Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 2, júní 1965 yfir hrifningu sinni á landi og þjóð og von um að geta heimsótt fsland aftur. Á uppstigningardag var erki biskupinn við sameiginlegt messuhald í Kristskirkju, þar sem hann predikaði ásamt herra Jóhannesi Hóla- biskupi og þremur prestum. Síðar um daginn sat hann kaffiboð hjá biskupi íslands, herra Sigurbirni Einarssyni, þar sem hann hitti milli 20 og 30 íslenzka presta. Á föstudag heimsótti dr. Bruno B. Heim forsætisráð- herra, Bjarna Benediktsson og utanríkisráðherra, Guðmund í. G'uðmundsson. Síðar sáma daginn var hann við síðdegis drykkju með sendiherrum er- lendra ríkja á íslandi, ráðu- neytisstjórum og fleiri em- bættismönnum. Á laugardagsmorgun heim- sótti biskupinn forseta íslands herra Ásgeir Ásgeirsson. Snæddi hann síðan hádegis- verð með- herra Sigurbirni Einarssyni, biskupi íslands. Þá heimsótti dr. Heim kaþólsk ar stöðvar í Hafnarfirði og um kvöldið snæddi hann kvöld- verð með forsætisráðherra, utanríkisráðherra og borgar- stjóra Reykjavíkur. Á sunnudag fór dr. Heim til Þingvalla og Gullfoss og Geysis og þaðan til Skálholts. Skoðaði hann síðan Riftún, sumardvalarheimili barna, nærri Hjalla í Ölfusi. Um kvöldið tóku kaþólskir leik- menn á móti biskupnum í Reykjavík. Á mánudag fór erkihiskup- inn ásamt Hólabiskupi til Stykkishólms og heimsótti m. a. sjúkrahúsið þar. Sungu þeir messu í kaþólsku kirkjunni á staðnum. 1 f gær ki. Í4 fór dr. Heim héðan til Danmerkur. Hafði hann, að sögn séra Marteins, biskupsritara, lýst yfir hrifn- ingu sinni á landi og þjóð. Hann kvaðst vera mjög ánægð ur með komuná til íslands, hér hefði hann hvarvetna mætt mikilli vináttu. Erki- biskupinn var mjög ánægður yfir að geta hitt biskupinn yfir íslandi og förseta íslands. Á meðfylgjandi mynd sést, er dr. Bruno B. Heim heim- sótti bókasafnið að Bessastöð- um. Yzt til vinstri er Hóla- biskup, herra Jóhannes Gunn- arsson, þá er sr. Marteinn, rit- ari bjskups. Næstur honum er erkibiskupinn, dr. Bruno B. Heim, þá forsetaritari, Þor- leifur Thorlacius og forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirs- son. Delegaðus Apostolicus in Scundia í GÆRDAG fór hé'ðan af landi Dr. Heim, erkibiskup, eða Delegatus Apostolicus in Scandia, eins og titill hans hljóðar á latinu. Dr. Heim kom hingað til lands 26. max og hefur á þessum tíma farið víða um iand og hitt fjöl- margt fólk. Hefur hann lýst Sauðburði víðast hvar að Ijúka MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við fréttaritara sína víða um land. Að 'þeirra sögn mun sauðburður hafa gengið mjög vel í sveitum þrátt fyrir kulda. Er víðast hvar farið að hleypa fénu út, enda hefur gróðurinn víðast hvar náð sér á strik í hlýviðrum síðustu daga. Sauðburði er nú að Ijúka. í Hrútafirði og Miðfirði er enn hafís og hefur hann hamlað að- flutningum. Til dæmis hafa bændur orðið að sækja áburð til Skagastrandar. Síðustu daga virð ist isinn þó hafa losnað eitthvað og komið í hann vakir. Stein- grimsfjörður á Ströndum er nú einnig orðinn svo að segja alauð- ur, en hann hefur verið fullur af ís undanfarna þrjá mánuði. — Einnig er talsverður ís fyrir Axxsturlandi. í Axarfirði hefur verið mjög kalt að undanförnu og tún mjög kalin. Hefur þó hlýnað síðustu daga. Tíðarfar hefur verið gott í Mý- vatnssveit og er mývargurinn far inn að herja á menn og skepnur. Lítið er farið að bera á ferða- mönnum þar, en a.m.k. annað hótelið við Mývatn er komið í gang. Sú nýbreytni verður höfð á í sumar, að fastar áætlunar- ferðir verða í Öskju og víðar um fegurstu héruðin í kringum Mý- vatn fyrir ferðamenn. lVlik.il sala spariskirteina HINN 13. maí sl. hófst sala verð- tryggðra spariskírteina ríkissjóðs 1965, samtals að fjárhæð 40 miiljr ónir króna. Sala skírteinanna gekk mjög vel og var sambæri- leg við sölu skírteina, sem gefin voru út í nóvember 1964. Um 20. maí voru þegar að nxestu seldar þær 40 milljónir króna, sem boðnar höfðu verið út, og vegna mikillar eftirspurn- ar ákvað fjármálaráðherra að seld yrðu til viðbótar skírteini að fjárhæð 7 milljónir króna. Þessi viðbót er nú þegar upp- seld hjá Seðlabanknaum, og að- eins smáupphæðir munu óseldar hjá Landsbankanum og einstaka innlánsstofnunum öðrum. Samkvæmt lögum nr. 23/1965 var ríkissjóði heimilað að bjóða út innlent lán samtals 75 milljón- ir króna. Samkvæmt ofanskráðu hafa þegar verið notaðar 47 millj- ónir króna af þeirri heimild. Ennþá hefur ekki verið ákveðið hvenær eftirstöðvarnar, 28 millj ónir króna, verða boðnar út, en það verður væntanlega ekki fyrr en með haustinu. s s 0 D Suðlæg átt og votviðri var um sunnan- og vestanvert iandið, ágætis gróðrarveður, en á annesjum fyrir norðan og austan var austan-kaldi og hitinn aðeins tvö tii fjögur stig. Lægðin1 yfir axistaíiverðú Grænlandshafi hreyfðist hægt austur eftir, og við Nýfundna land er önnur, sem búast má við áhrifum frá á morgun og á föstudag. Veðurhorfur: SV-land til V-fjarða og mið: SVkaldi og smáskúrir. N-!and og mið: SV-kaldi og srháskúrír vestan til á xlxið vikudag. Sigurður Ben. heldur mál- verkauppboð í Súlnasal Kjarval: Lagt upp í langa ferð. „ÞAÐ eru margar góðar mynd ir hér samankomnar, og sum- ar renna auðvitað út eins og heitar lummur. Þannig er það ævinlega um myndir Muggs, Guðmundar Thorsteinssonar. Myndirnar fjórar eftir Mugg, sem hér eru til sölu, hafa all- ar verið áður í eigu móður listamannsiris, frú Ásthildar Thorsteinsson.“ Sigurður Benediktsson mælti þessi inngangsorð við blaða- m.ann Morgunblaðsins, sem kom til að skoða málverk og höggmyndir, sem boðnar verða upp í dag kl. 5 stund- víslega í Súlnasal Hótel Sögu. 51 verk verður boðið upp, og þar mun margur næla sér í feitan bita, ef að líkum lætur. Sigurður heldur áfram að lýsa verkunum, um leið og hann vísar blaðamanninum um sali: „Muggur málaði oftast frek- ar lítil málverk, en þau voru fínlega unnin. Annars var málaralistin frekar tómstunda iðja hans. Hann vildi alltaf frekar vera leikari. Kjarval á hér mjög góð verk. Hérna er til dæmis mál- verkið: Lagt upp í langa ferð, og því fylgir sú sögn, að það sé málað frá innblæstri af þeirri ferð listamannsins, þeg- ar hann var fluttur í fóstur úr Meðallandi, þarna við Kúðafljótið, austur yfir öll vötn til Hornafjarðar og það- an til Borgarfjarðar eystra, Þarna sérðu frænku hans, þar sem hann síðan ólst upp. sem reiðir Kjarval í söðli. Frændi hans er fyrir aftan, en í baksýn ber í landpóstinn, sem eins og vera ber er með mjög valdsmannslegan hatt, svona rétt til að sýna í hvaða stöðu sá mæti maður var. Lómagnúpur gnæfir svo í bak- sýn fjær. Og má ég svo benda þér á hana þessa, sagði Sigurðxxr. Hún heitir Den farende Svend. Kona með gullið hár, leikur sér að flipanum á fol- anum og horfir í augu svart- hærða karlsins eða sveinsins, sem folann situr. Ingen havde Öjne, som den farende Svend. Þarna eru þrjár abstraktion- ir eftir Gerði Helgadóttur. Hún á hér einnig höfuð á ungu skáldi, sem mun vera af Thor Vilhjálmssyni. Hann liggur þarna yfir á borðinu, hvítur og skinin úr gipsi. Þú skalt ekki spyrja mig um kunst. Ég er enginn kunst- kender, aðeins sölumaður, en illa er ég svikinn, ef mynd- irnar eftir Brynjólf Þórðarson sáluga eru ekki kunst. Hér eru tvær myndir eftir hann. Eða sjáðu þetta konuhöfuð á kodda, eftir einhvern Folmer Bonnen, sem var í skóia með Kjarval. Það er sál í þessu andliti. Mætti segja mér að þessi Bonnen hefði getað sitt af hverju. Annars eru hér margar myndir úr dánarbúi Gunnars Róbeitssonar Hans- ens, þess mikla séntilmanns. BæðT eftir hann og aðra. Það var ósegjanlegur skaði að missa Gunnar. Mikil missa, lagsmaður. Hérna er meira að segja fiðla Gunnars. Máski er hún Stradivarius. Hvað getur maður sagt um það. Þetta málverk er eftir Emil Thor- oddsen. Fallegt málverk, en senan döpur. Hún er máluð úr t kirkjugarði. Nína Sæmunds- son á hér 7 pastelmyndir og Sólveig Eggerz 2 vatnslita- myndir. Á þessu sérðu, að hér er mikið úrval, og hef ég ekki talið upp helminginn enrnþá. Þetta er bæði gamalt og nýtt og allt þar á milli. Ég mundi segja, að fólk gæti gert góð kaup hér hjá mér í dag. Allir hjartanlega velkomnir, eins og þeir segja x tilkynningunum- Og með það fórum við með Sveini Þormóðssyni, sem tók myndina. — Fr. S. NA-land og mið: S- og SA- gola, þokuslæðingur á miðum, en vtða bjart í inixsveituni. A-firðir og miðirt og Aust- urdjúþ: Hæg, suðlæg átt og súld eða þoka. SA-land og miðin: SV-gola eðá káldi. Þykkt loft og Súld eða rigning öðru hverju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.