Morgunblaðið - 25.05.1965, Page 2

Morgunblaðið - 25.05.1965, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. max 1965 ©rð Oana ff' dag gieðjumst víö, og sendum kveðjur-" - handrítin koma til íslands, g|öf frá dönsku þjóðinni Einkaskeyti til Morgunblaðs- ins, Kaupmannahöín, 24. maí. G. Rytgaard. Misheppnaðri tilraun Poul MöIIer til að fá afhendingu íslenzku liandritanna frestað með þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið fálega tekið í Danmörku, og ekki vakið mik ið umtal. Poul Möller og stuðningsmenn hans í þessu máli liafa lýst vonbrigðum sínum yfir því, að ekki tókst að fá nauðsynlegan fjölda undirskrifta, en K.B. Ander- sen, kennslumálaráðherra, hefur lýst ánægju sinni með úrslit undirskriftasöfnunar- innar „Berlingske Tidende" segir í forystugrein í morgun, að það sé ekki erfitt að finna skýring- una á því, að ekki tókst að fá 60 þingmenn til að skrifa undir þjóðaratkvæðagreiðsluna, þótt margir hafi viljað tengja það á- kvörðun Erik Eriksen að segja af sér formennsku Vinstriflokks- ins. Segir blaðið, að sannleikur- inn sé sá, að hart hafi verið lagt að vinstrimönnum að skrifa und ir, en ekki hafi reynzt kleift að fá síðustu 3 mennina til þess. Þetta hafi hins vegar ekkert með stjórnmálaástandið að gera. >á segir blaðið, að framkoma Poul Möllér hafi vakið reiði margra, ekki aðeins í hópi lög- fræðinga, heldur einnig í hans eigin flokki. Það sé almennt á- lit, að hann hafi tapað meiru en hann hafi unnið.. Stefna Árnasafnsnefndar á hendur kennslumálaráðuneytinu hefur ekki enn verið birt, enda þarf konungux að undirskrifa lög in um afhendingu, áður en það er hægt. Konungur mun vænt- anlega staðfesta þau á miðviku- dag. Christrup, hæstaréttalögmað- ur, sem tekið hefur að sér flutn- ing málsins fyrir Árnasafnsnefnd hefur skýrt frá því í viðtali við dagblaðið „Aktuelt“ í dag, að málaferlin kunni að taka hálft annað ár. Ekki hefur enn verið ákveðið, hver mun verja málið af hálfu kennslumálaráðuneytis- ins. Niðurstaða málaferlanna, sem ríkisstjórnin virðist ekki hafa miklar áhyggjur af, getur ekki haft áhrif á afdrif þeirra hand- rita, sem eru í konunglega bóka- safninu, en það er í eigu ríkis- ins. Þetta hefur í för með sér, að hver svo sem niðurstaða lands réttar eða hæstaréttar kann að verða, mun hún ekki ná til þeirra bóka, sem þar eru, s.s. Flateyjarbókar, og eldri Edda. Þess má að lokum geta til gamans, að dagblðið B.T., em af heift hefur barizt gegn af- hendingu handritanna, segir í dag, að Foul Möller hafi á sunnu dag í senn orðið glaður og hrygg ur: hryggur yfir niðurstöðu und- irskriftasöfnunarinnar, og glaður yfir því, að fyrsta barnabarn hans var skírt. Blaðið segir, að barnið hafi verið. skýrt Asger, og bendir á, að hér sé um að ræða danska útgáfu af nafni forseta Islands. í skirnarveizlunni var borinn fram íslenzkur lax, sem dómsmálaráðherra íslands færði Möller, meðan á stóð fundi Norð urlandaráðs í Reykjavík á dög- unum. Bent A. Koch, ritstjóri Kristilpgs Dagblaðs segir: Is- land og fjölmargir íslandsvinir í Danmörku hafa ástæðu til að óska hver öðrum til hamingju. Það mistókst að hrinda í fram- kvæmd gagnráðstöfunum gegn akvörðun tveggja þinga. Það verður engin þjóðaratkvæða- greiðsla. Danska þjóðin hefur, með aðstoð kjörinna fulltrúa sína, sagt álit sitt. Því munu handritin koma til íslands; gjöf frá dönsku þjóðinni. Sú staðreynd, að hópur öf,ga- fullra vísindamanna vill nú leggja málið fyrir dómstólana breytir hér engu. Þessi tilraun þeirra mun ekki einu sinni vekja umtal. Allir vita, að málið er nú til lykta leitt, og að dóm- stólarnir munu vart sjá ástæðu til að breyta ákvörðun þingsins. Bæði nú og 1961 vakti málið athygli. Skemmtilegt verkefni bíður þeirra sagnfræðinga, sem nú eiga að skrifa nýjustu Is- lendingasöguna. 1 dag gleðjumst við og sendum kveðjur yfir At- lantshafið með orðupi Björn- stene Björnsson: hvem tæller vel paa sejrens dag de tabte slag. Lúðvíg Hjálmtýsson Lúðvík kosinn formaður samtakanna Á MÓTI Sambands norrænna veitinga- og gistihúsaeigenda, sem haldið var í Helsingfors fyr- ir sköm.mu, var Lúðvíg Hjálm- týsson kosinn formaður sam- bandsins. Þá var Jón Magnússon, hrl. framkvæmdastjóri Félags ísl. veitinga- og gistihúsaeigenda, kosinn aðalritari hinna norrænu samtaka. 16 ára piltur hrapar úr Vogastapa niður í fjöru ÞAÐ slys varð í gærkvöldi, að 16 ára piltur frá Innri-Njarðvík, Kristinn Magnússon, hrapaði úr Vogastapa niður í stórgrýtta fjör una. Var fallið um 8—10 metrar. Hann er talsverl mikið slasaður, en meiðsli hans eru enn í rann- sókn. Slysið varð með þeim hætti, að fjórir piltar frá Innri-Njarðvík fóru eftir fjörunni að Vogastapa og hugðist Kristinn klífa hann. En þegar hann var kominn upp mitt bjargið, sem er um 20 metra hátt á þessum stað, hrapaði hann niður, en eftir það er bjargið inn undir sig. Skall Kristinn niður í stórgrýtta fjöruna. Félagar hans urðu að klífa stapann talsvert frá þeim stað, sem Magnús féll, til að komast til Innri Njarðvíkur, sem er ekki langt undan. Þar tókst þeim að gera aðvart um slysið. Þá var kl. 20.50. Keflavíkurlögreglan þurfti að fá bátinn Hafborgu til að komast að staðnum, en allar aðstæður til björgunar eru hinar erfiðustu frá landi. Var gúmbátur frá Hafborgu notaður til að komast upp í fjör- una, en lögregluþjónarnir urðu að vaða sjóinn í mitti. Þegar þeir komu að Kristni var hann rr.eð rænu, en lá hjálparvana í fjörunni. Var hann fluttur um borð í Hafborgu, sem hélt þegar til Keflavíkur. Sjúkrahúslæknir- inn, Jón Jóhannesson, var með i förinni, og lét flytja Magnús á sjúkrahúsið. Hann er talinn mjaðmarbrotinn, en meiðsli hans voru ekki fullrannsökuð seint í gærkvöldi. Er talin mikil mildi að hann skyldi ekki bíða bana við slysð þegar í stað. Kristinn er sonur Magnúsar Kristinssonar, vélsmiðs, eiganda Vélsmiðju Njarðvíkur. Súttafundur ú miðvikudag 4 drukknir stálu kapp- róErabáti í Firðinum Tveir fóru í sjóinn ANNAR fundurinn hjá sátta- semjara ríkisins hófst kl. 8:30 í gærkvöldi með 23 verkalýðsfé- laga á Norður- og Austurlandi og fulltrúum Vinnuveitendasam bands íslands, Vinnumálasam- bands SIS, Vinnuveitendafélags Akureyrar, Siglufjarðar og Rauí arhafnar. Fundinum lauk um kl. 11 í gær kvöldi og voru þá skipaðar und- irnefndir til að afhuga méð taxta- tilfærslur o.fl. Koma þær saman til fundar kl. 4 síðdegis í dag, en sáttafundur er boðaður kl. 8:30 á miðvikudagskvöld. ítfilir heiiTssmeistarar HEIMSMEISTARAKEPPNINNI í bridge er lokið, og sigraði ítalska sveitin. Ekki hafa borizt fregnir af úrslitum einstakra leikja. Frétzt hefur að lögð hafi verið fram kæra á hendur ensku spil- urunum Reese og Shapiro fyrir ýmiskonar óleyfileg brögð við spilaborðið og hefur kæra þessi tafið fyrir að úrslit verði birt. i stuttu máli ; ER síðast fréttist, var allt j I með kyrrð og ró í Domini- = ; kanska lýðveldinu. Virðist, að = ; báðir deiluaðilar hafi fullan = i hug á því að halda vopnahié = j það, sem gert hefur verið. j Engar fregnir hafa borizt af j \ bardögum. í gærkvöld undirrituðu i I fimm Ameríkuríki samning j \ sín á milli í Santo Domingo, \ \ og er ætlunin að koma upp \ \ sameiginlegum friðarher, É j jafnframt því, sem reynt er j j að finna varanlegan grund- = ! völl á deilu þeirri, sem ríkt j ! hefur í landinu undanfarnar j j fjórar vikur. Stokkhólmí — NTB j Á SUNNUDAG kom upp eld- j j ur alls 29 sinnum í höfuð- j j borginni. Lögreglan hefur j j grun um, að sex eldsvoðanna.i j hafi verið af manna völdum, i í.en þeir urðu allir á takmörk- j j uðu svæði í Östermalm. Eng- i j inn maður fórst í Östermalm, i jen einn maður í eldvoða ann- i = ars staðar í borginni. j Saigon, 24. maí. — (APj — i j BANDARÍSKAR herflugvélar j j gerðu í dag og nótt árásir á j j hernaðarmannvirki í Norð- j j ur-Vietnam. j Flugmennirnir segjast hafa j j valdið miklum skemmdum á j j skotmörkunum. Skæruliðar j j Vietcong héldu áfram árásum i j á mörkum S- og N-Vietnam, j j svo og í nágrenni Saigon. j Moskva — NTB = JANOS KADAR, forsætisráð-j j'herra Ungverjalands, kom til j j Moskvu á sunnudag í opin- j j bera heimsókn, að því er Tass i = fréttastofan rússneska skýrir i j frá. Kosygin forsætisráðherra I j og Brezhnev, formaður komm ! j únistaflokksins tóku á móti Í [Kadar og fylgdarliði hans. i Kairo — NTB j LAL Bahadur Shastri, for- Í j xætisráðherra Indlands, kem- i j ur í 24 stunda opinbera heim- Í j sókn til Kairó 9. júní n.k. i FJÓRIR drukknir menn í Hafnar firði gerðu sér lítið fyrir á laug- ardagskvöldið og stálu kapp- róðrarbáti, sem þar var bundinn við bryggju vegna æfinga fyrir Sjómannadaginn, og héldu á hon um út á Fjörðinn. Þar snérust þeir gegn hrogn- kelsanetum og tættu úr þeim hrognkelsin. Einn þeirra varð svo hrifinn af snoppufríðleika rauðmagans, að hann hugðist kyssa einn þeirra. Rauðmagapum virðist ekki hafa verið um blíðu- atlotin gefið, því hann skellti skoltum saman um munn aðdá- andans, sem hlaut nokkur meiðsli. Lögreglan fylgdist með bátn- um og sá hvar einn mannanna féll útbyrðis, en það tókst að ná honum um borð aftur. Fór lög- reglan þá á báti áleiðis til mann anna, en þeir reyndu að komast undan. Einn þeirra kastaði sér útbyrðis og synti til hafs, en lögreglunni tókst að ná honum og tók einnig félaga hans þrjá Sífdveiði 100 mílur af Glettin 2 báfar að veiðum í gær FYRSTA sumarsíldin að þessu sinni veiddist í gærdag um 109 milur 72 gráður réttvisandi út af Glcttinganesi. Það var Jón Kjartansson frá Eskifirði, sem fékk þar 500—600 tunnur. í gærkvöldi kastaði Jón Kjart- ansson aftur og fékk þá svipað og í fyrra sinni, en þó eitthvað minna. Ætlaði hann að halda áfram veiðum í nótt, enda var I gott veður. Síldin var fremur djúpt, en sjómennlrnir vonuðust til að hún kæmi ofar um nótt- ina. Annar bátur var kominn á fyrr greindan stað í gærkvöldi og hafði fengið um 400 tunnur síð- ast er blaðið hafði spurnir aí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.