Morgunblaðið - 25.05.1965, Side 11

Morgunblaðið - 25.05.1965, Side 11
Þriðjudagur 25. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 11 ann í Þrándheúui. norðar. Við flugum til Bodö, sagði hann. Helmingur strand- lengju Noregs er um og fyrir norðan heimskautsbaug, og er mjög fróðlegt að skoða byggð- irnar þar norður frá. Til Bodö komu þau hjón síð- astliðinn miðvikudag. Þess má geta, að Bodö kom mjög við sögu í síðasta stríði, þegar Há- kon konungur yfirgaf Noreg frá þessum litla bae, sem síðar var lagður í rúst, en nú hefur hann verið reistur af nýju. Við bæinn er stór flugvöllur og kom Bodö við sögu, þegar Rússar skutu niður njósna- flugvél Bandaríkjanna U-2, en þar átti hún að lenda eins og kunnugt er. Ráðherrann sagði að tún hefðu sýnzt grænni á þessum slóðum en hér í Reykjavík, þegar þau hjón lögðu upp í Rapp. Kváðust forráðamenn verksmiðjunnar hafa selt kraft blakkir í 2—300 íslenzk síldar- skip og vera hinir ninu, sem framleiddu hinar réttu kraft- blakkir. Til að viðhalda eins konar jafnvægi í byggð landsins, hafa stjórnarvöld Noregs veitt fyrirtækjum styrki til að flytja sig úr þéttbýliskjarna til dreifbýlisins. Þessi verk- smiðja mun þó vera sú eina, sem hefur flutt alla starfsemi sína frá Osló, en aftur á móti hafa ýmis önnur fyrirtæki sett upp útibú í dreifbýlinu. Ástæð an til þess að Rappverksmiðj- an hefur verið flutt, er sú, að í Bodö er hún staðsett í nán- um tengslum við mestan hluta fiskiskipaflotans, og er rekst- ur hennar hagkvæmari á þess um slóðum. Forsætisráffherra í járn- og stálbræffslunni í Mó. Gengiff eftir bryggjunni og sjást hinir miklu kranar á myndinni. Auk þess má sjá jámstykki frá verksmiðjunni á járnbrautavögnum. ferðina á laugardagsmorgun, og þó er Bodö mun norðar en Reykjavík. Ef ég ætti að líkja Bodö við einhvern stað hér á landi, sagði hann enn fremur, væri það helzt Hóimavík, nema hvað skógur setur mik- inn svip á umhverfi bæjarins. Útsýn er fögur á þessum slóð- um og víðsýni mikið. Þarna var forsætisráðherra- hjónunum meðal annars sýnd verksmiðja, sem framleiðir kraftblakkir, og nefnist hún Norðmenn leggja mikla á- herzlu á þetta jafnvægi í byggð landsins, en hins vegar upplýsti Gerhardsen að í Noregi væri málum svo hátt- að, að 10—15 býli legðust í eyði á degi hverjum. Það sem Norðmenn kalla fámennar byggðir, eins og nágrenni Bodö, hiundu ekki vera kall- að strjálbýli hér á landi, því í þessu héraði einu búa 240 þúsund manns á langri strand- lengju, og þar eru nokkrir all- stórir bæir. Meginbyggðin er miklu þéttari en ' venjuleg sveitabyggð hjá okkur. Á þessum slóðum hafa Norð menn komið upp-verksmiðjum með trjáspónagerð, og segja þeir, að það sé eina léiðin til að nýta norska birkið, en áð- ur var það notað til eldiviðar. Nú framleiða þeir úr því plöt- ur, sem notaðar eru bæði inn- anhúss og utan, t.d. í eli og til klæðningar — og meðal annars náð sæmilegum markaði hér á landi, enda þótt framleiðslan sé tiltölulega ný byrjuð. Þá má geta þess, að í dalen er þorp, sem Rognan heitir, og hefur þar verið mik- il bátasmíði frá fornu fari, en nú er hún tekin að minnka. Heimamenn héldu því að bátasmíði hefði tíðkazt á hverjum bæ fyrr á öldum, og skipin dregin niður til hafs. í bænum og sveitinni í kring búa milli 4 og 5 þúsund manns, eða eins og í heilli sýslu hjá okkur. Þetta kalla Norðmenn mjög dreifða byggð, og gera alit til að halda henni við. Frá þessum stöðum fóru for- sætisráðherrahjónin í tveggja til þriggja klukkustunda ferð með járnbraut að Mó í Rana- firði eða Ranabyggð, og er Mó innsti bærinn í firðinum. Egils saga segir, að þar í nágrenn- inu, eða að Sandnesi, hafi Þór- ólfur Kveldúlfsson átt heima og fékk hann bæinn með kvon fangi sínu. Á þessum slóðum hafa Norðmenn komið sér upp járnsteypu og stálsmíði — og brenna þar eldar eins og mað- ur sæi niður í glóandi Surtsey, sagði forsætisráðherra, þegar hann lýsti þessari miklu verk- smiðju. Verksmiðjan er liður í því að koma upp iðnaði úti um landsbyggðina, enda er þar gömul járnnáma og miklir möguleikar á vatnsorku, én á þessu tvennu byggist ekki sízt rekstur Slíkrar verksmiðju. Þetta er mikið og stórt fyrir- tæki, en rekstur þess hefur hins. vegar gengið beldur treg- lega, og eru ástæðurnar með- al annars taldar þær, að stofn- kostnaður hafi verið mikill og lánsfé ekki nógu hagkvæmt í upphafi. Allir munu hafa ver- ið sámmála um að reisa verk- smiðjúna á sínum tíma, en nú hefur rekstur hennar verið gagnrýndur. Það var norska ríkið sem lét reisa verksmiðj- una og sjá fagmenn um stjórn hennar, en eftirlitsráð er kos- ið af þinginu. Það annast ekki framkvæmdir, en hefur eftir- lit með rekstri verksmiðjunn- ar. 85% af framleiðslunni er flutt til útlanda, en upphaf- lega var ráð fyrir því gert, að framleiðsla verksmiðjunnar fullnægði Noregi. En Norð- menn sáu strax í hendi sér, að þeir höfðu enga möguleika á að vera samkeppnisfærir, ef þeir framleiddu járnhluti í Norsku forsætisráffherrahjónin ráffherrahjónunum í veizlu. ýmsum stærðum; þeim væri nauðsynlegt að leggja áherzlu á fjöldaframleiðslu ákveðinn- ar stærðar af jám- og stál- bútum. Þetta fyrirtæki er al- norskt. Þá gat forsætisráðherra þess, að Norðmenn væru kömnir svo mikiu lengra í iðn þróun en við, að augljóst væri, þegár ma®nr ferðaðist úm lándið, að landbúnaður og fiskvelðar væru algjört auka- atþiði hjá þeim. Um allt land hafa risið upp bæir, sem bygSjast á iðnaði. Forystú- menn Norðmanna segja: Land ið: verður að iðnbúast, við veyðum að njóta hinnar öru tækniþróunar — hún mun bezt bæta hag fólksins. Þess. má geta hér að Norð- menn hafa átt samvinhu við erlenda aðila í iðnaði með margvislegum -hætti, og þá Sérstaklega í sambandi við framleiðslu á alúmíni. Nú er ferðinni heitið tU Þrándneims óg dvalizt þar tvo taka á móti íslenzku forsætis- daga. Fyrri daginn er farið um sveitina, sem er mjög víð- lend og mun frjósamari en ætla mætti miðað við legu landsins. Þarna er mjög frjó- samt og fallegt landsvæði. Á þessum slóðum er því ákaf- lega blómlegt landbúnaðar- hérað, fjöll í fjarska með snjó, svo maður kannaðist við sig, sagði forsætisráð- herra. Skógurinn setti falleg- an svip á landið án þess þó að byrgja sýn um of, fallegir grænir ásar eru víðast hvar eins og hjá okkur og brotið land undir akra. Má segja að furðulegt sé, að forfeður okk- ar skuli hafa yfirgefið svo falleg héruð, bætti hann við. Fyrri daginn, sem þau hjón dvöldust á þessum slóðum, var sóiskin, en gekk á með hríðarhraglanda. Forsætisráðherra kom að eigin ósk að Stiklastöðum. Mjög er áhrifamikið fyrir ís- lending að koma þangað, Framhald á bls. 31. Líkan af Búrfelli, sem notaff er viff rannsóknir á rennslinu þar. Mælikvarði: 1:500.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.