Morgunblaðið - 25.05.1965, Side 6

Morgunblaðið - 25.05.1965, Side 6
 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 25. maí 1965 Barnahelmilið Skálafún andi. Þessa mynd tók ljósm. Mbl. S Ingibjörgu Óskarsdóttur þar bjá Bjarka Elíassyni varðstjój fjögurra ára og á heima í Hv fyrir og tekið sér far með áæ til Reykjavíkur, en hér ætlaði tókst henni þó að hitta frænk sáu um að koma henni aftur hafði sagt henni, að myndin æ inu sagði hún: „Mér er alve blaðið undir rúminu mín“. veinn Þormóösson af ungfrú sem hún er i bezta yfirlæti a á lögreglustöðinni. Hnátan er eragerði. Hafði hún gert sér lítið tlunarbifreiðinni frá Hveragerði hún að hitta frænku sína. Ekki u sina, en lögreglumennirnir heim. Þegar ljósmyndarinn. tti að koma af henni hér í blað- g sama, ég fel bara Morgun- VINNUVIKAN Björgvin Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands : Ófyrir- sfáanlegt slys“ Blaðinu barst í gær eftirfar- andi greinargerð frá Musica Nova: Af gefnu tilefni vill stjóm MUSICA NOVA taka fram, að allir flytjendur, sem fram hafa komið á vegum félagsins á liðn- um árum hafa a) átt hér leið um Reykjavík, hvort eð er, b) þeir hafa boðið félaginu list sína með erlendum meðmæl- um (t.d. blaðadómum), c) einstaklingar innan félags- ins (eða aðrir kunningjar flytj- endanna) hafa á eigin ábyrgð mælt með þeim. Varðandi seinustu heimsókn (cellóleikkonu, Kóreumanns og gervikarls) vill stjórnin taka fram, a) að fólkið átti leið hér um, b) að það hefur komið fram á vegum hliðstæðra samtaka í nágrannalöndunum, _ e) að blaðadómar lögðu áherzlu á hæfileika frk. Moorman til að túlka hina ágætustu samtímatón- list. Það ætti að vera óþarfi að benda á það, að háttalag sein- ustu „gesta“, þegar til kastanna kom, var algerlega óskylt mark- miði félagsins, nánar sagt ófyrir- sjáanlegt slys. Markmið MUSICA NOVA er kynning á góðri samtímató^list, með aðstoð hinna færustu fáan- legra túlkenda, innlendra og er- lendra. Stjórn MUSICA NOVA <í’í SAMBANDI við umræður og kröfugerð, vegna væntanlegra samningsgerða vinnuveitenda og stéttafélaganna — „nýtt júnísam komulag" — hefur lengd vinnu- vikunnar mjög borið á góma, og gjarnan vísað til lengdar vinnu- vikunnar á hinum Norðurlöndun um. Þar sem mér virðist nokkurs misskilnings gæta hjá ýmsum í þessu sambandi, tel ég rétt að eftirfarandi komi fram: Þegar rætt er um lengd vinnu- vikunnar er átt við þann klukku stundafjölda á viku, sem greidd- ur er með dagvinnukaupi, en ekki heildarvinnutíma, þ.e.a.s. dagv., eftirvinnu og nætur- og helgidagavinnu, sé hún unnin. Þess vegna er talað um 48 klst. 44 klst., 40 klst. vinnuviku o.s. frv. Leltað til almenaimgs á sunnud. FYRIR tólf árum var það að frumkvæði Jóns Gunnlaugsson- ar,stjómarráðsfulltrúa, að Um- dæmisstúkan nr. 1 keypti íbúðar hús skammt frá Lágafelli í Mos- fellssveit, til þess að koma þar upp heimili fyrir vangefin börn. Var mjög aðkallandi þörf fyrir slíkt heimili, enda reyndst svo þegar í upphafi, að húsrúm varð minna en hjartarúm, því að beð- ið var fyrir fleiri börn en unnt var að taka í heimilið. Hefir ver- ið svo alla tíð. Þetta er nú 12*. árið sem heim- ilið starfar og eru þar 28 börn Umdæmisstúkan rak heimilið lengi framan af, en nú er það rekið í félagi af henni og Styrkt arfélagi vangefinna. Skipar hvor aðili tvo menn í stjórn heimilis- ins, en landlæknir tilnefnir odda mann. Ekki varð hjá því komizt að auka húsnæði þarna stórum vegna brýnnar þarfar, og standa nú byggingarframkvæmdir yfir. En þegar þeim er lokið, er bú- izt við að hægt sé að hafa þar helmingi fleiri börn, en nú kom ast þar fyrir. Og veitir þó ekki .aí. Þessar framkvæmdir kosta stórfé. Er þar eigi aðeins um byggingarkostnað að ræða, held- ur einnig innri búnað heimilisins, húsgögn og rúm handa börnun- um os.frv. Nú hafa konur úr GT-stúkun- um í Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi og Keflavík tekið hönd um saman um að afla fjár handa heimilinu. Ætla þær að hafa bazar og kaffisölu í Góðtemplara húsinu í Reykjavík á sunnudag- inn kemuT (30. maí). Þarf ekki að geta þess, að allur ágóði renn ur til barnaheimilisins. Er nú heitið á alla góða menn að sityrkja þetta málefni af ein- lægum vilja til að bæta kjör hinna brjóstumkennanlegu bernsku-sjúklinga. Það geta þeir gert á tvennan hátt, með því að gefa muni á bazarinn og koma í Góðtemplarahúsið á sunnu- daginn kemur. Allar gjafir á bazarinn eru vel þegnar og er mælzt til, að þeira sé komið í Góðtemplarahúsið kl. 3—6 á föstudag. En líka má til- kynna þær í síma 1733G, og verða þær þá sóttar. Sýnishorn af gjöfum, sem þeg- ar hafa borizt á bazarinn, eru í glugga Bamablaðsins Æskunn- ai í Lækjargötu 10A. Hér má einnig geta þess, að mönnum gefst þess alltaf kost- ur að styrkja barnaheimilið, með því að kaupa Minningarspjöld þess þegar þeir minnast fram- hðinna vina og vandamanna. Þessi minningarspjöld fást 1 Bókaverzlun fsafoldar, Austur- stræti 8. ■y ", T WOW r' ..•%«. y\ < Skálatún eins og það var þegar barnaheimilið byrjaðL Á hinum Norðurlöndunum er vinnuvikan 45 klst., en til þess að samanburður á lengd vinnu- vikunnar hér og þar sé réttur, verður að hafa í huga, að þar eru hvorki kaffitímar né önnur samningsbundin stytting vinnu- tímans taþn með (effektivur vinnutími) en hér á landi er það gert (brúttó vinnutími). Tökum dæmi: Hérlendis eru yfirleitt 2 samningsbundnir 20 mín. kaffitímar á dag, það er 4 klst. á viku. Sambærileg tala við 45 klst. vinnuviku Norður- landanna er því 44 klst. hér en ekki 48 klst. Ef á hinn bóginn tilsvarandi kaffitíma væri bætt við 45 klst. vikuna verður sambærileg tala 49 klst. vinnuvika á Norðurlönd um við 48 klst. hjá okkur. Ef við tækjum 44 klst. vinnu- viku, sem er orðin ærið algeng hér hjá okkur a.mJt. í Reykja- vík, er sambærileg tala við hin Norðurlöndin 40 klst. og 20 mín. Eg hirði ekki um að taka fleiri dæmi. Af þessu er Ijóst að í báðum tilfellum er vinnuvikan hér styttri en á hinum Norðurlönd- unum. Til viðbótar þessu kemur flutn ingur verkafólks í vinnutíma til og frá vinnustað, sem hér a.m.k. í Reykjavík, tekur ærinn tíma, en er nær óþekktur á hinum Norðurlöndimum. Hitt er svo annað mál að stytt ing þess dagvinnutíma myndi í langflestum tilfellum þýða kaup- hækkun, þar sem heildar vinnu- tímafjöldinn myndi ekki styttast, vegna þess atvinnuástands, sera við búum við. Hitt skal fúslega játað, að heild ar vinnutíminn hér, er á flestura sviðum langur en breytt launa- kerfi s.s. bónusfyrirkomulag; ákvæðisvinna o.fl., sem riðja sér nú til rúms í auknum mæli, geta orðið hjálpartæki til styttingar vinnutímans á ýmsum sviðum, en við fiskveiðar, fiskvinnslu og landbúnað mun ærinn vandi að komast hjá löngum vinnudegi um lengri eða skemmri tima á ári hér á landi. Ég tel ekki rétt í byrjun samn ingaviðræðna að ræða kröfur verkalýðsfélaganna almennt, en tel þó nauðsynlegt að leiðrélta misskilning, sem ég hefi orðið var við, og birti því þessar staðreynd ir um lengd vinnuvikunnar. • Málið eyjahúsin Gamall Reykvíkingur skrif- ar og kemur fram með hug- mynd, til þess að Reykjavík verði sér ekki til skammar nú þegar skemmtiferðaskip með hundruð manna fara að koma siglandi til að skoða sig um hér, og landsmenn sjálfir fara að aka og ganga kringum bæ- inn. Hann stingur upp á því að Reykvíkingar taki sig saman og fari út í Engey og Viðey og jafnvel á fleiri staði, þar sem jafn illa er gengið um og máli, þó ekki sé nema fram hliðin á húsunum, svo út- gangurinn á þeim blasi ekki svona við. E.t.v. væri hægt að fá málningarverksmiðjurn- ar til að gefa málningu á sina hverja hliðina og gæti verið góð auglýsing í samkeppni um hver málningin endist nú bezt. Þarna ætti það að koma vel í ljós, þar sem mæða á henni vindar og saltvatn. Hvernig sem það yrði nú með málninguna, þá ætti að vera hægt að útvega hana ein hvern veginn. Aðalatriðið er “ fá vinnukraftinn til að .la, að sjálfsögðu með enda þessara staða. Ei.ivi i..- ryðjast inn á þeirra eignir án þess. En varla getur nokkur haft á móti því að fá málað hjá sér. Húsin i þess- um eyjum eru allra myndar- legustu hús að sjá, ef komin væri á þau málning, ekki sízt Viðeyjarstofa. • Virkin sögulegar minjar Gamli Reykvíkingurinn vill líka vekja athygli á öðru, með- an enn er timi til. Hann vill að þessi fáu fallbyssuvígi, sera hér voru byggð á stríðsárun- um fái að standa og verði hald ið við sem minjagripum. Elest eru þau horfin, og gerir ekki til. En hvort sem fólki líkaði betur eða ver, þá voru þau sett upp þarna og eru því orðin sögulegar minjar. Eitt eða tvö ætti því að varðveita, t. d. þau sem standa enn niður við sjó- inn. © Þota hræðir fólk „Ung móðir úr sveitinni** skrifar og kvartar yfir þvi að þota fljúgi oft mjög nálægt íbúðarhúsi einu í Hrunamanna hreppi, og geri íbúana skelkaða með hávaða sínum og sér í lagi smábörn, sem verði mjög hrædd við þennan hávaða. Hún segir að þetta hafi þráfaldlega gerzt þar í sveitinni. Þota hafi flogið mjög lágtyfir húsinu hjá henni, einar fjórar ferðir kannski, steypt sér niður að húsinu og ætlað allt að æra. Segist hún ekki vita hvert hún eigi að snúa sér með þetta. Velvakandi vonar að þetta komi fyrir augu viðkomandi aðila. Annars hlýtur þotuflug- maður áð þekkja eitthvað til úr því þetta kemur oft fyrir. Væri ekki hægt t. d. að biðja hreppstjórann um að kvarta til réttara aðila eða kæra viðkom-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.