Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.06.1965, Blaðsíða 28
' / i j; A M ð P iW'lltH Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins joruíiwtMaíiiifo 123. tbl. — IMiðvikudagur 2. júní 1965 Helmingi íitbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Eins »(; skýrt var frá í Dlaðinu í gær var á Sjómannadaginn tekin í notkun n ývistálma við Hrafn islu, dvalarheimili aldraðra sjó manna. Þessi álma rúmar 63 v istmenn auk þess sem í kjallara bennar verður verkstæði, þar se m vistmenn geta unnið við viðg erðir á veiðarfærum. — Myndin sýnir hina nýju vistálmu. Verður Reykjavíkurhöfn lokaö um nætur? Tillögur megi um, hvernig draga slysahættu ur HAFNARSTJÓRI og lögreglu- stjóri fólu þeim Einari Thorodd- sen, y firhafnsögumanni og Bjarka Elíassyni, lögregluvarð- stjóra, fyrir nokkru að gera til- lögur um, á hvern hátt hægt mundi vera að koma í veg fyrir eða draga úr slysum við Reykja vikurhöfn. Þeir Einar og Bjarki hafa skilað tillögum um málið, sem nú eru í athugun hjá við- komandi yfirvöldum, ásamt for- mála og greinargerð. Tillögurn- eru í sex liðum og hljóða svo: • Smíðaðir verði 6 léttir land gangar til afnota í Austurhöfri- inni, aðallega við togarana, og hafi Togaraafgreiðslan umsjón með þeim. sjái um, að þeir séu settir um borð og teknir, er skip fara, og annist geymslu þeirra og viðhald. • Austurhöfninni verði lokað um nætur frá kl. 21.00 til 07.00 og aðalinnkeyrsla ein frá Póst- hússtræti, og verði þar varð- skýli fyrir lögreglu og tollgæzlu menn, sem annast eiga alla gæzlu í sambandi við umferð ihn og út á Hafnarsvæðið, enda ber nú Reykjavíkurhöfn nú kostnað af kaupi tveggja lögreglumanna. • Grandagarði verði lökað frá efstu verbúð í Netagerð Eggerts Theodórssonar, m.a. til þess að Fiskiðjuverið og innakstur í Hraðfrystistöðina verði innan lokunarsvæðisins. • VÖruafgreiðsla S.f.S. fái til afnota Grófina mrlli húss síns og Hafnarhússins og verði þeirri götu lokað við Geirsgötu. Öll lestun fari fram í Grófinni og verði settar dyr á húsið út í Gróf ina, en áfrem verði leyft að aka vörum inn í húsið frá höfninnL • Ægisgarður verði innifalinn í lokun hafnarinnar. Lokuð verði aðalinnkeyrsla á Ægisgarð. Einn ig verði lokað frá Hafnarhúsinu í Hafnarbúðir og öllum sundum við gömlu verbúðirnar. • í sambandi við öryggi skips hafna á stærri bátunum, sem að mestu eru staðsettir í Vestur- höfninni, verði útgerðarmönnum gert að skyldu að hafa um borð í bátnum stiga, sem þannig eru út búnir, að auðvelt sé að festa þeim í vanta skipsins eða annan tryggilegan stað, svo stiginn sé alltaf fastur við skipið, en geti ekki hreyfzt eftir bryggjukant- inum eftir sjávarföllum. Maður drukknar í Steingrímsfirii Hólmavik, 1. júni: — BANASI.YS varð hér á Stein- grímsfirði í gær, er Ingólfur Björnsson, 45 ára gamall maður, drukknaði við að vitja um net. Eftir hádegi í gær fóru þrír menn saman á þilfarsbáti til þess að vitja um hrognkeisanet nokkuð hér fyrir innan Hólma- vík. >eir höfðu meðferðis lítinn bát, sem nota átti við vitjunina Þegar þeir komu að netalögn, fóru tveir mannahna, Ingólfur Björnsson og Jóhdnh Jónsson, um borð í litla bátinn og fórú að draga netin/ en sá þriðji sigldi burtu á þlifarsbátnurh, til þess komnir að vitja um, þegar bátn um hvolfdi skyndilega. Kiukkan mun þá hafa verið um þrjú. Mennirnir lentu báðir í sjónum. Ingólfur var algerlega ósyndur, en Jóhann er hinsvegar vel synd pr maöur. Hann var mjög þungt kiæddur og átti erfitt um vik. Hann gerði ítrekaðar tilraunir til að bjarga félaga sinum, en gat ekki ráðið við hann vegna ofsa hræðslu, sem hafði gripið Ing- ólf. Að iokum urðu þeir viðskila, og koinst Jóhann með naumind- um á land, ákaflega þjakaður. Lík Ingólfs fannst við slæð- ingú síðastliðna nótt. að vitjá um net á öðrum stað j Ingólfur heitinn var 45 nokkuð fiá, bátanna. Mennirnir ög sást ekki milJi | tveir voru langt gamall, einhleypur, en á aidr- aða foreldra og uppkomin syst- kin á lifi. — A. Ó. Fékk ekki lendingar- leyfi í Færeyjum Akureyri, 1. jún. I GÆR var Tryggvi Helgason, flugmaður, beðinn að fara í leigu flug til Færeyja með varahlut í bv. Steingrím trölla. sem þar er í viðgerð. Þessi varahlutur var hvergi fáanlegur í Færeyjum, en hins vegar til hér á Islandi, og var um eitt kg. að þyngd. Þegar um hádegi var farið að undirbúa flugið og haft samband Við ýmsa aðilja, svo sem sendi- herra Dana, Flugfélag íslands og Flugmálastjórnina íslenzku, og hún beðin að útvega lendingar- leyfi, ef þess þyrfti með. Hins vegar vissi enginn þessara aðilja til þess, að neinir meinbaugar væru á að Tryggvi lenti í Fær- eyjum. Sprengigos milli Surtseyjar og Surtlu MBL. átti í gær tal við Sigurjón i eyingar sögðu honum, að milli kl. Einarsson, flugmann hjá flug- 9 og 10 um morguninn hefðu orð- málastjórninni, en hann flaug yf- ið mikil sprengigos á eldsumbrota ir Surtsey og nágrenni um kl. svæðinu milli Surtseyjar og 11.30 í gærmorgun. Vestmanna- Surtlu, þar sem Sigurjón og fleiri Norölendingar fagna stofnun framkvæmdasjóðs strjálbýlisins telja sig hafa séð smáey skjóta upp kollinum sl. föstudag. Þeytt- ist þá sandur, vikur og hraun- gjall í 200 til 300 metra hæð. Þegar Sigurjón flaug þarna yfir klukkan hálftólf, var ekkert að sjá nema smágufustróka annað veifið, enda mun eyjan hafa sprungið og hrunið um morgun- inn. Greinilega sást móta fyrir gígnum, sem Sigurjón kvað um 200 metra í þvermál. Kvað hann þetta allt minna sig mjög á fæð- ingarhríðir Surtseyjar. Með það flaug Tryggvi af stað, en varð að snúa við vegna þoku í Færeyjum, þegar hann var kom inn hálfa leið. Sneri hann þá til Akureyrar aftur. í morgun var aftur gerð flug- áætlun og reynt að ná í ábyrgan mann hjá Flugmálastjórninni, en tókst ekki. Tryggvi lagði engu að síður af stað, og þegar hann var kominn þriðjung leiðarinnar, fékk hann skilaboð um Flugum- ferðarstjórnina islenzku, og þau sögð komin frá dönsku flugmála- stjórninni, að honum væri alger- lega óheimilt að lenda í Færeyj- um, nema í neyðartilfelli. Sneri Tryggvi því enn við til Akur- eyrar. Hann hafði talað við flugvall- arstjórann í Færeyjum, sem kvað þar vera ágætt veður, og fiug- brautin væri í góðu lagi. Ekki var Tryggva kunnugt um það síð degis i dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til eftirgrennslana, hver ástæða lægi til synjunarinn- ar, en svo mikið er víst, að vara- hluturinn situr á fslandi, og við- gerð á bv. Steingrími trölla stöðv ast í Færeyjum. — Sv. P. ★ Mbl. hefur frétt, að nefndur flugvöllur sé lokaður vegna við- gerðar og lengingar. Þó er hann opinn fyrir áætlunarflug (far- þegaflug) og að sjálfsögðu í neyð artilfellum. Lokið er nyrðra atvinnumala- ráðstefnu RÁÐSTEFNA um atvinnumál á Norðurlandi var haldin á Akur eyri dagana 29. og 30. maí s.l. Þátttakendur á ráðstefnunni voru 39 kjörnir fulltrúar frá fimm kaupstöðum og átta stærri kaup túnum á Norðurlandi. Þá voru boðnir til ráðstefnunnar aliir al- þingismenn úr kjördæmum Norð urlands og ennfremur fulltrúi frá Sambandi ísl. sveitafélaga. Formaður undirbúningsnefnd- ar Áskell Einarsson setti ráð- stefnuna kl. 1.30 e.h. á laugar- dag 29. mai í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann gat aðdraganda ráðstefnunnar og meginverkefna. Koxn fram í ræðu hans, að ráð- stefnan er haldin að forgöngu bæjarstjóranna á Norðurlandi, sem skipuðu undirbúningsnefnd- ina og í þeim tilgangi að hefja samstarf á milli sveitarfélaga með líka atvinnuihætti, um fram- gang sameiginlegra hagsmuna- mála. Megin verkefni ráðstefn- unnar væri að leita úrræða um lausn atvinnumála fjórðungsins nú í dag, jafnframt því að benda á ráð til þess að treysta atvinnu lífið til frambúðar og finna leið ir til samvinnu um uppbyggingu Norðurlands, með heildarskipu- iagningu og framtíðar áætlun um framkvæmdir og framfarir. Fundarstjóri var kjörinn Jón ísberg, sýslumaður, Blönduósi og fundarritarar voru Kristján Helgi Sveinsson, Sigudður Tryggvason og Árni Jónsson. í upphafi ráðstefnunnar flutti fjármálaráðJherra Magnús Jóns- son ávarp og gat þess að ríkis- stjórnin hyggðist beita sér á næsta Alþingi fyrir nýrri laga- setningu um framkvæmdasjóð strjálibýiisins. í ávarpi fulltrúa Sambandis ísl. sveitafélaga Unnars Stefánsson- ar komu fram upplýsingar um þær fyrirætlanir, sem efstar eru á baugi um skipulagsbundna upp byggingu landshluta t.d. Vest- fjarðaráætlunina. Þá gat hann um í helztu atriðum hvernig aðr ar þjóðir t.d. Normenn höguðu uppbyggingu landsbyggðarinnar Frambald á bls. 27 Kaupið miða og möguleika á að hreppa glæsi- legasta happdrættisbíl ársins Vinningar i I.andshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins eru tvær Ford Fairlane fólksbifreiðir, að verðmæti samtals 660 þúsund krónur. Miðinn kostar hinsvegar að- eins 100 krónur, en veitir möguleika á að hreppa glæsi- legasta happdrættisbíl ársins. Mjög mikilsvert er, að þeir, sem fengið hafa senda miða, en dregið að gera skil, geri það sem allra fyrsit, þar sem tíminn er nú orðinn naumur. Eru menn beðnir að hafa sam band við skrifstofu happdrætt isins í Sjálfstæðisihúsinu við Austurvöll, sími 1 71 00. Þá er fólki og bent á að miðar eru seldir í skrifstofunni, svo og úr hinum glæsilegu happ- drættisbílum við Útvegstoank- ann. Látið eklki tækifærið úr greipum ganga —• KAUPIÐ MIÐA STRAX í DAG. Happdrætti Sjálfstæðis- flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.