Þórðarson, beitti sér fyrir því, að þessi tæki voru sett í flest skip og einnig til allra hér aðslækna og í alla sjúkrabíla Rauða krossins. Þessi tæki hafa fyrst og fremst gildi, ef þau eru staðsett hjá kunnáttumönnum. Eina áhættan varðandi notkun þeirra er sú, að menn fari að eyða dýrmætum sekúndum eða mínútum í að leita að tækinu í stað þess að hefja þegar lífgun artilraunir með aðferðinni „munn-við-munn“, og er því enn nauðsynlegt að leggja rækt við kennslu hennar. Bátarnir búast á síld FLESTIR Reykjavíkurbátarn ir, sem voru á netum eða nót, liggja nú í höfninni. Er verið að hreinsa þá og undirbúa til síldveiða. Tveir bátar eru þeg ar farnir á síld og þrír eru enn á netum. Sex bátar eru komnir á humarveiðar. Humarbátarnir liafa lítið fengið ennþá. Gammur kom í fyrradag með 9 tonn af þorski og 1 af humar. Reynir fékk 8 tonn af þorski og 2 af huirar. Aðrir humarbátar fengu minna, en allir þó ein- hvern humar. Þorsteinn og Reykjaborg eru farnir á síld og komu í fyrradag með smáafla, sem þeir höfðu fengið við Vest- mannaeyjar. Þeir fóru báðir aftur út á hádegi í gær. Þrír bátar, Ásbjörg, Breið- firðingur og Lundey eru enn á þorskanetum. Ásbjörg kom inn með 20 tonn á miðviku- dag. Annars eru allir að út- búa sig á síldveiðar, utan fá-- einir, sem ætla á snurvoð. Einn bátur, sem var á netum, Sjóli, er farinn á handfæra- veiðar. VEGNA blaðaskrifa um verðlag á víni í veitingahúsum hér í borg viljum vér biðja yður að birta eftirfarandi: 1. Deila sú, sem risið hefur milli Félags framreiðslumanna og eigenda veitingahúsa hér í Reykjavík um það hvort fram- reiðslumönnum beri þjónustu- gjald af söluskatti o. fl., sem gestir eru látnir greiða umfram það verð á vínum, sem áfengis- verzlunin hefur ákveðið og fram reiðslumönnum hefur verið uppá lagt að innheimta af gestum auk' stofnverðs og þjónustugjalds, er dómsmálaráðuneytinu með öllu óviðkomandi, þar sem hér er um að ræða deilu um kaupgjald og skilning á samningi framreiðslu- manna við veitingamenn. 2. í samningi Félags fram- reiðslumanna við Samband veit- inga- og gistihúsaeigenda segir svo í 1. gr. samningsins: „Framreiðslumenn og barmenn taka ekki kaup frá atvinnurek- anda, en fá þóknun frá viðskipta- mönnum fyrir starf sitt, skal sú þóknun vera 15% miðað við verð veitinga til almennings". Enginn ágreiningur getur ver- ur verið um það, að verð það sem áfengisverzlunin hefur á- kveðið á vini að viðbættum 10%, sem framreiðslumenn innheimta fyrir veitingamenn af gestunum, BRIDGE □-----------------------□ f FYRRINÓTT voru sr 'luð spil nr. 49—96 í leikjum milli Ítalíu og Argentínu og Englands og Bandaríkjanna. Ekki hafa borizt nákvæmar fregnir af úrslitum í þessari umferð, en vitað er að Ítalía bætti við 86 stiga forskot, sem var eftir 48 spil. Einnig er vitað að bandaríska sveitin er komin yfir í leiknum gegn Eng- landi, en eftir 48 spil hafði enska sveitin 23 stig yfir. Að 48 spilum loknum var stað- an þessi: Ítalía — Argentína 153:67 England — USA 105:83 Að 96 spilum loknum var stað- an þessi: Ítalía — England 154:86 USA — Argentína 136:90 USA — Ítalía 162:157 England — Argentína 162:114 er verð það, sem almenningur greiðir fyrir vínveitingar ög að framreiðslumönnum ber 15% þjónustugjald af þeirri upphæð, eins og samningurinn segir til um. 3. Loks skal það tekið fram, að í öllum nágrannalöndum okk- ar fá framreiðslumenn þjónustu- gjald af söluskatti og öðrum sköttum sem veitingamenn greiða. (Stjórn Félags fram- reiðslumanna). NJÓSNARAR TEKNIR Karlsruhe, V-Þýzkalandi, 21. maí (AP) Yfirmaður nokkur úr aust- ur-þýzku leyniþjónustunni flýði yfir til Vestur-Þýzka- lands í síðustu viku, og hefur flótti hans komið af stað um- fangsmikilli leit að njósnurum Austur-Þjóðverja vestan járn- tjalds. Hafa þegar nokkrir þeirra verið handteknir sam- kvæmt ábendingum flótta- mannsins. Slórgjöf | ! iil Barnaspítala- | f sjóðs Hringsins og ! Styrktarfélags 1 lamaðra og fatlaðra} i 21. APRÍL s.l. andaðist frú i | Sigurbjörg Pálsdóttir, Óðins- i I götu 30, hér í borg, ekkja i i Eggerts Jónssonar kaup- i É manns, d. 17. júní 1959. i Þeim hjónum varð ekki f § barna auðið. 1 erfðaskrá i i mælti frú Sigurbjörg svo fyr- i i ir, að allar eignir búsins i Í skyldu skiptast jafnt milli \ Í Barnaspítalasjóðs Hringsins i Í og Styrktarfélags lamaðra og i i fatlaðra. Mun sú ráðstöfun f Í hafa verið gérð í samráði við i | Eggert. : Hér er um að ræða stór-i Í gjöf, varla undir hálfri ann- i i arri 'milljón króna að verð-1 i mæti, til nefndra líknarstofn- i i ana. Þakka fyrirsvarsmenn i i þeirra gjöfina af alhug. i Öllum þeim, sem þckktu til | i þeirra hjóna, Sigurbjargar ogi Í Eggerts, finnst ráðstöfuni Í þessi lýsa þeim vel. 5 z <<<<i<<<<<i<i<iii<<<<<««<i<ii<ii<<<iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,iiiiii,ll | IÆGÐIN fyrir sunnan land sunnanlands, en heldur kalt ! | er á hægri hreyfingu austur fyrir norðan, sér í lagi á an- i Í og ætti ríkjandi vindátt hér nesjum- Ætlar að verða bi’ð i Í að verða norðlæg um helgina. á þvi, að hér komi sunnan- i = Þó ætti að verða fremur hlýtt átt að gagni. <<<<<< <<<<<I<<I<<<< <<<I<<I<<II< II l||l|l<M<<< <<«<«,l|<,||<<<,|<l||«<l||«t.|<<<<<<|<lli|<l«||H|t<<<l<<<l<t«U<<|||«||<l<||<|<MU HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SðíI OÖ SKRIFSTOFA Sjálfstæðis- flokksins við Austurvöll verð- ur opin til kl. 18 í dag, laugar- dag. Þar fást miðar í hinu stór glæsilega landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Ennfrem ur geta þeir, sem fengið hafa miða senda heim, gert þar skil. Látið ekki happ úr hendi sleppa. — KAUPIÐ MIÐA STRAX í DAG! Happdrætti Sjálfstæðis- flokksins. Mývatn íslaust orðið Grímsstöðum, Mývatns- sveit, 21. maí. LÍTIÐ er farið að grænka hér um slóðir og frekar kalt i veðrL Allt þar til í gær var Mývatn ísi lagt, en þá var hér hvass- viðri og braut þá allan ísinn af vatninu svo það er nú íslaust orðið með öllu. Okkur virðist sem allir þeir farfuglar er hingað koma á sumrin, hafi þegar ■skilað sér, þrátt fyrir kalsasama tíð, en það var um síðustu helgi sem nætur frost komst hér allt niður í + 5 stig. Stórfenni er hér í heiðun- um í kring. — Jóhannes. — Surtseyjarfélag Framh. af bls. 2. Á stofnfundi félagsins var samþykkt að bjóða prófessor Paul S. Bauer, frá Ameríska háskólanum í Washington 1 Bandaríkjunum, að vera heiðurs- félagi. Prófessor Bauer hefur sýnt sérstakan áhuga fyrir rann- sóknum í Surtsey og fyrir is- lenzkum vísindum almennt. Hann hefur áður gefið til Surts- eyjarrannsókna og til íslenzkra visindamanna samtals' $7000.00 úr sínum eigin vísindasjóði, The Bauer Scientific Trust, og nú hefur prófessorinn enn veitt styrk að upphæð $3000.00 til Surtseyjarfélagsins til almenn- rar rannsóknarstarfsemi. Þess má loks geta, að Surts- eyjarfélagið vinnur nú, ásamt Björgunarfélagi Vestmannaeyja, að því að koma upp húsi í Surts- ey. (Frébt frá Surtseyjarfélaginu) — Ibróttir Framhald af bls. 26 Ronnie FARMER. Var áður hjá Notth. For. en kom til Coventry 1958. Getur einnig leikið inn- herja. Dietmar BRUCK. Fæddur I Danzig, Þýzkalandi, en ólst upp í Coventry. Hefir leikið með enska unglingalandsliðinu. John SMITH. Var hjá West Ham í 4 ár og lék með landsliði undir 23 ára og einnig varamað- ur enska landsliðsins, en seldur til Tottenham 1960. Lék alloft með aðalliði Tottenham og kom til Coventry vorið 1964. Framherjar: Ronnie REES. Vinstri útherji. Er fastur leik- maður í vetur í landsliði Wales, leikið alls 7 sinnum og einnig 7 sinnum með undir 23 ára liðinu. George HUDSON. Miðherji. Kom til Coventry 1963 frá Peterborough fyrir 21,000 £. Er mjög leikin og marksækinn, skoraði 23 mörk í 32 leikjum 1964—4 og 24 mörk í 38 leikjum 1964—5. Ernie MACHIN. InnherjL Kom til Coventry 1962, en meiðsli í hné hafa háð honum. Ken HALE. Innherji. Keypt- ur frá Newcastle 1962. Mjög leik- inn og skotharður. John MITTEN. Vinstri útherji. Kom til Coventry frá Leicester 1963. Er sonur Mittens v. úth. Mansh Utd. á árunum eftir stríð, liðsins sem sigraði Blackpool í hinum fræga úrslitaleik á Wembley 1948. Dave CLEMENTS. InnherjL Kom frá Wolves fyrir litinn pæn- ing 1964 og er einn af efnileg- ustu leikmönnum liðsins. Hefir leikið í öllum gráðum landsliðs N.-frlands. Lék með undir 23 ára liðinu eftir aðeins tvo leiki með aðalliði Coventry og 2 landsleiki eftir aðeins 70 leiki með aðal- liðinu. Bobby GOULID. Miðframherji. Ei aðeins 18 ára og talinn mjög efnilegur. Ken KEYWORTH. Mið.fram- herji. Kom til Covce'try í des. í vetur frá Leicester. Lék með Leicester í úrslitunvm gegn Manch. Utd. á Wembley 1963.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.